Þjóðviljinn - 22.09.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Page 2
FRÉTTIR KvemúistakQHML „Fjúkandi reiðai" Segja Óláf Ragnar hafa rangtúlkað ummœliþeirra, en viðurkenna þó að rétt sé eftir haft. Sögðu ífyrradag að ekki kæmi til greina annað en þjóðstjórn, en Ijá máls áfleiri möguleikum ídag. Segjaað „konurum allt land“ hafi skipt um skoðun ingflokkur Samtaka um kvennalista óskuðu í g*r- morgun eftir fundi með þing- flokki Alþýðubandalagsins þar sem þær „skýrðu þingflokki Al- þýðubandalagsins frá því hvað fram fór á sameiginlegum fundi fulltrúa þeirra og Alþýðubanda- lags með Steingrími Hermanns- syni í fyrradag, því okkur þótti formaður Alþýðubandalagsins hafa mistúlkað og rangtúlkað það sem þar fór fram,“ svo vitnað sé til orða Kristínar Halldórsdóttur eftir fundinn í gær. Sagði Kristín að sér væri enn ekki runnin reiðin, en hún hygði að þær Kvennalistakonur hefðu leiðrétt misskilning. Ólafur Ragnar sagði eftir fundinn að hann hefði skrifað ummæli Pór- hildar Þorleifsdóttur, þess efnis að Kvennalistinn væri ekki tilbú- inn að styðja fjögurra flokka stjórn Framsóknar, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, jafnvel þótt fram næðist afnám frystingar launa, niður og það hefði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra Framsóknar, einnig gert. Bæri þeim og öðrum sem fundinn hefðu setið saman um að rétt væri eftir haft. Á fundi þingflokka Kvennalista og Alþýðubandalags í gær viðurkenndi Þórhildur Þor- leifsdóttir að rétt hefði verið eftir sér haft, en sagði að menn hefðu misskilið ummæli sín. Kvartaði Kristín yfir því við blaðamenn eftir fund þingflokk- anna, að Ólafur Ragnar hefði komið því til skila við þjóðina að Kvennalistinn hefði hafnað allri samvinnu um það að afnema frystingu launa. Það væri Kvennalistanum hins vegar „mjög kært mál og okkur er mjög þungt í huga, yfir að þessi afstaða okkar hafi verið misnotuð gjör- samlega," sagði Kristín. Virðist hér óneitanlega vera um mistúlk- un Kristínar og Kvennalistans á orðum Ólafs vera að ræða, því eins og Þjóðviljinn hafði eftir Ólafi Ragnari í gær, sagði hann að Kvennalistinn hefði ekki verið tilbúinn að styðja neinar stjórnarmyndunartilraunir nema þjóðstjórn, jafnvel þótt þeim væri boðið upp á afnám frystingar launa, - Ólafur sagði ekki að Kvennalistinn hefði hafnað allri samvinnu um afnám frystingar launa undir hvaða kringumstæð- um sem væri. Reyndar virðist hin afdráttarlausa afstaða Kvenna- listans, sem uppi var á teningnum í fyrradag, hafa breyst, því nú segja þær að í tillögu þeirra um samstöðu allra flokka hafi ekki falist ,;í sjálfu sér“ nein höfnun á öðrum stjórnarmynstrum. í gær sagði Kristín reyndar að Kvenna- listinn hefði ekki hafnað öðrum hugmyndum en þjóðstjórn, - nokkuð sem skýrt var haft eftir þeim í öllum fjölmiðlum - heldur hefðu þær verið að hafna hug- myndum um þátttöku í ríkis- stjórn sem sæti til frambúðar. Er þessi afstöðubreyting tekin til marks um klofna afstöðu innan höfuðstöðva Kvennalistans í Reykjavík, jafnvel þó talskonur Kvennalistans hafi borið fyrir sig „vilja kvenna um land allt,“ þeg- ar þær réttlættu þjóðstjórnarhug- mynd sína og nýju hugmyndina um að aðrir möguleikar væru opnir. Kristín Halldórsdóttir upplýsti eftir fundinn í gær, að Kvennalistinn væri tilbúinn að styðja bráðaaðgerðir þeirra flokka sem nú reyna stjórnar- myndun, jafnvel þótt þær hefðu ekki í för með sér launahækkanir. phh Tölvur á í gær var opnuð í Laugardals- höllinni