Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 2
Síld 88 bátar hafa leyfi Kvóti á bát um 1000 tonn. Tveir norðanbátar hafa leitað að síld án mikils árangurs til þessa Sjávarútvegsráðuneytið hefur heimilað 88 bátum leyfi til síld- veiða á komandi vertíð sem hefst 9. október nk. og er kvóti hvers báts um 1000 tonn. Vertíðin stendur að öliu jöfnu fram að ára- mótum og í ár er heildarkvótinn um 90 þúsund tonn sem er tæp- iega 20 þúsund tonnum meira en á síðustu vertíð. Að sögn Björns Jónssonar hjá Veiðieftirliti sjávarútvegsráðu- neytisins eru þetta eilítið færri bátar en heimilaðar voru síld- veiðar í fyrra en þá voru leyfi veitt fyrir 91 bát. Um 10 bátar veiddu fyrirfram upp í kvóta komandi vertíðar á þeirri síðustu og verður þeirra kvóti tæplega 800 tonn. í ár er ekki búist við að hægt verði að selja fleiri saltsíldartunn- ur en í fyrra en þá var saltað í 289 þúsund tunnur sem var um 60% meira en saltað var að meðaltali þegar síldarævintýrin fyrir Norð- urlandi stóðu sem hæst. Gert er því ráð fyrir að mun meira verði fryst og brætt nú en nokkru sinni fyrr af Suðurlandssfld. Tveir norðanbátar Heiðrún og Arnþór EA hafa að undanförnu verið í síldarleit fyrir austan en lítið sem ekkert fundið ennþá. Þeim var heimilað að veiða sfld til fiskeldisfóðurs fyrir verksmiðj- una í Krossanesi. -grh' FRÉTTIR Frystitogarar Græða á tá og fingri Fiskifélagið: Gríðarlegur munur á afkomufrystitogara og hefðbundinna ísfisktogara 1987. Gróðifrystitogarafrá 29 til 31 miljón á móti aðeins 3,8 til 4 miljónum króna hjá ísfisktogurum eftir stœrðum. Samkvæmt meðaltalsreglunni er útgerðinþó rekin með tapi Það er ekki að undra þó að frystitogurum fjölgi sífellt á kostnað hefðbundinna skuttog- ara því mun gróðavænlegra er að gera þá út en venjulegan ísfiskto- gara. I dag eru frystiskipin orðin um 70 talsins og fer sífellt fjölg- andi en fyrir nokkrum árum voru þeir frekar sjaldséð sjón á miðun- Samkvæmt útreikningum hag- deildar Fiskifélags íslands um af- komu annarsvegar frystitogara og hinsvegar hefðbundins ísfisk- togara á síðasta ári kemur í Ijós að nettóhagnaður frystitogara undir 500 tonnum nam að með- altali 29 miljónum króna á móti aðeins rúmum 4 miljónum króna hjá hefðbundnum ísfisktogara af sömu stærð eftir afskriftir og vexti. Mismunurinn er enn meiri þegar bornir eru saman frystitog- arar yfir 500 tonnum og ísfisktog- arar af sömu stærð. Eftir afskrift- ir og vexti er nettógróðinn að meðaltali hjá stóru frystitogurun- um rúmlega 31 miljón króna á móti 3,8 miljónum hjá ísfisktog- urunum. Þrátt fyrir þetta góðæri hjá tog- araflotanum er útgerðin rekin með 3-4% tapi samkvæmt hinu fræga meðaltali og vegur þar þyngst afar Iéleg afkoma hjá bátaflotanum sem er rekin með 8-9% tapi. Enda hafa hinar hefð- bundnu vetrarvertíðir algjörlega brugðist á sl. tveimur árum bæði fyrir sunnan og vestan og það þykir orðinn lélegur og útvatnað- ur brandari að tala yfirhöfuð um einhverja bátavertíð í dag. í nýjasta tölublaði Fiskifrétta kemur fram að af þessum 70 frystiskipum eru 18 flakafrysti- togarar og af þeim bættust 5 nýir á þessu ári, 15 togarar sem heilfrysta ýmist botnfisk eða rækju, 16 loðnuskip sem heilfrysta einnig ýmist botnfísk og rækju og 21 skip sem svo til eingöngu frysta rækju. Með þessa gífurlegu fjölgun í huga kemur ekki á óvart sú niður- staða sem Benedikt Valsson hag- fræðingur komst að í úttekt sinni fyrir Sjávarfréttir á dögunum að hlutur sjófrystingar í allri freð- fiskframleiðslunni hefur aukist frá 7% 1985 í 16% 1987 og að útflutningur á sjófrystum fiski nam tæpum 2,4 miljörðum króna á því ári á sama tíma sem hlutur landfrystingar hefur minnkað að sama skapi úr 93% í 84%. í Útvegi 1987 riti Fiskifélags ís- lands kemur vel fram hvaða fisk- tegundir eru vinsælastar í sjó- frystingunni. Á síðasta ári miðað við 1986 jókst sjófrysting um 63% í tonnum talið úr 39 þúsund í 63 þúsund tonn. Þar af var þorsk- ur 28 þúsund tonn á móti 16 þús- und tonnum 1986, óslægður, grálúða 12.900 tonn á móti 5.400 tonnum, rækja 11.400 tonn á móti 8.300 tonnum. Aftur á móti varð samdráttur í frystingu karfa 1987 miðað við 1986 eða úr 6.200 tonnum í aðeins 4 þúsund tonn. -grh í dag er gróðavænlegast að gera út á frystitogara enda mala þeir eigendum sínum gull. Fyrir fáum árum voru þeir sjaldséðir á miðurtum í kringum landið en eru orðnir um 70 í dag og fjölgar sífellt. Amnesty á Norðurlöndum Þingað r i SkáHnHi Forráðamenn hinna sex norr- ænu deilda í Amnesty Internati- onal koma saman til árlegrar ráðstefnu í Skálholti dagana 7.