Þjóðviljinn - 22.09.1988, Síða 11
IÞROTTIR
Fótbolti
Áhugaleysi einkennandi
íslenska landsliðið átti mjög slakan leik gegn Ungverjum sem skoruðu þrjú mörkfyrstu 18 mínúturnar
Það var sannkölluð martröð
sem íslenska landsliðið gekk í
gegnum í gærkvöldi þegar iiðið
steinlá fyrir Ungverjum og minnti
tapið nokkuð á hinn eftirminni-
lega ósigur landans fyrir A-
Þjóðverjum í fyrra. Leikurinn sá
var að vísu sýnu verri því honum
lauk með 0-6 ósigri en nú sigruðu
andstæðingarnir „aðeins“ 0-3.
Það furðulegasta við leikinn í gær
var þó að öll mörkin voru skoruð
á fyrstu 18 mínútunum! Ungverj-
ar voru því búnir að gera úti um
leikinn strax í upphafi og hinir
sárafáu áhorfendur í kaldri stúk-
unni höfðu takmarkaða skemmt-
an af leiknum.
Matt Biondi.
Varla er hægt að hugsa sér
skemmtilegra sund fyrir áhorf-
endur en 4x200 m skriðsund
karla í gær. Sveitirnar skiptust á
um að hafa forystu og að lokum
var það bandaríska sveitin, með
Matt Biondi í fararbroddi, sem
sigraði á glæsilegu heimsmeti.
Sundið var æsispennandi frá
upphafi. Dalbey frá Bandaríkj-
unum náði forystunni á fyrsta
spretti en Svíinn Holmerz fór
fram úr honum áður en yfir lauk.
ítalinn Lamberti náði forystunni
á öðrum spretti en A-Þjóðverjinn
Flemming tók við á þeim þriðja.
Rétt á hæla hans var ítalska og
bandaríska sveitin og á loka-
sprettinum var það Matt Biondi
sem synti hraðast og kom lang
fyrstur í mark á nýju heimsmeti,
7.12,51 mín. A-Þjóðverjar komu
næstir á 7.13,68 mín. og V-
Þjóðverjar þriðju á 7.14,33 en
þeir áttu gamla heimsmetið.
Biondi synti síðustu 200 metr-
ana á hálfri sekúndu skemmri
tíma en heimsmet Armstrongs
frá Ástralíu. Hann fær tímann
ekki staðfestan sem heimsmet
vegna þess að hann synti lokasp-
rett í boðsundi.
Ungverjinn Tamas Darnyi
setti einnig heimsmet í gær en
hann synti 400 m fjórsund á
4.14,75 og vann sundið með yfir-
burðum. Þá setti a-þýska stúlkan
Silke Hörner heimsmet í 200 m
bringusundi, synti á 2.26,71 en
gamla metið var 2.27,27 mín. Ól-
ympíumet féll í 200 m skriðsundi
kvenna er Heike Friedrich synti
vegalengdina á 1.57,65 mín. Þá
kom mjög á óvart sigur Anthony
Nesty í 100 m flugsundi en Nesty
þessi er frá Surinam! Hann synti á
53 sekúndum sléttum en Matt Bi-
ondi var aðeins 1/100 úr sekúndu
á eftir Nesty. -þóm
r Fótbolti
íslenskur
sigur
íslenska drcngjalandsliðið
sigraði það norska í
Evrópukeppninni í gær með einu
marki gegn engu. Arnar B.
Gunnlaugsson skoraði mark ís-
lands en þess má geta að hann
brenndi einnig vítaspyrnu í
leiknum.
Síðari leikur liðanna verður í
Ósló 30. september. -þóm
Innanhúss-
motHK
HK heldur sitt árlega stórmót í
innanhússknattspyrnu 30. sept.-
2. okt. Keppt verður í Digranesi í
Kópavogi þannig að rými ætti að
vera gott.
Þátttökurétt hafa öll fyrir-
tækja- og hópalið og er þátttöku-
gjaldið kr. 6000. Frestur til að
skila þátttökutilkynningu er til
27. september en allar nánari
upplýsingar fást á kvöldin í
símum 44107 (Jón Geir eða Jó-
hann) og 52832 (Albert eða Ingi-
björg).
-þóm
Guðni Bergsson hefur oft leikið betur en í gær og hér má sjá hvernig fyrir mistökin og skoraði framhjá Bjarna Sigurðssyni, 0-1 eftir tæplega
hann missir boltann yfir öxl sína. Ungverjinn Kiprich refsaði Guðna þrjár mínútur.
