Þjóðviljinn - 28.09.1988, Síða 9
MENNING
Miövikudagur 28. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Undanfarinn hálfan mánuð hafa tvœr einkasýningar og ein samsýning glatt augu sýningargesta að
Kjarvalsstöðum. I öðrum helmingi Vestursalarins er til sýnis myndvefnaður Ásu Ólafsdóttur, íhinum
helmingnum oghálfum Vestur-forsalnum járnmyndir Hallsteins Sigurðssonar. I Austursalnum er
sýning á grafíkfrá Tamarind, yfirlitssýning á verkum unnum við Tamarind-stofnunina sem ersjálfstœð
deild við Háskólann íNýju-mexíkó
að sýna hann eins og hann „er“,
því hann er svo breytilegur að
mér fínnst ég geta haft hann eins
og ég vil. t>að má segj a að ég eigni
mér hann og leiki mér með hann.
- Ég geri eitthvað svipað með
regnbogann og eldinguna, ég
eigna mér þessi tvö fyrirbæri og
bý til eitthvað eitt úr þeim. Ein-
hvers konar regnbogaeldingar.
Hvað með þetta verk sem þú
stendur fyrir framan á myndinni?
- Það heitir Innri oríca. Innri
orka fjallsins, - og mín. Ég hugsa
mér að ég hafi fengið lánaða orku
frá Jöklinum og að þetta sé út-
koman.
Hallsteinn:
Hef alltaf verið
klaufi við suðu
Hallsteinn Sigurðsson sýnir
Svif og Keilur, Stuðlanir, Vegg-
skrið og Hvel; svífandi og stand-
andi járnmyndir í öllum regnbog-
ans litum.
- Þetta er svosem ekkert nýtt,
segir hann. - Ég er búinn að vera
að gera járnmyndir undanfarin
tuttugu ár, þótt ég hafi reyndar
hvílt mig á járninu í ein fjögur ár,
fór þá að steypa í ál og prófa trefj-
asteypu, sem heitir víst trefjast-
yrkt steypa fullu nafni. En fyrir
svona tveimur árum byrjaði ég að
gera skissur fyrir járnsmíðina.
- Ég á kannski ekki að vera að
segja frá því, en eiginlega hef ég
alltaf verið klaufi við suðu, þótt
ég hafi farið á fjögur suðunám-
skeið á þessum árum. Ég hef
samt eitthvað skánað... Ætli það
sé ekki eins og Ása segir, að það
sem við þurfum að hafa mest fyrir
heilli okkur mest. Alveg eins og
hættan heillar. Mér finnst þetta
meira vera ævintýri en vinna. Ég
er eiginlega meira að leika mér.
- Mér finnst mín vinnubrögð
orðin markvissari eftir þetta fjög-
urra ára hlé. Það er kannski mest
í mínum huga, en þau hafa í það
minnsta breyst. Áður fór ég yfir-
leitt beint út í að móta efnið, en í
þetta sinn vann ég nákvæmar
skissur í blikk og vír áður en ég
byrjaði. Ég hef aldrei áður unnið
skissur eins ítarlega, þótt það
þýði ekki að ég hafi endilega fylgt
þeim svo nákvæmlega þegar til
kom. Því þó að það sé kannski
erfitt að breyta járnmynd eftir að
maður er byrjaður á henni er það
samt mögulegt. í það minnsta eru
mun meiri möguleikar á að
breyta járnmyndunum en
steyptum myndum eða mynd-
vefnaði.
- Eitthvað var ég að reyna að
víkka sviðið, með þessari sýn-
ingu, þótt náttúrlega hafi ég unn-
ið þessi verk fyrir hana. Það gera
allir. Það er orðinn svo langur
biðlisti fyrir sýningarsali. í gamla
daga skildi ég aldrei þegar menn
sem voru rétt byrjaðir að vinna
pöntuðu sal og fylltu svo upp í
hann. Ég hélt að maður þyrfti að
vera tilbúinn með sýninguna áður
en salurinn væri pantaður, en það
er auðvitað ómögulegt þegar
bíða þarf svona lengi. Við Ása
sóttum um salinn fyrir einum
tveimur árum.
Vannstu myndirnar með ák-
veðinn heildarsvip í huga?
- Ekki beinlínis heildarsvip,
heildarsvipur þýðir fyrir mér ein-
hæfni, og ég hef engan áhuga á
slíku. En þessar myndir eru allar
skyldar að einhverju leyti, sumar
eru mismunandi útfærslur á sömu
hugmyndinni, og sumt er sama
myndin, annars vegar sem svif og
hins vegar á stöpli. Þessi mismun-
andi útfærsla breytir mjög miklu,
og mér finnst stóri kosturinn við
svifin vera að þar losna ég við
stöpulinn.
Hallsteinn og Svif: „Mér finnst þetta meira vera ævintýri en vinna." Mynd Jim.
- Mér finnst verk ekki eiga að
vera á stöpli. Keilurnar eru til að
mynda tillögur að umhverfis-
verki, og þó ég sýni þær á stöpli er
hugmyndin að þær eigi að vera á
sama plani og maður sjálfur, og
það stórar að fólk geti gengið í
gegnum þær. Það er minn skiln-
ingur á umhverfisverki.
Nákvæm vinnu-
brögð í Tamarind
Tamarind-stofnun sú er sýn-
ingin í Austursalnum er kennd
við, var stofnsett árið 1960, með
það fyrir augum að gefa banda-
rískum listamönnum færi á að
kynna sér möguleika
steinprentsins, sem var um þær
mundir lítið kynnt listgrein í
Bandaríkjunum. Neyddust þeir
listamenn sem vildu vinna að
henni til að semja um verkið við
evrópskar vinnustofur.
Tamarind-stofnunin dregur
nafn sitt af Tamarind Avenue í
Hollywood en þar var vinnustof-
an til húsa fyrstu árin. Árið 1970
var síðan núverandi stofnun sett á
fót í Albuquerque í Nýju-
Mexfkó. Kjarni starfsins íTamar-
ind er krafa um nákvæm vinnu-
brögð og bestu hugsanleg gæði,
og hefur sú stefna orðið til þess að
vinsældir og virðing steinprents-
ins hafa aukist í Bandaríkjunum,
auk þess sem þróunin hefur snú-
ist við og evrópskir listamenn
sækja nú til Bandaríkjanna til að
vinna að listgreininni með þar-
lendum kollegum sínum.
Verk 22 listamanna sem nú
starfa við stofnunina eru til sýnis
að Kjarvalsstöðum og eru mynd-
irnar valdar með það fyrir augum
að gefa gott yfirlit yfir vinnu lista-
manna við stofnunina. Þó að á
meðal þeirra séu engar af stærstu
eða flóknustu steinprentmyndum
sem gerðar eru í Bandaríkjunum
í dag, er á sýningunni leitast við
að gefa gott yfirlit yfir fjölbreytta
tjáningarmöguleika steinprents-
ins, bæði frá tæknilegu og list-
rænu sjónarmiði.
Sýningarnar þrjár standa til
sunnudagskvöldsins 2. október,
og eru opnar daglega kl. 14-22.
LG