Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Japanir vilja meiri ullarvörur Forráðamenn Álafoss reikna með að selja ullarvörur til Japans á næsta ári fyrir um 2,5 miljarða bandaríkjadala, að því er fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi fyrirtækisins. Nýlega voru hér á ferð forstjóri stærsta viðskiptafyrírtækis Álafoss í Japan og forstjóri umboðsfyrir- tækis Álafoss í Japan. Hefur verið gengið frá hönnun á fatnaði sem fer til Japans á næsta ári og ráðgera Japanir að hefja sölu og kynningu á ullarvörunum þegar í desember n.k. Eitt kaupfélag á Suðurlandi Kaupfélag Árnesinga á Selfossi hefur yfirtekið allan rekstur Kaupfé- lags Skaftfellinga frá og með 7. ágúst sl. Engu starfsfólki hefur verið sagt upp vegna þessarar yfirtöku sem er fyrsti áfangi að því marki að sameina rekstur allra kaupfélaganna á Suðurlandi til að auka hag- kvæmni í verslunarrekstrinum. Draumabíll á Veröldinni ‘88 Á 18. vörusýningu Kaupstefnunnar hf., sem opnuð verður í Laugar- dalshöllinni um næstu mánaðamót, verður m.a. til sýnis stærsta limús- ína sem smíðuð hefur verið í heiminum. Bifreiðin er 18 m á lengd og undir henni eru 16 hjól. Meðal þæginda um borð í þessari „bifreið" er sundlaug með stökkbretti, heitur pottur, vatnsrúm, risa- sjónvarpsskermur og sérstakur lendingarpallur fyrir þyrlu er á bílnum sem vegur aðeins 10 tonn. Tveir bílstjórar aka bifreiðinni sem getur flutt allt að 50 manns í einu. Kringlan ársgömul Á laugardaginn kemur er rétt ár liðið frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var formlega opnuð. í tilefni þessara tímamóta verður afmæl- ishátíð í Kringlunni á föstudag og laugardag þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. Á þvi ári sem liðið er frá því að verslunarhöllin var opnuð hafa komið þangað um 3,5 miljónir manna til að versla eða litast um. Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið eru Reykvíkingar um 65% viðskiptavina, um fjórðungur kemur úr næstu nágrannabyggðum og tíundi hluti viðskiptavina Kringlunnar er búsettur úti á landi. Myndir fyrir nornir og böðla Bókafélagið Tunglið hefur sent frá sér sína þriðju bók. Hún nefnist „Myndir fyrir nornir og böðla“ og er eftir þá Sveinbjörn Gröndal og Jón Egil Bergþórsson en myndir í bókina teiknaði Helga Óskarsdóttir. Efni verksins er að sögn útgefenda í anda þjóðfélagslegs raunsæis með rómantískum blæ og súrrealískri undiröldu. Klassíska heiðríkju má víða finna en þó má segja að hún sé oft undir dadaískum áhrifum í bland við síðfútúrisma, nýrómantík og tilvistarstefnu. Mál og menning gaf út í viðtali við Jakobínu Sigurðardóttir rithöfund, í Nýja helgarblað- inu, slæddist sú villa með að Skuggsjá var sögð hafa gefið út Snöruna. Hið rétta er að Mál og menning gaf út Snöruna. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Il&l Fóstrur Forstööumann, deildafóstrur vantar til starfa hjá ísafjarðarkaupstað. Útvegum húsnæði - önnur hlunnindi. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 94- 3722. Félagsmálastjóri Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsaskjendur hafi próf í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 1988 Alþýðubandalagsfólk í Grundarfirði hefur unnið hörðum höndum við að koma upp félagsheimili og nú er það saltfiskurinn sem á að fjármagna húsakaupin. AB Grundarfirði Selja saltfisk uppí húsakaup Alþýðubandalagsmenn í Grundarfirði á handfœraveiðum. Að undanförnu hafa félagar í Alþýðubandalaginu í Grund- arfírði stundað sjóróðra af kappi og verkað aflann í salt til fjáröfl- unar vegna húsnæðiskaupa félagsins. Að sögn Ólafs Guðmunds- sonar hafa veiðarnar gengið vel og bjóða Grundfirðingarnir nú til sölu úrvals saltfiskflök fyrir að- eins 350 kr. kílóið. Hverri pöntun fylgir tillaga að matreiðslu eftir listamatargerð- armanninn Rúnar Marvinsson. Hægt er að gera pantanir á kvöld- in í síma 93-86715 í Grundarfirði eða 91-15530 í Reykjavík. Pant- anir verða síðan afgreiddar á Óð- insgötu 6 í Rvík fyrir íbúa á höf- uðborgarsvæðinu, laugardaginn 13. ágúst milli kl. 13-16 eða eftir nánara samkomulagi. Hvetur Ólafur alla stuðnings- menn og áhugamenn um góðan saltfisk að styðja gott málefni með því að tryggja sér úrvals salt- fisk frá Grundarfirði. -Ig. Fatlaðir Námskeið fyrir foreldra Skráning hafin á tvenns konar haustnámskeið. Ferðakostnaður foreldra af landsbyggðinni greiddur. Ennþáflytjaforeldra til Reykjavíkur vegna fatlaðra barna Skráning er hafin á tvenns kon- ar námskeið sem verða í haust fyrir foreldra fatlaðra barna. Frá árinu 1984 hafa Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, Styrktarféiag vangefinna og Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra staðið fyrir námskeiðum fyrir foreldra fatlaðra barna. Mikil þörf hefur reynst vera fyrir námskeið af þessu tagi og hefur Öryrkjabandalagið nú ákveðið að styrkja þessa starfsemi. Fyrra námskeiðið verður hald- ið dagana 24. til 25. september og er það ætlað foreldrum fatlaðra unglinga. Seinna námskeiðið, sem er fyrir foreldra fatlaðra barna á forskólaaídri á fyrstu skólaárum, verður síðan haldið 29. til 30. október. Bæði nám- skeiðin verða í Reykjadal í Mos- fellssveit. Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi er framkvæmdastjóri námskeið- anna. Hún sagði Þjóðviljanum að nú hefðu um 300 foreldrar sótt námskeið af þessu tagi og reynslan af þeim væri góð. Lækn- ar, sálfræðingar og félagsráðgjaf- ar héldu fyrirlestra og foreldrarn- ir kynntust öðrum foreldrum og miðluðu reynslu sinni í hópvinnu. „Allir aðilar námskeiðanna eru á staðnum allan tímann þannig að fólk nær vel saman og tengsl hafa myndast á milli foreldra sem síð- an hafa oft haldist áfram,“ sagði Kristín. Félögin greiða ferðakostnað fyrir foreldra sem koma utan af landi og sagði Kristín þetta stuðla að aðstöðujöfnun á milli fólks úr Reykjavík og af landsbyggðinni. Ennþá þekktist það að foreldrar flyttu til Reykjavíkur vegna fatl- aðs barns en ástandið hefði þó heldur lagast síðan svæðastjórn- irnar komu til 1984. Að sögn Kristínar komast 15 foreldrar að á hverju námskeiði. Hún hvetti því foreldra til að hafa samband hið fyrsta og láta skrá sig. Þátttökugjaldið væri 1.500 krónur -hmp 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 10. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.