Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.09.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR 3. deild Stjaman meistarí Sigraði Einherja 4-0 Stjarnan frá Garðabæ vann sigur í 3. deild með því að ieggja Eiherja frá Vopnafirði í úrslita- leik á laugardag. Leikurinn fór fram á hinum fagra Tungubakka- velli í Mosfellssveit og lauk hon- um með öruggum sigri Stjörn- unnar, 4-0. Stjörnumenn skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og voru þeir Loftur Steinar Loftsson, Arni Sveinsson og Ingólfur Ingólfsson þar að verki, en Árni skoraði sitt úr vítaspymu. í síðari hálfleik var sigur Stjörnunnar aldrei í hættu en þeir bættu þó aðeins einu marki við. Loftur Steinar skoraði öðm sinni um miðjan hálfleikinn. Stjarnan er vel að þessum sigri komin en liðið hefur verið ósigr- andi í sumar. Vopnfirðingar urðu að sætta sig við ósigurinn en þeir sættu sig engan veginn við hvar leikurinn fór fram. Það er enda hneisa að liðið skuli þurfa að ferðast svona langt í úrslita- leikinn þegar andstæðingurinn leikur nánast á heimavelli -þóm 4. deild Amljótur Davíðsson var óheppinn að skora ekki í gær gegn Hollend ingum en hér er hann í harðri baráttu um knöttinn. Fótbolti Jafnt gegn Hollandi Islendingar áttu ágæta möguleika á að sigra ífyrsta leiknum í Evrópukeppni U-21 landsliða Batminton- félagið vann Batmintonfélag Isafjarðar varð 4. deildarmeistari um helg- ina liðið sigraði Austra frá Eski- firði í úrslitaleik sem fram fór á Sauðárkróki. Bæði liðin leika í 3. deild að ári, en Kormákur hefur einnig tryggt sér 3. deildarsæti og þá fer Hveragerði líklegast upp. Skotfélag Reykjavíkur tók einnig þátt í úrslitakeppninni en situr eftir í 4. deild. Haukur Benediktsson og Guð- mundur Gíslason skoruðu fyrir BÍ en Kristján Svavarsson svar- aði fyrir Austra, en úrslitin urðu 2-1. -þóm Heil umferð var í 2. deild á laugardag og er staðan á botnin- um enn jafnari eftir úrslit leikjanna. Þróttur tapaði fyrir Breiðabliki og fellur því í 3. deild en óvíst er hverjir fylgja liðinu úr Sundunum. Fimm eru í fallhættu og ráðast úrslit vart fyrr en í síð- ustu umferðinni. FH-ingar hafa tryggt sér sigur í deiidinni en Fylkir tapaði óvænt fyrir ÍR og var þetta fyrsta tap Fylkis í ís- landsmóti í tvö ár. Selfoss-Víðir.............1-2 Víðir er enn í þriðja sæti deildarinnar eftir þennan sigur en Selfoss er í talsverðri fallhættu. Björgvin Björgvinsson skoraði fyrir Víði á 8. mínútu en Þórarinn Ingólfsson jafnaði skömmu síðar. Hafþór Sveinjónsson náði síðan forystunni á ný með marki skömmu fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik enda aðstæður miður góðar, blautt gras og hvassur vindur. íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í gær þegar liðið Iék við Hollend- inga á Valbjarnarvelli í Laugar- dal. Liðin skildu jöfn, 1-1, og með smá heppni hefðu íslensku strák- arnir vel getað sigrað. ÍR-Fylkir...............3-2 ÍR-ingar komu nokkuð á óvart með þessum sigri enda hafði Fylkir leikið 35 leiki í röð án taps. ÍR kom mjög ákveðið til leiks og náði tveggja marka forystu með mörkum Halldórs Haildórssonar og Harðar Theodórssonar. Á síð- ustu mínútum hálfleiksins skoruðu Gísli Hjálmtýsson og Örn Valdimarsson sitt markið hvor og jöfnuðu þannig leikinn. Sigurmark ÍR-inga skoraði Sigur- finnur Sigurjónsson og þeim tókst síðan að verjast sóknum Fylkis það sem eftir var leiks. ÍR er þá jafnt Víði að stigum en markatalan engu að síður í mín- us. UBK-Þróttur.............2-0 Þróttur féll í 3. deild með þess- um ósigri en staða þeirra hefur verið slæm í allt sumar. Breiða- blik hlaut hins vegar þrjú dýrmæt stig en óvíst er hvort það dugir þeim til að hanga uppi. Gunnar Gylfason skoraði strax á fyrstu Völlurinn var mjög blautur eftir rigningu gærdagsins og kom það nokkuð niður á samleik lið- anna. íslenska liðið átti nokkuð erfitt uppdráttar til að byrja með en kom vel inn í leikinn eftir því sem á hann leið. Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson léku með mínútunum en seinna markið- gerði Þorsteinn Hilmarsson í síðari hálfleik. KS-ÍBV .................3-0 Þráttt íyrir sigur í leiknum eru Siglfirðingar enn í fallsæti en Vestmannaeyingar eru aðeins einu stigi ofar og því í bullandi fallhættu. Paul Friar og Hafþór Kolbeinsson skoruðu í fyrri hálf- leik og Róbert Haraldsson í þeim síðari. Leikur ÍBV hefur verið mjög misjafn í sumar, þeir hafa t.a.m. ekki unnið leik á útivelli, og ekki áttu þeir heldur skilið stig í þessum leik. FH-Tindastóll...........3-1 Tindastóll hefur ekki að fullu losnað við falldrauginn en það verður að teljast mjög líklegt að liðið haldi sér í deildinni. FH- ingar hafa með sigrinum tryggt sér sigur í deildinni og eru vel að því komnir. Sauðkrækingar höfðu forystu í leikhléi og skoraði Sverrir Sverrisson mark þeirra liðinu en heimilt er að nota tvo eldri en 21 árs menn með liðun- um. Hollendingar náðu foystunni eftir tæplega 30 mínútna leik með marki Erics Viscaals, leikmanns með Ajax. Einar Páll Tómasson missti þá illilega af boltanum, með glæsilegu skoti. FH-ingar sýndu sitt rétta andlit í síðari hálf- leik og skoraði Pálmi Jónsson þá tvívegis og Hörður Magnússon einnig. FH Staðan .16 13 2 1 45-15 41 Fylkir . 16 9 6 1 37-24 33 Víðir . 16 8 2 6 34-26 26 (R . 16 8 2 6 31-33 26 Tindastóll 16 6 2 8 25-29 20 Selfoss.... .16 5 4 7 21-25 19 ÍBV . 16 5 2 9 27-34 17 UBK . 16 4 5 7 22-30 17 KS .16 4 4 8 34-43 16 Þróttur . 16 1 5 10 21-38 8 Markahæstir 16 Pálmi Jónsson, FH 11 Sigurður Hallvarðsson, Þrótti 10 Heimir Karlsson, Víði 9 Eyjólfur Sverrisson, Tindastóli 9 Jón Bjarni Guðmundsson, Fylki 8 Hörður Magnússon, FH 8 Páll Grímsson, ÍBV 8 örn Valdimarsson, Fylki -þóm Viscaal var á auðum sjó og skoraði örugglega framhjá Ólafi Gottskálkssyni í markinu. í síðari hálfleik fengu íslend- ingar nokkur ágæt tækifæri á að jafna metin en það tókst ekki fyrr en á 78. mínútu leiksins að Eyj- ólfur Sverrisson náði að skora af stuttu færi eftir góða sókn. Eyj- ólfur, sem leikur með 2. deildar- liði Tindastóls, hafði komið inná sem varamaður fyrr í leiknum. Þetta landslið fslendinga er nokkuð skemmtilegt lið og gæti vel náð langt í keppninni. Vörn liðsins er sterk, þar sem Sævar Jónsson styrkir hina yngri leik- menn mikið. Yngsti maður liðs- ins, Hallsteinn Arnarson, á ör- ugglega efiir að ná langt en hann er öryggið uppmálað sem „sweeper". Þá er Rúnar Kristins- son mjög skemmtilegur á miðj- unni og Arnljótur Davíðsson skeinuhættur í framlínunni. Aðr- ir leikmenn áttu einnig ágætan leik en Ragnar Margeirsson hef- ur örugglega leikið af meiri krafti en hann gerði í gær. Auk íslands og Hollands eru Finnland og V-Þýskaland í þess- um riðli Evrópukeppninnar. Það má einnig taka það fram að áhorfendur voru mjög óánægðir með að leikurinn skildi ekki fara fram á Aðalleikvanginum en ástæðan ku vera sú að stúkan er illa leikinn vegna alkaliskemmda og nú skal gert við ósköpin. Lið íslands var þannig skipað: Ólafur Gottskálksson, Rúnar Kristinsson, Gestur Gylfason (Eyjólfur Sverrisson), Baldur Bjarnason, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Hallsteinn Am- arson, Pétur Óskarsson, Ragnar Margeirsson, Amljótur Davíðs- son, Ólafur Kristjánsson (Steinar Adolfsson). -þóm 2. deild Fimm lið enn í fallhættu Fylkir tapaði loks eftir 35 leikja sigurgöngu. FH sigurvegari deildarinnar. Þróttur fallinn í 3. deild Miðvikudagur 14. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.