Þjóðviljinn - 08.10.1988, Qupperneq 10
Húsnæðisstofnun ríkisins
_________ TÆKNIDEILD_______________
Sími 696900
Útboö
Hreppsnefnd Fellahrepps óskar eftir tilboöum í
byggingu eins einnar hæöar einbýlishúss,
byggðu úr steinsteypu, verk nr. A.18.006, eöa úr
timbri, verk nr. A. 18.008, úr teikningasafni tækni-
deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 127 m2
Brúttórúmmál húss 429 m3
Húsiö verður byggt við götuna Miðfell nr. 6, Fella-
bæ, Fellahreppi, og skal skila fullfrágengnu, sbr.
útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Fella-
hrepps, Heimatúni 2, Fellabæ, Fellahreppi, og
hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá
fimmtudeginum, 13. október 1988, gegn kr.
10.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 25. október 1988 kl. 11.00 og veröa
þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. hreppsnefndar Fellahrepps,
Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
c§3Húsnæðisstofnun ríkisins
ALÞÝPUBANDALAGIP
Alþýðubandalagið á
Akranesi
Félagsfundur
Félagsfundur verður í Rein,
fimmtudaginn 13. október kl.
20.30.
Á dagskrá: Ríkisstjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins, verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar, staða flokksins. Á fundinum koma Skúli Alexandersson alþingis-
maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra.
AB Kópavogi
Félagsvist
Hin vinsælu spilakvöld (félagsvist) hefjast í Þinghóli, Hamraborg 11, mánu-
daginn 10. október kl. 20.30.
Spilað verður annan hvern mánudag, 5 kvöld. Veitt verða kvöldverðlaun og
heildarverðlaun.
Allir velkomnir. - Stjórnin.
Kjördæmisráðstefna
AB á Suðurlandi
Kjördæmisráðstefnan verður haldin í Ölfusborgum helgina 8.-9. október
n.k. Á dagskrá ráðstefnunnar auk venjulegra aðalfundarstarfa verður erindi
Kristjáns Valdimarssonar framkvæmdastjóra flokksins um flokksstarf og
fjármál. Meginverkefni ráðstefnunnar verður umfjöllun um byggðamál,
meðal framsögumanna um þau verða Margrét Frímannsdóttir alþm.,
Svanfríður Jónasdóttir varaformaður flokksins og Jón Gunnar Óttósson
líffræðingur. Þá standa vonir til að einnig í hópi framsögumanna verði
fulltrúi frá Byggðastofnun.
Ráðstefnan verður sett kl. 14.00 laugardaginn 8. október. Og gert er ráð
fyrir að henni Ijúki eigi síðar en um kl. 17.00 sunnudaginn 9. október.
Hittumst heil.
F.h. stjórnar Kjördæmisráðs AB Suðurlandi.
Guðvarður Kjartansson formaður
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Aðalfundur kjördæmaráðs
Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum
verður haldinn laugardaginn 8. október en ekki dagana 1 .-2. októ-
ber eins og sagt var í Þjóðviljanum á þriðjudag. Fundurinn stendur
einungis í einn dag en auglýst dagskrá verður áður færð til sam-
ræmis við það.
ÆSKULÝfíSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin
Landsþing ÆFAB
verður haldið 7.-9. október nk. að Hverfisgötu 105 í Reykjavík.
Dagskrá:
Föstudagur 7. október: Kl. 20.00. Setning. 21.00 Skýrslur fluttar - um-
ræður. 22.00 Lagabreytingar kynntar.
Laugardagur 8. október: Kl. 10.00. Lagabreytingar, fyrri umræða. 11.00
Stjórnmálaályktun - umræða. 12.00 matur. 13.00
Stjórnmálaumræðu fram haldið. 14.00 Hópvinna: a) Efnahagshóp-
ur, b) Menntamálahópur, c) Utanríkismálahópur, d)
Verkalýðsmálahópur, e) Jafnréttismálahópur, f) Allsherjarhópur, g)
Lagabreytingar.
16.00 Kaffihlé. 16.30 Hópvinna framhald. 18.30 Hlé. 20.30
Borðhald/kvöldbæn.
Sunnudagur 9. október: 10.00 Lagabreytingar, lokaumræða, afgreiðsla.
11.00 Hópavinna framhald. 12.00 Matarhlé. 13.00 Afgreiðsla mála.
15.00 Kosningar. 18.00 Fundarslit. - Framkvæmdaráð.
Steingrímur J. Skúli
FRÉTTIR
Ónœmisfrœði
Nýr doktor
Þann 23. september varði Sig-
urbjörg Þorsteinsdóttir líffræð-
ingur doktorsritgerð sína í
ónæmisfræði við Karolinska In-
stitutet í Stokkhólmi. Ritgerðin
ber titilinn „Epstein-Barr virus
carrying B-cell lines of normal
and malignant origin, character-
istics that influence their interact-
ion with the immune system“.
Ritgerðin fjallar um samspil ó-
næmiskerfisins við B-eitilfrumur
af illkynja og góðkynja uppruna.
Sigurbjörg fæddist 24. sept-
ember 1955 að Deildartungu í
Borgarfirði. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1975, og B.Sc. í líf-
fræði frá Háskóla Islands 1979. ■
Síðan starfaði hún að Tilrauna-
stöð Háskólans í meinafræði að
Keldum fram til 1982, að undan-
skilinni ársdvöl á The Wistar In-
stitute for Anatomy and Biology í
Philadelphia 1981. Frá 1982 hef-
ur hún unnið að doktorsverkefni
sínu í Stokkhólmi.
