Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 10
MINNING Eysteinn Guðjónsson Fœddur 3. apríl 1949 - Dáinn 5. júní 1988 Það haustar og dimmir í huga mér við harmljóð að austan frá sænum. Nú skærasti tónninn titra fer af trega og sorg í blænum. Hver harmafregn var það ekki á sjálfan sjómannadaginn að horfinn væri sá öndvegisdrengur Eysteinn Guðjónsson. Svo svip- lega syrti að, enn tók hafið sinn toll, enn einu sinni hljómaði harmljóð frá sænum. Svo örðugt er að eiga að trúa þvf, að þessi hugprúði ljúflingur sé ekki lengur í lifenda tölu, að andartakið snögga sé öllu lífi yfir- sterkara, andartrak hins átakan- lega slyss, sem enginn veit í raun, hvernig atvikaðist. Fyrir mig er hin þekka byggð við bjartan vog ekki söm á eftir, enda fór þar mannkostamaður, sem fyrir miklu var að verð- leikum trúað, heill og sannur, hugdjarfur og drengilegur, greindur hið bezta og gegndi hverju starfi af stakri prýði. Ég sakna míns trygga vinar og trúa félaga, sem ævinlega var til taks, aldrei hvikaði í vökulli varðstöðu sinni um hugsjón, sem hann vildi mega sjá í margri þarfri athöfn. Það var ekki að ástæðulausu, þegar einn þingmanna Austur- lands sagði við mig eftir snarpan snerrufund á Djúpavogi þar sem Eysteinn var hinn íhuguli og rök- fasti andmælandi hans: Þarna eigið þið mikinn af- bragðsmann. A heimili þeirra hjóna var undurgott að eiga skjól. Þar fékk ég margan, góðan málsverð, en meir var um verð höfðingsiundin, sem allt einkenndi, hlýjan í við- mótinu, veitul og björt bros og einlægni þeirra, er allt vilja gott gjöra. Þar var sem í öðru hlutur þeirra beggja jafngóður, enda með þeim jafnræði mikið. Börnin báru góðu heimili í þess orðs beztu merkingu mæta gott vitni. En nú hefur þar syrt yfir svo óvægilega, sannarlega hvílir hinn myrki skuggi mikillar sorgar yfir og undur vanmáttug verða öll orð á stundum sem þessum. Fáein kveðjuorð freista ég þó að setja á blað í hljóðri þökk og með hlýrri virðingu við mætan samferðamann, sem ég þarf svo margt að þakka, á svo margt gott upp að unna. Eðlilega verður mér fyrst hugs- að til hins sanna sósíalista, hins einlæga fylgismanns félagshyggju og samhjálpar, sem Eysteinn Guðjónsson var. Hann var þar í fremstu röð þeirrar fjölmennu fylkingar, sem austfirzkir sósíal- istar hafa löngum átt. í sviptivindum þjóðmála víkur margur annars vaskur liðsmaður af leið eða þokar sér í hinn þögla hóp hlutleysingja. Hreinn og beinn gekk Eysteinn til liðs við málstaðinn, hann var enginn jámaður, en við meginlín- ur hélt hann fast og myndaði sér glögga og goða yfirsýn um gang þjóðmála. Já, þar fór mikill af- bragðsmaður. Orð voru það víst að sönnu og vissulega fékk ég oft að reyna sannleiksgildi þeirra. Hreyfing okkar eystra hefur því mikils misst. En missir heima- byggðarinnar hans er ekki síður mikill. Eysteinn hafði lifandi áhuga á öllu er að félagsmálum laut og bæði í frjálsum félagasamtökum sem og á öðrum vettvangi, naut hann híns bezta trausts og tókst þar á við hin ýmsu verkefni. Má þar nefna ágæt störf hans fyrir ungmennafélagið, fyrir kirkjuna, þar sem hann var í for- svari leikmanna, sem hreppstjóri og síðast en ekki sízt sem sveitar- stjórnarmaðurinn bæði nú og áður, því ungur fór