Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF
Mistökin á Landspítalanum
Sigurður Pór Guðjónsson skrifar
Undirritaður birti smá pistil í
Morgunblaðinu 18. ágúst. Þar
rakti hann útlend dæmi um alvar-
leg mistök í lækningum og minnti
á varnarleysi almennings gagn-
vart þeim. Og bætti því við að
einhvern tíma stæðum við
frammi fyrir svona atvikum. Ekki
grunaði greinarhöfund hve hon-
um rataðist hræðilega sönn orð á
munn. Nú er komið upp íslenskt
mál sem er mjög í þessa áttina.
Þrjú börn sýktust fyrir tæpum
tveimur árum á fæðingardeild
Landspítalans af bakteríum í
þurrmjólk. Sá atburður vekur
upp ýmsar spurningar.
Hirðuleysi er
ekki mistök
Það hefur komið greinilega
fram, að það var í sjálfu sér ekki
mjólírinni um að kenna hvað
gerðist. Gunnar Biering yfir-
læknir segir í Pressunni 30. sept-
ember (bls. 6) að „þau sýkingar-
tilfelli sem hér um ræðir væru al-
gjör undantekning. Miljónum
bama um heim allan hefði verið
gefin þurrmjólkurblanda - ára-
tugum saman - án þess að tilefni
hefði gefist til hræðslu við sýking-
ar“. Þetta álit endurtók yfirlækn-
irinn afdráttarlaust í kvöldfrétt-
um Ríkisútvarpsins 30. septemb-
er. Þurrmjólkin er sem sagt ekki
sökudólgurinn. Og landlæknir
segir á sömu blaðsíðu í Pressunni:
„Það sem þarna gerðist er mjög
óvenjulegt og ekki vitað til þess
að slíkt hafi gerst áður.“ Og enn-
fremur: „Það fer ekki á milli mála
að þarna urðu ákveðin mistök við
meðferð þurrmjólkur. Það er al-
veg augljóst að það var ekki farið
að settum reglum. Þetta var
niðurstaða landlæknisembættis-
ins sem send var í álitsgerð til
heilbrigðisráðherra vegna þessa
hörmulega atburðar“ (letur-
breytingar mínar). Þá kemur
fram í viðtali við heilbrigðisráð-
herra á sömu blaðsíðu að fyrir
liggi álit ríkislögmanns á málinu
og hefur hann gert það að tillögu
sinni að bótaskylda ríkissjóðs sé
viðurkennd. Og fjármálaráð-
herra hefur fallist á það.
Orsök atburðarins, að því er
landlæknir fullyrðir, er sem sagt
sú að ekki var farið að settum
reglum. Þess vegna er ekki um
óviðráðanleg „mistök“ að ræða,
heldur einfaldlega það sem á
skiljanlegu máli er kallað „van-
ræksla", „kæruleysi", „trassa-
skapur", „hirðuleysi“ o.s.frv. Og
þar sem svona lagað hefur aldrei
áður átt sér stað í heiminum og
fullyrt er að þurrmjólk af öllum
tegundum, í heimahúsum sem
annars staðar, sé fullkomlega
hættulaus ef farið sé eftir
leiðbeiningum, hlýtur þessi „van-
ræksla“, „hirðuleysi“, „trassa-
skapur", eða „skeytingarleysi",
sem olli varanlegu heilsutjóni, að
vera hreint ótrúlegt. En í umræð-
um Pressunnar og fréttum Ríkis-
útvarpsins var lítið gert úr þess-
um punkti sem auðvitað er aðal-
atriði málsins. En reynt er að fela
það með því að beina allri athygl-
inni að mjólkinni. Og læknarnir
fullvissa fólk um að nú sé notuð
dauðhreinsuð og tilbúin mjólk-
urblanda sem hituð er í örbylgju-
ofnum jafnóðum og hennar er
þörf og á það að tryggja að ekki sé
hættaáferðum. Ogjafnvel Press-
an virðist álíta að þetta sé megin-
málið. Þar segir í leiðara út af
þessum atburðum: „Það er þó
mikilvægt og þakkarvert að mál
þetta upplýstist áður en meiri
skaði hlaust af og nú hafa verið
gerðar ráðstafanir til að fyrir-
byggja að fleiri börn geti sýkst af
sömu orsökum. Þurrmjólk er
ekki lengur notuð á Landspítal-
anum, heldur einungis dauð-
hreinsuð og tilbúin mjólk í litlum
einingum." En mjólkin er hættu-
laus fullyrða læknarnir. En aga-
leysi sængurkvennadeildarinnar
að framfylgja réttum reglum var
hættuleg. Þessar ályktanir eru
svo rökréttar að þær eru óhjá-
kvæmilegar. Og þó ég hafi lítið
vit á sjúkrahúsmálum get ég þó
hiklaust fullyrt, að á öllum spít-
ölum eru efni í tuga eða hundraða
tali, sem eru banvæn ef ekki er
fylgt reglum um meðferð þeirra,
og þar eru framkvæmd á hverjum
degi verk sem gætu drepið naut ef
ekki er farið að settum reglum.
