Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Golf Gífurieg spenna Enn allt opið í meistaraflokkum karla og kvenna á landsmótinu Þegar einum keppnisdegi er ó- lokið í meistaraflokki karla og kvenna er enn allt opið og spenn- an á toppnum gífurleg. A báðum vígstöðum eru nokkrir aðUar sem eiga möguleika á Islands- meistaratitli og er ekki ólíklegt að grípa þurfi tíl bráðabana í dag til að knýja fram úrsiit. f meistaraflokki karla hefur Sigurður Sigurðsson ágætt for- skot, er þremur höggum á undan íslandsmeistaranum Úlfari Jóns- syni. Forskot hans gæti þó horfið eins og dögg fyrir sólu á skömmum tíma og víst er að Sig- urður þarf að leika mjög vel á morgun til að halda sér á toppn- um. Á eftir þeim raða menn sér með aðeins eins höggs millibili en röð efstu manna er annars þessi: 1. Sigurður Sigurðsson, GS.......224 2. Úlfar Jónsson, GK.............227 3. Sveinn Sigurbérgsson, GK......228 4. Tryggvi Traustason, GK........229 5. Inói Jóhannesson, GR..........230 6-7.0skarSæmundsson, GR..........235 6-7. HannesEyvindsson.GR.........235 8-10.EirikurGuðmundsson,GR.......236 8-10.RagnarÓlafsson, GR .........236 8-10.Páll Ketilsson, GS..........236 Spennan er engu minni í kvennaflokknum, en þar munar aðeins þremur höggum á fyrstu og þriðju stúlku. Ragnhildur, sem hafði sjö högga forskot eftir fyrstu 18 holumar, á því enn möguleika á sigri en Steinunn Sæmundsdóttir stendur þó best að vígi. Staðan í meistaraflokki kvenna er þannig: 1. Steinunn Sæmundsdóttir, GR.......249 2. Karen Sævarsdóttir, GS...........251 3. RagnhildurSigurðardóttir,GR .252 4. ÁsgerðurSverrisdóttir, GR .......256 5-7. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR......264 5-7. AldaSigurðardóttir, GK.........264 5-7. Kristín Pálsdóttir, GK.........264 8. Inga Magnúsdóttir, GA ...........270 9. Jónína Pálsdóttir, NK............273 lO.ÁmýArnadóttir, GA.................274 H.ÞórdtsGeirsdóttir, GK..............277 Greint verður frá öðrum flokk- um eftir helgina. -þóm Fótbolti Nær Guðmundur matkametinu? Guðmundur Steinsson hefur skorað 10 mörk í jafnmörgum leikjum. Markametið er 19 mörk Pétur Pétursson og Guðmund- ur Torfason hafa náð þeim ár- angri að skora 19 mörk í 1. deild í þeim 18 leikjum sem lciknir eru á einu sumri. Pétur gerði þetta með Skagamönnum 1978 en Guð- mundur með Fram 1986. Nú stefnir alit í að Guðmundur Steinsson eigi möguleika á að hnekkja þessu meti enda þótt full snemmt sé að spá um það nú. Guðmundur Steinsson hefur hingað til verið frekar jafn markaskorari sem sést á því að árin 1984, 1985 og 1986 skoraði hann 10 mörk á hverju ári. Árið 1984 nægði þessi árangur hans reyndar til að hljóta Gullskóinn en í fyrra lék Guðmundur aðeins 9 leiki og skoraði því að sjálf- sögðu helmingi færri mörk, eða 5. í heild hefur Guðmundur skorað 58 mörk í 1. deild og á því ansi langt í land til að ná Inga Birni Albertssyni sem skoraði 126 mörk í 1. deild. í sumar hefur Guðmundur hins vegar verið enn ágengari við mark andstæðingsins og hefur þegar skorað 10 mörk. Nú hafa verið leiknar 11 umferðir (að vísu hefur Guðmundur ekki leikið nema 10 af 11) og því 7 leikir enn eftir. Ef borið er saman við Pétur og Guðmund Torfason þá kemur í ljós að eftir 11 leiki var Pétur aðeins búinn að skora 8 mörk! og Guðmundur 11. Þannig að Guð- mundur Steinsson gæti allt eins náð markametinu eða jafnvel bætt það. Pá má geta þess að Fram hefur skorað 23 mörk í ár en Pétur Pét- ursson skoraði sín 19 mörk af 47 mörkum Skagamanna það árið og Guðmundur Torfason átti 19 af 39 mörkum Framara á sínum tíma. Annar samanburður sem vert er að skoða er hve mörg mörk kapparnir skora að meðaltali. Þegar Pétur setti markametið 1978 sló hann met Hermanns Gunnarssonar frá 1973 sem var 17 mörk, en þá voru aðeins leiknir 14 leikir. Hermann náði því mun betra meðaltali en þeir Pétur