Þjóðviljinn - 28.09.1988, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Qupperneq 11
 Seoul Verð- launa- skipting Sovétmenn halda forystunni með flest unnin verðlaun á Ol- ympíuleikunum. Það kemur varla neinum á óvart en A- Þjóðverjar fylgja þeim sem skugginn og gætu jafnvel náð So- vétmönnum á endasprettinum. 40 þjóðir hafa hlotið verðlaun á leikunum og athygiisvert er að Kanada hrapaði niður um 9 sæti þegar Ben Johnson var sviptur gullinu. Listinn lítur annars þannig út, gull-silfur-brons: Sovétríkin..........35-17-28 A-Þýskaland..........29-22-20 Bandaríkin..........17-17-17 V-Þýskaland.............8-8-6 Ungverjaland ..........8-6-3 Búlgaría ..............7-7-6 Rúmenía................5-9-7 Bretland...............4-7-6 Frakkland..............4-3-3 italía.................4-3-3 Kína ..................3-9-9 S-Kórea ...............3-3-5 Tékkóslóvakía...........2-2-0 Holland ...............2-2-0 Noregur................2-2-0 Nýja-Sjáland...........2-1-7 Danmörk................2-1-1 Júgóslavía..............2-0-2 Austurríki..............1-4-3 Pólland.................1 -4-3 Japan...................1 -2-4 Finnland...............1-1-2 Spánn...................1-0-2 Kenýa...................1 -0-1 Marokkó.................1 -0-1 Portúgal................1 -0-0 Surinam.................1 -0-0 Tyrkland................1-0-0 Svíþjóö.................0-3-3 Sviss...................0-2-2 Kanada.................0-1-3 Brasilía...............0-1-2 CostaRica...............0-1-0 Chile ..................0-1-0 Antillueyjar............0-1-0 Senegal.................0-1-0 Jómfrúreyjar............0-1-0 Belgía.................0-0-1 Grikkland .............0-0-1 Mexíkó.................0-0-1 -þóm IÞROTTIR Lvfjanolkun Við elskum þig, Ben Aðdáendur Ben Johnson styðja við bakið á honum þegar á reynir Ben Johnson er nú kominn til síns heima en hann yfirgaf Seoul fljótlega eftir að í Ijós kom að hann hefði neytt ólöglegra lyfja. Hann kom til Toronto i Kanada í gær og biðu fréttamenn í ofvæni eftir að fá einhver svör frá kapp- anum. Hann lét ekkert eftir sér hafa heldur hélt á brott með móð- ur sinni í svartri limósínu. Einnig biðu hans um 100 aðdáendur og æpti þar hver við annan: „Við elskum þig, Ben“, svo ekki virð- ast þeir hafa snúið baki við hon- um. Mesta hneyksli frjálsíþrótta- sögunnar Þetta atvik setur varpar öðrum atburðum Ólympíuleikanna í skuggann, enda hefur annað eins hneyksli ekki þekkst í frjáls- íþróttasögunni. Johnson hefur verið þekktur fyrir ótrúlegan sprengikraft og er viðbragð hans ótrúlegt. Eða kannski ekki svo ótrúlegt eftir allt saman, eða hvað? Johnson hefur borið því við að honum hafi verið byrluð þessi lyf rétt fyrir keppni. Slíkt hlýtur ekki náð fyrir lyfjanefndinni og verður Johnson væntanlega útilokaður frá keppni næstu tvö árin. Þá er óvíst hvort hann fái nokkurn tíma að keppa fyrir hönd Kanada á nýjan leik vegn þessa. Kannski gerist hann bandarískur ríkisbor- gari og keppi með Carl Lewis í boðhlaupi. Gott teymi! -þóm Ben Johnson mun varla hampa þjóðfána Kanada á nýjan leik. England Blackpool sigraði Wednesday Fyrri leikirnir í annari umferð ensku deildarbikarkeppninnar voru leiknir í gær og var nokkuð um óvænt úrslit. Sheffield We- dnesday, lið Sigurðar Jónssonar, tapaði fyrir Blackpool en grannar þeirra í Shcffield United unnu sigur á Newcastle. Úrslit urðu þessi: Barnsley-Wimbledon...............0-2 Birmingham-AstonVilla............0-2 Blackburn-Brentlord..............3-1 Blackpool-Sheffield Wed..........2-0 Bournemouth-Coventry.............0-4 Darlington-Oldham................2-0 Everton-Bury.....................3-0 Leyton Orient-Stoke..............1-2 Luton-Burnley....................1-1 Millwall-Gillingham..............3-0 Northampton-Charlton.............1-1 NottsCounty-Tottenham ...........1-1 Peterborough-Leeds...............1-2 Portsmouth-Scarborough...........2-2 Scunthorpe-Chelsea...............4-1 Sheffield Utd.