Hver ber
ábyrgðina?
Og hver ber þá ábyrgðina? Það
eru væntanlega manneskjur af
holdi og blóði en ekki guð á
himnum. Hverjir fóru ekki að
settum reglum? Eru þeir e.t.v.
enn á deildinni? Eða var þeim
sagt upp í leynum án þess að fá
tækifæri til að verja sig? Og vel að
merkja: Er það ekki venjan að
æðstu yfirmenn beri ábyrgð á
stofnunum sínum eða atvinnu-
fyrirtækjum, t.d. skipstjóri á sínu
skipi og ritstjórar á blöðum sín-
um? Hver er aftur yfirlæknir
sængurkvennadeildar Landspít-
alans? Vill hann ekki vinsamlega
gefa sig fram við þjóðina? Heil-
brigðismálaráðherra kveðst ekki
setjast í dómarasæti yfir því sem
gerðist. Það er ekki nema von.
En eru svona tilvik ekki fyrst
könnuð, þeir fundnir sem
ábyrgðina bera og síðan farið
með mál þeirra opinberlega? Á
hér að láta gott heita að allir
harmi mjög atburðinn, nema ein-
hverjir ofstækismenn sem alltaf
vilja stofna til vandræða eins og
Sigurður Þór Guðjónsson, sem
„vill bara hasar“ eins og land-
læknir orðaði það við hann í
sumar? Hvað segja konur um
þetta? Og lætur Kvennalistinn
með lækninn í broddi fríðrar fylk-
ingar sér vel líka? Málið kannski
of „viðkvæmt“ til að sú fína frú
þori núna að opna sinn réttlætis-
fulla munn til varnar konum í
landinu.
Önnur spurning: Hvernig
stendur á því að aðrir eins atburð-
ir á ríkisspítala sem á að þjóna lífi
og heilsu þegnanna skuli vera
faldir í tvö ár fyrir þjóðinni? - Og
ef pressan hefði ekki ljóstrað upp
um þá má guð vita hvenær þeir
hefðu komið fram í dagsljósið.
Svar spítalans í fréttum Ríkisút-
varpsins var þetta: Aðstandend-
ur barnanna kusu að málið yrði
ekki opinberað í fjölmiðlum.
Spyr sá sem ekki veit: Þegar
upp koma „mistök“ (ekki farið
að settum reglum) á sjúkrahús-
um, svo af hlýst al varlegur skaði á
sjúklingum, en þeir sjálfir eða að-
standendur vilja ekki að opinber-
lega verði rætt heilsufar þeirra
sem tjónið bera - þarf það að
koma í veg fyrir að almenningur,
þeir sem nota þjónustu sjúkra-
húsanna og fjármagna hana,
verði upplýstir um ástæður „mis-
takanna“ og hverjir beri ábyrgð á
þeim? Hugsum okkur að á barna-
heimili í borginni hefðu þrjú
börn, vegna vanrækslu, sýkst af
fæðu sem þeim hefði verið gefin á
heimilinu, en aðstandendur kos-
ið að þagað yrði um málið fyrir
þjóðinni. Er ekki samt næsta lík-
legt að þá hefði allt farið í háa-
loft? Vilja menn aðeins hugsa
þetta. Er nokkur fjarstæða að
ímynda sér að forstöðumenn
barnaheimilisins hefðu persónu-
lega verið látnir sæta ábyrgð? Og
er það mjög ósennilegt að fóstr-
urnar hefðu ekki aðeins misst
vinnuna heldur líka æruna? Með
fullri virðingu, skilningi og sam-
úð í garð þeirra er verða fyrir
„slysum" af þessu tagi og að-
standendum þeirra er ekki hægt
að komast hjá þessari yfirlýsingu:
Sjúkrahús ríkisins eru almanna-
stofnanir þar sem líf liggur við að
farið sé að settum reglum, allt sé á
hreinu og fólk geti treyst þeim.
