Þjóðviljinn - 26.07.1988, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Qupperneq 13
ERLENDAR FRETTIR Iran/írak Vegist með vopnum og orðum Irakar virðast tregir til að draga lið sitt til baka. Iranir segjast hafa unnið glœsta sigra r Iranir sögðust hafa goldið óvin- um sínum írökum rauðan belg fyrir gráan í gær, hrundið atlögu þeirra í tveimur landamærahér- uðum og fellt fjölda hermanna. írakar ypptu bara öxlum og kváðu ekki svo mikið sem flugu- fót fyrir fréttum þessum. Þeir viðurkenna að hersveitir þeirra séu enn röngu megin landamær- anna á suðurvígstöðvunum en þeir höfðu heitið því að kveðja þær til baka um helgina. Á föstu- dag hernámu þeir tvö írönsk þorp en í gær sóru þeir og sárt við lögðu að þeim yrði skilað eigendum sín- um í dag, þriðjudag. „í því augnamiði að umkringja hersveitir óvinarins og gereyða þeim reyndist nauðsyn krefjast þess að hermenn vorir héldu yfir landamærin á einum eða tveimur stöðum um miðbik víglínunnar.“ Þannig hljómaði dagsorð gær- dagsins úr aðalbækistöðvum ír- akshers í Bagdað. írakar ítrekuðu að þeir hefðu engan hug á að vinna lönd undan fjendum sínum ellegar draga stríðið á langinn. Hinsvegar teldu þeir einkar brýnt að endurheimta öll írösk svæði áður en samninga- Javier Perez de Cuellar. Lykil- maður í friðarviðræðum. þóf hæfist og ekki væri síður bráðnauðsynlegt að afla stríðs- fanga áður en býtti hæfust. Gert er ráð fyrir því að utan- ríkisráðherrar styrj aldarríkj anna hittist að máli í New York ein- hvern næstu daga. Hyggst Javier Perez de Cuellar aðalritari Sam- einuðu þjóðanna stýra fundi þeirra og gefa þeim góð ráð. Ætl- un manna er sú að ályktun Ör- yggisráðsins númer 598 frá því í fyrra verði rædd í þaula en hún fjallar sem kunnugt er um vopna- hlé í stríði írana og íraka. í gær héldu sítar „hátíð fórnar- innar“ og var ýmislegt gert til há- tíðarbrigða í Teheran. Svo dæmi sé tekið þá hélt forseti hæstarétt- ar, ajatollah Musavi Ardebili, áhrifamikla ræðu í háskóla höf- uðborgarinnar. Meðal þess sem fram kom í máli hans var sú kenn- ing að fjöldaganga írana til víg- stöðvanna myndi hafa „meiri áhrif en kjarnorkusprenging." Ríkisfréttastofa írana, IRNA, staðhæfði í gær að næturárásir Persahers hefðu verið einkar vel heppnaðar. Pað sæist best á ár- angrinum: 1.500 írakar fallnir, 50 íraskir skriðdrekar og herflutn- ingabílar ónýtir og, síðast en ekki síst, nýtt land á valdi írana, 40 kflómetrar að flatarmáli. Reuter/-ks. l'raki með bros á vör gefur sigurmerki. Fialla-Karabakh Kampútseustjórn Nýjar tillögur r Igær hófust í Indónesíu við- ræður um frið og framtíðar- skipan mála í Kampútseu. Þar bar helst til tíðinda á fyrsta degi að forsætisráðherra ríkisstjórn- arinnar í Phnom Penh, Sun Sen að nafni, gerði fréttamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um lausn á vanda Kampútseu- manna. Sun Sen kvaðst fallast á að skipuð yrði nefnd fjögurra meg- infylkinga til þess að búa í haginn fyrir allsherjar atkvæðagreiðslu landsmanna um framtíðarskipan Kampútseu. Hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að Síanúk prins gegndi formennsku í slíkri nefnd. Sun Sen lagði ríka áherslu á að skipuð yrði alþjóðleg eftirlits- nefnd til þess að fylgjast grannt með öllum stjórnmálagerðum Kampútseumanna og brottflutn- ingi víetnamsks herliðs. Sem kunnugt er hyggjast ráðamenn í Hanoi kveðja alla hermenn sína heim frá Kampútseu og skulu þeir síðustu stíga yfir landamæri ríkjanna eigi síðar en í ársbyrjun 1990. Sun Sen kvað brýna nauðsyn bera til þess að Rauðu kmerarnir yrðu afvopnaðir og þar með tryggt að þeir hæfust ekki til valda á ný. Síanúk prins hefur ítr- ekað krafist hins sama og fyrir skemmstu lét hann af leiðsögn fyrir hreyfingu uppreisnarmanna vegna uppivöðslusemi Rauðra kmera. Bar hann sig illa og sagði skæruliða Pols Pots sitja yfir hlut annarra uppreisnarmanna. Færi því fjarri að hann hygðist stuðla að nýrri valdatöku þeirra. Reuter/-ks. Palestínumenn í fangabúðum ísraelsmanna. 