Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Vinnutíminn Vinnuþrælkun = streita Olafur Ölafsson landlœknir: Við komum ekki í vegfyrir streitu með því aðfjölga lækn- um. Streita veldur aukinnifjarverufrá vinnu. Streita hefur aukist verulega hjá íslendingum - Samfara löngum vinnudegi er Ijóst að streita eykst í þjóðfé- laginu. Pað er einnig Ijóst að sam- fara aukinni verðbólgu og annarri óáran í þjóðfélaginu eykst streita, sagði Olafur Ólafsson landlœknir í gœr þegar hann kynnti nýútkomið rit Landlækn- isembættisins um Mannvernd í velferðarþjóðfélaginu. Eins og komið hefur fram að undanförnu lengist stöðugt sá tími sem fólk þarf að eyða við vinnu til að geta séð sér og sínum farborða. Samkvæmt könnun sem Hjartavernd hefur gert á tveimur tímabilum, því fyrra á ár- unum 1968 til ársins 1969 og hinu síðara árin 1983 til 1985 hefur vinnutími meðal karla og kvenna á aldrinum 34 til 44 ára aukist verulega, - Athyglisvert er að tíðni streitu er mun lægri eftir 45 ára aldur samfara því að fólk hefur lokið byggingarframkvæmdum. Pað má því draga þá ályktun að lífsbaráttan gengur mjög nærri fólki, sagði Ólafur og bætti við að kapphlaupið eftir lífsins gæðum væri beinlínis sjúkdómsvald- andi. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar kemur fram að þeim fer stöðugt fjölgandi sem kvarta undan streitu. Þannig hefur þeim fjölgað um helming sem kvarta yfir streitu í könnunum sent Hjartavernd gerði meðal 2000 karla og kvenna fyrst árin 1967 til 1969 og síðan 1983 til 1985. Sam- fara þessari auknu streitu í þjóðfélaginu fylgir hækkandi tíðni margra annarra sjúkdóma eins og maga- og gigtarsjúkdóma og auknar fjarverur frá vinnu vegna veikinda. - Það er alveg á hreinu, að við losum ekki fólk við streitu með því að fjölga læknum. Hér verða að koma til önnur ráð. Þegar í dag kostar það þjóðfélagið 15000 krónur á dag að hafa fólk á sjúkrahúsum. Takist okkur að draga úr streitu væri hægt að spara mikla fjármuni, sagði Olafur. -sg Það er mjög brýnt fyrir þjóðfélagið að leitað verið ráða til að draga úr streitu meðal fólks. Ólafur Ólafsson landlæknir lýsir eftir góðum ráðum. Mynd Ari , Velferðarþjóðfélagið “ Vamaðarorð landlæknis Lenging vinnutímans leysir ekki vandamálfjölskyldunnar. Forgangsverkefni að leiðrétta misrétti íþjóðfélaginu. Bœta þarfhag smábarnaforeldra með stórauknum barnabÓtufn. AðVorun til stjórmálamanna í gær kynnti landlæknir nýútkomið rit um heilbrigðismál. En heiti þessa rits er: Mannvernd í velferðarþjóðfélagi. í riti þessu er varpað nokkru Ijósi á mannvernd og eru þar birtar nokkrar niðurstöður úr athugunum landlæknisembættisins, Hjartavernd, og prófessors Sigurjóns Björnssonar á lífsháttum og aðbúnaði foreldra og barna. ílok ritsins ritarólafur Ólafsson landlæknir samantekt sem birtist hér á eftiríheild sinni. Gerbreyttar þjóðfélagsaðstæð- ur hafa dregið úr samvistum for- eldra og barna. Atvinnuþátttaka kvenna utan heimilis, aðallega giftra kvenna, meir en fjórfaldað- ist á tímabilinu 1960-1985. Jafnréttisbaráttan hefur fært konum meiri menntun og sjálf- stæði en jafnframt mun lengri vinnutíma. Kjarnafjölskyldan riðar til falls því að hjónaskilnuð- um hefur fjölgað gífurlega. Ungu fólki í sambúð með börn úr fyrri hjónaböndum hefur fjölgað mikið, og er þetta að verða ein algengasta fjölskyldugerðin. Ein- stæðum foreldrum fjölgar einnig mikið, en þeir eru nú 24% af barnafjölskyldum. Erfiðleikar foreldra, hjóna- skilnaðir og minnkandi fjöl- skyldufesta auka á óöryggi og þar með vanlíðan margra barna. Börnum sem koma frá sund- ruðum heimilum fer fjölgandi. Vegna mikils vinnuálags ekki síst á mæðrum, eru tengsl foreldra og barna mun minni en áður. Börnin verða oft útundan vegna strang- rar lífsbaráttu eða vegna óska um aukna velmegun. Einstæðir for- eldrar eiga við mesta erfiðleika að etja þar eð afkoma heimilis krefst nú tveggja fyrirvinnandi aðila. Stjórnvöld veita þessum fjölskyldum ekki nægilega að- stoð. Verulegur fjöldi barna gengur nær sjálfala á daginn og skortir leiðandi hönd og dagvist- un. Börn verða sjálfstæð yngri en fyrr, og í umbrotum gelgjusk- eiðsins týna sum þessara barna áttum. Börn eru mjög háð for- eldrum sínum og heimilum. Þeim börnum sem lítil tengsl hafa við foreldra er mun hættara við t.d. vímuefnaneyslu en hinum sem góð tengsl hafa. „Á misjöfnu þrífast börnin best“ er í raun mót- sögn. Góðar gáfur einar sér virð- ast ekki duga mörgum unglingum til þess að ná góðu