Þjóðviljinn - 22.07.1988, Page 14
4*tt*tit**t*****»
VI.*,# #,##.#.## #.# # # * # # #
„Þaö er alveg Ijóst og er að
koma í Ijós núna eftir þetta langa
samstarf Framsóknarf lokks og
Sjálfstæðisflokks, að flokkarnir
eru mjög ólíkir að eðli og upp-
byggingu." Þessi orð lét Jóhann-
es Geir Sigurgeirsson varaþing-
maður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra,
falla í Degi fyrir nokkru. Það er
engu líkara en Jóhannes sé
steinhissa á þessari uppgötvun.
Það þurfti langtsamstarf til þess
að hann áttaði sig á muninum,
sem á þessum flokkum er eða-
e.t.v. myndieinhverótuktsegja:
var.
Ekki er mér alveg Ijóst hvað
Jóhannes á við með orðinu „upp-
bygging". Ef hann á við skipu-
lagið þá hygg ég að það sé ekki
óáþekkt hjá íslenskum
stjórnmálaflokkum yfirleitt. Ég
held að Framsóknarflokkurinn sé
í litlu eða engu frábrugðinn öðr-
um flokkum hvað það snertir.
Það út af fyrir sig, greinir
stjórnmálaflokkana naumast aö.
En hvað þá um þetta ólíka eðli
sem Jóhannes telur sig hafa
komist á snoðir um, eftir langa
mæðu? Til þess að átta sig á því
getur verið gott að líta ofurlítið um
öxl. Fram um miðjan annan ára-
tug þessarar aldar var flokka-
skipan hérlendis nokkuð á reiki.
Sjálfstæðisbaráttan var mál mál-
anna eins og jafnan hjá þeim
þjóðum, sem ekki njóta óskoraðs
stjórnfrelsis. Menn deildu ekki
um lokamarkið en skiptust í
flokka eftir því hversu harðar
kröfurþeirvildu gera á hendur
Dönum og hversu hratt þeir vildu
sækja að endanlegu marki.
En þegar hilla tók undir lok
frelsisbaráttunnarvarekki lengur
grundvöllurfyrirflokkaskipan af
þessu tagi. Nú reið á að taka til
hendinni inn á við og menn hlutu
að skipa sér í flokka eftir afstöðu-
nni til innanlandsmála. Sú þróun
hlaut hinsvegar að taka sinn
tíma. Fyrst komst Framsóknarf-
lokkurinn á laggirnar, raunarsem
þingflokkurtil að byrja með. Síð-
an Alþýðuflokkurinn og átti Jónas
frá Hriflu drýgstan þátt í stofnun
þessaraflokkabeggja. Þannig
höfðu þeir sem oft hafa verið
nefndir „vinstri“menn, öðlast
pólitískt athvarf. Auðvitað hlutu
önnurstjórnmálasamtök að
myndast andspænis þessum
flokkum. Eftirnokkrartilraunir
með Sparnaðarbandalag og
Borgaraflokk (það heiti var nefni-
lega til fyrir daga Alberts og co.),
var íhaldsflokkurinn myndaður.
Innan um þetta voru svo á sveimi
stjórnmálasamtök, sem nefndu
sig Frjálslyndaflokkinn, einskon-
areftirhreyturfrá sjálfstæðisbar-
áttunni. Þessi og frekari upprifjun
geturverið nauðsynleg fyrirokk-
ur Jóhannes Geirtil þess að átta
okkur á eðli stjórnmálaflokka.
- mhg.
ídag
er 22. júlí, föstudagur í fjórtándu
viku sumars. Aukanætur, þriðja
af fjórum milli sólmánaðarog
heyanna. 204. dagur ársins. Sól
kemur upp í Reykjavík kl. 4.03 en
sest kl. 23.03. T ungl hálft og vax-
andi.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Svíkur ríkisstjórnin loforðin um
Síbiríuvinnuna? Vinna hefst um
helgina við byggingu skíða-
brautar. Engirpeningartil þess
að hefja vinnu í Síbiríu? Hvarætl-
ar bærinn og ríkið að taka 50-
100 þúsund kr. til að greiða fyrir
hið konunglega svall sem nú
stendurfyrirdyrum?
Flogið á 1 kl. 45 mín. milli R.vík-
ur og Akureyrar. Agnar Kofoed-
Hansen f laug í gær á flugvélinni
T.F. ÖRN frá Akureyri til Reykja-
víkurá 1 klst. 45 mínútum-
UM ÚTVARP & SJONVARP
l
Skrúður
Óperu-
tónlist
Rás 1 kl. 17.03.
Þrjú af frægustu óperutón-
skáldum allra tíma, Rossini,
Puccini og Verdi, gera hlustend-
um Ríkisútvarpsins heimsókn kl.
