Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 16
P-SPURNINGI
"1
Hefurðu komið útí Við
ey?
Ingibjörg Sæmundsdóttir
skrifstofumaður:
Nei, en auðvitað væri ráð að drífa
sig einhvern tíma á næstunni.
Trausti Rúnar Traustason
prentari:
Já, auðvitað. Ég hef nú samt
bara farið einu sinni, en það var
fyrir tveimur árum síðan. Mér
fannst gott að vera þar.
Gréta Jónsdóttir
blómaskreytingakona:
Nei, það hef ég ekki, en ég trúi að
það gæti verið gaman.
Halldór Jörgen
nemi:
Já, síðast í fyrrasumar. Viðey er
sérlega vandaður og fallegur
staður.
Vala Kristjánsson
kennari:
Já, fyrir nokkrum árum síðan.
Það var skemmtileg reynsla og
ég hlakka til að fara þangað aftur.
Viðey er dásamleg.
þJÓÐVIUINN
Mlðvlkudagur 17. ágúst 1988 183. tölublað 53. árgangur
SIMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
Á LAUGARDÖGUM
681663
Verndartákn
Minni föðurins við hafið
ítilefni afmœlis Seglagerðarinnar Ægis hefur nú verið reistur skúlptúr
af stáli og segli til verndar sjófarendum
Agrænum.. bala við norður-
strönd Örfiriseyjar stendur
Ægir og heilsar skipum sem sigla
inn og út úr Reykjavíkurhöfn.
Stendur og lítur eftir skipunum.
Skipunum sínum. Verndari skip-
verja á leið á haf út. Ógnarstór,
25 fermetrar að stærð á þriggja
metra staili, stendur hann, gerð-
ur af stáli og segli.
Sesselja Guðnadóttir, ekkja Óla Barðdal, afhjúpar hér verk Þóris,
Ægi. Mynd E.ÓI.
Ægir er skúlptúr gerður af Þóri
Barðdal myndhöggvara í tilefni
75 ára afmælis Seglagerðarinnar
Ægis en fyrirtækið réðist í að Iáta
gera skúlptúrinn til minningar
um Óla Barðdal, eiganda fyrir-
tækisins, en hann lést árið 1983.
Þórir Barðdal er yngsti sonur
Óla Barðdals heitins, og hlaut
sína menntun í Stuttgart f Vestur-
Þýskalandi og í Houston í Texas.
í skúlptúrinn valdi listamaðurinn
efni sem starfsemi fyrirtækisins
hefur grundvallast á frá upphafi,
það er tjalddúk sem strengdur er
á stálgrind.
Seglagerðin Ægir hóf starf semi
sína á skútuöldinni og því var hún
nær eingöngu fólgin í seglasaumi.
Breyttust tímarnir og aðrar
lausnir voru fundnar við að knýja
skipin áfram um höfin. Með
breyttum tímum aðlagaði fyrir-
tækið sig nýjum þjóðfélagshátt-
um og framleiðir þannig í dag
vörur er tengjast frístundatíma
landsmanna, eða tjöld og annan
viðleguútbúnað. Tengslin við
sjávarútveg og iðnað hafa þó
aldrei rofnað.
-tt
Stjórnarráðið
Áhugalausir
um
stoðvegginn
Enginn verktaki í landinu virð-
ist hafa áhuga á að sinna
endurbótum á stoðvegg við
Stjórnarráðið.
Það er Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar sem óskaði
fyrr í sumar eftir tilboðum í verk-
ið, „Stoðveggur við Stjórnar-
ráðið". Á fundi stjórnar stofnun-
arinnar í gær kom í ljós að engin
tilboð höfðu borist í verkið, en
slíkt er mjög fátítt í útboðum
stofnunarinnar.
Annað hvort treysta verktakar
sér ekki í það mikla verk að
endurbæta og styrkja stoðvegg-
inn við Stjórnarráðið eða hafa
ekki hinn minnsta áhuga á því.
->g-
WZ^ ;v.'./a\flbi " ¦-*
fc.s£fc
mttt.^r: