Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 13
SKAK Heimsbikarmót Stórmeistarasambandsins Galdrar og gemingar Stœrðfrœðingurinn reiknaði ekki með fordœðuskap Lettans. Beljavskíj hefndi Spasskíjs „Töframaðurinn frá Ríga“ dró fram sprotann í gær og laust hon- um í hárprútt höfuð enska stór- meistarans Jonathans Speel- mans. Tal stýrði hvítu mönnun- um og glímdi við „Pirc-vörn“ fjanda síns. Skákin var sannkallað augnayndi, Lettinn fórnaði riddara og knúði Eng- lendinginn til uppgjafar eftir 34 leiki enda mát óumflýjanlegt. Alexander Beljavskíj vann snotran sigur á Eistlendingnum Jan Ehlvest. Sá fyrrnefndi lék hvítu liði og sá síðarnefndi þáði c-peðið í drottningarbragði. Þessar tvær skákir fara hér á eftir með skýringum Helga Ólafs- sonar stórmeistara. -ks. Alexander Beljavskí - Jaan Ehlvest Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 (Móttekið drottningarbragð gafst Ehlvest vel er hann mætti Beljavskíj á öðru heimsbikarm- ótinu í Belfort í sumar.) 3. e4 c5 4. d5 e6 5. Rc3 exd5 6. Rxd5 Re7 7. Bxc4 Rxd5 8. Bxd5 Be7 9: Rf3 0-0 10. 0-0 Ra6 11. Bf4 Rc7 12. Hel Rxd5 13. cxd5 Bd6 (Svartur verður að hefta för d- peðsins en ferst það vægast sagt óhönduglega.) 14. Bxd6 Dxd6 15. Re5 b5? (Ehlvest leggur alltof mikið á stöðu sína með þessum leik. Betra var 15. .. Bd7 eða 15. ... Bf5 og þótt staða hans sé e.t.v. örlítið lakari ætti jafnteflið varla að vera langt undan.) 16. a4! Bb7 17. axb5 Dxd5 (17. ... Bxd5 er svarað með 18. Rcó með hótuninni 19. Re7-.) 18. Dxd5 Bxd5 19. Rd7 Hfc8? (Ég er ekki frá þvi Ehlvest hafi verið óvenju taugaóstyrkur í þessari skák. Taflmennskan er langtum lakari en í þrem fyrstu umferðunum. Eftir 19. ... Hfd8 getur hann enn barist t.d. 20. Rxc5 Bc4 o.s.frv.) 20. b6! axb6? (Lokaafleikurinn. 20. ... a6 strandar á 21. b7! Bxb7 22. Rb6 og vinnur. Hinsvegar mátti reyna 20. ... Bc6 þótt Beljavskíj standi mun betur að vígi eftir 21. Re5 því 21. ... axb6 strandar á 22. Rxc6 Hal 23. Hxal og riddarinn á c6 er friðhelgur. Eftir 21. Re5 er sennilega best að leika 21. ... og nú getur hvítur valið á milli þess að leika 22. Rxc6 Hxc6 23. Hxa6 Hb8 24. He7 eða 22. Rc4 með góðum vinningsmöguleikum í báðum tilvikum.) 21. Rxb6 - Hér vaknaði Ehlvest loks upp við vondan draum. Hann sá að 21. ... Hxal 22. Hxal strandar á 23. Hdl og vinnur. Ehlvest gafst því upp. Enn eitt dæmið um það hversu illa Eistlendingurinn teflir stundum með svörtu mönnunum. Mikhael Tal - Jonathan Speelman Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. RO Bg7 4. Be2 Rf6 5. Rc3 0-0 6. 0-0 c5 7. d5 Ra6 8. Hel Rc7 9. Bf4 b5 (Svo virðist sem fremur óhefð- bundinn 9. leikurTals hafi komið Speelman á óvart og hann grípur því til virkra aðgerða.) 10. Rxb5 Rxe4 11. Rxc7 Dxc7 12. Bc4 Rf613. h3 He8 14. Hbl a5 15. Dd2 Db6 16. He3 (Með því að tvöfalda hrókana á e-línunni nær hvítur að skapa sterkan þrýsting á bakstætt peð svarts á e7.) 