Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 9
BRÚÐKAUP Amnesty Famar manaðanns - Júlí 1988 Mannréttindasamtökín Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfar- andi samviskufanga í júlí. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðn- ings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Sómalía: NurBarud Gurhan er 33 ára gamall prédikari og kenn- ari í íslamskri trú. Hann var handtekinn, ásamt öðrum sem einnig kenndu íslamska trú, í kjölfar tilkynningar um stofnun íslamskar hreyfingar í Sómalíu í maí 1986. Þessi hreyfing hafði að markmiði að miðla þekkingu á kenningum og lögum íslamskrar trúar og hafði verið með gagnrýni á hömlur sem stjórnvöld höfðu verið með í trúmálum. Þann 7. apríl 1987 voru Nur Gurhan og 15 aðrir leiddir fyrir rétt og ákærðir fyrir að „hafa stofnað niðurrifs- samtök" og „hagnýtt sér trú til að stuðla að þjóðarsundrungu". Dauðarefsing er við þessum ákærum. Hinir ákærðu höfðu enga lögfræðinga. Nur Gurhan og 8 aðrir hlutu dauðarefsingu, 3 fengu langa fangelsisdóma og 4 voru náðaðir. Amnestysamtökin börðust fýrir að dauðarefsing- unni yrði breytt í fangelsisdóm. Þann 4. ágúst 1987 varð forseti Sómalíu við þeirri beiðni. Péru: Agripino Quispe Hilario er 56 ára gamall kennari í Mót- mælendatrú. Hann var handtek- inn í október 1985 af Rannsóknarlögreglunni. Þegar meðlimir í Mótmælendakirkj- unni sáu hann stuttu seinna sagð- ist hann hafa játað að vera hryðj- uverkamaður vegna þess að hann var pyntaður svo hroðalega. í réttarhöldunum neitaði Agripino Hilario ásökunum um hryðju- verk. Agripno Hilario starfaði sem skósmiður. Hann stofnaði og stýrði evangelískri kirkju í heimahéráði sínu og hafði verið friðardómari. Meðlimir evangel- ísku kirkjunnar í Perú hafa oft orðið fyrir mannréttindabrotum skv. skýrslum sem hafa borist Amnestysamtökunum. Litlu trúarsamfélögin hafa oft orðið fómardýr valdníðslu lögreglu og hers og telja Amnestysamtökin að þátttaka Hilarios í trúmálum sé líklegasta ástæðan fyrir hand- töku hans. Sovétríkin: Enn Tarto er 49 ára gamall fyrrverandi textafræðing- ur frá Estoníu á Eystrasalti. Hann var handtekinn árið 1983 eftir að hafa mótmælt byggingu nýrrar viðskiptahafnar í Tallinn, höfuðborg Estoníu. Hann taldi að efnahagsákvarðanir sem tekn- ar væru í Moskvu hefðu leitt til aðflutnings rússneskra verka- manna og að bygging hafnarinnar myndi ýta undir slíka þróun. Enn Tarto og 12 aðirir undirrituðu opið bréf þessu til áréttingar. Arið 1986 voru Enn Tarto og þrír aðrir sem undirrituðu bréfið fundnir sekir um „andsovéskan áróður“ og hlaut Tarto 10 ára fangelsisdóm og þar á eftir 5 ára útlegðardóm. Lögfræðingur hans vildi fá algjöra niðurfellingu þar sem það sem Enn Tarto gerði hafi verið samkvæmt stjómarskrá So- vétríkjanna og Mannréttinda- sáttmála S.Þ. Síðan „glasnost- stefnan" varð ríkjandi hafi fleiri lýst áhyggjum sínum yfir auknum rússneskum áhrifum í menningar- og efnahagslífi Est- oníu og miklar mótmælagöngur hafa átt sér stað. Árið 1987, á 70 ára byltingarafmælinu, vom hinir þrír fangamir náðaðir og látnir lausir en skv. upplýsingum Amnestysamtakanna hefur Enn Tarto fengið tveggja ára styttingu á fangelsisdómnum en virðist þurfa að fara í 5 ára útlegð. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, era vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Þann 24. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra Braga Friðrikssyni Ásthildur Haraldsdóttir og Hallgrímur Helgason. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósm. Svipmyndir. 1. ágúst Næsti g ÞÚ HAGNAST Á EIGIN SKILVÍSI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. / /ý' /// Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Flísaleggja baðherbergið kaupa nýtt veggfóður á bamaherbergið eða eignast nýjan borðbúnað. M15. ágúst Einclagi lána með lánskjaravísitölu. M3L ágúst Eindagi iána með byggingar\rísitö Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 696900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.