Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 3
______________FRETTIR Útsvar Vaxtalausar miljónir í ríkiskassanum? Þegar tölur liggja fyrir um út- svarsstofn samkvæmt skatta- framtölum fyrir 1987, kemur í ljós að víða er verulegur munur á þeim tekjum, sem gamla skattak- erfið hefði gefíð og þeim upphæð- um sem fjármálaráðuneytið skammtar sveitarfélögum nú eftir sínum áætlunum um útsvarstekj- ur 1988. ísak Ólafsson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir að miðað við 10,4% útsvar, hefðu tekjur í ár orðið 89,5 miljónir eftir gamla skattakerfinu, en spá fjármála- ráðuneytisins gerir ráð fyrir 73 miljónum í útsvarstekjur. Eftir þeirri áætlun fær sveitarfélagið sendan tékka 4 sinnum á mánuði, en ekkert er vitað um raunveru- legar útsvarstekjur. - Ég er smeykur um að ríkið komi til með að skulda okkur sveitarfélögunum óheyrilegar summur um áramótin, þegar tölvukerfið kemst loksins upp og útreikningar liggja fyrir. Það er hamrað á því í fréttum að stað- greiðslukerfið hafi komið betur út fyrir ríkissjóð en búist var við og það ætti að vera sama aukningin fyrir sveitarfélög, sagði ísak. Hann sagði að mikil vinna fólks á síðasta ári skýrði ekki þann mikla mun sem væri á út- svarstekjum eftir gamla kerfinu og áætlun fyrir þetta ár. Laun hefðu hækkað nokkuð og það ætti strax að skila sér í stað- greiðslukerfinu. - Sagt var að 6,7% útsvar í staðgreiðslukerfinu myndi jafngilda 11% útsvari í því gamla og samkvæmt því ættu tekjurnar í ár að vera gott betur en 73 miljónir. Það er eitthvað sem stemmir ekki og spurning hvort ríkiskassinn sé að fá lánað hjá bláfátækum sveitarfélögum. ísak sagði að tékkamir frá fjár- málaráðuneytinu dygðu varla fyrir meim en launum og væri staðið í framkvæmdum fyrir lánsfé. Reyndust þeir hins vegar eiga inni útsvarstekjur lægi það fé vaxtalaust. Snorri Björn Sigurðsson, bæj- arstjóri á Sauðárkróki tók í sama streng. - Við erum óhressir með að eiga kannski 8 miljónir inni hjá ríkinu í haust og fá enga vexti og verðbætur á þessa upphæð, sem hefur verið að myndast allt árið. Hann taldi áætlun fjármála- Við fögnum tillögu flugráðs um varaflugvöll her og teljum að ef úr verður opnist margir mögu- leikar, sagði Sigurður Símonar- son bæjarstjóri á Egilsstöðum í gær við Þjóðviljann. Hann sagði að fyrst og fremst væru menn ánægðir með að nú hyllti undir góðan innanlandsflu- gvöll, því Austfirðingar hefðu búið við ákaflega ótryggar flugsamgöngur. - Við vonumst til að varaflug- völlur fyrir millilandaflug verði ekki eingöngu notaður í neyðar- tilfellum. Erlendar ferðaskrif- stofur hafa sýnt áhuga á beinu leiguflugi til Austfjarða og telja sig þannig geta boðið ódýrari ráðuneytisins fyrir Sauðárkrók vera út í hött. Þar væri gert ráð fyrir rúmum 79 miljónum í út- svarstekjur, en sjálfir reiknuðu þeir með um 90 miljónum. Fyrstu ferðir milli Evrópu og Islands. Einnig opnar hann möguleika á beinum út- og innflutningi, sagði Sigurður. - Við erum vonsviknir, sagði Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki, en flugvall- arnefnd valdi þann stað 1985. - í raun var búið að samþykkja á hinum og þessum stöðum að varaflugvöllur yrði hér, en ák- veðnir aðilar komu þeirri um- ræðu mjög harkalega í gang að hér væri verið að ræða um herflu- gvöll og ekkert annað. Það hafði þau áhrif að ekkert var gert í mál- inu. Þeir eru