Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 16
"■SPURNINGIN™ Teluröu íslendinga vera uppfulla af kvíöa og ang- ist? Guðmundur Bergmann trésmiður: Nei ég er ekki viss um það. Aftur á móti er mikill barlómur í fólki út af efnahagsmálunum og dýrtíðinni. Að öðru leyti tel ég okkur vera glaðsinna að eðlisfari. þlÚÐVILIINN Miðvikudaour 10. óflúst 1988 178. tðlublað 53. órgangur Geðlœknaþing á íslandi Fróðir og fræknir þinga 22. þing norrænna geðlœkna sett íkvöld. Aðalviðfangsefniþunglyndi og kvíði. Stœrsta norrœna geðlœknaþing sem haldið hefur verið og með stœrstu lœknaþingum sem haldin hafa verið hér á landi SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Á svona þingi er jafnvel enn meira miðlað upplýsingum í einkasamræðum undir borðum en i beinum fyrirlestrum, segir Tómas Helgason. Mynd Ari. Þórdís Gísladóttir háskólanemi: Ég held að við séum hvorki kvíðnari né haldnir meiri angist en til dæmis fólk í nágranna- löndum okkar. Að vísu er fólk hérna kvíðafullt yfir efnahagsá- standinu en ekki svo að við skerum okkur úr í samanburði við aðrar þjóðir í þessum efnum. Ásdís Runólfsdóttir afgreiöslustúlka: Já örugglega í veðri sem þessu þar sem rok og rigning ein- kenna veðurfarið. Ástæðan er að við erum svo kærulaus að meira að segja veðrið hefur meiri áhrif en óáran í efnahagslífinu. Sæmundur Guðmundsson deildarstjóri: Nei. Ég hef enga trú á að svo sé. Það er vegna þess að við erum svo bjartsýn og lífsglatt fólk að eðlisfari. Það fleytir okkur yfir alla þröskulda sem kunna að verða á vegi okkar í lífinu. Helga FriðbjörnBdóttir kennari: Nei, það tel ég ekki vera og mér finnst við ekki hafa neina á- stæðu til þess þar sem við búum í svo góðu landi. En hinsvegar er því ekki að leyna að það fyrir- finnst fólk hér sem er kvíða- og angistarfullt en það ber ekki mikið á því sem betur fer. í kvöld verður sett 22. þing nor- rænna geðlækna í Listasafni ís- lands og er þetta í annað sinn sem þing sem þetta er haldið hér á landi. Fyrra þingið var haldið hér 1973. Eiginlegt þinghald fer svo fram í ýmsum byggingum Há- skóla Islands og eru skráðir þátt- takendur, auk förunauta, nærri 900. Að sögn Högna Oskars- sonar, geðlæknis og fram- kvæmdastjóra þingsins, er þetta stærsta norræna geðlæknaþing sem haldið hefur verið á Norður- löndunum. Aðalefni þingsins snýr að þunglyndi og kvíða en það eru einmitt einkenni afar margra geðsjúkdóma og því rúmast innan þess viðfangsefnis umfjöll- un um allar helstu hliðar geð- lækninga. Þetta efni var því valið sérstaklega til að sem flestir gætu tjáð sig á þinginu. Á morgun og föstudag verða haldnir stórfundir í Háskólabíói, en eftir hádegi verða svo minni fundir um hliðarviðfangsefni þingsins og verða þar flutt erindi sem bæði tengjast kvíða og þung- lyndi og svo ýmsum öðrum þátt- um geðlæknisfræðinnar. Litlu fundirnir taka á geðræn- um kvillum barna og unglinga, alkóhólisma og meðferð við hon- um, réttargeðlækningum, skipu- lagi geðheilbrigðisþjónustu, sjálfsmorðum, svefntruflunum, dagspítölum, geðlífeðlisfræði, öldrunargeðlækningum og kynn- ingum á nýlegum geðlyfjum, auk annarra viðfangsefna. Á morgun verður farið með förunauta þinggestanna í skoð- unarferðir en á föstudag verður „Fun run“, eða skemmtiskokk, þinggesta og hafa um 150 skráð sig, - svo ef fólk vill berja augum hálft annað hundrað hálfberra geðlækna þá er ráðið að vera í grennd við Vesturbæjarlaugina um hádegisbilið á föstudaginn, segir Högni, en hlaupið hefst klukkan 12.30. Á föstudeginum halda kvengeðlæknarnir á þing- inu sérstakt þing í Átthagasal Hótel Sögu, og seinna um kvöld- ið verður hátíðarkvöldverður á Hótel íslandi. Þingið er ætlað geðlæknum og öðrum innan heilbrigðisstéttanna en almenningi er því miður ekki ætlað að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir verða. Kynnt verða rannsóknaverkefni frá öllum Norðurlöndunum og eru íslensk erindi alls um 30 - 40 talsins en flest þeirra fjalla um niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á geð- heilbrigði íslendinga. Tómas Helgason, prófessor og forseti þingsins, segist þess fullviss að það verði örvandi fyrir íslenska geðlækna og geð- heilbrigðisstéttina að fá hingað til lands svo mikinn fjölda sérfróðra og lærðra í heimsókn. - Það leikur ekki nokkur vafi á því að sá fróðleikur sem þarna verður miðlað á eftir að efla ís- lensku geðheilbrigðisstéttina og auka við þekkingu íslenskra geð- iækna. Þetta verður ómetanleg reynsla, segir Tómas. Hannes Pétursson, formaður Geðlæknafélagsins og fræðilegur talsmaður þingsins, telur þung- lyndi og kvíða einmitt ákjósanleg viðfangsefni svona þings því um- fjöllun um þau leiði fram þver- skurð af öllu því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum á þessu sviði. - Það verður tekið breitt á þeim málum sem við erum að kljást við og því ætti þetta þing að geta aukið okkur víðsýni, segir Hannes. Þinginu verður slitið laugar- daginn 13. ágúst og ef veður leyfir er áætlað að þingslit fari fram í skeifunni fyrir framan aðalbygg- ingu Háskólans. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.