og Guðmundur, þ.e. 1,21 mark í leik í stað 1,06 mörk. Hins vegar náði Þórður Þórðarson að skora 11 mörk í 5 leikjum 1958 og Þórólfur Beck skoraði 16 mörk í 10 leikjum 1961, en sá saman- burður er ekki mjög raunhæfur. Þórður Þórðarson hefur oftast orðið markakóngur, eða fjórum sinnum. Þá hafa þeir Þórólfur Beck, Hermann Gunnarsson og Sigurlás Þorleifsson þrisvar sinn- um orðið markakóngar. Við látum frekari spádóma um lönd og leið en birtum að lokum lista yfir markahæstu menn 1. deildar frá upphafi ásamt leikja- fjölda. þóm 1955ÞóröurÞórðarson, (A...........7/5 Ríkarður Jónsson, lA.........7/5 Þórður Jónsson, fA...........7/5 1956ÞórðurÞórðarson, lA...........6/5 1957ÞórðurÞórðarson, (A...........6/5 1958 Þórður Þórðarson, lA........11/5 1959 Þórólfur Beck, KR..........11/10 1960lngvarElísson, lA...........15/10 ÞórólfurBeck, KR...........15/10 1961 ÞórólfurBeck, KR...........16/10 1962lngvarElísson, (A...........11/10 1963 Skúli Hákonarson, (A.......10/10 1964 Eyleifur Hafsteinsson, lA .10/10 1965 Baldvin Baldvinsson, KR....10/10 1966 Jón Jóhannsson, IBK ........8/10 1967HermannGunnarsson,Val.......12/10 1968 Helgi Númason, Fram.........8/10 Kári Ámason, (BA ...........8/10 ÓlafurLárusson, KR .........8/10 1969MatthíasHallgrfmsson, (A.....9/12 1970 Hermann Gunnarsson, IBA....14/14 1971 Steinar Jóhannsson, IBK....12/14 1972 Tómas Pálsson, fBV.........15/14 1973HermannGunnarsson, Val......17/14 1974TeiturÞórðarson, lA..........9/14 1975 Matthías Hallgrimsson, (A..10/14 1976 Ingi Björn Albertsson, Val.16/16 1977PéturPétursson, (A..........16/18 1978 Pétur Pétursson, (A........19/18 1979 Sigurlás Þorleifsson, Víkingi.... 10/18 1980 Matthías Hallgrimsson, Val.13/18 1981 Lárus Guðmundsson, Víkingi 12/18 Siguriás Þorleifsson, IBV..12/18 1982 Heimir Karisson, Víkingi...10/18 Siguriás Þorleifsson, (BV..10/18 1983 Ingi Björn Albertsson, Val.14/18 1984 Guðmundur Steinsson, Fram 10/18 1985ÓmarTorfason,Fram...........13/18 1986GuðmundurTortason, Fram ...19/18 1987PéturOrmslev, Fram..........12/18 1988 ??? LÖGREGLU STJÖRl N N Á KEFLAVIKURFLUGVELLI Símí 92-1795 Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna hér við embættið eru lausar til umsóknar. Umsóknum skal skilaðtil skrifstofu minnar fyrir 1. september n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 27. júlí 1988 Útboð Óskað er eftir tilboðum um endurtryggingu á brunatryggingum húseigna í Reykjavík, frá 1. jan- úar 1989. Útboðsskilmálar og nánari upplýsingar fást í af- greiðslustofu Húsatrygginga Reykjavíkur, Skúla- túni 2. Tilboð verða oipnuð þriðjudaginn 20. september 1988, kl. 16,00, í fundarherbergi á 5. hæ&, Skúla- túni 2, Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík 26. júlí 1988. SÍNE-félagar athugið Sumarráðstefna SÍNE Sumarráðslefna SÍNE verður haldin á Hótel Borg v/Austurvöll laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Mætum öll. Stjórnin. ÆTLAR ÞÚ AÐ HREYFA ÞIG LANDVEGINN í SUMAR? Hin nýja leiðabók okkar veitir allar þær upplýsingar sem góður ferðamaður þarf áaðhalda: Áætlanirsérleyfisbifreiða, ásamt sérferðum, hring- og tímamiðum, svo og gistingu um land allt. BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS HF. Leiðandi aflí traustum samgöngum DAGVI8T BAIiW. Daggæsla á einkaheimilum Leyfisveitingar fyrir daggæslu barna á einkaheimilum hefjast að nýju 1. ágúst - 1. október 1988. Athugið að umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Nánari upplýsingar í síma 27277. Umsjónarfóstrur. OAGVIST BARIMA KLEPPSHOLT Laugaborg v/Leirulæk Matráðskona óskast nú þegar í 75—100% starf. Upplýsingar gefur Fanný Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277 og forstödumenn í síma 31325. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Laugardagur 30. iúlf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.