Vanræksla sem leiðir til heilsu-
tjóns sjúklinga varðar alla lands-
menn. Hvemig líst ykkur á að
fara inn á spítala í dag þar sem
leynileg mistök í gær ollu sjúk-
lingum örkumlum? Er ekki ansi
líklegt, að sumar þeirra kvenna
sem fætt hafa börn á fæðingar-
deild Landspítalans síðustu tvö
árin hefðu valið, í ljósi þess að
þeirri stofnun er ekki alltof vel
treystandi, að fæða börn sín í
heimahúsum - ef það væri ekki
svo hlálegt að þess er enginn
kostur. Einokun Landspítalans
sér um það. Eru þetta ekki eðli-
legar spurningar? Og meðal ann-
arra orða: Höfum við minnstu
tryggingu fyrir því að á þessari
stundu sé ekki verið að þegja um
annan spítalaskandal sem op-
inberaður verður eftir nokkur ár
eða kannski aldrei? Gætu t.d.
ekki legið nokkur fárveik tilfelli
af því að skurðlækni láðist að
virða þá reglu að þvo sér um
hendurnar áður en hann mund-
aði hnífinn? Við höfum ekki
minnstu tryggingu fyrir því að svo
sé ekki. Getum við þá ekki treyst
heilbrigðiskerfinu? Sei, sei, jú
mikil ósköp! Svona álíka og
töfralæknum fornaldar: í algerri
auðmýkt og blindni hvað sem yfir
dynur. Þarna sameinast allt kerf-
ið, iandlæknir, ríkislögmaður,
fjármálaráðherra, heilbrigðis-
ráðherra og guð má vita hverjir í
laumuspili, sem hlýtur að gera
traust fólks á stjórnkerfinu að
engu. Hvernig dettur þessum
mönnum í hug að sýna þegnunum
aðra eins fyrirlitningu? Er að
furða þó hasaristinn Sigurður Þór
Guðjónsson spyrji og biðji afsök-
unar á dónaskap spurningarinn-
ar: Átti ekki að þaga málið í hel af
því að það er svo mikill álits-
hnekkir fyrir spítalann og lækn-
ana og allt það dót?
Undarleg
viðbrögð
Viðbrögð læknanna við upp-
ljóstrunum Pressunnar eru
reyndar hin furðulegustu. Gunn-
ar Biering yfirlæknir á vökudeild
telur að það sé „mjög brýnt“ að
það komi fram að börnin hafi
ekki veikst á þeirri deild, eins og
stendur að vísu á einum stað í
frétt Pressunnar, en að öðru Ieyti
kemur þar skýrt fram að sýkingin
átti sér stað á fæðingadeild
Landspítalans. Eins og það skipti
nokkru andskotans máli hvort
„mistökin“ urðu á þessari eða
hinni deildinni. Þau gerðust á
Landspítalanum, sjúkrahúsi
allra landsmanna. Barnayfir-
læknirinn er sjálfur greinilega
pompaður niður á barnaplanið
að bulla svona í víðlesin blöð.
Þetta er svo aumt yfirklór að það
hlýtur að vitna um örvæntingu
þeirra landspítalakarla. Og hvað
er að frétta af yfirlækni sængur-
kvennadeildar? Er sá barnavinur
mesti týndur og tröllum gefinn?
Heilbrigðiskerfið og þeir háu
landspítalaherrar hafa heldur
betur gert á sig í þessu máli. Það
verður geðsleg verkun að þrífa þá
og skipta á þeim. Ég segi nú ekki
nema það. Þá dugar víst ekkert
minna en hvítþvo alla heiðurs-
menn frá toppi til táar. Og þeir
eru þegar byrjaðir að þvo. Af
leiðréttingaklausum barnalækn-
isins í Morgunblaðinu og Þjóð-
viljanum má helst ráða að sýking-
in hafi orðið úti í bæ en spítalinn
aðeins verið að „lækna“. Fyrir-
sögnin á athugasemd Gunnars
Bierings í Morgunblaðinu er
svona viðeigandi í viðkvæmni
sinni: „Börnin veiktust ekki á
spítalanum". Þetta þætti ljót lygi
ef ég hefði talað, en auðvitað
liggur í augum uppi að yfirlæknar
blekkja ekki, enda eru þeir ná-
kvæmlega síðustu mennirnir sem
dregnir yrðu til ábyrgðar þó allt
væri í steik á þeirra hospítölum.
