Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 1
Varmá Allsherjar skólpræsi Iðnaðarúrgangi og skólpi dœlt látlaust íána. Lífríkið íhœttu. - Það eru engar reglur til hér á landi um leyfilegt magn meng- andi efna sem renna í ár, þannig að það er ekki von á góðu, eins og raun ber vitni í Varmá í Ölfusi, segir Birgir Þórðarson hjá Holl- ustuvernd ríkisins í Þjóðviljanum í dag. Birgir segir að ýmsum úrgangs- efnum sé veitt eftirlitslaust í ána og lífríki árinnar sé veruleg hætta búin af. Mikið magn af mengandi efn- um, lífrænum sem ólífrænum, rennur reglulega í ána. Þar á meðal er úrgangsefnum frá ullar- þvottastöð Sambandsins í Hvera- .gerði veitt tvisvar til þrisvar sinn- um í viku í ána, sem veldur því að magn fosfórs og köfnunarefna í ánni er langt umfram viðmiðun- arstuðla sem í gildi eru á hinum Norðurlöndunum. Sjá síðu 3 Æskulýðurinn í fullum herklæðum og tilbúinn að halda á vit ævintýranna um verslunarmannahelgina. Þessi æskumenni við Umferðar- miðstöðina í gær voru komin í hörkustuð og tilbúin að leggja í hann. Mynd: Ari. Þingvellir Ríkisstjórnin 'M.-* ¦IK I báðabóga Skoðanakönnunin í vikunni gerir kosningar líklegri en áður. í Innsýn er athugað hvað stendur á bakvið hótanir stjórnarflokk- anna hvers í annars garð. Eru gíf- uryrðin innantóm eða stendur eitthvað að baki þeim?_______ Sjá Innsýn síðu 7 Verslunarmannahelgin Vegir til allra átta Helgarveðrið mun væntanlega leika við þá sem eru á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Mikill straumur bfla var á öllum helstu þjóðvegum í gær. Að sögn mótshaldara virtist fjöldi gesta strax í gær lofa góðu um fram- haldið á flestum útihátíðum. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum virtist ætla að draga að sér flesta gestina að venju. Sjá síðu 5 Framtíöin möricuð Skemmdir á gróðri og minjum vegna mikils ágangs Eftir þriggja ára vinnu við rannsóknir og skipulag liggur nú fyrir stefnumörkun Þingvalla- nefndar um framtíðarskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum. Til verndar náttúru og sögu- Iegum minjum er talið aðkallandi að létta umferð af þinghelginni í Almannagjá og næsta nágrenni. Þar er gróður orðinn niðurtrað- kaður og búðarústir liggja undir skemmdum, ef umferð verður ekki sveigt hjá þeim. Veitingarekstur í Valhöll fær að vera óáreyttur og til stendur að byggja veglega fræðslu- og þjónustumiðstöð við Kárastaða- stíg. Sjá síðu 8 Frelsistígrar á varðbergi. Srí Lanka Indverskt Víetnam? Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því indverskt herlið steig á land á Srí Lanka til þess að „gæta friðar". Þetta var í sam- ræmi við samkomulag ráða- manna í Nýju-Delhi og Kól- ombó. Áttu Indverjarnir aðeins að dvelja skamma hríð á eynni og gæta þess að sinhalesar í stjórnar- hernum níddust ekki á tamílum. Raunin varð sú að „friðargæslu- liðið" tók að sér að brjóta helstu uppreisnarhreyfingu tamfla, Frelsistígrana, á bak aftur og sér ekki fyrir endann . á þeim ósköpum. Sjá síðu 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.