16. ... Ba6 17. Bxa6 Dxa6 18. Hbel Kf8 19. Rg5 Db7 20. c4 Db4 21. De2 h6 (Speelman var svo grandalaus um áætlanir Tals að hann bauð jafntefli eftir að hafa leikið þess- um leik. Svar Tals kom að bragði.) 22. Rxf7! Kxf7 23. Hb3! Da4 24. De6+ Kf8 25. Hb7 Dxc4 26. Bxd6! (Enn mannsfórn en nú af einfald- ari sortinni, 26. ... exd6 27. Df7 mát.) 26. ... Rg8 27. He3 Bf6 28. Hf3 Kg7 (Af látbragði Speelmans mátti ráða að hann taldi sig kominn yfir erfiðasta hjallann. En svarleikur Tals kom honum niður á jörð- ina.) 29. Bxe7!! Hxe7 30. Hxe7+ Rxe7 (En ekki 30. ... Bxe7 31. Hf7+ Kh8 32. Dxg6 og mátar.) 31. Dxf6+ Kg8 32. Df7+! Kh833. Dxe7 Dxd5 34. Hf7! - Og Speelman gafst upp. Glæsi- leg skák hjá Töframanninum frá Riga sem aldrei hefur tapað skák á íslandi og hefur teflt margar af perlum sínum hérlendis. Úrslit í gær: Tal-Speeiman: 1-0 Beljavskíj-Ehlvest: 1-0 Timman-Sax: jafnt Kortsnoj-Andersson: jafnt Nunn-Júsúpov: jafnt Sókólov-Portisch: jafnt Kasparov-Ríblí: jafnt Margeir-Jóhann: 0-1 Spasskíj-Nikolic: bið ^_______BRIDGE Ólympíumót að Landsliðin okkar í Opnum flokki og kvennaflokki héldu til ítaliu í gær (fostudag) til þátttöku í Ólympíumót- inu. Spilað er í Feneyjum. Keppni hefst á morgun, en þátttökuþjóðum sem eru um 60 í Opnum flokki en eitthvað færri í Kvennaflokki, erskipt í tvo riðla. 4 efstu sveitir úr hvorum riðli komast í úrslitakeppnina. Liðin skipa; Opinn flokkur: Guð- laugur R. Jóhannsson-Örn Arnþórs- son, Jón Baldursson-Valur Sigurðs- son, Karl Sigurhjartarson-Sævar Þor- björnsson. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. Kvennaflokkur: Esther Jakobs- dóttir-Valgerður Kristjónsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir-Kristjana Stein- grímsdóttir, Anna Þóra Jónsdótt- ir-Hjördís Eyþórsdóttir. Fyrirliði er Jakob R. Möller. Fararstjóri er Sig- mundur Stefánsson og auk þess mun Guðmundur Eiríksson aðstoða liðið ytra. Umsjónarmaður óskar liðunum velfarnaðar á mótinu. Landsbikarkeppni Bridgesam- bands íslands, samræmd keppni um land allt, verður spiluð í vikunni 17.- 23. október. Útsending gagna er lok- ið og er send formönnum allra félaga innan vébanda BSÍ. Virk félög eru 47. Vonast er til að ÖLL félög verði með að þessu sinni en allur hagnaður af Landsbikarkeppni rennur óskiptur í húsakaupasjóð BSÍ. Gylfi Baldursson og Sigurður Þ. Þorsteinsson urðu sigurvegarar á Opna Stórmótinu á Hótel Örk, sem spilað var um síðustu helgi. Aðeins 38 pör tóku þátt í mótinu, nánast öll úr Reykjavík og nágrenni. Órkin á skilið þakkir fyrir framlag sitt til íþróttarinnar, en þetta er í ann- að skipti sem Örkin stendur fyrir Opnu móti. Verðlaun í mótinu voru sólarlandaferð með Ferðamiðstöð- inni og ferðir með Arnarflugi, að eigin vali. Akureyringar eru hættir við fyrir- hugað stórmót sitt, sem halda átti í lok október. Kristjánsmótið á Sauðárkróki verður spilað laugardaginn 29. októb- er. Það er barometer með hámark 36 pörum. Bridgedeild Húnvetninga í Reykjavík er nýjasta félagið í BSÍ. Umsókn þeirra um inngöngu í BSÍ var samþykkt á stjórnarfundi í BSÍ fyrir skemmstu. Húnvetningar spila á miðvikudögum í Skeifunni. Uppselt er í Reykjavík á Minning- armótið um Einar Þorfinnsson, sem spilað verður á Selfossi laugardaginn 15. október. 