hann í sveitar- stjórn fyrst. Hann varð oddviti Búlandshrepps 1986, þegar nýtt afl tók þar við taumum og reyndist þar bæði röskur og at- hugull einsog í öllu öðru. Svo hógvær og hlédrægur, sem vinur minn var, veit ég honum mundi nú þykja nóg þulið, en mörg starfa hans verða ekki fullrakin hér sem verðugt væri. Hins vegar hlýt ég að nefna aðal- starf hans - kennsluna og síðar skólastjórnina - sem honum fórst sérstaklega vel úr hendi, festa og ljúflyndi, aðhald með umburðar- lyndi, skýr og glögg framsetning námsefnis og mikil samvizkusemi áttu þar hlut að máli. Hann naut hylli nemenda sinna og fátt þekki ég betra en hlýhug fyrri nemenda, þann hlýhug varð ég oft mætavel var við, þó ár hefðu framhjá flogið frá þeim tíma, er leiðsagnar hans var not- ið. Hæfileika sína í mannlegum samskiptum, ágæta, víðtæka þekkingu og skarpa eðlisgreind nýtti hann til fullnustu í farsælu starfi. Skólinn á Djúpavogi hefur því mikils misst. En sárastur er þó missir hins samhenta og fallega heimilis, sem þau hjón höfðu búið sér og byggt upp. Þar er vissulega þungur harm- ur kveðinn að konu og börnum, að móður hans og systkinum og öllum ástvinum öðrum. Öllum þeim, einkum Jakobínu og börn- unum sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Minningin um mætan dreng mun síðar milda þá miklu sorg er nú ríkir þar í ranni. En öll orð verða svo magn- vana. Eysteinn fæddist á Djúpavogi 3. apríl 1949. Foreldrar hans hjónin Auður Ágústsdóttir og Guðjón Emilsson verkstjóri þar, sem er nýlega látinn. Öll kynni mín af þeim hjónum eru einkar ánægjuleg, enda af- bragðsfólk, ákveðin og einörð og viðmótið hlýtt og einlægt. Eysteinn gerðist snemma nám- fús, lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla og kennaraprófi lauk hann 1970. Að undanskildum tveim vetrum kenndi hann á Djúpavogi og var síðast skóla- stjóri grunnskólans þar. 28. maí 1977 gekk Eysteinn í hjónaband. Giftuspor var það honum, svo góða konu sem hann átti og vel gerða í hvívetna. Eftir- lifandi kona hans er Sigríður Jak- obína Magnúsdóttir úr Kópa- vogi. Börn þeirra eru fjögur: Mar- grét Helga, Auður, Magnús og yngst er Guðrún sem er á fjórða ári. Þeirra er þungbær harmur í dag, þau hafa sannarlega mikils að sakna. Eysteinn er allur, svo örðugt sem er að trúa því, enn örðugra að sætta sig við það. Það fer harmur um hug, hollvættir drúpa höfði, Búlands- tindur bregður lit. í einlægri hryggð en með hjartans þökk kveð ég kæran vin, þennan far- sæla, gulltrygga félaga, sem átti meginhluta ævigöngunnar ófar- inn, sem átti skilið að eiga svo gifturíka og farsæla framtíð til að vinna svo mörg góð verk. fVl Dagvistarheimilið Efstahjalla Lausar stöður Ráðskonu vantar í afleysingu. Fóstrur eða starfsmenn í heilar og hálfar stöður. Hafið samband við forstöðumann í síma 46150 og kynnið ykkur aðstæður. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs REYKJEMIKURBORG Jíacuafi Sfödun Skjalavörður Starf borgarskjalavarðar er laust til umsóknar. Staðan er laus frá 15. september næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst. Laun skv. kjarasamningi starfsmannafélags Reykjavíkur Umsóknum ber að skila til skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Farðu vel félagi Eysteinn. Hugumkær merlar minning þín. Blessuð sé hún. Helgi Seljan Laugardagurinn4. júnísl. rann upp á Djúpavogi, bjartur og fag- ur eins og sumardagur getur feg- urstur orðið. Fólk bjó sig til há- tíðahalda í tilefni af sjómanna- degi daginn eftir. Dansleikur í félagsaðstöðunni um kvöldið og allir voru í hátíðaskapi. Firðirnir lágu lognkyrrir og sólin gekk sína leið yfir vesturfjöllin að hálfu hul- in bak við góðviðrisský. Skyndi- lega syrti að. Það var eins og dimm skammdegisnótt með kuldanepju, frosti og fjúki hefði allt í einu dottið á. Helfregnin fór um litla byggðarlagið. Mannlaus bátur úti á Hamarsfirði. Dans- leiknum var samstundis slitið og allir héldu hljóðir út til leitar. Það varð brátt ljóst að sá sem við máttum ekki missa var horfinn. Velmetinn og vinsæll kennari og skólastjóri, vinur og félagi barn- anna í þorpinu. Oddviti og hreppstjóri byggðarlagsins. Eiginmaður, faðir ungra barna, stoð og stytta fjölskyldu sinnar. Sá sem allir treystu á langt út fyrir raðir fjölskyldunnar. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut og manni verður orða vant á slík- um stundum. Starfsfélagi minn og vinur í mörg ár er ekki lengur í okkar hópi. Ég upplifði þá reynslu að lesa harminn úr augum unga fólksins sem kom til leitar nóttina skelfilegu. En lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Ég veit að Eysteinn hefði hvatt okk- ur til að leggja ekki árar í bát. Eysteinn fæddist á Djúpavogi 3. apríl 1949. Hann var sonur hjónanna Auðar Ágústsdóttur og Guðjóns Emilssonar í Hlíðar- húsi, þar sem afi og amma Eysteins höfðu einnig búið. Fyrir fáum árum fluttu foreldrar hans í nýbyggt hús sem þau nefndu Röst. Faðir Eysteins lést á síðast- liðnu ári en móðir hans býr enn í Röst. Eysteinn ólst upp í stórum systkinahópi, gekk í skólann á Djúpavogi og lauk þar sínu skyldunámi. Alltaf var hann fyr- irmynd annarra nemenda, greindur, íhugull, prúður og skyldurækinn. Hann lauk ung- linganáminu með miklum ágæt- um. Síðan lá leið hans að Eiðum og þaðan í Kennaraskólann. í skólafríum gekk hann að öllum þeim störfum sem til féllu. Það kom brátt í ljós að hann var vel verki farinn, hvort sem um var að ræða störf við fiskvinnslu, smíðar eða annað sem til féll. Alltaf var hann sá sem best var treyst til að taka að sér þau verkefni sem voru vandasömust og erfiðust. Eftir kennarapróf 1970 starfaði hann að mestu óslitið við skólann á Djúpavogi, nema tvo vetur sem hann var í burtu til að víkka sjóndeildarhring sinn, enda var kyrrstaða honum fjarri skapi. Hann bætti stöðugt við þekk- ingu sína eftir að hann lauk kenn- araprófi. Hafði m.a. aflað sér staðgóðrar þekkingar í sjóvinnu og siglingafræði, sem hann leiðbeindi nemendum með í nokkra vetur. Einnig kynnti hann sér rækilega margt varðandi störf að félagsmálum og kenndi börn- um og unglingum til verka á því sviði. Hann var ákaflega fjölhæf- ur kennari og gat gengið inn í hvaða námsgrein sem var og kennt með góðum árangri, enda átti hann mjög auðvelt með að umgangast börn og ungt fólk. Árið 1977 gekk hann að eiga Sigríði J. Magnúsdóttur úr Kópa- vogi. Þau eignuðust þrjú böm, Auði, Magnús og Guðrúnu. Auk þess ólst Margrét Helga, eldri dóttir eiginkonu hans, upp