Sigurbjörg er dóttir Soffíu
Jónsdóttur frá Deildartungu og
Þorsteins Þórðarsonar að Brekku
í Norðurárdal. Sambýlismaður
hennar er Árni Þór Sigurðsson
cand. mag. sem stundar nám í
slavneskum málvísindum. Þau
eiga einn son.
Ríkisútvarpið
Nýttávetr-
ardagskrá
Pað leynir sér ekki að framlag
Fræðslu- og skemmtideildar
Útvarpsins verður allt í senn fjöl-
breytt, frísklegt og fræðandi í vet-
ur.
Á mánudögum til fimmtudaga,
kl. 9.30, verða á dagskrá fjórir
þættir, þar sem almenningi verða
veittar upplýsingar um tiltekin
efni. Á mánudögum flytur Sigrún
Björnsdóttir þáttinn Dagmál og
fjallar þar um líf, starf og tóm-
stundir eldri borgara. - Á þriðju-
dögum tínir Sigríður Pétursdóttir
upp úr Pokahorninu holl ráð um
heimilishald. - Á miðvikudögum
mætir Sigrún á ný með þátt um
íslenskan mat. Kynnir hún þar
gamlar íslenskar mataruppskrift-
ir, sem safnað hefur verið saman í
samvinnu við hlustendur og sam-
starfsnefnd um þessa söfnun. -
Og á fimmtudögum er svo þáttur
Hafsteins Hafliðasonar í garðin-
um, þar sem hann svarar fyrir-
spurnum hlustenda um garða-
gróður og pottablóm.
Á mánudögum til miðviku-
daga, kl. 8.05, er þátturinn Á
vettvangi í umsjá Páls Heiðars
Jónssonar, en ýmsir fleiri koma
þar við sögu. Fjallað verður um
ýmiss konar þjóðfélagsmál.
Á mánudögum kl. 21.30 verð-
ur Bjargvætturinn á dagskrá. Þar
fjallar Jón Halldór Jónsson um
björgunarmál frá ýmsum hliðum.
Bendir á þær breytingar og fram-
farir sem orðið hafa í þeim efn-
um, svo sem á stjórn björgunar-
aðgerða, breytingar á viðhorfum
til þjálfunar björgunarsveita og
aukinn og bættan tækjakost.
Meðal viðfangsefna Jóns verða
Almannavarnir, Suðurlands-
skjálftinn og Björgunaraðgerðir
úr þyrlu. f hverjum þætti verður
fjallað um einstök björgunarmál
og skyggnst inn í hugskot þeirra,
sem við björgunarstörf fást.mhg
^Húsnæðisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
Simi 696900
FORVAL
Húsnæðisstofnun ríkisins, Laugavegi 77,
Reykjavík, mun á næstunni bjóða út, í heildarút-
boði, innréttingu eigin skrifstofuhúsnæðis að
Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.
Vegna þessa hefur verið ákveðið að láta fara
fram forval til þess að velja 4-6 verktaka sem
verður boðið að taka þátt í lokuðu útboði sem fer
fram í byrjun nóvembermánaðar.
Verkið nær til allrar vinnu og útvegunar efnis, við
að innrétta eignarhluta Húsnæðisstofnunar á 3.
og 4. hæð auk hluta 5. hæðar, sem er alls u.þ.b.
1600 fermetrar. Verktaki tekur við húsnæðinu
tilbúnu undir tréverk og skal hefjast handa þegar
eftir undirritun verksamnings og skila því fullbúnu
eigi síðar en 20. mars 1989.
Helstu verkþættir:
Lagning gólfefna
Uppsetning kerfisveggja
Flísalögn
Uppsetning hreinlætisbúnaðar
Uppsetning fastra innréttinga
Uppsetning kerfislofta
Raflagnir og Ijósabúnaður
Leiðarar fyrir tölvukerfi
Málun og hreingerning
Þeim verktökum sem hafa áhuga á að taka þátt í
ofanskráðu útboði, er bent á að senda upplýsing-
ar um getu sína og áhuga á að taka að sér
framangreint verkefni, fyrir föstudaginn 21. okt-
óber nk., merkt „Forval - Suðurlandsbraut 24“.
Frekari upplýsingar og gögn varðandi forvalið
verður hægt að fá hjá tæknideild Húsnæðisstofn-
unar frá og með þriðjudeginum 11. október nk.
Húsnæðisstofnun ríkisins, tæknideild
c§cHúsnæðisstofnun ríkisins
Auglýsið í Þjóðviljanum
c§b Húsnæðisstofnun ríkisins
____________TÆKNIDEILD___________
Simi 696900
Útboð
Stjórn verkamannabústaða í Bolungarvík óskar
eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur
parhúsum, byggðum úr steinsteypu. Verk nr.
U. 19.01, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæð-
isstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál hvers húss 190 m2
Brúttórúmmál hvers húss 733 m3
Húsin verða byggð við Bakkastíg 6 og 8 í Bolung-
arvík og skal skila fullfrágengnum skv. útboðs-
gögnum. Afhending útboðsgagna er á bæjar-
skrifstofu Bolungarvíkur, Aðalstræti 12 og hjá
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá
fimmtudeginum 13. október 1988, gegn kr.
10.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 25. október 1988 kl. 11.00 og verða
þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. Stjórnar verkamannabústaða
í Bolungarvík
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
r§oHúsnæðisstofnun ríkisins
4 f'