Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. ágúst 1988 178. tölublað 53. árgangur Fósturlát Tölvuskiáir á sakabekk Rannsóknir benda til hœttu. 20 stundir við skjá hœttulegarþunguðum konum. VilhjálmurRafnsson: Viðbrögðhérsvipuðogíöðrumlöndum. Vantarfrekari rannsóknir. Vantar ákvœði íkjarasamninga Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu rannsóknum erlendis er augljóst samband á milli fóstur- láts og langrar setu þungaðra kvenna við skjávinnu. I bandarí- skri rannsókn, sem fór fram árun- um 1981 og 1982 í Norður- Kaliforníu, var fylgst með um 1500 konum.Niðurstaðan bendir til þess að helmingi meiri líkur séu til þess að kona missi fóstur ef hún vinnur í 20 klukkustundir á viku eða lengur við tölvuskjá. Vinnuaðstaða, streita og einhæf verkefni geta að sögn vísinda- mannanna einnig haft áhrif á meðgönguna. Margir vísindamenn telja frek- ari rannsókna þörf til að unnt sé að draga óyggjandi ályktanir í þessum efnum. Á Norðurlöndum hefur sums staðar náðst ákvæði inn í kjara- samninga um að hver einstakling- ur vinni ekki lengur en 4 tíma á dag við tölvuskjá. Hér á landi hafa bókagerðarmenn sett í sína samninga ákvæði um 10 mínútna hvfld fyrir hverja klukkustund sem unnin er við tölvuskjá. Sjá síðu 3 Langar og strangar setur barns- hafandi kvenna við tölvuskjáinn eru taldar varasamar samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun- um frá Bandaríkjunum og Sví- þjóð. Kjamorkuvetur er raunverulegur háski f>að er brýn skylda vísinda- manna að koma á framfæri við almenning og stjórnmálamenn þeirri vitneskju, sem þeir hafa safnað, um þau hörmulegu áhrif á veðurfar sem gætu orðið herfil- egustu og mannskæðustu afleið- ingar kjarnorkustyrjaldar. Um þetta voru menn sammála á fundi sem haldinn var um kjarn- orkuvetur á ráðstefnu norrænna veðurfræðinga á sunnudag. Þar var og lögð áhersla á það, hve ótrúlega stutt er síðan vísinda- menn söfnuðu rökum í kenningar sínar um kjarnorkuvetur og spurt: hvað er það sem við vitum ekki enn? Sjá síðu 7 Fiskeldi Kolsvört skýrsla Starfsskilyrði mun auðveldari í nágrannalöndum okkaren hérlendis Mun betur er búið að uppbygg- ingu fiskeldisfyrirtækja í Noregi, Skotlandi, írlandi og Færeyjum heldur en hérlendis. í þessum löndum eiga fyrirtæki kost á lán- um fyrir öllum rekstrarkostnaði á meðan hann er aðeins 50% hér á landi. Þá er þess krafist hér að eigið fé til stofnframkvæmda sé minnst 33% í samanburðar- löndunum er krafist þess að eigið fé sé aðeins 20-25%. Til þess að snúa vörn í sókn ieggur nefndin til að ríkisábyrgð fyrir lánum verði allt að 50% eða að stofnað verði sérstakt ábyrgð- arfélag banka og sjóða til lausnar á rekstrarvanda fiskeldisins. Sjá síðu 3 Elsta bókhlaðan enduneist í Flatey Um síðustu helgi gerði um sjöt- íu manna hópur ferð sína í Flatey á Breiðafirði til að fagna því að lokið er endursmíði bókhlöðu Framfarastofnunar Flateyjar. Bókhlaðan var reist 1864, næstel- sta bókasafnshús landsins og það elsta sem til er óbreytt. Það voru áhugamenn, íbúar í Flatey og Torfusamtakamenn, sem hófu verkið við endursmíð- ina, en því lauk á vegum Minja- verndar og er fyrsta fullbúna verkið á hennar vegum. Með endursmíðinni er litið með virðingu til fortíðarinnar, en líka frammá veg, því hér er einnig framlag til aukinnar ferða- mennsku í eynni. Næsta verkefni Minjaverndar í Flatey er viðgerð samkomuhússins gamla og pakk- húsa tveggja í plássinu miðju. Sjá síður 8-9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.