Þjóðviljinn - 28.09.1988, Page 13
ERLENDAR FRETTIR
Shevardnadze á AUsherjarþingi
Feigðarfé til umhverfisvemdar
Sovéski utanríkisráðherrann kveður mannkyni stafa jafn mikilhœtta af umhverfisspjöllum og kjarnorkuvopnum
sáttmálinn um borgarastríðið í
Afganistan hefði verið þverbrot-
inn, æskilegt væri að fastafulltrú-
ar í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna funduðu urn það mál.
Utanríkisráðherrann sagði
æskilegt að vegur Sameinuðu
þjóðanna og Öryggisráðsins yk-
ist, einkum væri brýnt að ráðs-
menn hittust reglulega til þess að
ræða um ólgu- og átakasvæði í
heiminum. Ennfremurættu utan-
ríkisráðherrar aðildarríkja Ör-
yggisráðsins að funda sem oftast
og einnig væri hugsanlegt að
fundir fastafulltrúa færu víðar
fram en í aðalstöðvum Samein-
uðu þjóðanna í New York, t.a.m.
í höfuðborgunum, Washington,
Moskvu, Peking, París og Lund-
únum.
Sovéskir ráðamenn eru þeirrar
skoðunar að mcngun og um-
hverfisspjöll ógni mannkyni í sem
næst sama mæli og kjarnorku-
vopn. Því heita þeir á bandaríska
kollega sína að Ieggja ýms vígbún-
aðaráform sín fyrir róða og verja
fénu sem aflögu verður í allavega
verkefni á sviði umhverfisvernd-
ar.
Eduard Shevardnadze, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna,
ávarpaði Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna í gær og vakti ræða
hans óskipta athygli, einkum og
sérílagi það sem að ofan var rak-
ið.
„Við þörfnumst fjár til þess að
bjarga jörðinni en ekki til þess að
eyða henni,“ sagði Shevardna-
dze. „Hið hefðbundna viðhorf að
öryggi sé best tryggt með her-
vörnum hefur gengið sér til húðar
og verður að taka til endurskoð-
unar tafarlaust.
Þegar við horfumst í augu við
tortímingu lífríkisins hljóta hug-
myndafræðileg skilrúm að
hrynja. Lífhvolfið skiptist ekki í
hernaðarblakkir, ríkjabandalög
ellegar hugmyndakerfi. Hér sitja
allir við sama borð, hyggist ein-
hverjir fara eigin leiðir í barátt-
unni gegn þessari vá þá veður
hann í villu og svíma.“
Shevardnadze kvað óraunhæft
að krefjast gjörbreytinga á efna-
hagskerfi ríkja heims áður en haf-
ist yrði handa um öfluga gagn-
sókn í umhverfismálum. „Það er
Rányrkja og umhverfisspjöll stefna lífi á jarðríki í tvísýnu. Allir sitja við sama borð.
miklu skynsamlegra að fara leið
sem við viljum fara í samvinnu
við Bandaríkjamenn og fleiri
þjóðir. Hún er sú að leggja fjöl-
margar rándýrar hernaðarfram-
kvæmdir fyrir róða og láta féð
sem aflögu verður renna í sjóð
sem alþjóðleg umhverfisverndar-
stofnun fengi til umráða í því
augnamiði að tryggja öryggi líf-
ríkisins."
Shevardnadze dró upp afar
svarta mynd af ástandi umhverf-
ismála heims um ból og kvað
mannkyni stafa slík hætta af
mengun, rányrkju og alls kyns
náttúruspjöllum að aðeins kjarn-
orkuváin væri sambærileg. Ljóst
væri orðið að skortur á öllu skipu-
lagi og eftirliti með svonefndu
„friðsamlegu athæfi" mannanna
hefði leitt til „allsherjar stórsókn-
ar á hendur grundavallar lífsskil-
yrðum um allan heim.“
Shevardnadze kom víðar við í
ræðu sinni. Hann kvaðst hafa
áhyggjur af því að Genfar-
ísrael
Slösum þá til hlýðni!
Yitzhak Rabín hyggstslasa semflesta mótmœlendur á herteknu svœð-
unum þar eð það sé eina ráðið til að kveða niður uppreisnina
Yitzhak Rabín, varnarmála-
ráðherra ísraels, sagði að það
væri yfirlýst stefna hernámsyfir-
valda að skjóta og slasa sem flesta
palestínska uppreisnarmenn á
herteknu svæðunum. Það væri
eina ráðið sem dugað gæti til þess
að kveða þá í kútinn og eyða
andófi.
