Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Rœkja Júlíveðrið Kvótinn ekki nýttur Eskifjörður: Prjár rœkjuverksmiðjur á A usturlandi nýta sér ekki úthlutaðan kvóta. Félag rœkju- og hörpudiskframleiðenda: Kemur ekki á óvart. Bannað aðflytja kvóta á milli byggðarlaga „Okkur hérna fínnst það held- ur klént að vera bráðum búnir með S00 tonna lágmarkskvótann sem okkur var úthlutaður á árinu og sjá ekki framá neina viðbótarúthlutun. Á sama tíma veit ég um þrjár rækjuverksmiðj- ur hér eystra sem ekki ætla sér að nýta sinn kvóta,“ sagði Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar við Þjóðviyann. Hér er um að ræða rækjuverk- smiðju á Hornafirði, Eljuna á Eskifírði og verksmiðju sem var á Djúpavogi en hefur verið flutt til Vopnafjarðar. Þessum þremur verksmiðjum var úthlutaður 500 tonna lágmarkskvóti í ár. Fyrr í sumar fundust rækjumið fyrir Austurlandi og sagði Magn- ús að því miður hefði sá fundur ekki orðið sú gullnáma sem menn höfðu vonast til. í fyrstunni hefði. verið þar smákropp en síðan varla söguna meir og yrðu Aust- fjarðabátar að sækja rækjuna norður fyrir land þar sem aðal- veiðisvæðin væru. Að sögn Jóns Alfreðssonar formanns Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda eru örugglega fleiri verksmiðjur en þessar þrjár sem ætla ekki að nýta sér úthlutaðan kvóta. Jón sagði að hann skildi vel að Hornfirðingar ætluðu sér ekki að starfrækja verksmiðju sína í ár vegna þess hve óhagkvæmur sá rekstur væri þegar sigla þyrfti með rækjuna að norðan og suður eftir. Hann sagði ennfremur að það væri engin heimild til að færa kvóta á milli verksmiðja og væri það til þess að varðveita kvótann innan sérhvers byggðarlags. Jón sagði ennfremur að hann vissi um rækjuverksmiðjur á Vesturlandi og á Suðurnesjum sem ekki ætluðu að nýta kvótann sinn í ár. Ástæðan væri fyrst og fremst óhagkvæm rekstrarskil- yrði þessa stundina. Hann sagði einnig að úthlutaður rækjukvóti verksmiðjanna væri mjög rúmur miðað við það sem leyfilegt væri að veiða. Heimilt væri að veiða um 36 þúsund tonn af rækju í ár en verksmiðjukvótinn væri tæp- lega 40 þúsund tonn. _______________________-grh Rækjumiðin fyrir Austurlandi hafa ekki reynst sú gullnáma sem menn ætluðu. Seðlabankinn Framfærslan upp um 27% Hagfrœðideild Seðlabankans spáir í vísitölur útárið Framfærslukostnaður mun hækka um 27% á þessu ári sam- kvæmt spá hagfræðideildar Seðlabankans, sem birtist í Hagt- ölum mánaðarins fyrir júlímán- uð. Forsendur spárinnar eru að innflutningur til landsins hækki um 3% á milli ára og að ekki komi til frekari breytinga á gengi ís- lensku krónunnar á þessu ári. Þá er gengið út frá því að laun hækki til samræmis við kjarasamninga ASÍ auk 3% launaskriðs seinni hluta ársins. Samkvæmt spánni er talið að byggingarvísitalan hækki um rúm 21% á þessu ári og verði að jafn- aði um 19% hærri en 1987. Lánskjaravísitalan hefur farið hækkandi frá því í apríl sl. en þá var hún 21,1%. í ágúst er hún 27,2%. Samkvæmt spánni á hún að lækka í september niður í 26,7% en rjúka svo aftur upp í október í 27,6%. í nóvember reiknar Seðlabankinn með að lánskjaravísitalan verði 26,3%, í desember 21,6% og í janúar á næsta ári 24,9%. -Sáf Einnota umbúðir Nauðsynlegt að móta löggjöf Hollustuvernd: Settverði20% skilagjald á áldósir. 10-30% framleiðslugjald. Davíð Scheving Torsteinsson: Verðurað skoðastí víðu samhengi Hollustuvernd ríkisins hefur í samvinnu við Náttúruverndarráð mótað reglugerð varðandi ein- nota umbúðir undan drykkjar- vörum. Leggur Hollustuvernd til að sett verði 20% skilagjald á áldósir og framleiðslugjald á bil- inu 10-30% verði sett á þessar drykkjarvörur, allt eftir eðli um- búðanna. Davíð Scheving Tor- steinsson forstjóri Sólar hf. segir þessar hugmyndir vera krafs I yfirborðið. Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vernd sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að það væri mjög nauðsyn- legt að mótuð yrði löggjöf um umbúðir almennt, meðal annars með tilliti til efnasamsetningar umbúðanna og áhrif þeirra á heilbrigði. Þá tengdust einnota umbúðir sorpvandamálinu sem þegar væri orðið alvarlegt í Reykjavík. Gufuneshaugarnir væru að fyllast og enginn staður hefði verið fundinn til að taka við hlutverki þeirra. Þá sagði Birgir að stuðla þyrfti að endurvinnslu umbúða í miklu ríkari mæli en nú væri. Davíð Scheving sagði Þjóðvilj- anum að sér fyndust tillögur Hollustuverndar vera krafs í yfir- borðið. Skoða þyrfti málið í víðara samhengi og tala þá um allar einnota umbúðir, til dæmis brennivínsflöskur, af þeim ætti að taka hreinsunargjald. Þá mætti ekki gleyma öllum land- búnaðarvörunum og umbúðum utan af þeim. Mjólk væri sá drykkur sem mest seldist af og frá henni, sem og kókómjólk og fleiri vörum, félli til mikið magn umbúða. Ekki mætti heldur gleyma öllum einnota um- búðunum sem fluttar væru til landsins - engin ástæða væri til að sleppa innflytjendum þegar þessi heildarmynd væri dregin upp. Davíð varpaði fram þeirri spumingu hvort þjóðin væri reiðubúin að búa við lakari lífs- kjör fyrir það að búa í hreinna landi. Hugmyndir Hollustuvern- dar væm auðvitað ekkert annað en nýr matarskattur upp á 300 miljónir. Lausnin á þessu máli fælist í fólkinu sjálfu, það ætti að ganga betur um. Það væri furðu- legt uppeldi á einni þjóð ef svo væri komið að leggja þyrfti á hana nýjan skatt til að þrífa upp eftir hana. Birgir Þórðarson sagði hug- mynd Hollustuvemdar vera að það fjármagn sem skilagjaldið og framleiðslugjaldið gæfi af sér færi til náttúruvemdar og umhverfis- mála. Reglur af þessu tagi væm víðast hvar til nema á íslandi. -hmp Vætusamt fyrir norðan í nýliðnum júlímánuði var veð- urlag að því leytinu öðruvísi en í meðalári að á Norðurlandi var kaldara og vætusamara en á Suð- urlandi var hiti rétt í meðallagi og vætan ekki nema 2/3 af meðaltali júlímánaðar. Að sögn Öddu Báru Sigfús- dóttur veðurfræðings var tíðar- farið á landinu fremur risjótt, sér- staklega um norðanvert landið. Þar var köld og rök norðanáttin ansi ágeng og hiti því undir meðallagi. Meðalhiti júlímánað- ar á Akureyri var aðeins 9,8 stig á Celsíus sem er hálfri gráðu undir meðallagi. Úrkoman var 60% umfram meðallag í júlí eða 51 mm. Sólin hefur því ekki leikið við norðanmenn eins og svo oft áður í júlí. Sólskinsstundir í Reykjavík voru hins vegar fleiri en venja er í júlímánuði eða 206 klst. sem er 28 klst. meira en vant er. Meðal- hiti þar var 11.1 stig á Celsíus sem er rétt undir meðallagi. Veðurlag var því fremur notalegt á SV- landi og reyndar á Suður- og SA- landi einnig. Úrkoma var þar minni en menn eiga að venjast. -gís. Fiskútflutningur 26 aðilum synjað um leyfi Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá LÍÚ: Leyfifyrir400 tonnum afþorski og ýsu ígámum og500 tonnum úrskipum. Kvótanefnd viðskiptadeildar utanríkisráðuneytisins synjaði 26 aðilum um gámaútflutningsleyfí fyrir næstu viku á fundi sínum sl. föstudag. Leyfí voru veitt 22 aðil- um til útflutnings á 400 tonnum af þorski og ýsu og einnig voru veitt leyfi fyrir sölu á 500 tonnum upp úr skipum i sömu viku. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna sem sæti á í kvótanefndinni, var mun fleiri aðilum synjað um útflutnings- leyfí en komið hefur fyrir áður. Þeir sem synjað var um gámaút- flutningsleyfi voru einkum sjálf- stæðir útgerðaraðilar á Suðvest- urlandi og í Vestmannaeyjum. Þorsk- og ýsusölukvóti skipa fyrir næstu viku skiptist á milli þriggja skipa. Áætluð tonna- skipting þeirra í milli er þannig að Engey RE fékk leyfi fyrir 250 tonnum, Gullver SU fyrir 150 tonnum og Náttfari RE fyrir 100 tonnum. Skipin munu öll selja í Bretlandi, en markaðshorfur þar í landi í næstu viku eru taldar góð- ar. í þessari viku munu 500 tonn af þorski og ýsu verða seld úr gám- um í Bretlandi og einnig munu þrjú skip selja þar í landi í vik- unni: Sléttanesið ÍS með 200 tonn, Sölvi Bjarnason ÍS með 100 tonn og Guðfinna Steinsdóttir ÁR með um 55 tonn af þorski og ýsu. Þá er Viðey RE að selja 300 tonn af karfa í Þýskalandi og lýk- ur sölu í dag. Þegar síðast fréttist var verðið fyrir karfann frekar dapurt eða um 53 krónur fyrir hvert kíló. -grh Mlðvikudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.