Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Ferðamenn Hálfnaðir flúnir heim Jónas Hallgrímsson Seyðisfirði: Aldrei komið upp á áður. ísland að verða ósamkeppnisfœrt vegna dýrtíðar Við höfum orðið þó nokkuð vör við að ferðamenn snúi fyrr heim en þeir ætluðu sér og skýr- inguna er að finna í óheyrilega háu verði á nauðsynjarvörum hér á landi, fólk er einfaldlega orðið félaust á miðju ferðalagi, sagði Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri þjá Austurfari sem tekur þátt í rekstri ferjunnar. Jónas sagðist hafa verulegar áhyggjur af verðlagsþróuninni og sagði að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að bjóða ferðamönnum dýrar vörur og þjónustu. Hann sagði að það liðu ekki mörg ár þar til ferðamönn- um til landsins færi að fækka verulega ef verðlag héldist áfram svona hátt. - Þetta er sérstaklega varhuga- verð þróun ef litið er til þess að menn hafa bundið miklar vonir við ferðamannaiðnaðinn og vænst þess að hann skapi veruleg- an hluta nýrra starfa á næstu árum. Af því verður auðvitað ekki ef landið er að verða ósam- keppnisfært vegna dýrtíðar, sagði Jónas. - Ég hef aldrei fyrr orðið var við að ferðamenn óskuðu eftir að fara heim á undan áætlun nema ef veikindi eða aðrar persónulegar ástæður hafa komið upp á, en að menn hafi einfaldlega ekki getað haldið sér uppi út fríið hefur ekki komið fyrir áður. íslendingar hafa ef til vill ekki orðið eins áþreifanlega varir við verðlags- hækkanir í landinu því þær hafa verið að koma smátt og smátt en ferðamenn verða óþyrmilega varir við dýrtíðina því þeir eru öðru vanir, sagði Jónas. 'Þ Meitillinn Uppsagnimar bara byrjunin Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Hluti af hættuástandi sem er að skapast. Ríkistjórnin farifrá áður en atvinnulífið verður rjúkandi Uppsagnir nær 200 manna hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn frá og með þessum mánaðamót- um hafa ýtt við mönnum og með þeim eru send skýr skilaboð til landsmanna um ástandið í fisk- vinnslunni. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa allt frá því í vetur bent á hvernig stefna ríkis- stjórnarinnar er að eyðileggja undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. í gær sendi þingflokkurinn frá sér ályktun vegna þess vand- ræðaástands sem er að skapast í íslensku atvinnulífi. Ólafur Jónsson stjórnandi Meitilsins er jafnframt fram- kvæmdastjóri Útvegsfélags sam- vinnumanna og hefur því gott yfirlit yfir stöðuna hjá öðrum fyrirtækjum Sambandsins. Hann tók skýrt fram að sér kæmi það ekki á óvart að fleiri fyrírtæki fylgdu í kjölfarið með uppsagnir starfsfólks. Á næstu vikum og mánuðum mun því bálið í Róm sem sumir ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa talað svo fjálglega um koma í ljós. Taprekstur fyrirtækisins á þessu ári er mjög mikill. Fjár- magnskostnaður var upp á 59 miljónir króna fyrstu fjóra mán- uðina. Bókfært tap fyrirtækisins í fyrra var 14 miljónir og fjárhagss- taða fyrirtækisins hefur versnað mjög upp á síðkastið. í ályktun þingmanna Alþýðu- bandalagsins segir: „Alþýðu- bandalagið hefur á undanförnum mánuðum varað eindregið við þeirri þróun að stefna ríkisstjórn- arinnar í peningamálum og at- vinnumálum stefndi í hættu atvinnulífi í öllum landshlutum og hefði í för með sér stórfellda byggðaröskun, víðtæka kjara- skerðingu launafólks og hættu á atvinnuleysi“. í ályktuninni er lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi upp- sagna starfsfólks í fiskvinnslu, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Uppsagnirnar hjá Meitli eru aðeins hluti af hættuástandi sem nú er að skapast vegna gjaldþrota sem stjórnarstefnan hefur skapað í atvinnulífi landsmanna. _gfs< Það var í mörgu að snúast fyrir lögregluna á Keldnahálsi í gær þegar verslunarmannahelgarumferðin út úr Reykjavík var að ná fullum þunga í gær. Ökumenn voru minntir á að aka á löglegum hraða og smáfólkið fékk sína lexíu - harðfisk til að maula í stað gosdrykkja og sælgætisáts sem gjarnan er talið við hæfi á ferðalögum. Mynd: Ari. Fossvogsdalur Skipulagið losað úr pattstöðu Stefán Thors skipulagsstjóri: Nú verður að skera úr um gildi samningsins frá 1973. Davíð Oddsson borgarstjóri: Við erum sáttir við þessa niðurstöðu. Máliðfyrir gerðardóm í haust Nú eru hjólin loksins farin að snúast í deilumáli Reykjavík- urborgar og Kópavogskaupstað- ar um skipulag Fossvogsdalsins. Eftir að félagsmálaráðherra stað- festi aðalskipulag Reykjavíkur, þrátt fyrir að skipulagsstjórn ríkisins hefði lagt til að að málinu yrði frestað um fimm ár á meðan bæjarfélögin kæmust að sam- komulagi um skipulag dalsins, er Ijóst að málið fer fyrir gerðardóm í haust. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra er nú nauðsynlegt að klára þær viðræður formlega sem verið hafa í gangi á milli bæjarfélaganna. „Við erum alveg sáttir við þessa niðurstöðu ráð- herra og nú gefst okkur tækifæri til að skjóta málinu til gerðar- dóms í haust. í samningunum frá 1973 er kveðið skýrt á um þetta atriði og hann gildir ennþá. Gerðardómur sker væntanlega úr um það hvort okkar túlkun eða viðsemjenda okkar á þessum samningi á við rök að styðjast". Skipulagsstjóri ríkisins, Stefán Thors, sagði að það sem nú hefði gerst í málinu drægi frekar úr lík- unum á því að Fossvogsbraut yrði að veruleika. „Nú liggur það ljóst fyrir að skera verður úr um það hvort samningurinn frá 1973 er ennþá í gildi. Hann er um skipu- lag Fossvogsdals og ný landa- merki sveitarfélaganna. Þessum samningi verður nú skotið til gerðardóms og þar með fara mál- in að skýrast eitthvað þótt langt sé í land með að málinu sé lokið. Líklegt er að aðalskipulag Kópa- vogs verði lagt fyrir skipulags- stjórn ríkisins og ráðherra til staðfestingar á næstunni og þá kemur í Ijós hvernig tekið verður á því að skipulagið gerir ráð fyrir að Fossvogsdalurinn verði grænt útivistarsvæði.“ -gís. ísulker Víða í veiðan- legu magni Á sælkeramarkaði í Japan og Evrópu er borgað vel fyrir kyn- kirtla úr ígulkerjum og hafa farið fram kannanir á því hvort grund- völlur sé fyrir nýtingu ígulkerja hér við land. í tímaritinu Ægi var í vetur sagt frá niðurstöðum kannana á magni og ástandi ígulkerja í ísa- fjarðardjúpi og var niðurstaðan sú að þau væri mjög víða að finna í veiðanlegu magni. Aftur á móti vantar veiðarfæri til að ná þeim og þurfti að kafa eftir fengnum. Fleiri hindranir þarf að leysa áður en talist getur hagkvæmt að hefja ígulkerjavinnslu. Engar vélar eru til að ná kynkirtlunum úr kerjunum, hreinsa þau og flokka, og vinnslan því mjög mannfrek. Ef selja á kynkirtlana á Japans- markað, mega ekki líða meira en 30 klukkustundir frá veiðum og þar til afurðin er komin á markað í Japan. mj Varmá í Ölfusi Mórautt forardýki Birgir Þórðarson, Hollustuvernd ríkisins: Mikið magn úrgangsefna rennur í ána án eftirlits eða takmarkana. Engar reglur til hér á landi um leyfilegt magn mengandi efna sem renna íár Varmá í Ölfusi er líkari mó- rauðu forardýki en tærri bergvatnsá. Reglulega rennur mikið magn efnaúrgangs og skólps í ána sem ógnar Iffríki ár- innar. - Meðan svo er um hnút- ana búið er tæplega hægt að segja að áin sé mikil staðarprýði, sagði Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vernd ríkisins í samtali við Þjóð- viljann. Birgir sagði að ýmsum úr- gangsefnum væri veitt algjörlega eftirlitslaust í ána og ekki væri gott við að eiga meðan engar reglur væru til hér á landi sem takmarka leyfilegt magn meng- andi úrgangs í ám. Svo mjög er Varmá menguð að flest börn sem búa í nágrenni við ána hætta sér ekki út í að busla í henni á hlýjum sumardögum enda eins gott, því slíkt busl er alls ekki hættulaust. Fullorðið fólk veiðir þó í ánni bæði lax og silung, sem er síður en svo heilnæm fæða eftir ferðalag um mengaða ána. Mengun Varmár stafar aðal- lega frá úrgangi frá ullarþvotta- stöð Sambandsins sem veitt er beint út í ána en í ársbyrjun tvö- faldaðist framleiðslan í þvotta- stöðinni þegar allur ullarþvottur í landinu var fluttur til stöðvarinn- ar. Frá fiskeldisstöðvum er áætlað að renni 150-200 tonn af lífrænum úrgangi í ána, auk þess sem ein- hver efnamengun stafar af áburð- argjöf á tún og eiturefnanotkun í gróðurhúsum í nágrenni við ána. Mengunin hefur áhrif á allt líf- ríkið í ánni og umhverfis hana. Veiði gæti til dæmis verið mun meiri en hún er og rekja má beinlínis til mengunar að klak hefur misfarist og seiði drepist. Mikinn fiskdauða í ánni í apríl s.l. má t.d. rekja beint til mengunar. Úrgangsefni frá ullarþvotta- stöðinni sem hleypt er óhreinsuð- um út í ána í stórum skömmtum 2-3 sinnum í viku, valda því að magn fosfórs og köfnunarefna eykst stórlega og fer langt yfir viðmiðunarstuðla sem stuðst er við á hinum Norðurlöndunum. Ennfremur sýna mælingar að ammoníak er í það miklu magni í ánni að lífríkinu stafar hætta af. Skólpi frá Hveragerði og ná- grenni hefur verið veitt árum saman óhreinsuðu út í ána þar til á síðasta ári að sett var upp skólp- hreinsistöð sem hreinsar út föst efni að nokkrum hluta en hins vegar hefur ekkert dregið úr gerla- eða efnamengun. - Þetta eru ákaflega frumstæð- ur hreinsunarútbúnaður og hvergi nærri fullnægjandi. Það er í sjálfu sér ekki flókið mál að endurbæta hreinsunarstöðina en þær framkvæmdir kosta fé sem Hveragerðisbær hefur illa efni á. Ég efast ekki um að það er vilji hjá bæjaryfirvöldum og öðrum aðilum til að gera úrbætur en þetta er spurning um fjárhagslegt bolmagn. Hér er það mikið í húfi, að það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í að kosta úrbætur hið fyrsta, sagði Birgir. -iþ Laugardagur 30. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.