takmarki. Lé- leg hjúskaparaðlögun foreldra, lítil umhyggja og hlýja, ósam- ræmi foreldra í uppeldi tengjast andlegri vanlíðan, lélegum náms- árangri og slæmum lífsstíl barna og unglinga. Börn sem koma frá sundruðum heimilum verða frek- ar sjúkdómum að bráð og vistast mun meira á stofnunum en þau börn sem eiga trausta að. Nú fer fæðingum fækkandi og er svo komið að íslendingum er hætt að fjölga. í mörgum tilfellum endur- speglar þessi staðreynd erfiða lífsbaráttu foreldra en í öðrum til- fellum auknar menntunarkröfur, vaxandi kröfur um velmegun og/ eða tísku. Fleiri ástæður geta legið að baki þessari þróun. Hér er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnvöld. Samfara miklu vinnuálagi hef- ur vinnustreita aukist gífurlega og margs konar sjúkdómsástand (svo sem háþrýstingur, maga- bólgur og gigt) fylgir í kjölfarið. Þar eð stéttarfélögin virðast ekki hafa bolmagn til aðgerða gegn þessu sýnist mér vera verkefni fyrir t.d. foreldrafélögin í landinu. Skólinn verður að sinna mun meira fræðslu um uppeldi, mannvernd og um kosti trausts fjölskyldulífs. Margir ungir for- éldrar virðast ekki þekkja grund- vallaratriði í uppeldis- og fjöl- skyldumálum. Uppeldismál eru háð efnahags- og félagsmálum og. engu auðleystari. Fagna ber því sem vel er gert svo sem tillögum félagsmálaráðuneytisins um lausn húsnæðisvandans fyrir þá verst settu. Upplausn heimila er vaxandi vandamál og ungt fólk óttast að það verði enn stærra vandamál í náinni framtíð. ■ Við leysum ekki vandamál fjölskyldunnar með lengingu vinnutímans. ■ Við leysum ekki unglinga- vandamál með stofnanabyggingu „úr alfaraleið“. ■ Við hömlum ekki gegn vax- andi upplausn heimila með því eingöngu að fjölga sérfræðingum í sálar-, uppeldis- og læknisfræði. Börn og unglingar þarfnast ör- yggis, hlýju og leiðandi handar. ■ Við leysum þessi vandamál frekar með aðgerðum er styrkja fjölskyldu og heimili. Ung börn og unglingar sem eru í skóla verða að eiga öruggan samastað. Auðveldara er að fá fjárstuðning til þess að byggja og reka með- ferðarstofnanir fyrir unglinga og gamalt fólk en að fá fjárstuðning eða aðra aðstoð við fjölskyldur sem er vitaskuld mannúðlegri og ódýrari leið. Við búum nú við meira stofnanarými en nokkup önnur Evrópuþjóð. i ungs fólks að eignast íbúðir sínar þráttjfyrir áralangar afborganir. 2. Launamunur kvenna og karla.s Konur vinna lengur en karlar, enda „aukavinna" þeirra marg- faldast síðustu árin þó tillit sé tekið til vinnu þeirra á heimilum og bera minna úr býtum en þeir. 3. Efnahags- og félagastaða einstæðra foreldra. Stóraukin efnahagsleg aðstoð til að tryggja húsnæði og lenging fæðingaror- lofs, því að núverandi reglur bjóða upp á misrétti milli stétta. 4. Hagur smábarnaforeldra. Til dæmis má stórauka barnabæt- ur. 5. Dagvistunarmál. T.d. er mikill skortur á „tómstundaat- hvarfi“ fyrir börn og unglinga. Skattamál: Samkvæmt nýjum skattalögum mun vaxtaafsláttur og húsnæðisbætur trúlega bæta nokkuð hag ungs fólks en ekki er fjölskyldustefna nægilega vel mörkuð varðandi barnabætur, umönnun forskólabarna o.fl. Trúlega mun vinnutími styttast og er það af hinu góða en jafn- framt minnka líkur manna að bæta hag sinn með aukavinnu vegna skattlagningar á auka- vinnu. Stjórnmálamenn verða að huga betur að þessum málum en hingað til. Ef ekki verður breyting á verður í framtíðinni að gera ráð fyrir meiri aðstoð við unglinga, börn og foreldra og fleiri stofnanarýmum vegna sjúk- leika og vanlíðanar. Leiðrétta verður misrétti I þjóðfélaginu 1. Húsnæðisvandamál ungs fólks. Steituvandamál og ýmsir sjúkdómar virðast mjög tengd erfiðleikum ungs fólks vegna vinnuálags við að koma þaki yfir höfuðið. Leiguíbúðir með örugg- um kjörum fást ekki. Lánamál- um er þannig á veg komið að nán- ast er útilokað fyrir megin þorra 111 Droplaugarstaðir "1" heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Yfirsjúkraþjálfari Óskast í 70% stöðu frá og með 1. september næstkomandi. Starfið felst í endurhæfingu aldr- aðra. Möguleikar eru á sjá[fstæðri starfsemi. Upplýsingar gefyr forstöðumaður og yfirsjúkra- -þjálfarrTsímá 25811 á milli kl. 9.00-12.00 alla virka daga. Laugardagur 23. júlf 1988 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Frá Grunnskóla Tálknafjarðar Fyrir næsta skólaár vantar okkur: 1. Skólastjóra 2. íþróttakennara 3. Handmenntakennara 4. Almenna kennara. Hlunnindi í boði. Upplýsingar í síma 94-2538.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.