Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 14
_______I dagI
Sólskins-
blettur...
Karlakórssöngur var ákaflega
vinsæll hér á árum áður og er
raunar enn, þó að nokkuð hafi
dregið úr dálætinu frá því það var
- mest. Hagur margra karlakóra
stendur þó með miklum blóma
víða um land. Þeim hefurfækkað
e.t.v. þó einkum til sveita, en
einnig í þéttbýlinu. Um skeið voru
t.d. fjórir karlakórar starfandi í
Þingeyjarþingi. Orsökin fyrir
fækkuninni sýnist auðsæ: Vax-
andi fólksfæð í dreifbýlinu, sem
gerir alla félagsstarfsemi þar örð-
ugri en áður.
Á blómatímum norðlenskra
karlakóra stofnuðu þeir með sér
samband, sem þeir nefndu
Heklu. Bar það nafn fyrsta (að ég
hygg) karlakórsins á Akureyri,
sem starfaði þar af miklum ötul-
leik um og upp úr síðustu alda-
mótum, undir stjórn Magnúsar
Einarssonar. Heklumenn fóru í
söngför til Noregs og hlutu þar
mikið lof fyrir söng sinn. Veit ég
ekki betur en það hafi verið fyrsta
utanför íslensks karlakórs.
Heklukórarnir komu sér sam-
an um að halda sameiginlegt
söngmót á fjögurra ára fresti.
Fóru þau fram hér og þar um
Norðurland þótt segja megi að
miðstöðin hafi verið á Akureyri.
Eitt sinn var meira að segja farið
austur á Egilsstaði. Fyrirkomu-
lagið var þannig að fyrst söng
hver kór 3-4 lög. Síðan sungu
allir kóramir sameiginlega jafn
mörg lög og þeir voru margir og
stjórnaði hver söngstjóri því lagi,
sem hann hafði valið til sam-
söngsins. Ég þekkti vel til þessar-
ar merku menningarstarfsemi því
ég söng með Karlakórnum Heimi
frá því ég var innan við tvítugt og
allt til þess að ég flutti úr hér-
aðinu.
Venja var að kórarnir kæmu
allir saman á Akureyri dginn áður
en söngmótið skyldi hefjast. Þar
fórfram æfing í kirkjunni. Æfingin
átti að heita lokuð, en þó voru þar
jafnan viðstaddir ýmsir forvígis-
menn tónlistarmála á Akureyri.
Eitt sinn sátu þeir saman á bekk
Björgvin Guðmundsson tónskáld
og Sveinn Bjarman. Eitthvert síð-
asta lagið sem þarna var þá flutt,
var eftir Björgvin. Er því var lokið
hallaði hann sér að Sveini og
sagði: „Alveg er nú þetta lag eins
og sólskinsblettur á tófurass-
gati.“
Stundum koma mér þessi um-
mæli Björgvins í hug þegr ég
heyri tónlistina í morgunútvarp-
inu. Mér finnst það hulin ráðgáta
hvernig fólk getur hlustað á hana
til lengdar. Þá er það huggun
harmi gegn að fá þann gamla og
góða útvarpsmann Pétur Péturs-
son með þáttinn sinn, þótt ekki sé
nema einu sinni í viku. Hann er
svo sannarlega eins og „sól-
skinsblettur á tófurassgati".
-mhg
ídag
er 10. ágúst, miðvikudagur í sex-
tándu viku sumars, átjándi dagur
heyanna, 223. dagurársins. Sól
kemur upp í Reykjavík kl. 5.03 en
sest kl. 22.00. T ungl minnkandi á
fjórða kvartili.
Viöburöir
Lárentíusmessa. Landsyfirréttur
stofnsettur 1801. Þjóðhátíðar-
dagurEcuador.
Þjóöviljinn
fyrir50árum
Vaxandi bardagará landa-
mærum Mansjúkó og Síbiríu.
Japanir þykjast fúsir á tilslakanir.
- Þjóðverjar letja þá, en lofa þó
liösinni, ef til stríðs komi.
Ætlar íhaldið að hafna Knúti
eða viðurkenna ofbeldiskenning-
ar hans? Hann hældi sér af því að
vera nasisti í Vísi ígær.