- 10. okt. til að bera saman bækur sínar. Islenskir þátttakendur verða 15 talsins, en frá öðrum Norðurlöndum koma samtals 15 fulltrúar. Helstu umræðuefni ráðstefn- unnar verða tillögur um skilvísari ráðgjafarþjónustu og fljótvirkari ákvarðanatöku í alþjóðlegu sam- starfi, áætlun um praktískt sam- starf milli hinna norrænu deilda Amnesty International, leiðir til að fá ungt fólk til starfa fyrir sam- tökin og úrræði til að gera Norðurlandaráð virkara í starfi Amnesty fyrir flóttafólk og þá sem leita sér pólitísks hælis. Formaður Islandsdeildar Am- nesty International, Sigurður A. Magnússon, setur ráðstefn- una í Skálholti. Ráðstefnunni lýkur á mánudag, en síðdegis verður móttaka fyrir þátttakend- ur hjá Vigdísi Finnbogadóttur forseta. þar sem Einar Pálsson rithöfundur verður sérstaklega heiðraður fyrir stórmannlegt framlag sitt til íslandsdeildar Amnesty International. Gróðurvernd Tilboð um kaup eða leigu á fullvirðisrétti Nœr til níu sýslufélaga Framkvæmdanefnd Búvöru- samninga hefur ákveðið, í samráði við Landgræðslu ríkis- ins, að kaupa eða leigja fullvirðisrétt á landsvæðum þar sem þörf er á sérstökum aðgerð- um til gróðurverndar. Óskað hef- ur verið eftir því, að Framleiðni- sjóður landbúnaðarins annist framkvæmd þessa máls. Svæðin eru: Gullbringu- og Kjós- arsýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Eyjafjarðarsýsla, S-Þingeyjarsýsla, V-Skaftafells- sýsla, Rangárvallasýsla og Ár- nessýsla. Tvenns konar samningar eru í boði: Annars vegar samningur um kaup eða leigu til þriggja ára, er verði gerðir fyrir 15. nóvember 1988. Hins vegar um kaup eða leigu til 2ja ára er skulu gerðir fyrir 1. fapríl 1989. I. Samningar gerðir fram til 15. nóvember n.k.: a) Sala fullvirðisréttar: Greiðsla fyrir hverja fellda kind verður kr. 4000. Fyrir fullvirðisrétt greiðist kr. 8.500 á hvert ærgildi, er skiptist í tvær jafnar greiðslur árin 1989 og 1990. b) Leiga fullvirðisréttar: Greiðsla fyrir hverja fellda kind verði kr. 4.000. Fyrir fullvirðis- rétt verði greidd árlega leiga í þrjúár,kr. 1.670áári. Þriðjaárið á viðkomandi framleiðandi rétt á að breyta leigusamningi í sölu- samning. Við það hækkar þriðja ársgreiðslan í kr. 4.500. II Samningar gerðir fyrir 1. apríl 1989: a) Sala fullvirðisréttar: Greiðsla fyrir hverja fellda kind verður meðalgrundvallarverð haustið 1989. Fyrir fullvirðisrétt greiðist kr. 5.000 á hvert ærgildi, er skiptist í tvær jafnar greiðslur árin 1990 og 1991. b) Leiga fullvirðisréttar: Greiðsla fyrir hverja fellda kind verður meðalgrundvallarverð haustið 1989. Fyrir fullvirðisrétt verði greidd árlega leiga í 2 ár, kr. 1.500 á ári. Á öðru ári á viðkom- andi framleiðandi rétt á að breyta leigusamningi í sölusamning. Við það hækkar önnur ársgreiðsla í kr. 3.500. Allar greiðslur nema förgunar- bætur eru verðtryggðar samkv. breytingum á byggingarvísitölu miðað við ágúst 1988. - Greiðslu- dagar eru: Förgunarbætur greiðast 1. mars eftir förgun. Greiðslur vegna sölu og leigu verði greiddar 1. júlí hvert ár. -mhg Austurland Mokið meiri snjó Sameiginlegurfundur bœjarstjórna Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar Snjóruðningsreglum á Odds- skarði og Fjarðarheiði verði breytt þegar á þessu hausti; það er eðlileg krafa að þessir Qallveg- ir verði færir venjulegri umferð alla daga ársins, segir í ályktun sameiginlegs fundar bæjarstjórn- anna á Neskaupstað og Seyðis- firði, en hann var haldinn 23. september síðastliðinn á Nes- kaupstað. Áskoruninni er beint til sam- gönguráðherra og annarra yfir- valda samgöngumála, en fundur- inn beindi einnig þeim tilmælum til stjórnvalda að unnin verði áætlun um jarðgangagerð á ís- landi, fyrst og fremst til að rjúfa einangrun þeirra byggða sem við mesta samgönguerfiðleika búa. Þá skoraði fundurinn á stjórnvöld að grípa nú þegar til haldgóðra efnahagsráðstafana sem dygðu til að tryggja eðlilegífn rekstrargrundvöll fiskvinnslunn- ar í landinu. „Leggja verður höfuðáherslu á að þær ráðstafan- ir verði þess eðlis að þær dugi til frambúðar og horfið frá því að grípa til endalausra bráðabirgða- lausna,“ segir í ályktuninni. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. október 1988 c

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.