-Newcastle.........3-0 Sunderland-WestHam...............0-3 Swindon-Crystal Palace ..........1-2 Fótbolti Asgeirá Idrætsparicen Arnór Guðjohnsen fœr ekki leyfi frá Anderlecht Fimm atvinnumenn með er- lendum liðum leika með íslenska landsliðinu gegn Dönum í vin- áttulandsleik þjóðanna í kvöld. Ásgeir Sivurvinsson leikur með liðinu en Arnór Guðjohnsen fær ekki leyfi frá Anderlecht til farar- Fótbolti Aðeins einn eldri leikmaður Ágúst Már fór með 21 árs landsliðinu til Finnlands Islenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri er nú f Finnlandi og leikur í kvöld lands- leik gegn jafnöldrum sínum þar f landi. Leikurinn er liður í Evr- ópukeppni U-21 landsliða og verður leikið í Oulu, sem er 700 km norður af Helsinki. Það vekur athygli að í liðinu er aðeins einn eldri leikmaður, en leyfilegt er að nota tvo menn eldri en 21 árs. Ágúst Már Jónsson kemur í liðið sem eldri leikmaður en í síðasta leik liðsins gegn Hol- landi léku Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson með liðinu. Liðið er annars skipað eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Ólafur Gottskálksson, ÍA Adolf Óskarsson, (BV Aðrir leikmenn: Alexander Högnason (A Haraldur Ingólfsson, ÍA Rúnar Kristinsson, KR Þorsteinn Halldórsson, KR Einar Páll Tómasson, Val Steinar Adolfsson, Val Arnljótur Davíösson, Fram Hallsteinn Arnarson, Víkingi Pótur Óskarsson, Fylki Baldur Bjarnason, Fylki Ólafur Kristjánsson, FH Gestur Gylfason, IBK Eyjólfur Sverrisson, Tindastól Ágúst Már Jónsson, KR -þóm Guðmundur Torfason kemst hins vegar í leikinn og sömu sögu er að segja af Bjarna Sigurðssyni, Gunnari Gíslasyni og Friðrik Friðrikssyni. Nafnamir Sigurður Jónsson og Grétarsson fást ekki í leikinn. Þá hafa Halldór Áskels- son og Pétur Ormslev boðað for- föll vegna persónulegra ástæðna og koma Ingvar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson í þeirra stað. Hópurinn telur eftirtalda menn: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Brann......25 Friðrik Friðriksson, B1909....13 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val..........53 ÁsgeirSigurvinsson.Stuttgart..40 GuðmundurTorfason.Genk........16 Guðni Bergsson, Val ..........21 GunnarGíslason, Moss..........36 IngvarGuðmundsson, Val.........8 Kristinn R. Jónsson, Fram .....3 Ólafur Þórðarson, ÍA..........25 Ómar Torfason Fram............32 PóturArnþórsson, Fram........'...19 Ragnar Margeirsson, ÍBK.......33 SævarJónsson.Val..............45 Viðar Þorkelsson, Fram........20 Þorvaldurörlygsson.KA..........7 íslendingar hafa ekki leikið við Dani í 7 ár, eða síðan í ágúst 1981. Þá sigruðu Danir með þremur mörkum gegn engu en frægasta viðureign þjóðanna er að sjálf- sögðu 2-14 ósigur landans á Idrætsparken árið 1967. Það er stærsti ósigur sem landslið Is- lands hefur orðið fyrir og verður eflaust seint hefnt fyrir slíkt tap. Við skulum engu að síður vona að „hagstæð úrslit“ fáist í kvöld. -þóm Vonandi verður Ásgeir Sigurvinsson í sama baráttuhug og hann er jafnan með liði sínu, Stuttgart. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.