UM ÚTVARP & SJÓNVARPf
Hjúskapar-
tilraun
Stöð tvö, kl. 23.30
Svo er nú komið, að hjóna-
bönd geta orðið til með ýmsu
móti. Það er nú auðvitað fyrst og
fremst þetta gamla hjónaband,
sem allir þekkja, ýmist af eigin
raun eða orðspori, og stundum
gefst vel og stundum miður. Ein-
hverntíma var talað um reynslu-
hjónabönd, sem mér skilst að
þýði nánast óvígða sambúð.
Helsti kostur þess er líklega sá,
að ef hjúunum fellur ekki hvoru
við annað þá geta þau bara farið
sitt í hvora áttina, án teljandi
brambolts. Síðan eru það spari-
merkjahjónabönd og þar eru
fjármagnstilfærslur undirstaðan.
Og nú eru menn farnir að velta
fyrir sér tölvuhjónaböndum.
Hvað annað, á þessari tölvuöld?
Stöð 2 veitir okkur innsýn í þá
galdra kl. 23.30 í kvöld. Það er
svo sem úr ýmsu að velja fyrir þá,
sem eru í hjónabandshugleiðing-
um.
- mhg
S-Afrika
Útvarp Rót kl. 17.00
í Poppmessu Rótarinnar í dag
ræðir Jens Guð við suður-afrísku
konuna Gilu Carter. Verða þar
teknar til meðferðar nýlegar full-
yrðingar Gunnars Eyþórssonar
og Andrésar Magnússonar um
ástandið í S-Afríku. Þykja þær í
ærinni andstöðu við þann raun-
veruleika, sem Gila Carter þekk-
ir frá heimalandi sínu. - Þá verð-
ur og leikið s-afrískt nýrokk með
Kalahari Surfers og ný útgáfa Jo-
önu Baez á sönglagi Peters Ga-
bríels um blökkumanninn Steve
Biko, sem s-afríska lögreglan
pyntaði til dauða.
- mhg
Eþíópía
Sjónvarp kl. 20.35 þjóð. í þættinum verður leitast
í kvöld sýnir Sjónvarpið mynd við að kynna sögu og menningu
um Eþíópíu, en hún hefur verið þessa ævaforna ríkis, sem talið er
mikið í heimsfréttunum að und- meira en tvö þúsund ára gamalt.
anfömu vegna margháttaðra erf- - Þýðandi myndarinnar er Þor-
iðleika sem hrjáð hafa land og steinn Helgason. - mhg
Ummæli
Brynjólfs
Útvarp Rót kl. 9.30
Útvarp Rót hefur áberandi sér-
stöðu meðal íslenskra útvarps-
stöðva. Um það hljóta menn að
geta sannfærst við það eitt, að
renna augum yfir dagskrána.
Meðal efnis á dagskrá Rótarinnar
í sumar, hafa verið viðtöl Einars
Ólafs. við Brynjólf Bjarnason,
fýrrverandi alþingismann og ráð-
herra. Hafa þau vakið óskipta at-
hygli, enda Brynjólfur stál-
greindur maður og djúpskyggn.
Hann var um langan aldur í fylk-
ingarbrjósti íslenskra sósíalista,
og bar stjómmálin eðlilega mjög
á góma í þessum viðtölum. Þess-
um þáttum er nú lokið en í tilefni
af þeim fara fram umræður á Rót-
inni í dag (endurtekning frá sunn-
udeginum). Þar velta menn fyrir
sér hvaða lærdóma íslenskir sósí-
alistar og félagshyggjufólk geti
dregið af greiningu Brynjólfs á
stöðu sósíalismans nú og myndun
og þróun Alþýðubandalagsins.
Meðal þeirra, sem taka þátt í
þessum umræðum, eru Ragnar
Stefánsson, Ólafur Ragnar
Grímsson, Gestur Guðmunds-
son, Sigurður Ingi Andrésson
°-fl- mhg
GARPURINN
Sjón hans er hnífskörp, og því
sér hann minnstu hræringar á
jörðu niðri. Hann kemur
Hann steypir sér með eldingarhraða.
Grandalaust fórnardýrið á engan
séns!
FOLDA
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 10. ágúst 1988