Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Fréttastjóramálið Kynferði og pólitískur litur Sigrún Stefánsdóttir: Pólitík réði ráðningunni. Markús Örn gekk á bak orða sinna. Markús Örn: Lítill stuðningur við Sigrúnu í útvarpsráði. Magnús Erlendsson segir enga pólitík í spilinu, virðist hafa gefið ýmsum undir fótinn Eg veit að ég nýt stuðnings margra samstarfsmanna innan sjónvarpsins en ég læt mig ekki dreyma um að alger einhug- ur geti ríkt um ráðningu í stöðu sem þessa, hvort sem ég eða Bogi Ágústsson eða nokkur annar á í hlut, sagði Sigrún Stefánsdóttir þegar blaðamaður Þjóðviljans bar undir hana ummæli Markús- ar Arnar Antonssonar, útvarps- stjóra, þess efnis að umsókn hennar um starf fréttastjóra við sjónvarpið hafi ekki verið vel tekið innnan stofnunarinnar. Sigrún er ákaflega ósátt víð þá meðferð sem umsóknir hennar um störf hjá ríkisútvarpinu hafa fengið og telur sér þrisvar hafa verið gefinn ádráttur um starf en síðan verið hafnað. f viðtali við hana sem birtist í nýútkomnu hefti af tímaritinu Nýtt Líf segir hún að pólitískur litur og kyn- ferði ráði meiru um mannaval innan stofnunarinnar heldur en fagleg sjónarmið. Þegar staða fréttastjóra sjón- varpsins var auglýst laus til um- sóknar sótti Sigrún um ásamt fleirum. Hún telur að Markús Örn Antonsson hafi verið búinn að bjóða henni starfið og að með ráðningu Boga Ágústssonar hafi ekki verið gætt faglegra sjónar- miða heldur hafi það verið pólit- ísk afstaða útvarpsráðs sem réði því vali. Bolungarvík Aldrei áður í vanda Steingrímur Hermanns- son: Umdeilt hvort her- inn eigi sök. Málið í at- hugun. Valdimar Lúðvík Gíslason: Enginn vafi að herinn veldur vandanum Það er nú umdeilt hvort fram- kvæmdir hersins eigi sök á vatnsskorti og mengun í vatnsbóli Bolvíkinga og þetta er ekki í fyrsta skipti sem erfíðleikar koma upp í þessu sambandi, sagði Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra, þegar hann var spurður að því hvort ráðuneytið hyggðist gera eithvað í vatns- bólsmálum Bolvíkinga. Valdimar Lúðvík Gíslason for- maður heilbrigðisnefndar á Bol- ungarvík sagði að þetta væri al- rangt, Bolvíkingar hefðu aldrei áður átt í vandræðum með sín vatnsöflunarmál. - Þetta allt er engu öðru um að kenna en þeirri stórauknu um- ferð um vatnsöflunarsvæði okkar eftir að herinn hóf framkvæmdir og þeirri mengun sem slík umferð hefur í för með sér. Ég vara menn eindregið við því að gefa út yfir- lýsingar um að ástæðurnar kunni að vera einhverjar aðrar því þeir sem til þekkja og rannsakað hafa málið eru á einu máli um að fram- kvæmdir hersins orsaki þau vandamál sem nú eru komin upp, sagði Valdimar Lúðvík. Steingrímur sagði að þetta mál væri þó allt í athugun hjá ráðu- neytinu og leitað væri leiða til að leysa þessi mál, það hafa verið haldnir fundir og væntanlega verða haldnir fleiri fundir fljót- lega. iþ Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, segir að vissulega hafi hann rætt innri mál stofnun- arinnar opinskátt við Sigrúnu enda hafi þau þekkst lengi án þess að hann hafi ætlast til að slíkt yrði blaðamatur. Markús segist hafa borið fullt traust til Sigrúnar og talið hana vel hæfa í starf fréttastjóra en hins vegar