Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 4
MINNING |P PAGVIST li'HVA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Vesturbær Ægisborg Ægisíðu 104 s. 14810 Austurbær Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Stakkaborg Bólstaðarhlíð 38 s. 39070 Árbær Árborg Hlaðbæ 19 s. 84150 Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila, og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. ISl DAGVIST BARIVA ----------------- Forstöðumaður óskast á skóladagheimilið Völvukot nú þegar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. Ulfur Gunnarsson yfirlœknir og heiðursborgari Isafjarðar Fæddur 12. nóv. 1919 - Dáinn 29. sept. 1988 Hinn 29. september s.l. lést Úlfur Gunnarsson, fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúss- ins á ísafirði og heiðursborgari ísafj arðarkaupstaðar. Úlfur fluttist til ísafjarðar árið 1954 og gerðist yfirlæknir Fjórð- ungssjúkrahússins. Því starfi gegndi hann í rúman aldarfjórð- ung, en starfaði enn sem sérfræð- ingur við sjúkrahúsið er hann lést. Hálfa ævi sína helgaði Úlfur því ísfirðingum og öðrum Vestfirðingum og naut al- mennrar virðingar sem læknir og mannvinur. Þann 12. nóvember árið 1984, á 65. afmælisdegi Úlfs Gunnars- sonar, samþykkti bæjarstjórn ísafjarðar að kjósa hann heiðurs- borgara ísafjarðarkaupstaðar. Með kjörinu vildi bæjarstjórnin votta honum virðingu og þökk fyrir ómetanleg og fórnfús störf að heilbrigðismálum kaupstaðar- ins um 30 ára skeið. Með Úlfi Gunnarssyni er genginn mætur maður sem vann störf sín af einstakri alúð og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Hóg- værð hans og lítillæti vakti hvar- vetna athygli og hann var ávallt reiðubúinn til hjálpar. Hann var kjölfestan í læknaliðinu, einstak- lingur sem bæjarbúar báru meira traust til en annarra manna. í virðingar- og þakklætisskyni við Úlf Gunnarsson hefur bæjar- stjórn ísafjarðar óskað eftir að fá Kammermúsíkklúbburinn Fontenay í Bústeðakirkju Sunnudaginn 9. október efnir Kammermúsikklúbburinn til fyrstu tónleika sinna á þessu hausti í Bústaðakirkju. Þýskir tónlistarmenn sem kalla sig Fontenay-tríóið munu þá flytja þrjú tríó fyrir píanó, fiðlu og kné- fiðlu; hið fyrsta eftir Beethoven (G-dúr, op. 1.2), annað eftir Dvorák (B-dúr, op. 21) og að lok- um Trio éléagiaque op. 9 eftir Rachmaninov. Á vegum Kammermúsik- klúbbsins verða fimm tónleikar á þessu starfsári. Hópur íslenskra listamanna ætlar að flytja tón- verk eftir Mozart, Beethoven og Weber (klarinettukvintettinn) snemma í desember en þriðju tónleikarnir verða um miðjan janúar og þá leikin verk eftir Mozart, Schubert og Ernest Bloch. Með vorinu kemur svo Sinnhoffer-strengjakvartettinn frá Múnchen og heldur tvenna kammertónleika. Tónleikarnir í Bústaðakirkju á sunnudaginn hefjast klukkan 20.30. að sjá um útför hans, sem fór fram í gær. Bæjarstjórn ísafjarðar og íbú- ar ísafjarðarkaupstaðar votta frú Benediktu, eiginkonu hins látna, börnum þeirra og öllum öðrum ástvinum innilegustu samúð. Bæjarstjórn ísafjarðar Fontenay-tríóið: Wolf Harden, Michael Mucke og Niklas Schmidt. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Tillaga að deiliskipulagi reits4.645 sem markast af Norðurhólum, Vesturhólum, Orrahólum og Krummahólum, er hér með auglýst samkv. gr. 4.4 skipulagsreglugerðar nr. 318/1985. Uppdráttur, skýringarmyndir og greinargerð verður til sýnis frá 10. október til 10. nóvember 1988, í verslunarmiðstöðinni Hólagarði, Lóuhól- um 2-6 (við hliðina á Útvegsbankanum) og hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.30-16.00 alla virka daga. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00, 10. nóv. 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir tillögunni. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík Hundahald í Reykjavík - skoðanakönnun Dagana 24.-30. október nk. fer fram skoðana- könnun um hundahald í Reykjavík. Kjörstaður er í anddyri Laugardalshallar og verð- ur opinn mánudag 24,-föstudags 28. kl.16.00- 19.00, en laugardag 29. og sunnudag 30. frá kl. 14.00-20.00. Kjörskrá er sú sama og gilti við forsetakosningar 25. júní sj. Atkvæðisrétt hafa þeir, sem á kjör- skránni e;u og eru orðnir 18 ára 30. október nk. Vakin ef athygli á að kjörskráin miðast við lög- heimili desember 1987. Allar upplýsingar um kjörskrá gefur Manntals- skrifstofa Reykjavíkur, Skúlatúni 2, sími 18000. Kjörstjórn NÚ FÆRÐ ÞÚ MYNTBAUK í BÍLINN HJÁ STÖÐUVERÐINUM Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar i Osa^íslA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.