Þjóðviljinn - 08.10.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.10.1988, Qupperneq 5
Menn geta fokið fyir en varir Þjóðviljinn ræðir við SteingrímJ. Sig- fússon landbúnaðar- og samgönguráð- herra um verkefnin framundan og stjórnarsamstarflð Steingrímur J. Sigfússon er 33ja ára gamall. Hann var fyrst kosinn á Alþing 1983 sem þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra. Eftir síðustu alþingis- kosningar 1987 varð hann for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Nú þegar hann er orðinn ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er ekki úr vegi að forvitnast um áform hans sem ráðherra og hvað honum finnst um stjórnarsamstarfið. - Liggur eitthvað annað fyrir en niðurskurður í landbúnaðarm- álum á íslandi í dag? Menn halda oft að landbúnað- urinn sé ekkert annað en hefð- bundni búskapurinn, kannski bara sauðfjárræktin. Innan land- búnaðarins eru líka greinar sem eru að vaxa og geta gefið af sér tekjur og störf í ríkari mæli á komandi árum. Par má nefna skógrækt og fiskeldi sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið í verulegum mæli. Ég er ekkert svartsýnn á það að loðdýraræktin geti komið upp aftur þegár verð lagast, og ánægjuleg frétt þaðan er að verð á minkaskinnum, sem hefur verið þokkalegt undanfarin ár, fer enn hækkandi. Ef þessi þróun heldur áfram gæti það aukið tiltrú manna á þeirri atvinnugrein. Þannig að það er síður en svo að landbúnaðarráðu- neytið sé einhliða samdráttar- ráðuneyti. Það hafa að vísu verið miklir erfiðleikar vegna aðlögunar framleiðslunnar að markaðsað- stæðum á undanförnum árum. En vonandi sér fyrir endann á því að minnsta kosti í mjólkurbú- skapnum þannig að hann komist í jafnvægi og vonandi styttist einn- ig í það í sauðfjárræktinni að við getum hætt að draga þar saman. í sauðfjárræktinni eru að vísu mikil vandamál varðandi/skipu- lag framleiðslunnar oa þar er mikið verk óunnið. Það þarf að skipuleggja hana betur og koma henni í betra samræmi við land- kosti og tryggja eðlilega afkomu þeirra sem í greininni starfa. Pað verður eitt af mínum fyrsju stóru verkefnum að setja starf igang á því sviði, þetta tengist líka|áform- um ríkisstjórnarinnar um alhliða landnýtingaráætlun og stórátak á sviði landgræðslu og skógræktar. Efling landgræðslu - í sumar var Landgræðslan búin með sín verkefni mjög snemma og hafði ekki fjármagn til að nýta sinn tækjakost til fulls og maður hefur líka heyrt að í þessu sambandi sé ekki verið að tala um mjög stórar upphæðir. Má eiga von á því að landgræðsla verði efld? Ég mun tvímælalaust gera þá tillögu og tel að það þurfi að auka beinar fjárveitingar í þetta verk. Það er alveg rétt sem þú segir að fasti kostnaðurinn er allur fyrir hendi, tækin til að annast fræ- dreifinguna eru fyrir hendi, þannig að þetta er nánast bara spurning um efniskaup. Störfin eru að verulegu leyti unnin í sjálf- boðavinnu og þar af leiðandi gera nokkrir tugir miljóna til eða frá mjög mikið í þessum efnum. Ef við næðum þessu upp í það sem var þegar best lét á tímum þjóð- argjafarinnar þá myndi það verða mikil breyting. Síðan tel ég að það þurfi að afla sérstakra tekna í þessum efnum jafnvel með sér- merktum tekjustofni. Þetta er slíkt stórmál fyrir land og þjóð og ég er að láta athuga það þessa dagana hvaða möguleikar eru færir. - Menn eru almennt sammála um að stór hluti byggðarvanda- málsins á Vestfjörðum og Austfjörðum séu samgöngur sem eru ekki í takt við tímann. Hver verður forgangsröðin í gerð jarð- ganga? Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa haft algera forystu um stefnumörkun og tillöguflutning í jarðgangamálum á undanförnum árum. Það eru eru 4-5 ár síðan að Alþýðubandalagið tók þessi mál upp á þingi í formi tillöguflutn- ings, og fyrir um fjórum árum fluttum við ítarlega tillögu í sam- vinnu við þingmenn annarra flokka um stefnumörkun í jarð- gangamálum og langtímaáætlun á því sviði. Við höfum síðan fylgt þessu eftir og eigum þátt í þeirri hreyfingu sem er komin á þessi mál. Þingflokkurinn gerði síðan samþykkt á fundi á Hallormsstað í haust um að leggja þetta fram á þingi í haust sem eitt af sínum stóru baráttumálum. Ég er að láta athuga í Vega- gerðinni hvernig best er að koma ákveðinni gjaldheimtu fyrir varð- andi jarðgangnagerð og er þá jafnvel að hugsa um fleiri stór- átök í samgöngumálum sem yrðu sameinuð í sérstökum stórverk- efnaflokki. Þar gætu verið stærstu brýrnar og stærri ytri sam- göngumannvirki hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta ásamt jarð- göngunum, sem auðvitað eru stærsti þátturinn, yrði síðan fellt Mynd: Þóm inn í langtíma áætlunina, kannski með