Fjörugar upphafsmínútur
íslendingar hófu leikinn, en
engu að síður lá knötturinn í neti
þeirra aðeins 158 sekúndum síð-
ar. Það mark verður að skrifast á
reikning Guðna Bergssonar því
hann missti illilega af skoppandi
bolta (sjá mynd) og var eftir-
leikurinn auðveldur fyrir Jozef
Kiprich sóknarleikmann með
Tatabanya. Litlu munaði að Sig-
urði Grétarssyni tækist að jafna
aðeins tveimur mínútum síðar en
þá komst hann einn inn fyrir
vörnina og renndi boltanum með
vinstri fæti framhjá markverðin-
um, svo og markinu. Svo virtist
sem Peter markvörður Disztl
hefði snert knöttinn en sænski
dómarinn var á öðru máli.
Ungverjar skoruðu síðan öðru
sinni á 16. mínútu en þá skoraði
Istvan Vincze með skoti frá víta-
teig eftir einfalda sókn. Þriðja
mark þeirra kom aðeins þremur
mínútum síðar og voru áhorfend-
ur farnir að velta fyrir sér hugsan-
legum lokatölum. Nú var Kiprich
aftur á ferð, hann fékk boltann á
hægra vítateigshorni og skaut
föstu skoti neðst í markhornið
fjær. Sannkallað sláttuvélarskot.
Eftir þetta var eðlilega öll
spenna horfin úr leiknum og
áhugaleysi gerði vart við sig
innan vallar sem utan. Að vísu
fékk Ragnar Margeirsson ágætis
marktækifæri skömmu eftir
þriðja markið en hann missti
knöttinn frá sér á markteig. Á
þessum tíma hefði staðan allt eins
getað verið 2-3 fyrir Ungverjana
en svona er þetta þegar aðeins
annað liðið nýtir tækifæri sín.
Síðari hálfleikur náði aldrei að
bjarga þessum leik og var hann
áfram heldur lítt spennandi. ís-
lendingar fengu stöku sinnum
ágætis marktækifæri en þeim var
klúðrað jafn harðan. Þá munaði
litlu að Kiprich bætti sínu þriðja
marki við en hann átti þrumuskot
í þverslá íslenska marksins.
Skemmtilegasta sókn íslendinga
kom á 62. mínútu en þá átti Sig-
urður Jónsson hörkuskot utan
vítateigs sem Disztl hálf varði.
Sigurður Grétarsson náði frá-
kastinu, sendi snyrtilega send-
ingu með hælnum á Sævar Jóns-
son sem þrumaði frá markteig, en
Disztl varð fyrir knettinum og
varði með fætinum.
Sterkt „pappírslið“
íslendinga
íslendingar tefldu í þessum leik
fram sama liði og gegn Sovét-
mönnum á dögunum nema hvað
Arnór Guðjohnsen og Ásgeir
Sigurvinsson voru ekki með, og
munaði um minna. Áhugaleysið
virtist ríkjandi hjá mörgum leik-
mannanna og léku fáir af eðlilegri
getu. Það var einna helst Sigurð-
ur Jónsson sem barðist af krafti,
svo og nafni hans Grétarsson, en
aðrir áttu til að hverfa á vellinum
í langan tíma. Engu að síður upp-
skáru íslendingar nóg af mark-
tækifærum til að jafna leikinn en
ekkert gekk uppi við markið.
Þá vakti það mikla furðu að
Sigi Held skipti ekki um leik-
mann fyrr en á 75. mínútu en það
hefði verið sjálfsagt að skipta ein-
um, ef ekki tveimur, mönnum í
hálfleik eftir hinar miklu ófarir.
Við verðum að hafa það hugfast
að hér er um æfingaleik að ræða
og af hverju ekki að leyfa
mönnum að spreyta sig þegar
aðrir stánda sig ekki? Ungverjar
skiptu fiinm mönnum inná en ís-
lendingar aðeins tveimur enda
þótt margir íslendinganna fyndu
sig ekki í leiknum. Við skulum
bara vona að leikmenn okkar
leiki vei þegar meira liggur við
því þeir hafa sýnt að það býr
miklu meira í þessu liði en sást á
Laugardalvellinum í gær.
Lið íslands: Bjarni Sigurðsson,
Gunnar Gíslason, Atli Eðvalds-
son, Pétur Ormslev (Viðar Þor-
kelsson 80.), Ólafur Þórðarson,
Sævar Jónsson, Guðni Bergsson,
Sigurður Jónsson, Sigurður Grét-
arsson, Ragnar Margeirsson
(Arnljótur Davíðsson 75.),
Ömar Torfason. -þóm
Seoul
Glæsilegur árangur í sundi
„Sund ársins“ þegar heimsmetið féll í boðsundi karla
Fótbolti
Fimmtudagur 22. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11