36 pör munu taka þátt í mótinu, en skráð var í Reykjavik (18 pör) og á Selfossi hjá formanni B.S., Valdimar Bragasyni. Bikarkeppni Norðurlanda (bæði svæðin) hefst í byrjun nóvember. Skráningu lýkur um mánaðamótin næstu. Skráð er hjá þeim Erni Ein- arssyni og Stefáni Ragnarssyni á Ak- ureyri. hefjast Stofnanakeppni Bridgesambands íslands verður spiluð dagana 22.-23.- 25. október (laugardag, sunnudag og þriðjudag) í Sigtúni 9. Öllum fyrir- tækjum/stofnunum/félögum er heimil þátttaka. Skráning er hafin á skrif- stofu BSÍ í s: 689360 (Ólafur). Á vegum Námsflokka Reykjavíkur stendur til að hefja kennslu í bridge í samvinnu við Bridgesamband fs- lands. Málið er þó á byrjunarstigi en vonir standa til að hefja megi þessa kennslu mjög fljótlega. Kennt yrði væntanlega í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Norðurlandsmótið' í tvímenning er um þessa helgi. Spilað er á Akureyri. Síðast er fréttist voru aðeins um 20 pör skráð til leiks. Árlegt Guðmundarmót Bridgefé- lags V.-Húnvetninga á Hvamms- tanga, verður spilað laugardaginn 5. nóvember. Bridgefélagið Muninn í Sandgerði mun halda stórmót laugar- daginn 12. nóvember. Bridgefélag Kópavogs tekur á móti Hornfirðingum um þessa helgi. Spil- að er í Þinghól v/Hamraborg í Kópa- vogi. Og enn á ný áminning til þeirra félaga innan BSÍ sem enn skulda ár- gjald fyrir 1988. Skorað er á þessi fé- lög að jafna reikninga fyrir ársþingið 5. nóvember. Annars mun viðkom- andi svæði missa „kvóta“ til út- reiknings á þátttökurétti til íslands- mótsins í sveitakeppni 1989. Míkhaíl Tal sigraði í gær Speelman armótsins það sem af er. í skemmtilegustu skák Heimsbik- í dag tefla: Sax-Margeir Ehlvest-Timman Nikolic-Beljavskíj Júsúpov-Spasskíj Andersson-Nunn Speelman-Kortsnoj Ríblí-Tal Portisch-Kasparov Jóhann-Sókólov Kennarar - kennarar Vegna barnsburöarleyfis vantar dönskukennara frá 1. nóvember n.k. í Grunnskóla Þorlákshafnar. Fyrst og fremst kennsla í 9. bekk. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 98-33979 og/ eöa 98-34661. REYKJÞMIKURBORG JLcui&m Sfödca Þjónustuíbúður aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk óskast viö þrif á íbúðum. Upplýsingar gefur forstööumaður í síma 685377. Leikræn tjáning Námskeiö í spuna og leikrænni tjáningu. Kennt á sunnudögum. 11-14 ára kl. 12.00 8-10 ára kl. 14.00 fullorðnir kl. 16.00. Upplýsingar í síma 28737. Elísabet Brekkan, leiklistarkennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.