Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 12
HEIMURINN Kennarar - takið eftir! Okkur vantar kennara í eftirtaldar stööur viö grunnskólana á Akranesi: Við Grundaskóla: Sérkennara; Tónmenntakennara; Almenna kennara. Upplýsingar veita: Guðbjartur Hannesson skólastjóri: Vs: 93-12811 / HS: 93-12723. Ólína Jónsdóttir yfirkennari: Vs 93-12811 / Hs: 93-11408. Elísabet Jóhannesdóttir, formaður skólanefndar: HS: 93-12304 Við Brekkubæjarskóla: Kennara í 7. - 9. bekk: Aöalgreinar líffræöi og stærðfræði. Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri: Vs: 93-11388 / Hs: 93-11193. Ingvar Ingvarsson, yfirkennari: Vs: 93-12012 / Hs: 93-13090. Elísabet Jóhannesdóttir, formaður skólanefndar: Hs: 93-12304. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL10. ÁGÚST NÆSTKOMANDI! UngirTamíltígrareru hvergi hræddirhjörs í þrá. Undirþeimeru helstu persónurog leikendur: RajivGandhi, tamílinn Vellupillai Prabakaran, leiðtogi Tígranna, og loks sinhalesinn Júníus Jayewardene, forseti Srí Lanka Srí Lanka SKÓLANEFND GRUNNSKÓLA, AKRANESI STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykja- vík. Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1989 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til- greind stærð og byggingaefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar um- sækjenda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélak- aupa á árinu 1989 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september n.k. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opinberum sjóð- um. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í við- komandi jörð. Stofnlánadeild landbúnaðarins Textainnritara vantar Þjóðviljinn vill ráða starfsmann -konu til starfa við textainnritun í prentsmiðju Þjóðviljans.Um er að ræða vaktavinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri. þJOÐVILIINN Nú áríð er liðið Indverskir „friðargœsluliðar“ hafa í raun tekið að sér að vinna verkin fyrir stjórnarher Srí Lanka. En ekki hafa þeir haft erindi sem erfiði, eftir stríð í ár bólar ekki á sigri Fyrir réttu ári voru indverskir ,,friðargæsluliðar“ sendir til tamflabyggða á Srí Lanka þar sem þeir áttu að halda uppi ,Jögum og reglu“ skamma hríð eða á meðan uppreisnarmenn sneru frá villu síns vegar og fram færu kosningar. Einsog menn rekur minni til voru þessir her- flutningar í samræmi við ákvæði friðarsáttmála Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, og Júníusar Jayewardenes, forseta eyríkisins. En nú er árið liðið. 530 ind- verskir hermenn hafa fallið í va- linn og enn eru um 50 þúsund þeirra á Srí Lanka. Þannig er nefnilega mál með vexti að helsta skæruliðafylking tamfla, Frels- istígrarnir, er lúta leiðsögn Vel- upillais nokkurs Prabakarans, hafa enn ekki slíðrað sverðin enda telja þeir sig hafa óbundnar hendur af samningamakki ráða- manna í Nýju-Delhi, sem þeir segjast aldrei hafa veitt umboð, og kollega þeirra í Kólombó sem þeir eiga í styrjöld við. Indverskir ráðamenn eru því í klípu. í stað þess að stuðla að friði hafa þeir tekið að sér að heyja stríð gegn tamflum fyrir stjórn sinhalesa. Er Jayewardene kannski bara svona miklu sleipari stjórnmálamaður en Gandhi? Var indverski forsætisráðherrann lokkaður í gildru? Andspyrna Tígranna hefur aukist á þessu ári sem liðið er frá komu indverska herliðsins og þeir eru betur búnir vopnum nú en fyrrum. Þeir halda uppteknum hætti og verða sér úti um vígtól með því að ráðast á vopnabúr stjórnarhersins og Indverja. Ennfremur ræna þeir og rupla, kaupa vopn erlendis fyrir and- virði þýfisins og sigla þeim til Jaffnasícagans í skjóli nætur. „Tvœr skyssur“ Bardagaharka Tígranna kom Indverjum gersamlega í opna skjöldu í fyrra. „Indverjar gerðu sig seka um tvær reginskyssur," segir fréttaskýrandi sem fylgist grannt með gangi mála á Srí Lanka. „Þeir létu undir höfuð leggjast að kynna sér herstyrk Tígranna og fylgi þeirra á meðal tamfla, voru eiginlega fullvissir um að þeir væru einangraðir og rúnir trausti. Þegar skæruliðarnir hófu þvínæst vopnaða andstöðu á ný reyndist hreyfing þeirra mun fjölmennari og betur búin vopn- um en indverska ráðamenn hafði órað fyrir. Þessarar fáfræði guldu Indverjar í mannslífum.