sérmerktri tekjuöflun. Hvað framkvæmdahraða snertir vil ég miða að því að áætl- unin geti orðið samfelld, þannig að um leið og sprengingum lýkur í Ólafsfjarðarmúla um 1990- 1991, geti þær hafist á næsta stað, væntanlega á Vestfjörðum. Þannig skarist undirbúningur og frágangur verkanna og unnið sé samfellt í sprengingum og öðrum framkvæmdum í jarðgangagerð. Þetta er framkvæmdaáætlun upp á 250-300 miljónir á ári þannig að hér er um stórátak að ræða sem horft er til miklum vonaraugum og sennilega eitt stærsta byggð- armálið sem snertir Vestfirði, Austfirði og Norðurland og við erum að ræða þann möguleika að klára þetta á næstu 15 árum. Stjórnarsamstarfið - Nú var töluvert um það deilt í Alþýðubandalaginu hvort það ætti að fara í þessa stjórn eða ekki og miklar umræður áttu sér stað í miðstjórn. Hvað vilt þú sjá eftir þessa stjórn þegar stjórnarsam- starfinu lýkur sem réttlætti það að fara inn í hana? Ég vil að minnsta kosti að það liggi fyrir og verði ekki vefengt að við hefðum reynt allt sem við gát- um til að koma okkar málum áleiðis. Ég vil hins vegar ekki blekkja neinn og mun ekki gera það í samtölum mínum við okkar fólk, að þessi innganga okkar var erfið og það er afareðlilegt að hún skuli vera umdeild. Það eru vissar hættur sem felast í erfiðri stöðu ríkissjóðs og vondri að- komu að mörgu leyti. Það er sem- sagt viss hætta á því að okkur tak- ist ekki, eins og vonir eru bundn- ar við, að koma okkar stefnumál- um í framkvæmd. Hvað mína málaflokka snertir veit ég að margir binda vonir við að nú takist að hrinda af stað stór- átaki í samgöngumálunum al- mennt. En það liggur alveg fyrir að það verður erfitt að komast langt með þau mál, alla vega á næsta ári - jafnvel þó menn séu tilbúnir til nýrrar tekjuöflunnar sem virðist vera forsenda þess að menn komist lönd eða strönd. Þetta gæti orðið svona víðar til dæmis varðandi félagslega þjón- ustu og menntamál. En sem bet- ur fer bindur fólk töluverðar von- ir við tilkomu okkar í stjórn og það vonar að við getum fært eitthvað til betri vegar. í ljósi þessara erfiðu aðstæðna get ég ekki óskað mér annars, þegar upp verður staðið, en þess að við höfum þá sýnt að hefðum gert allt sem við gátum til að koma okkar málum áleiðis. - Voru kosningar í stöðunni vondur kostur, var ekki tími til þeirra eða þorðu menn ekki í kosningar? Við vorum tilbúnir í kosningar, erum það og verðum hvenær sem er í þessu stjórnarsamstarfi. Eðli málsins samkvæmt eru menn til- búnir í kosningar fyrirvaralaust. Meirihlutinn er tæpur og menn ganga ekkert að því gruflandi að þetta getur orðið stormasamt. Þannig að menn eru ekkéft endi- lega að flýja kosningar í langan tíma með því að fara inn í þetta stjórnarsamstarf. Það lá hins vegar alveg ljókt fyrir að það varð að grípa til til- tekinna ráðstafana til þess hrein- lega að hjól atvinnulífs og mann- lífs héldu áfram að snúast og ég held að enginn flokkur hefði í al- vöru getað neitað þeirri staðr- eynd að það var ekki bara hægt að rjúfa þing í rólegheitum og boða til kosninga eftir 1-2 mán- uði og sjá svo til hvað út úr þeim kæmi og eyða öðrum tveimur mánuðum í stjórnarmyndun. Ég held að enginn, að minnsta kosti úti á landsbyggðinni, hefði viljað horfast í augu við þær hræðilegu afleiðingar sem orðið hefðu af því. Þannig að jafn eðlilegur og skiljanlegur áhugi manna var og er á því að gera upp við síðustu ríkisstjórn er hitt jafn ljóst að óhjákvæmilegt var að grípa til ráðstafana. Ökkar mat var að af tvennu illu væri miklu betra að fara inn í ríkisstjórnina og hafa' hönd í bagga með það hvernig með mál yrði farið. - Þú ert sennilega með yngri mönnum sem sest hefur í ráð- herrastól á íslandi, hvernig legst starfið í þig? Það leggst heldur vel í mig. Ég sé fram á það í fyrsta lagi að hafa óhemju mikið að gera og það þykir mér gott og í öðru lagi hef ég gaman af áflogum og geng að þessu með því hugarfari að fórna mér öllum í þetta starf og gera mitt besta. Þannig að ég geti alla vega ekki ásakað sjálfan mig fyrir að hafa ekki reynt heiðarlega. Mér er hins vegar ljóst að þetta verður erfitt, aðkoman er ekki mjög góð að öllu leyti, það hefur ýmsum málum verið rúllað á undan sem einhverntíma þarf að taka á. Ég er þannig skapi farinn að égyil taka á málum strax. Með þessu er ég ekki að ásaka forvera mína því ég veit að þeir hafa þurft á brattann að sækja með sín mál undanfarið. Ég geri mér vel grein fyrir því að það er hvasst þarna uppi á toppnum og menn geta fokið þaðan fyrr en varir, en ég held að það þýði ekkert annað en að ganga að þessu eins og hverju öðru verki. -hmp Laugardagur 8. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.