Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.08.1988, Blaðsíða 16
þJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 24. dgúst 1988 188. tölublað 53. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Viltu blýlaust eöa súperbensín? - Bíleigendur hafa verið talsverðan tíma að átta sig á því í hverju munurinn raunverulega felst. Mynd Ari. Bensín Það blýlausa vmnur á I kringum 45% afseldu bensíni blýlaust. Jónas Bjarnason: Hefðiþurft lengri undirbúningstíma. Tekur um 6 mánuði að koma málum í rétt horf ■“SPURNINGIN"""! Ertu tilbúinn aö láta af hendi 9% af launum þín- um til aö rétta við hag fyrirtækjanna? Unnsteinn Pálsson bensín- afgreiðslumaður: Það væri í lagi að lækka launin ef allt annað myndi lækka um leið en ég hef ekki nokkra trú á að slíkt sé mögulegt. íris Gunnarsdóttir, auglýs- ingastjóri Stjörnunnar: Nei, ég er alls ekki tilbúin til þess. Þorsteinn Jónsson ellilífeyr- isþegi: Ég vil hengja alla þá sem koma með slíkar hugmyndir. Ellilaunin eru lág núna og ekki nokkur leið að lifa á þeim, hvað þá ef þau lækkuðu meira. Lúðvík Bárðarson rafvirki: Ég væri tilbúinn til þess ef það leiddi til þess að verðbólgan færi niður í núll. Það er besta kjarabót- in fyrir mig. Hrafnhildur Waage af- greiðslumaður: Nei takk, það vil ég ekki. Þetta er eins og hver önnur della og það felst ekki í þessum hugmyndum nein lausn, ekki frekar en matar- skattinum og öðrum misvitrum ákvörðunum. Sala á blýlausu bensíni hefur aukist nokkuð frá því að það kom fyrst á markað hérlendis fyrir tæplega 4 mánuðum og sam- kvæmt heimildum blaðsins er sala þess nú á milli 40-50% af bensínsölunni, en þegar blýlausa bensínið kom á markaðinn í lok maí jókst sala á súperbensíni (kraftbcnsíni) mikið og bíleigend- ur höfðu uppi ýmsar efasemdir um ágæti blýlausa bensínsins. - Það skorti nægilegan undir- búning og kynningu áður en blý- lausa bensínið kom á markað hér. Þar til 3 vikum áður en sala hófst vissi enginn annað en að blýlausa bensínið kæmi í fyrsta lagi á markað eftir 1990 en það hefði þurft um 6 mánaða undir- búning svo öll bifreiðaumboðin gætu aflað sér upplýsinga um þessi mál og komið þeim rækilega til skila til neytenda, sagði Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðar- eigenda. Jónas sagði að sér sýnd- ust þessi mál horfa nú til betri vegar, mörg umboð hefðu þegar aflað tæmandi upplýsinga og komið þeim til skila með fullnægjandi hætti en enn ættu þó nokkur umboð eftir að gera grein fyrir sínum bílum, auk þess sem óvissa ríkti um sumar tegundir af gömlum bílum og þeim sem flutt- ir væru notaðir inn til landsins án milligöngu bifreiðaumboða. Jónas sagðist ekki eiga von á öðru en að upplýsingar frá um- boðunum bærust innan tveggja mánaða og salan á blýlausa bens- íninu ætti eftir að aukast því mið- að við samsetningu bílaflotans gætu um 2/3 hlutar hans notað býlaust bensín. Þegar blýlausa bensínið kom fyrst á markaðinn ríkti mikil óvissa meðal bíleigenda um hvort óhætt væri að nota það og stóðu margir í þeirri trú að bíllinn myndi eyðileggjast með það sama ef hann ekki væri hannaður fyrir blýlausa bensínið. Nýir bíl- ar, allt að 6-8 ára gamlir, eru langflestir gerðir fyrir blýlaust bensín þó mælt sé með því að ein- stakar bifreiðategundir noti bensín með blýi eins og t.d. Skoda, Fiat og flestar tegundir Citroén bíla. Meira vafamál get- ur verið með eldri bíla, en það ætti að vera einfalt fyrir bíl- eigendur að ganga úr skugga um þetta með því að hafa samband við umboðið, auk þess sem flest- ar bensínafgreiðslustöðvar hafa þær upplýsingar undir höndum sem umboðin hafa sent frá sér. Jónas sagði að það væri tvennt sem gerði það að verkum að bíl- eigendur veltu fyrir sér hvort bíll- inn væri gerður fyrir blýlaust bensín eða ekki, annars vegar kostnaðurinn og hins vegar um- hverfisþátturinn en þar sem blý- lausa bensínið hefur vinninginn í báðum tilfellum væri hægt að skrifa hluta af skýringunni á lé- legri sölu þess í upphafi á sofandahátt neytenda almennt, sem væri ekki bundinn við sölu á bensíni frekar en öðrum vörum. -iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.