“ Indverskur herforingi tekur í sama streng. „Við vanmátum Tígrana gersamlega og því vorum við alltof fámennir í upphafi og misstum alltof marga menn.“ En hann segir að indverskir valdhaf- ar hafi orðið að láta borgarastríð- ið á Srí Lanka til sín taka. í Tamfl Nadú héraði á Suður-Indlandi byggju 50 miljónir tamfla og hefðu þeir verið orðnir býsna órólegir vegna illrar meðferðar sinhalesa á frændum sínum hand- an sundsins. „Við höfðum ítrek- að farið þess á leit við ríkisstjórn Srí Lanka að hún fyndi lausn á þjóðavandanum sem tamflar gætu sætt sig við. Landar mínir á Suður-Indlandi voru orðnir ævar- eiðir og höfðu í hótunum við stjórnvöld.“ Gandhi og Jayewardene undir- rituðu samning sinn þann 29. júlí og þrem dögum síðar voru fyrstu „friðarliðar" Indverja ferjaðir )Tir Palksund. Friðargerð tvímenninganna gerði ráð fyrir því að allir skæru- liðar úr röðum tamfla afhentu Indverjum vopn sín á ákveðnum griðastöðum. Það átti að launa þeim með því að efna til allsherj- aratkvæðagreiðslu um samein- ingu héraða í norður og austur- hlutum eyjarinnar en þar eru ta- mflar í miklum meirihluta íbúa. Ennfremur átti að gefa öllum skæruliðum upp sakir og hefja viðræður um takmörkuð völd ta- mfla í heimahéruðum. Allar uppreisnarfylkingar ta- mfla, sex talsins, þóttust í fyrstu vera áfram um að framfylgja ákvæðum sáttmálans. En ekki leið á löngu áður en forystu- mönnum Tígranna snerist hugur. Um þetta farast h^ttsettum ind- verskum embættismanni orð á þessa leið: „Indverska stjórnin hélt sig hafa samning í höndum. Tígrarn- ir höfðu rætt samninginn í smáat- riðum og fallist á hann. Við viss- um að brugðið gæti til beggja vona en þó voru flestir þeirrar skoðunar að framkvæmd samn- ingsins myndi ganga fremur snurðulaust fyrir sig.“ Opinber átylla Tígranna fyrir því að ganga á bak orða sinna var sú að ríkisstjórn sinhalesa hefði gert hið sama og orðið fyrri til. Þeir báru stjórnvöldum allskyns svik og pretti á brýn. Þau kostuðu kapps um að auka áhrif sín í hér- uðum tamfla með því að stuðla að stórauknum flutningi sinhalesa þangað. Þau létu tamfla lausa í augsýn Indverja en handtækju þá aftur jafnskjótt og þeir væru úr sjónmáli „friðargæsluliðanna.“ Ennfremur sögðust Tígrarnir hafa verið sviknir um forystuhlut- verk í bráðabirgðastjórnum ta- mfla á heimaslóðum. Eftir að hafa gert grein fyrir orsökum kú- vendingar sinnar gripu Tígrarnir til vopna á ný og berjast þeir enn þann dag í dag fyrir fullu sjálf- stæði Jaffnaskagans og austur- héraðanna við Batticaloaborg. Srí Lanka varð sem sagt ein- hverskonar Víetnam eða Afgan- istan Indverja sé litið framhjá þeirri furðulegu staðreynd að þeir berjast gegn „samherjum“ sínum en ekki með. Vegna þrýst- ings frá indverskum tamflum gagnrýndu ráðamenn í Nýju- Delhi kollega sína í Kólombó fyrir ofsóknir á hendur tamflsk- um þegnum sínum og tóku að sér að „gæta friðar.“ Sem fyrr segir hefur raunin orðið sú að þeir hafa tekið að sér að vinna það verk sem stjómarher Srí Lanka reyndist ofviða. Að uppræta Tíg- rana. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágengt þótt árið sé liðið í aldanna skaut. Reuter/-ks. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.