Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN- / f^efuröu trú á verulegri vaxtalækkun næstu mánuöina? Jón Dan Jónsson ellilífeyrisþegi: Nei, ég hef ekki nokkra trú á því. Svona nokkru held ég að mark- aðurinn verði að ráða. Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri: Eitthvað trúlega, en ekki mikið. Vextirnir eru í hæsta lagi núna. Þorbjörg Þórðardóttir myndlistarmaður: Ja, ég ætla bara að vona það! Stórmál fyrir okkur skuldarana. Álfheiður Ingadóttir framkvæmdastjóri: Ég vona það. Og til þess hélt ég að þessi ríkisstjórn ætti að vera. Emma Ottósdóttir afgreiðslukona: Ég hef takmarkaða trú á því. Vex- tirnir eru allt of háir núna, en ég er svartsýn á að eitthvað stórt verði gert í þeim efnum. Laugarselsdrekinn á samsýningunni á Kjarvalsstöðum. Myndir: E.ÓI. Barnasýning Eg, þú og við öll saman Fyrsta samsýning á myndverkum barna á dagvistarheimilum hefst á Kjarvalsstöðum í dag etta er í fyrsta sinn sem haldin er samsýning á myndverkum barna á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar, en hcimilin hafa áður haldið einkasýningar, sagði Fanný Jónsdóttir, deildar- stjóri fagdeildar hjá Dagvist barna, er tíðindamenn Þjóðvilj- ans kíktu inn á upphenginguna í gær, en „barnasýning“ þessi hefst í dag og stendur til 23. þessa mán- aðar. Á sýningunni eru verk frá 61 dagheimili, bæði verk sem krakk- arnir hafa gert ein og sjálf og eins hópverk, og því kannski ekki hlaupið að því að tiltaka fjölda listamannanna. En víst er um það að baklandið er stórt eins og stundum er sagt á vondu máli; börnin á dagvistarheimilum borgarinnar munu vera eitthvað nálægt fjórum þúsundum. Á þessum heimilum eru börn frá þriggja mánaða aldri og allt upp í tíu ára; að vonum eiga þau alyngstu ekki verk á þessari sam- sýningu, en yngsti málarinn er ekki nema níu mánaða gamall að sögn Fannýar. Og klessumál- verkið hans sómir sér vel innan um verk eldri kollega. Fanný sagði að sýningin hefði orðið til með stuttum fyrirvara. Sýningaraðstaðan bauðst fyrir tveimur vikum, en að vísu er lengra síðan til tals kom að láta verða af svona nokkru. • Sýningin er því ekki tilefni myndverkanna, heldur var til sægur af þeim á heimilunum. Og fyrir bragðið var gerlegt að drífa sýninguna upp þótt fyrirvarinn væri skammur. Fjögur þemu eru á sýningu barnanna á Kjarvalsstöðum: ævintýri; ég, þú og við öll saman; landið mitt; og Ieikur með liti og form. Fanný sagði að með sýn- ingunni gæfist kærkomið tækifæri til að miðla því starfi sem unnið er á heimilunum til almennings. Tækifæri til að sýna uppeldisstarf sem fléttar saman umönnun, þjóðlega menningu, og fræðslu, og því væri þetta átak fagdeildar- innar til komið. jjs Fanný meö grýlu ættaða frá Hlíðaborg, en grýlan sú arna var búin til undir formerkjum þemans um jólin í gamla daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.