væntanlega ánægðir og geta andað léttar núna, sagði Snorri. tölur um útsvarsskattsstofn síð- asta árs gæfu hins vegar 103 milj- ónir í tekjur, miðað við 10,6 % útsvar í gamla skattakerfinu. Kristmundur Bjarnason á Sjá- varborg var einn þeirra sem ótt- uðust hernaðarumsvif í Skaga- firðinum og sagðist ekki láta sitt land undir hermannvirki. - Ég er vitanlega himinlifandi glaður og guðsfeginn að losna við þessa óværu, en vorkenni Austfirðing- um ef þeir enda með herflugvöll hjá sér, var það sem Kristmundur hafði að segja um tillögu flug- ráðs. Sigurður, bæjarstjóri á Egils- stöðum sagði að herflugvöllur hefði aldrei verið inni í myndinni þar. - Hér er ekki landrými fyrir herflugvöll og við höfum því sloppið við pólitfskar deilur í um- ræðum um varaflugvöll. mj Lánskjaravísitalan Lagði til nýja nefnd Steingrímur Hermanns- son: Misgengi launa og verðlags með öllu óvið- unandi. Verðtryggingar- nefnd ofurseldfjár- magnsfrelsinu Rauðu strikin í kjarasamning- unum hafa ekki verið tekin úr sambandi þannig að launin eru vísitölutryggð, segir Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins. Steingrímur er ekki hrifínn af niðurstöðum verðtryggingarnefndar og telur að hún hafí ekki gert það sem fyrir hana var lagt. Hann segir ótækt að kippa rauðum strikum úr sambandi á meðan lán eru verðtryggð. Verðtrygginganefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að hrófla við lánskjaravísitöl- unni og vöxtunum nema til kæmu umfangsmiklar efnahagsaðgerð- ir. En Framsóknarflokkurinn hefur lagt á það áherslu að lánsk- jaravísitalan verði afnumin eða grunni hennar breytt og vextir lækkaðir. í samtali við Þjóðvilj- ann sagði Steingrímur að ríkis- stjórnin hefði ákveðið á fundi í maí að koma í veg fyrir víxlverk- un launa og verðlags. „Ég lagði til á ríkisstjórnarfundi á dögunum; að þar sem nefndin treysti sér ekki til að leggja það til sem henni var falið, yrði skipuð þrig- gja manna nefnd stjórnarflokk- anna sem tæki þetta að sér,“ sagði Steingrímur. Að sögn Steingríms hefði nefndin betur tekið tillit til til- lagna Magnúsar Jónssonar veðurfræðings en hann skilaði séráliti í nefndinni. „Hinir nefnd- armennirnir virðast vera ofur- seldir þessu fjármagnsfrelsi,“ sagði ráðherrann. En á að gera eitthvað til að létta skuldabyrði lántakenda vegna víxlverkunar- innar? Steingrímur sagði það hafa verið gert áður enda teldi hann óviðunandi að fá slíkt mis- gengi. „Rauðu strikin í kjara- samningunum hafa ekki verið tekin úr sambandi, þannig að launin eru vísitölutryggð. Það væri ótækt að kippa þeim úr sam- bandi á meðan lán eru vísitölu- tryggð,“ sagði Steingrímur Her- mannson. -hmp mj Sumar á landinu bláa. Að minnsta kosti hjá Palla og Kristjáni sem Sig. festi áfilmu lárétta í Reykjavíkurblíð- unni í gær. Varaflugvöllur Ahugi á beinu flugi Sigurður Símonarson Egilsstöðum: Flugvöllurinn opnarýmsa mögu- leika. Bæjarstjóri Sauðárkróks: Umræða um herflugvöll hefur skemmt fyrir okkur Bílaumboðin Nokkur fyrirtæki í dauðastríði Brimborg keypti Velti hf. ígœr. Tapið var á annað hundrað milljónir króna. Útsalan hjá Jöfur hf. er í raun uppboð á bílum. Stutt ígjaldþrot hjá fleiri bílaumboðum. Willis um-boðið eftirsótt en ekki til sölu enn Igær var gengið frá kaupum Da- ihatsu umboðsins, Brimborgar hf., á Velti h.f. Nýir eigendur taka við fyrirtækinu á mánudag- inn en ekki