stærsta tölvusýning sem hér hefur verið haldin. Sýningin sem ber yfirskriftina Tölvur á tækniári er ætiuð atvinnu- mönnum sem leikmönnum. Á sýningunni er sýnt það nýj- asta í þróun tölvu og tölvubúnað- ar. Einnig verða kynnt mörg ný forrit, þar á meðal ættfræðiforrit, og að sögn aðstandenda sýning- arinnar getur þriðjungur núlif- andi íslendinga skoðað ættartré sitt margar aldir aftur í tímann með hjálp forritsins. Þá verður kynnt svokallað hárgreiðsluforrit en með hjálp þess getur fólk fundið sína “eiginlegu" hár- greiðslu. Margt fleira verður þarna til sýnis og skemmtunar. Það eru tölvunarfræðinemar í Háskóla ís- lands sem standa að þessari sýn- ingu. —sg Stjórnarmyndunin Huldumaður Stefáns ófundinn Matthías Bjarnason volgurað uppfylltum skilyrðum Yfirlýsing Stefáns Valgeirs- sonar um að hann geti tryggt hugsanlegri ríkisstjórn meiri- hluta í báðum deildum Alþingis, hefur vakið óskipta athygli. í viðtali við Þjóðviljann gaf Stefán Valgeirsson heilsar uppá Steingrím Hermannsson í fyrra- dag. I gær sagðist Stefán geta tryggt meirihluta hugsanlegrar ríkisstjórnar þríflokkanna í báð- um deildum Alþingis. Mynd: Jim. Bomba eða reykbomba? Sjálfstæðisflokksmenn til bjargar? Stefán Valgeirsson segistgeta tryggt Steingrími Hermannssyni meirihlutastuðning íbáðum deildum Alþingis og gefur sterklega ískyn að um Sjálfstœðismenn sé að rœða. Vill koma inn ístjórnarmyndunarviðrœður sem fullgildur aðili. Matthías Bjarnason segir að ekki hafi verið við sig rœtt, enþvertekur ekkifyrir stuðning. Eg get tryggt hugsanlegri ríkis- ur hvort um menn úr Sjálfstæðis- Aðspurður um hvort hin stjórn Steingríms Hermanns- flokki væri að ræða, svaraði hann óvænta liðssöfnun til fulltingis Steingrími Hermannssyni væri ekki leikur sem Steingrímur sjálf- ur gæti leikið, sagðist Stefán ekk- g get tryggt hugsanlegri ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar stuðning í báðum deildum. Ég gef hins vegar ekki upp um hverja er þar að ræða né hversu marga og það verður aldrei gefið upp, komist ríkisstjórnin ekki á laggirnar, sagði Stefán Valgeirs- son, þingmaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju, í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Stefán sagðist hafa tilkynnt Halldóri Ás- grímssyni þessi tíðindi, en enn hefðu engin viðbrögð borist frá Framsóknarflokki. Stefán neitaði því að um Borg- araflokksmenn væri að ræða. Að- spurður hvort hann hefði rætt við þau Aðalheiði Biarnfreðsdóttur eða Guðmund Ágústsson, sem heimildir Þjóðviljans telja vera lítt áfjáð í samvinnu við Sjálf- stæðisflokk, neitaði Stefán því og sagðist aðeins hafa rætt við Al- bert, sem hefði tjáð sér að Borg- araflokkurinn stæði heill og óskiptur. Þegar Stefán var spurð- ur hvort um menn úr Sjálfstæðis- flokki væri að ræða, svaraði hann drýgindalega: „Já, er það ekki, það gæti verið. Það var nú mynd- uð stjórn einu sinni, að vísu af Sjálfstæðismanni, og þeir tóku sig þar nokkrir út úr og urðu flest- ir ráðherrar. Sagan getur endur- tekið sig,“ sagði Stefán. Sagði Stefán að hann hefði til- kynnt þeim Steingrími og Hall- dóri, í þeim viðræðum sem hann átti við þá í fyrrakvöld, að hann væri ekki kominn til að ræða við þá um þátttöku í myndun ríkis- stjórnar, fyrr en að hann og hans menn væru búnir að kanna og ræða hvert einasta efnisatriði í hugmyndum þeirra flokka sem í ríkisstjórnarviðræðum stæðu. „Við erum tilbúnir að taka þátt í viðræðunum, en þá sem fullgildir aðilar eins og hinir flokkarnir. En ég kalla mitt fólk ekki hingað suður til viðræðna fyrr en Steingrímur óskar eftir okkar þátttöku," sagði Stefán. ert um það geta sagt, en gaf í skyn að þetta væri bundið við sig per- sónulega. Þeir menn sem hér gætu hugsanlega komið til greina eru t.d. Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson, sem báðir voru ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og hafa fyrir vikið notið lítilla mannvirðinga innan Sjálfstæðisflokksins síðan. Matt- hías Bjarnason, fyrrum sjávarút- vegsráðherra, hefur við hin ýmsu tækifæri lýst óánægju sinni með Sjálfstæðisflokkinn eins og hann hefur þróast á síðustu misserum. í viðtali við Þjóðviljann þvertók hann ekki fyrir að geta stutt slíka „landbyggðarblokk" með Stefáni Valgeirssyni, en sagðist auðvitað þurfa að sjá hvaða hlutum þeir vildu ná fram, áður en hann segði til um það. „Stefán Valgeirsspn hefur ekki rætt við mig um þetta mál,“ sagði Matthías Bjarnason. f viðtalinu við Stefán Valgeirs- son kom hins vegar fram að hann virtist hafa takmarkaða trú á að Steingrímur Hermannsson næði saman stjórn með þátttöku Al- þýðubandalags og Álþýðuflokks og því að hjálpar hans væri þörf. „Þetta kemur ekki upp. Heldur þú að Allaballar semji, en leggi ekki bara grunninn að viðreisn? Það má bera naumum meirihluta við ef menn vilja, en það hefur sýnt sig að þær stjórnir eru jafnvel sterkari sem hafa nauman meirihluta, þá hlaupa menn síður út undan sér. En það getur verið að Alþýðubandalagið sé hrætt um einhverja sína þingmenn. Ég man eftir því að Guðrún Helga- dóttir hefur ekki alltaf verið þjál í taumi og ef Hjörleifur Guttorms- son yrði nú ekki í ráðherrastól, þá gæti taumurinn á honum nú orðið stríður," sagði Stefán Valgeirs- son. phh Stefán sterklega í skyn að við- komandi væri Sjálfstæðismaður og vísaði í því sambandi til klofn- ings Sjálfstæðisflokksins, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð. Þjóðviljinn hafði samband við Pálma Jónsson, fyrrum landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Gunnars og spurði hann hvort hann væri huldumað- ur Stefáns. Pálmi sagði að það væri fráleitt, Stefán hefði ekki rætt við sig og þó svo hefði verið, kæmi ekki til greina af sinni hálfu að standa að málum á þennan veg. Eggert Haukdal hefur gefið samskonar yfirlýsingu, og Guð- mundur Ágústsson úr Borgara- flokki, sagði að Stefán hefði ekki haft samband við sig. Ekki náðist í Friðjón Þórðarson, þingmann og fyrrum dómsmálaráðherra í stjórnartíð Gunnars Thoro- dssens. „Það hefur ekkert verið við mig talað. Hins vegar hef ég orð- ið fyrir vonbrigðum í sambandi við skilning á málefnum lands- byggðarinnar hjá öllum flokk- um,“ sagði Matthías Bjarnason alþingismaður þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. - En ef Stefáni tekst að ná sam- an einhverri „landsbyggðar- blokk", ert þú þá tilbúinn að veita slíkri blokk brautargengi, jafnvel þótt það gengi á flokks- hagsmuni Sjálfstæðisflokksins um tíma? „Ég svara engu um það á þessu stigi. Ef til þess kemur að málefni landsbyggðarinnar koma af al- vöru til greina, þá verður maður að líta á það eftir málefnunum og ef möguleiki er á að rétta af landsbyggðina þá er það auðvitað fyrir hendi, þá verður að verða stefnubreyting hjá mörgum að- standendum þessarar væntanlegu stjórnar frá því sem verið hefur,“ sagði Matthías Bjarnason, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. phh 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.