17.03 í dag. Það sem við fáum að
heyra er:
a) Forleikur óperunnar „Þjóf-
ótti skjórinn“ eftir Rossini. b)
„Nacqui all affanno" eftir Ross-
ini. Frederica von Stade syngur
með Fílharmoníuhljómsveitinni í
Rotterdam. c) „Un bel di ved-
remo“ úr óperunni Madame
Butterfly eftir Puccini.
Montserrat Caballé syngur með
Sinfóníuhljómsveit Lundúna. d)
„Coro a bocca chiusa“ úr óper-
unni Madame Butterfly, eftir.
Puccini. Kór og hljómsveit Ríkis-
leikhússins í Stuttgart syngja og
leika. e) Nomakór og dans and-
anna úr ópemnni Macbeth eftir
Verdi. Ambrosian ópemkórinn
syngur með hljómsveitinni Fíl-
harmóníu. f) „Quale d’armi...
Ah! si, ben mio... Di quella
pira“, úr óperunni II trovatore
eftir Verdi. Placido Domingo,
Rosalind Plowright og Walther
Gullina syngja með kór og hljóm-
sveit „Accademia Nazionale di
Santa Cecilia“. g) Forleikur úr
óperunni „Rakarinn í Sevilla“
eftir Rossini.
-mhg.
Rás 1 kl. 15.03.
Það er býsna fjölskrúðugt
fuglalífið í eyjunni Skrúð ef
marka má þessa gömlu vísu: „Þar
er hafsúla og már, haftyrðill
smár/ hrafnar, lundar og skarfar./
Þar er æður og örn, þar sín ótal-
mörg börn/ metta svartfugl og
skeglurnar þarfar.“ Ekki rengj-
um við þetta.
Skrúðurinn er að þessu sinni
viðfangsefni Ingibjargar Hall-
grímsdóttur í þætti hennar „Af
drekaslóðum“, sem er á dagskrá
Rásar 1 kl. 15.03. í upphafi þátt-
arins er vitnað í orð séra Sigurðar
Gunnarssonar, prófasts .á Hall-
ormsstað, sem gaf þessa lýsingu á
eyjunni:
„Skrúðey eða Skrúður er fjall-
ey út af suðurfjöllum Reyðar-
fjarðar, hamrafjall með mörgum
stöllum beint upp úr sjó, skammt
frá landi. Hann er iðgrænn vetur
og sumar af skarfakáli og öðru
lagarmiklu grasi, sem vex í kletta-
hillunum og uppi á honum.
Hvergi eru fjörur kringum Skrúð
en sjávardýpi að hömrum. Það
mun hafa verið Vémundur
landnámsmaður Fáskrúðsfjarðar
sem skírði Skrúðinn vegna feg-
urðar hans tilsýndar.“ í þættinum
ræðir Ingibjörg við þá Birgi Krist-
mundsson og Sigurð Úlfarsson á
Fáskrúðsfirði og Baldur Rafns-
son, bónda á Vattarnesi, en hann
má heita heimagangur á eyjunni
og hefur í hyggju að byggja sér
þar skýli. Getur komið sér vel að
hafa við hendina þegar verið er
frammi við að nlyta hlunnindi
eyjarinnar. - mhg.
Sumarvaka
Rás 1 kl. 21.00.
Á Sumarvöku í kvöld flytur
Guðmundur Gunnarsson fulltrúi
minningar sínar frá árdögum út-
varpsins. Þá syngur Hreinn Páls-
son tvö lög við undirleik Columb-
ia hljómsveitarinnar. Hreinn var
mjög vinsæll söngvari hér á árum
áður en í honum heyrist nú sjald-
an. Líklega ekki í tísku lengur.
Edda V. Guðmundsdóttir heldur
áfram lestri sínum úr Minningum
Önnu Borg og loks syngur gamli,
góði MA-kvartettinn 3 lög.
Kynnir er Helga Þ. Stephensen.
-mhg.
Stjörnu-
sumar
Stjaman, hefur verið á ferð og
flugi um hlustunarsvæði sitt frá
því í júlí sl. Fyrst var hún á Lækj-
artorgi og síðan í Keflavík. Á
morgun, 23. júlí, verður hún svo
stödd á Akranesi, daginn eftir,
24. júlí, í Borgarnesi, laugardag-
inn 6. ágúst á Selfossi, laugardag-
inn 13. ágúst á Hvolsvelli, laugar-
daginn 20. ágúst á Akureyri og
laugardaginn 27. ágúst í Hafnar-
firði.
- mhg.
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Manstu í fyrra þegar rigndi
allan tímann. Úrhellið var
þvílíkt að við gátum ekki
kveikt eld. -----
Án alls vafa ógurlegasta
hörmungartímabil allrar
minnar ævi.
FOLDA
Já, en það eru ekki
vængir á öllum dýrum
sem koma úr eggi.
Fiskar og slöngur og
krókódílar koma líka
úr eggjum
Engin regla í
eggjaheiminum
1
í
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1988