Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 9
MENNING eikhús livers konar leik? hann og heyrir í fyrsta skipti virð- ist hann ósköp hversdagslegur, jafnvel flatneskjulegur á stund- um. Það eru einföídustu oröa- skipti, ein persónan segir já, önnur nei, sú þriðja nú, en samt liggur þessi ógn í loftinu. Það er svo óskaplega margt óhöndlan- legt í textanum, og Pinter hefur einstakt lag á að koma manni á óvart með tilsvörum sem samt eru einmitt þau sem má eiga von á í venjulegu samtali. Það er mjög sérkennilegt að vinna með svona texta, bæði að vinna hann fyrir svið, og eins að þýða hann. Allt jafn mikilvœgt - Það er lfka nokkuð sem er mjög sérstakt við texta Pinters, að það er alls ekki hægt að breyta í honum einu orði, eða sleppa einhverju, hversu lítilfjörlegt sem atriðið virðist vera, því þá er maður búinn að eyðileggja heildina. Eins er með þær leiðbeiningar sem hann gefur, þær eru mjög fáar og einfaldar, aðallega um þagnir, þannig að hann gefur mjög opinn ramma um sýninguna. En þær fáu leiðbeiningar sem hann gefur eru hins vegar mjög mikilvægar, og einhvern veginn þess eðlis að það verður að fylgja þeim. Það er alls ekki hægt að breyta neinu eða sleppa úr þessum gefna ramma, jafnvel þó það séu hlutir sem ein- ir og sér virðast engu máli skipta. En það hefur reyndar aldrei kom- ið til mála að taka út eitt einasta orð eða setningu þó að einar og sér virðist þær kannski hvers- dagslegar. Þarna er allt á sínum stað, öll orð jafn mikilvæg, hvert smáatriði nauðsynlegur hluti af heildinni. Hvert horn nýtt Hvernig hentar Ásmundarsal- ur sem leikhús? - Okkur hefur gengið vel að vinna hérna, og það hefur skipt miklu máli að geta æft sýninguna í því rými sem leikið er í. Það er mikill munur að hafa ekki þurft að kúldrast í rökum kjöllurum eða á háaloftum. Við vorum að leita að litlum sal, því okkur fannst sýningin kalla á lítið rými þar sem við gætum komið því við að áhorfendur sætu allt í kring um „leiksviðið", allt að því hættulega nálægt. - Svo er ekki um annað að ræða en að nýta sér arkitektúrinn og þá möguleika sem salurinn býður upp á, og það höfum við getað gert vegna þess að hér varð sýningin til. Við notum mikið meira af rýminu en bara gólfið, og reynum að gera gallana við salinn að kostum. Það er óhætt að segja að hér sé hvert horn nýtt, og við búumst við að hafa pláss fyrir um það bil 70 áhorfendur. Sýningar á Elskhuganum verða á fimmtudagskvöldum kl. 20:30, og á laugardögum og sunn- udögum kl. 16:00. LG „Ég var bara að biðja um eld." (Erla B. Skúladóttir og Viðar Eggertsson). Myndir - E.ÓI. Egill örn Árnason, Gerla, Martin Regal og Ingunn Ásdísardóttir. Miðvikudagur 17. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Besti vinur Ijóosins: Skáldakvöld í Norræna húsinu Besti vinur ljóðsins heldur skáldakvöld í Norræna húsinu í kvöld klukkan 21. Megináhersla er lögð á að kynna skáld sem hafa kvatt sér hljóðs á þessu ári. Eldri skáld og reyndari koma einnig fram og Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar verður minnst. Fimm skáld sem eiga það sam- eiginlegt að hafa sent frá sér fyrstu bók á árinu lesa á skálda- kvöldinu: Adolf Sturla (Hungur- jazz), Ari Gísli Bragason (Orð þagnarinnar), Anna S. Björns- dóttir (Örugglega ég), Björn Garðarssön (Hlustir) og Jón Gnarr (Börn ævintýranna). Þá mun Valgarður Egilsson lesa úr nýútkominni bók sinni, Dúnhárs kvæði. Aðrir sem lesa upp eru Þórarinn Eldjárn, Ingi- björg Haraldsdóttir og Hrafn Gunnlaugsson sem ekki hafa les- ið frumort ljóð opinberlega um árabil. Besti yinur Ijóðsins mun einnig kynna kveðskap Bertels Þorleifs- sonar, sem lifði stutta en viðburð- arfka ævi á síðustu öld og lét eftir sig ljóð sem notið hafa alltof lftill- ar athygli. Kristján Þórður Hrafnsson segir frá Bertel og les Ijóð hans. Á skáldakvöldinu verður Ólafs Jóhanns Sigurðssonar minnst, en hann var eins og öllum er kunn- ugt eitt af okkar albestu skáldum. Einar Heimisson minnist Ólafs Jóhanns og nokkur ljóða hans verða lesin. Kynnir á skálda- kvöldinu verður Hrafn Jökuls- son. Fólk er hvatt til að mæta tíman- lega, enda er aðsókn að skálda- kvöldum Besta vinar ljóðsins jafnan góð. Kaffistofa Norræna hússins verður opin af þessu ti- lefni. Miðaverð á skáldakvöldið er krónur 300.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.