En Gunnar segir fleira. Hann
hamrar á því mjög taugaveiklun-
arlega að þetta sé svo „viðkvæmt
mál“. Það er engu líkara en hann
leggi fingur á munn sér og sussi á
fjölmiðlana: Uss, suss! Þetta má
ekki ræða! Og það virðist hrífa
ágætlega. Klausur yfirlæknisins í
dagblöðunum voru næstum
ósýnilegar og fréttamenn út-
varpsins veigruðu sér greinilega
við að spyrja erfiðra spurninga.
Síðan hafa engir fjölmiðlar sagt
eitt einasta orð um þann válega
atburð að agaleysi ríkisspítala að
fara eftir settum reglum olli börn-
um varanlegu heilsutjóni. Og
þetta ábúðarmikla læknissuss
gerir þeim vissulega erfitt um vik
sem vilja ekki sætta sig þegjandi
og hljóðalaust við þá spillingu og
ranglæti sem rís fjöllunum hærra í
þjóðfélaginu. Þeir eiga á hættu að
vera sakaðir um „ábyrgðarleysi“,
„æsingar“ og það að særa við-
kvæmar tilfinningar fólks sem á
um sárt að binda. Þetta er klók
sálfræði þeirra landspítala-
manna. Og ágæt fyrir þá sem hafa
eitthvað að fela og eru hræddir
um stöðu sína. Nú tölum við ekki
meira um þetta börnin góð og allt
verður gott og blessað.
Friðhelgi
læknaveldisins
Að lokum langar mig til að
skjóta því vinsamlega að land-
lækni að endurskoða mótmæli sín
gegn staðhæfingu minni um
„sjálfdæmi og ofríki læknisstétt-
arinnar til að ráðskast með þjóð-
ina nánast að eigin geðþótta".
Þeir sem af hálfu Landspítalans
hafa haft samráð við yfirvöld í
þessu máli um leynd og týnda
ábyrgð eru áreiðanlega ekki
gangastúlkur eða sjúkraliðar.
Það eru topparnir. Læknarnir
ráða þar mestu. Er það tilviljun
að þagað sé um „mistök“ sem
valda örkumlum fólks þegar um
heilbrigðisstofnanir er að ræða?
En það hefði ekki gerst ef aðrar
stofnanir hefðu átt í hlut t.d.
skólar eða frystihús. Það er svo
augljóst að hvert mannsbam í
landinu skilur það. En svo hljóð-
lát er lotning hárra sem lágra fyrir
öllu því sem læknirigum viðkem-
ur að æðstu embættismenn, eins
og ríkislögmaður og ráðherrar,
sjá greinilega ekkert athugavert
við það að leyna þjóðina afdrifa-
ríku hirðuleysi - „mistökum“ -
þeirra stétta og stofnana sem hafa
hvorki meira né minna en líf
þjóðarinnar í hendi sér og jafnvel
framtíð kynstofnsins að auki.
Að lokum þessar spurningar út
í tómið áreiðanlega: Er það ekki
skylda yfirvalda að gera almenn-
ingi ýtarlega grein fyrir þessum
atburðum? Ber enginn neina
ábyrgð? Og verður ekki
heilbrigðisráðherra að sanna það
rækilega að ekki sé í þögninni fal-
ið annað mál í þessum dúr?
Verða yfirvöld ekki að átta sig á
því að það er fólk í landinu?
Orsök atburðarins, aðþvíer landlœknirfullyrðir, er
sem sagtsú að ekki varfarið að settum reglum. Þess
vegna er ekki um óviðráðanleg „mistök“ að rœða,
heldur einfaldlega það sem á skiljanlegu máli er kall-
að „vanrœksla“, „kœruleysi“, „trassaskapur“,
„hirðuleysi“ ogsvoframvegi. “
Laugardagur 8. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7