fékkst uppgefíð kaupverð. Samkvæmt heimildum Þjóðvdjans var tap fyrirtækisins komið vel á annað hundrað milljónir króna áður en þessi tímamótakaup voru staðfest f gær. Miklar hræringar virðast nú eiga sér stað hjá bflaumboðunum hér á landi. Greiðslustaða fjöl- margra þeirra er léleg vegna of- fjárfestingar og mikillar lántöku á síðustu árum. Vaxtagreiðslurn- ar koma nú af fullum þunga niður á þeim og yfirfullir lagerar af nýj- um bflum sem ekki ganga út bæta ekki stöðuna. Útsölurnar gefa til kynna að erfiðlega gengur. Til dæmsis bendir margt til að Jöfur hf. hreinlega afhendi bílana á uppboðsverði og spurning vakn- ar hvort ekki sé verið að bjarga sér fyrir horn á vafasömum að- ferðum. Innanbúðarmenn segja að dæmið um Velti sýni að menn eigi eftir sjá fleiri breytingar á rót- grónum fyrirtækjum í bflabrans- anum. Fleiri fyrirtæki voru orðuð við kaupin á Velti en Brimborg. Bifreiðar og landbúnaðarvélar skoðuðu málið en hörfuð frá. „Það sem fram hefur komið í fjöl- miðlum að undanförnu um að við værum á kafi í viðræðum um kaup á Velti er rangt“, sagði Jón Guðjónsson hjá B&L er blaðið leitaði staðfestingar á þeim sögu- sögnum. Fyrirtækið Veltir h.f .hefur verið rekið eftir sænskum fors- kriftum sem ekki ganga við ís- lenskar aðstæður, segja eftirli- fendur. Þeir rekstrarhættir, mikil yfírbygging fyrirtækisins og gríð- arleg vaxtabyrði áttu meginþátt í endalokunum. „Dæmið gengur ekki upp hjá fyrirtæki sem hefur yfir að ráða 10 sölumönnum á hundrað bfla sem seljast á hálfu ári“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Fram hefur komið í fréttum að greiðslustaða Bflaborgar hf., sem hefur verið með Mazda bflana, hefur verið erfið lengi vegna of- fjárfestinga og mikils vaxtakostn- aðar vegna nýju hallarinnar sem fyrirtækið byggði á Krókhálsi. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru sum bflaumboðin að fa- last eftir kaupum á Willis- umboðinu, en Egill Vilhjálmsson hefur verið með það undanfarið. Að sögn Sveinbjöms Tryggva- sonar forstjóra fyrirtækisins hafa nokkrir aðilar spurst fyrir um Willis umboðið en það sé til- gangslaust, það er ekki til sölu hjá mér, sagði hann. Vitað er að Jöfur hf. sem nú hefur Chrysler umboðið hefur mikinn áhuga á að fá Willis umboðið þar sem búið er að sameina þessi umboð í Bandaríkjunum og á Norður- löndunum. Af öllu þessu er ljóst að ýmis- legt getur gerst á næstu misserum í bflabransanum. Engu líkara er en að nokkur fyrirtæki sem sinna þessum viðskiptum sé í hinum mestu vandræðum. Á síðustu tveimur ámm hefur þvflíkur fjöldi af,bflum verið seldur að þessi staða kemur nokkuð á óvart. Að vísu hafa skollið á gengisfellingar sem hafa dregið úr bílasölu og fjárfestingar og greiðslubyrði lána af þeim sökum margfaldast. í Veltisdæminu bættist síðan við óskynsamlega m.ikil yfírbygging í fyrirtækinu. Þá hafa efnahagsráðstafanir og vaxtastefna stjómvalda að und- anfömu gert þessum fyrirtækjum enn þyngra fyrir. Stjómendur þessara fyrirtækja hafa síðan ofan á allt ekki gert ráð fyrir svo miklum samdrætti í sölu bfla eins og verið hefur síðustu mánuði. Þess vegna réðust þeir í miklar offjárfestingar á sínum tíma og gerðu því engar ráðstaf- anir til að mæta fyrirsjánlegri kreppu í bflsviðskiptum sem nú hefur komið fram í dagsljósið. -gís. Laugardagur 23. júll 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.