Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Menntamálaráðherra Listaháskóli íslands Menntamálaráðherra: Frumvörp um mismunandi listaháskóla verði unnin saman. Skólastjóra Myndlista og handíðaskólans lýst mjög vel á hugmyndina Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur skipað þrjá forvera sína í vinnuhóp til að vinna að sameiningu þriggja frumvarpa um listaháskóla sem hafa legið tilbúin í ráðuneytinu. Markmiðið með þessu er að stofnaður verði Listaháskóli Is- lands þar sem fyrst um sinn sam- einaðist menntun í myndlist, leik- list og tóniist. Bjarni Daníelsson skólastjóri Myndlista- og hand- íðaskóla íslands segir þetta eitt HUf Sömu svikin endurtekin Nœrað jafna launakjörin ílandinu Almennur félagsfundur í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði mótmælir harðlega ólýð- ræðislegum vinnubrögðum ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar, er hún við upphaf ferils síns, fótum treður frjálsan samn- ingsrétt launafólks. I ályktun fundarins er skorað á ríkisstjórnina að fella úr gildi bráðabirgðalögin frá 26. ágúst í stað þess að viðhalda banni á samningsrétt verkalýðshreyfing- arinnar og endurtaka þar með sömu svikin við launþega og for- veri hennar í stjórnarráðinu gerði. Nær sé fyrir rfkisstjórn sem kennir sig við lýðræði, félagshyggju, jafnrétti og bræðralag að jafna þann fimm- tánfalda launamun sem sé á hæstu og lægstu launum í stað þess að viðhalda ranglæti og mis- rétti í þjóðfélaginu. -grh Hafnarfjörður Fimm arekstrar í gær Óvenju mikið var um árekstra í Hafnarfirði í gær. Um fimm leytið höfðu þegar átt sér stað fimm árekstrar, þar af þrír mjög harðir þannig að flytja þurfti fólk á slysadeild. Klukkan hálfníu í gærmorgun varð rafmagnslaust í Hafnarfirði. Á meðan á rafmagnsleysinu stóð varð harður árekstur á mótum Hjallabrautar og Reykjavíkur- vegar, en á þeim gatnamótum eru ökuvitar og logaði ekki á þeim. Bflarnir eru mjög mikið skemmd- ir en slys á fólki ekki alvarleg, þótt fólkið væri flutt á slysadeild. Skömmu eftir hádegi óku sam- an bfll og bifhjól á Holtinu og hruflaðist ökumaðurinn á bifhjó- linu og var fluttur á slysadeild. Ekki var talið að hann væri alvar- lega slasaður. Laust fyrir klukkan þrjú síðdegis í gær lentu saman tveir bflar á gatnamótum Hverfis- götu og Reykjavíkurvegar og var þrennt flutt á slysadeild. Þurfti að kalla út tækjabíl slökkviliðsins til þess að losa fólk úr öðrum bíln- um. -Sáf mikilvægasta menningarmál sem fram hafi komið lengi. „Mér lýst mjög vel á þessa hug- mynd og fagna henni ákaft," sagði Bjarni í samtali við Þjóð- viljann. Hann sagðist vonast eftir móttökum og meðferð á málinu í samræmi við mikilvægi þess. Það væri búið að reyna að koma lista- háskólum á með lögum lengi en eins og ætti að gera þetta núna væri málið gert stærra og mikil- vægara. „Það að sameina þetta í einn skóla gerir málið sterkara Við erum mjög bjartsýnir á að þessi verslun gangi hér, fólk heldur áfram að kaupa eitthvað til að éta hvað sem á dynur, sagði Þröstur Óiafsson stjórnaformað- ur KRON, en í gær opnaði KRON nýja matvöruverslun þar sem áður var matvöruverslun JL- hússins við Hringbraut. Þegar við opnun var mætt fjöl- Miðstjórn Málm- pg ,skipa- smíðasambands Islands samþykkti einróma á fundi sínum fyrir skömmu að skora á stjórnvöld að verða við tilmælum Stálvíkur hf. um ríkisábyrgð og framlag til markaðsátaks vegna samnings fyrirtækisins við út- gerðaraðila í Marokko um