Tveir Palestínumenn létust í
gær af völdum áverka sem þeir
hlutu þegar ísraelskir hermenn
skutu þá með plastkúlum. Að
minnsta kosti 30 særðust illa. í
fyrradag féllu þrír Palestínumenn
og urðu plastkúlur þeim einnig að
fjörtjóni.
Einsog greint var frá í fréttum í
gær hafa starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna á herteknu svæðunum
gagnrýnt ísraelsstjórn harðlega
fyrir aukna notkun skotvopna í
skiptum við mótmælendur, eink-
um sé sláandi hve mörg fórnar-
lamba séu á barnsaldri.
Fyrir nokkru skiptu ísraels-
menn um byssukúlur, hættu að
nota kúlur sem steyptar eru úr
blýi en fóru þess í stað að nota
plastkúlur. Þær eru banvænar sé
þeim skotið á menn af 70 metra
færi eða skemmri vegalengd.
Auk þessa heimilaði ofannefndur
Rabín dátum sínum að skjóta oft-
ar en fyrr.
Varnarmálaráðherrann varði
hendur sínar á fréttamannafundi
í gær: „í sérhverri átakahrinu
særast fleiri en áður. Markmið
okkar er að slasa sem flesta þátt-
takendur í ofbeldisaðgerðum en
ekki að drepa þá.“
Rabín vísaði gagnrýni starfs-
manna Sameinuðu þjóðanna á
bug. „Því fer fjarri að ég hafi
áhyggjur af því að æ fleiri menn
slasist, svo fremi þeir hafi sann-
anlega tekið þátt í ofbeldisað-
gerðum.“
Reuter/-ks.
Rabín: Því fleiri sem særast þeim
mun betra.
Júgóslavía
Króatar skamma Serba
Ráðamönnum í Króatíu blöskrar ábyrgðarleysi serbneskra félaga sinna
Ráðamcnn í Króatíu, öðru
stærsta sambandslýðveldi Júgó-
slavíu, veittust í gær harkalega að
kollegum sínum í Serbíu og báru
þeim ábyrgðarleysi á brýn, þeir
hvettu til ofbeldisfullra mótmæla
og ykju togstreitu á milli þjóð-
erna.
Ásakanir þessar gerðu helstu
fjölmiðlar Króatíu heyrinkunnar
í gærmorgun. Þær sigla í kjölfar
mikillar ólgu sem verið hefur að
undanförnu í Serbíu og Kosovo
en Serbar og Svartfellingar
kvarta sáran undan ofríki Albana
í síðartalda lýðveldinu, sbr. frétt-
askýringu. í fyrradag sagði Franc
nokkur Setinc sig úr stjórnmála-
ráði kommúnistaflokksins eftir
að hafa hundskammað forystu-
menn í Serbíu fyrir að hella olíu á
eld þjóðadeilna og grafa undan
sambandsríkinu.
„Það er ljóst að lýðræðið hefur
í vissum tilfellum leitt til stjórn-
leysis," hermdi leiðarahöfundur
fréttaritsins Danas. „Fjöldinn rís
upp og sér hann er voldugur og
sterkur en býsna margir virðast
óska eftir blóðsúthellingum og
aftökum án dóms og laga.“
Hundruð þúsunda manna
gengu um götur og stræti serb-
neskra borga um helgina.
Kröfðust þeir þess að herinn
skakkaði leikinn í Kosovo og að
þeir forystumanna albanska
þjóðarbrotsins sem gerst hefðu
sekir um þjóðrembu yrðu látnir
sæta ábyrgð gjörða sinna, reknir
úr embætti, handteknir og, sumir
hverjir, skotnir.
Leiðtogar Serba hafa leikið
tveim skj öldum í þessu deilumáli,
hvatt fólk til þess að hafa í frammi
mótmæli með lýðræðislegum
hætti en latt það til annarra stór-
ræða, svo sem þeirra að grípa til
vopna. Það kann hinsvegar að
vera hægara sagt en gjört að
hemja öfgamenn úr röðum Serba
þegar einu sinni er búið að espa
þá upp. Danas: „Það er ekki til of
mikils mælst að ráðamenn bindi
endi á þetta brjálæði, þessa hol-
skeflu þjóðrembu og stjórnleysis
sem kölluð er lýðræði."
Reuter/-ks.
Miðvikudagur 28. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Reuter/-ks.
simi 686511, 656400
HAKK Á
ÚTSÖLU
Nautahakk á 399 kr. kg
ef keypt eru 5 kíló eöa
meira
Kindahakk á 199 kr. kg
ef keypt eru 5 kíló eða
meira
TIL HAGSÝNNA
Naut í heilu og hálfu
395,- kr. kg - frágengið
Svín í hálfu og heilu
383,- kr. kg - frágengið
mv Laugalæk 2,
simi 686511, 656400