hafi hann fundið fyrir andstöðu víða gegn því að hún yrði ráðin, m.a. hjá starfsfólki sjónvarpsins, út- varpsráði og víðar. - Ég er hissa á því hve umsókn Sigrúnar fékk lítinn stuðning innan útvarpsráðs og ég treysti mér ekki til ráða hana í starfið þegar endanlega lá ljóst fyrir að hún fékk einungis 1 atkvæði af sjö, sagði Markús Örn. Magnús Erlendsson sem sæti á í útvarpsráði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn sagðist geta fullyrt að ákvörðun ráðsins byggðist á fag- legu mati og kæmi pólitískum skoðunum umsækjenda ekkert við. - Mér er ekki kunnugt um pól- itískar skoðanir Boga Ágústs- sonar en hins vegar var það mat mitt að hann væri hæfasti um- sækjandinn og byggi ég það á því að hann hefur áralanga reynslu af vinnu við sjónvarpið og stjórnún- arstörfum innan þeirrar stofnun- ar auk þess sem samstarfsmenn hans allir mæltu eindregið með honum, sagði Magnús. - Mér þætti ákaflega vænt um að Magnús tryði því sjálfur að ákvörðun útvarpsráðs hafi ekki verið pólitísk því þá sefur hann áreiðanlega betur, en ég legg ekki mikinn trúnað á hans orð, sagði Sigrún er ummæli Magnús- ar voru borin undir hana. Sigrún lét þess líka getið að Magnús hefði sagt sér að hann myndi greiða atkvæði með því að hún fengi starf fréttastjórans en síðar hefði hann reyndar gefið fleiri umsækjendum loforð um hið sama. Magnús sagði að hann teldi mistökin í þessu máli vera þau að útvarpsstjóri skyldi hafa verið búinn að gefa Sigrúnu loforð sem hann ekki gat síðan staðið við. «Þ Sæbólslandi í gærmorgun: Hjörtur Hjartarson ýtustjóri, gat ekki haldið áfram vinnu sinni við að fullklára sparkvöllinn sem strákarnir í Kópavogi hafa beðið spenntir eftir síðustu vikur. (Mynd: Ari) Kópavogur Lögðu fyrir jarðýtumar Erfingjar stöðvuðuframkvœmdir við sparkvöll. Samið um að klára völlinn en bíða eftir dómi með aðrar framkvæmdir í Sœbólslandi Erfíngjar Sæbólshjónanna stöðvuðu framkvæmdir á Sæ- bólslandinu í gærmorgun og kom til nokkurs orðaskaks og hávaða á milli þeirra og fulltrúa bæjar- yfírvalda sem komu á staðinn. Erfingjarnir vilja að bæjaryfir- völd fresti öllum framkvæmdum í landi gamla Sæbóls þangað til Hæstiréttur hefur dæmt í málinu, og var um það samið að lokum í gær að eftir sparkvöllinn yrði beðið dóms áður en frekar væri hreyft við landinu. Þórður Þórðarson bæjarlög- maður sagði við Þjóðviljann að alltaf hefði verið í gildi erfða- festusamningur á milli bæjarins og Þórðar Þorsteinssonar sem bjó á Sæbóli. Það þýðir að jörðin hefur alltaf verið eign Kópavogs- kaupstaðar. Hins vegar gerði bærinn samning við Þórð árið 1980 um bætur gegn því að hann léti af hendi jörðina. Þessi samn- ingur hefur nú verið felldur í undirrétti og beðið er eftir úr- skurði Hæstaréttar í málinu. Garðar Sveinsson sonarsonur Þórðar gætir nú réttar dánarbús- ins og stóð hann fyrir aðgerðun- um í gærmorgun. Að hans sögn hafa bæjaryfirvöld ekki virt dómsúrskurð undirréttar og hlyti hann því að grípa til þessara ráða. -gís. Gunnarsholt Sandeyðimörk að gróðuireit Opið hús hjá Land- grœðslunni Galloway holdanaut, lúpínu- akrar, landgræðsluflugvélarnar verða meðal þess sem gestum Landgræðslu ríkisins gefst kostur á að líta augum í