hjá þeim hjónum eins og þeirra eigið barn. Þau ungu hjónin hófu bygg- ingu íbúðarhúss á Djúpavogi, og höfðu innréttað sér íbúð í kjallar- anum. Eysteinn vann að því að ljúka efri hæðinni er frístundir gáfust. Það eru nokkur ár liðin síðan fyrst var talað um það við Eystein að taka að sér skólastjórn á Djúpavogi, en hann færðist alltaf undan því. Loks þegar skólastjóra vantaði sumarið 1986 lét hann til leiðast og starfaði tvo vetur sem skólastjóri. Um svipað leyti hlóðust á hann fleiri trúnað- arstörf. Hann varð oddviti hreppsnefndar, hreppstjóri, for- maður sóknarnefndar, í stjórn slysavarnafélags og björgunar- sveitar o.fl. Þessi upptalning sýnir hvílíkt traust menn báru til hans. Hann brást aldrei því trausti. Öll sín störf rækti hann af alúð og samviskusemi. Frístundir átti hann ekki margar. Ef þær gáfust notaði hann þær til að vinna að íbúð fjölskyldunnar. Einnighafði hann ánægju af ferðum um eyjar og firði í nágrenni Djúpavogs. Það var einmitt úr einni slíkri ferð út í eyjar til að sækja böm sín og góða vini sem hann kom ekki aft- ur. Ég og fjölskylda mín eigum Eysteini mikið að þakka. Ára- langa vináttu, samvinnu og góð samskipti sem aldrei bar skugga á. Við vottum eiginkonu hans, börnum, móður og öðrum ætt- ingjum innilega samúð okkar. Þeirra missir er vissulega mestur. En eftir stendur minningin um góðan dreng sem margir bundu miklar vonir við. Margir eiga honum þakkarskuld að gjalda. Alltaf var hann fyrstur til að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Slíka minningu er gott að skilja eftir hjá öðrum. Ingimar Sveinsson Sjómannadagsins í Djúpavogi er yfirleitt beðið með óþreyju, eins og í flestum sjávarplássum landsins. Á sjómannadaginn taka menn þátt í hátíðarhöldum sjó- manna, enda velferð íbúa eins og á Djúpavogi byggð upp á því hve fengsælir sjómenn okkar hafa verið. Yfir sjómannadeginum 5. júní 1988 lá hins vegar drungi og harmur. Um miðnætti hafði bor- ist sú frétt að Eysteins Guðjóns- sonar væri saknað. Hann hafði þá um daginn farið út í svokallaðar Þovttáreyjar, með fjölskyldu sinni og vinafjölskyldu, en hann ásamt öðrum nýttu varpið í eyjunum. Þegar hann er að ferja fólkið í land verður þessi hörmu- legi atburður. Það reynist erfitt að sætta sig við að slíkir atburðir geti gerst, og maður fyllist von- leysi og finnur til vanmáttar, þeg- ar samstarfsmaður, félagi og ná- inn vinur hverfur svo skyndilega frá í blóma lífsins. Mann setur hljóðan og sú hugsun leitar á mann, hver sé tilgangurinn. Eysteinn Guðjónsson var fæddur í Sólhól á Djúpavogi. Foreldrar hans voru Auður Ágústsdóttir frá Sólhól og Guð- jón Emilsson frá Hlíðarhúsum, en hann lést á síðasta ári. Eysteinn var elstur átta bama Auðar og Guðjóns. Árið 1977, giftist Eysteinn, Sigríði J. Magn- úsdóttur frá Kópavogi og eignuð- ust þau 3 börn, en auk þess gekk Eysteinn, dóttur Sigríðar, Mar- gréti, í föður stað. Eysteinn stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum eftir að hann lauk skyldunámi frá Barna- skóla Djúpavogs. Árið 1970 lauk hann prófi frá Kennaraskóla ís- lands og kenndi síðan í Sand- gerði, Djúpavogi og Kópavogi. Árið 1973 hóf hann fyrst kennslu 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.