smíði bæði inn og út á við og breytir umræðunni," sagði Bjarni: Hann og skólastjórar Tónlistarskólans í Reykjavík og Leiklistarskólans hefðu rætt þessa hugmynd fyrir tveimur árum. Þá hefðu menn strax séð ýmsar leiðir til beinnar samvinnu listaskólanna sem gæti orðið þeim öllum tii góðs. Bjarni sagði það hafa ýtt undir áhuga skólanna á samvinnu að talað hefði verið um að byggja sameiginlega yfir þá. En Mynd- listaskólinn og Tónlistarskólinn í menni til að versla í hinni nýju búð. Ekki er að efa að margir fagna því að fá stórmarkað aftur vestast í Vesturbæinn. - Við köllum verslunina Mik- lagarð vestur í bæ, við ætlum að bjóða sömu kjör hér og inn við Sund, sagði Þröstur og bætti við að það væri ótvíræður kostur að á 10 togurum. Á ríkisstjórnarfundi í gær var umsókn Stálvíkur hf. um ríkis- ábyrgð og framlag til markaðs- setningar rædd en engin ákvörð- un var tekin um málið á fundin- um. Það er því enn til skoðunar í fjármála-og iðnaðarráðuneytinu. í ályktun miðstjórnar MSÍ Reykjavík væru í húsnæðisvand- ræðum. Einnig hefði verið talað um að listgreinanám við Kenn- araháskóla íslands heyrði undir Listaháskólann. Svavar Gestsson hefur skipað þrjá fyrrverandi menntamálaráð- herra í vinnuhóp til að fjalla um þetta mái. Þeir eru Ingvar Gísla- son, Gylfi Þ Gíslason og Ragnar Arnalds sem er formaður vinnu- hópsins. fyrir KRON að auka umsvif sín þvf á þann hátt gæti KRON náð hagstæðari samningum við heild- sala. Þröstur sagði að enn sem kom- ið er stæði KRON ekki í sjálf- stæðum innflutningi á matvælum en hann sagði að það væri í athug- un. -Við fylgjumst náið með verð- segir ma. að þjóð sem byggir allt á sjávarútvegi þurfi að vera í for- ystu á smíði fiskiskipa og tækja- búnaðar. Verkefni sem þessi smíði á 10 togurum fyrir Mar- okkobúa sem og önnur í framtíð- inni séu forsenda fyrir nauðsyn- legri tækniþróun á þessu sviði. Þá telur miðstjórnin að með Humar Léleg vertíð Samdráttur um 33% Humarvertíðinni er nýlokið og var hún vægast sagt léieg enda varð framleiðslan 33% minni en í fyrra vegna dræmrar veiði og óhagstæðrar veðráttu. Framleiðsla húsa innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna var um 240 tonn á móti 360 tonn- um í fyrra og hjá Sambandshús- um 225 tonn á móti 336 tonnum á síðustu vertíð. Að sögn Sigurðar Markús- sonar framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar Sambandsins var humarinn góður þrátt fyrir þenn- an samdrátt. _gri, lagi hjá keppinautunum sagði Þröstur þegar hann var spurður hvort hann hefi heimsótt keppin- autinn út á Eiðstorgi áður en hann opnaði. Sjálfur sagðist hann ekki hafa komið út á Seltjarnar- nes lengi. Hann neitaði því hins vegar ekki að félagar í KRON hefðu átt leið út á Nes í vikunni. víðtæku samstarfi íslenskra skipasmíðastöðva sé mögulegt að vinna þetta verkefni að öllu leyti innanlands sem muni leiða til aukinnar hagræðingar og fram- leiðni í skipasmíðaiðnaði og þar með ódýrari verkframkvæmdum fyrir íslenskan sjávarútveg. -grh Laugardagur 8. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 -hmp Fjölmenni var strax klukkan eitt þegar Mikligarður vestur í bæ opnaði. Mynd Jim Smart Verslun Bjartsýn á að þetta gangi Þröstur Ólafsson: Bjóðum sömu kjör og íMiklagarði við Sund. Ný verslun KRON opnuð í gœr við Hringbraut MSÍ Ríkisstjómin komi til hjálpar Miðstjórn Málm-og skipasmíðasambandsins fagnar Marokkosamningi Stálvíkur hf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.