Gunnarsholti um helgina, en þar verður opið hús í dag og á morgun. Með þessari kynningu vil Landgræðslan minna á þýðingu uppgræðslu blásins lands og ber- angurs um leið og almenningi gefst kostur á að kynna sér starf- semi stofnunarinnar í sjálfum höfuðstöðvunum Gunnarsholti. Saga Gunnarsholts verður kynnt og hvernig umhverfi þess hefur á 60 árum breyst úr svartri sandauðn í grösuga töðuvelli. Kjarnorka Dounreay- verið aflagt Óljóst umframtíð endur- vinnslustöðvarinnar Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leggja niður kjarn- orkuverið í Dounreay á Skot- landi og verður það gert í áföng- um á næsta áratug. Hinsvegar er óljóst hvort haldið verður áfram endurvinnslu kjarnorkuúrgangs sem veldur mikilli mengunar- hættu í Norðursjó og Atlantshafi, en fyrirhugaðri stækkun þeirrar stöðvar hefur verið mótmælt af ríkisstjórnum fslands og Noregs. Bresk stjórnvöld segja að kjarnorkuverið verði lagt niður af hagkvæmnisástæðum og ekki vegna mengunarhættu. Um- hverfisverndarmenn í Bretlandi hafa mjög beint spjótum sínum að Dounreay-verinu, og á Norð- urlöndum, sérstaklega í Noregi, hefur andróður gegn Dounreay verið slíkur að valdið hefur trufl- unum í opinberum samskiptum við Bretland. Ríkisstjórnin hér mótmælti stækkun endurvinnslu- stöðvarinnar í vetur eftir að al- þingi samþykkti þingsályktunar- tillögu frá Hjörleifi Guttormssyni og fleirum gegn stöðinni. Hugsanlegt er að endur- vinnslustöðinni verði haldið í vinnslu og jafnvel stækkuð þótt verið leggist af, og væri þá lítil ástæða til að fagna lokun versins einni. KeflavíklNjarðvík Suðumesjahótelin nær fullnýtt Enginn barlómur íhótelmönnum syðra. Annað en áður varþegar ferðalangarfengu hvergi inni. Flugáhafnirog útlendingar iðnastir við kolann I Þrátt fyrir barlóm hótelrek- enda í Reykjavík um samdrátt í gistináttafjölda yfír há annatíma „túrismans", hafa hótelhaidarar í Keflavík og Njarðvík yfir engu að kvarta. Nýting hótelanna þriggja sem þar eru hefur verið með miklum ágætum og sér ekki enn fyrir endann á. Að sögn Önnu Báru Gunnars- dóttur hjá Hótel Keflavík hefur reksturinn gengið mjög vel frá því að hótelið var tekið í notkun fyrir ári og nær alltaf fullbókað. Flugáhafnir erlendra flugfé- laga eru fastagestir á hótelinu. Anna sagði að það hefði færst í vöxt upp á síðkastið að landinn gisti nóttina fyrir brottför til út- landa eða við heimkomu á hótel- inu, en það hefur yfir 32 tveggja manna herbergjum að ráða. Á Flughóteli í Keflavík, sem tekið var í notkun í sumar, feng- ust þær upplýsingar að þangað væri stöðugur straumur næturg- esta. Helga Steindórsdóttir, sagði að frá því hótelið hefði ver- ið tekið í notkun 17. júní sl. hefði verið svo til fullbókað. Mest er um að útlendingar gisti þar og þar af erlend flugáhöfn fastagestur en þó er alltaf nokkrt slangur af ís- lendingum utan af landi sem eru leið á til útlanda eða á heimleið. Á Flughóteli eru 39 tveggja manna herbergi og 3 „svítur". Ingveldur Sigurðardóttir á Hótel Kristínu í Njarðvík, sagði að hjá þeim væri fullbókað nokk- uð fram í tímann. Á hótelinu eru 9 tveggja manna herbergi og áform eru uppi um að stækka það. -rk 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.