148 látnir lausir af 5.000. Palestína Af ísraelskri rausn ísraelsk hernaðaryfirvöld létu í gœr lausa 148 afrúmlega 5.000palestínskumföngum. Tveir Palestínumenn skotnir í fyrradag Verkföll á enda Armenar halda til vinnu á ný enda þóttFjalla- Karabakh sé eftirsem áður hérað í Azerbaidsjan Ísraelsk hernaðaryflrvöld telja það til marks um góðvild sína að þau létu 148 fangna Palestínu- menn lausa i gær í tilefni frídaga múhameðstrúarmanna. Að minnsta kosti 5 þúsund Palestínu- menn frá herteknu svæðunum eiga illa vist í flóttamannabúðum Israelsmanna. Ennfremur sá Yitzhak Rabín, varnarmáiaráð- herra ísraels, ástæðu til þess að vara Palestínumenn við því að „misnota“ frídagana til mótmælahalda. Fremur kyrrt var á herteknu svæðunum í gær. Hinsvegar voru Palestínumenn í austurhverfum Jerúsalems með uppsteit, að sögn ísraelsmanna, en táragas og gúmmíkúlur bundu skjótan enda á þau. ísraelsmenn drápu tvo Palest- ínumenn í fyrradag. Að sögn Re- uters var annar þeirra kristinnar trúar en hinn múslími. Báðir voru þeir búsettir á hertekna svæðinu vestan Jórdanar. Alls hafa ísra- elsmenn drepið 13 Palestínu- menn á umliðnum 10 dögum og vekur Reuter sérstaka athygli á því að 3 þeirra voru kristinnar trúar. Að minnsta kosti 244 Pal- estínumenn hafa fallið í valinn frá því uppreisn heimamanna hófst á herteknu svæðunum í desemb- ermánuði í fyrra. Málsvari ísraelshers skýrði frá því að enginn hinna 148 „ljón- heppnu“ Palestínumanna sem látnir voru lausir í gær hefðu gerst sekir um „almenn afbrot“. Þeir hefðu allir verið handteknir á Gazasvæðinu vegna þess að sterkur grunur lék á að þeir hefðu framið „öryggisglæp“. Reuter/-ks Armenar í Fjalla-Karabakh virðast hafa hlýtt kalli Kremlverja um að hætta „óspekt- um og láta nú skynsemina ráða.“ í gær hélt megin þorri héraðsbúa til vinnu sinnar og þar með var endi bundinn á margra mánaða verkfall. Svo virðist sem Fjalla- Karabakh verði héreftir sem hingaðtil hreppur í Azerbaidsjan en það er kunnara en frá þurfi að segja að sú skipan mála er íbúun- um lítt að skapi. Ritstjóri dagblaðsins „Sovét- Karabakhs“ í Stepanakert, höf- uðstað héraðsins, ræddi við Moskvumann Reuters í síma í gær. Hann kvað göturnar iða af fólki sem væri á leið til vinnu; sumir færu fótgangandi en aðrir tækju almenningsvagna sem gengju á ný. „Hérumbil allir halda til vinnu í dag,“ sagði hann. Tass fréttastofan staðhæfði að nær allir iðnverkamenn í Fjalla- Karabakh hefðu snúið frá villu síns vegar, sömu sögu væri að segja af byggingaverkamönnum, vöruflutningabflstjórum og starfsmönnum ýmissa þjónustu- greina. Fréttastofa Kremlverja greindi ennfremur frá því að oddvitar flokksdeildarinnar í Armeníu hefðu ákveðið að grípa til „rót- tækra ráðstafana“ gegn for- sprökkum andófs í Jerevan. Það er alkunna að íbúar höfuðborgar- innar hafa þrásinnis safnast sam- an um miðbik hennar að undan- förnu til þess að ítreka kröfu sína um ermsk yfirráð Fjalla- Karabakhs. í ályktun sem flokksbroddarn- ir í Jerevan samþykktu á dögun- um eru félagar „Karabakhnefnd- arinnar" kallaðir „öfgamenn“ og störf nefndarinnar sögð brjóta í bága við stjórnskipunarlög og al- mennt velsæmi. „Karabakh- nefndin“ hefur haft með höndum skipulagningu mótmælafund- anna í Jerevan. Reuter/-ks. Geðklofi Gátan ráðin? Breskir vísindamenn telja sig hafa uppgötvað hvaða erfða- einingar eða gen orsaka geðklofa. Það eru sérfræðingar við sjúkra- húsið í Middlesex sem náð hafa þessum árangri og kveða þeir nú kleift að rannsaka hverjir eigi á hættu að veikjast. Það er niðurstaða bresku vís- indamannanna, með dr. Hugh Gurling í broddi fylkingar, að geðklofi sé að nokkru leyti arf- gengur sjúkdómur og að hluta til lífefnafræðilegur. Upp frá þessu verður læknum kleift að rann- saka einstaklinga, jafnvel fóstur í móðurkviði, til þess að fá úr því skorið hvort þeir eigi á hættu að veikjast. Gurling og félagar hans gerðu ýmsar tilraunir með DNA sýni (efni genanna) úr meðlimum fjöl- skyldna þar sem einn eða fleiri þjást af geðklofa. Gerð verður ít- arleg grein fyrir niðurstöðum þeirra í næsta hefti aljóðlega vís- indatímaritsins „Nature“. Reuter/-ks. Þriðjudagur 26. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.