Þjóðviljinn - 22.09.1988, Qupperneq 14
„Aumt er
aðsjá...“
Ríkisstjórnin okkar blessuð er
nú endanlega gengin fyrir
ætternisstapa. Varð þaðekki
vonumfyrr. Hún var, þráttfyrir
föngulegan og fjölmennan
ráðherrahóp og yfirgnæfandi
þingmeirihluta, vonarpeningur
frá upphafi. Því olli einkum
tvennt: innbyrðis óheilindi og
alger vöntun á ákveðinni
stefnumótun.
Stjórnin tók á ýmsan hátt við
slæmu búi. Ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar var
hálfgert ólánsfyrirtæki og
klaufvirk í meira lagi. Hún taldi
það sitt höfuðhlutverk að ráðast
gegn verðbólgunni. Ágætt áform
út af fyrir sig en aðferðin afleit.
Laun voru bundin með lögum en
vextir gefnir frjálsir og allt annað
fékk að valsa lausbeislað.
Mörgum Framsóknarmönnum
leist ekki á blikuna. Ég var á fundi
hjá Framsóknarfélagi
Reykjavíkur nokkru eftir myndun
Steingrímsstjórnarinnar. Þar
voru þeirmálshefjendur
Steingrímurforsætisráðherraog
HaraldurÓlafsson, fyrrv.
alþingismaður. Steingrímur
leitaðist við að verja gerðir sínar en
Haraldur gagnrýndi þær. Einir 15
menn aðrirtóku til málsá
fundinum. Allir lýstu þeir yfir
andstööu við áminnstar aðgerðir
Steingrímsstjórnarinnar utan eitt.
En launþegarsýndu þolinmæði.
Bændursýndu þolinmæði. Allir
þeir, sem aðgerðir Steingríms-
stjórnarinnarbitnuðu á, sýndu
henni einstakt umburðarlyndi. En
það var bæði ranglátt og
gagnslaust að fjötra launafólkið
en láta peningahákarlana valsa
að vind um fjármálaheiminn og
spenna alla þenslu til hins
ýtrasta. Þess vegna endaði
ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar í ógöngum þótt
henni tækist furðuvel að fela það
íkosningabaráttunni.
Þegar ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar tók við hafði hún um
tvennt að velja: T aka strax
rösklega í taumana eða gera ekki
neitt undir mottóinu: Þá koma
dagar og þá koma ráð. Stjórnin
kaus síðari kostinn. Og nú hefur
hún auðvitað siglt upp á skerið
þar sem hún liðaðist sundur, með
þeim eftirmælum, að aldrei hafi
aumari áhöfn verið á nokkurri
íslenskri stjórnarfleytu.
Og hvað tekur nú við? Það veit
guð einn. Auðvitað verður að
„efna í annan bát“. Og auðvitað
verður honum klambrað saman
með einhverjum hætti. En þá er
spurt: í hvaða átt verður stefni
hinnar væntanlegu stjórnarfleytu
beint? Svarið við þeirri spurningu
skiptir öllu máli.
- mhg
ÍDAG
er 22. september, fimmtudagur í
tuttugustu og þriðju viku sumars,
fyrsti dagur haustmánaðar, 266.
dagur ársins. Sól kemur upþ í
Reykjavíkkl. 7.11 ensestkl.
19.28. Tungl vaxandi á öðru
kvartili.
VIÐBURÐIR
Haustjafndægur. Máritíusm-
essa. ÞjóðhátíðardagurMalí.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR50ÁRUM
Sovétríkin verja T ékkóslóvak-
íu. Tekst stjórnum Bretlands og
Frakklands að kúga Tékkósló-
vakíu undir kröfur Hitlers? Hitler,
Ungverjarog Pólverjar krefjast
upplausnar T ékkóslóvakíu.
20000 krónurtilSpánarhjálp-
arinnarfránorskum málmiðnað-
armönnum.
UM ÚTVARP & SJÓNVARPf
Tón-
listar-
kvöld
Grænlandið góða
Sjónvarp k. 20.15 an að hálfu. Þeir fara saman í skyldna. Sumir segja að sá einn
Þessi þáttur er gerður af hundasleðaferð þar sem ljóslega kynnist Grænlandi og Grænlend-
Dönum og Grænlendingum og er sýnt hvernig meðhöndla skuli ingum, sem farið hefur með þeim
þykir áhugaverður. Kunnur og stjórna hundunum, þessum í hundasleðaferð. Og drífið ykk-
danskur sjónvarpsmaður rekst á dygga og ómissandi fylginaut ur nú bara með.
11 ára gamlan dreng, grænlensk- grænlenskra veiðimannafjöl- - mhg
Örlygsstaðabardagi
Rás 1 kl. 15.03
Þessi þáttur var fluttur sl. leitast við að gefa nokkra hug- son, við þá Aðalgeir Kristjánsson
mánudagskvöld en verður nú mynd um tildrög bardagans og skjalavörð og Indriða G. Þor-
endurtekinn. Fjallar hann um m.a. lesið úr íslendingabók steinsson rithöfund, um bardag-
Örlygsstaðabardaga, fjölmenn- Sturlu Þórðarsonar, sem sjálfur ann og afleiðingar hans. - Lesari
ustu orrustu íslandssögunnar, tók þátt í hinni örlagaríku orr- auk umsjónarmanns er Haukur
sem háð var þann 21. ágúst 1238, ustu. - í þáttarlok ræðir umsjón- Þorsteinsson á Sauðárkróki.
eðafyrir750árum. í þættinumer armaður hans, Jón Gauti Jóns- - mhg
Rás 1, k. 20.15
Á fyrri hluta Tónlistarkvölds
Ríkisútvarpsins á Rás 1 í kvöld
flytur Oddur Björnsson básúnu-
leikari ásamt blásurum úr Sinfón-
íuhljómsveit íslands tónverkið
„Jubilus 11“, eftir Atla Heimi
Sveinsson. Verkið var upphaf-
lega samið fyrir Edward J. Fred-
riksen og Kammersveit Tónlist-
arskólans á Akureyri og frum-
flutt þar í bæ árið 1984, undir
stjórn Roars Kvam. - Tveimur
árum síðar umskrifaði Atli verkið
fyrir stærri biásarasveit, bætti við
nýjum köflum auk rafhljóða og
segulbands, sem m.a. feíur í sér
að einleiksbásúnan leikur á móti
sjálfri sér. Þannig var verkið
hljóðritað fyrr á þessu ári með
Oddi Björnssyni og blásarasveit
Sinfóníuhljómsveitarinnar, af
tónmeistara Ríkisútvarpsins,
Bjarna Rúnari Bjarnasyni og
undir stjórn Páls P. Pálssonar.
Á síðari hluta Tónlistarkvölds-
ins syngur austurríska messo-
sópransöngkonan Christa Lu-
dwig ljóðasöngva eftir Richard
Strauss og Hugo Wolf, við píanó-
undirleik Charles Spencers á
ljóðakvöldi á tónlistarhátíð í Vín-
arborg 25. júlí sl. - Kynnir er
Anna Ingólfsdóttir.
- mhg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
FOLDA
14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988