Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 13. október 1988 224. tölublað 53. árgangur Alþingi Huldumaður í kassanum Nefndarbingó íneðrideild. Stjórnin meðfullthús ogfékk meirihluta í öllum nefndum. Möguleikarnir 11512 að þetta geti gerst Mikil spenna ríkti í neðri deild Alþingis í gær þegar skipað var í nefndir deildarinnar. Stjórn og stjórnarandstaða eiga hvor um sig 21 fulltrúa í deildinni og komu fram tveir listar í allar nefndir. Þetta þýðir að hlutkesti varð að eiga sér stað um oddamann nefndanna og sá fáheyrði atburð- Fantafilma Eintaká leiðinni Sjónvarpið ber sig eftir norskri kvikmynd um kynferðislega mis- notkun á börnum. Hefur vakið athygli og umrœður íNoregi og Danmörku - Við erum búin að panta skoðunareintak og eigum von á því fljótlega, sagði Rúnar Gunn- arsson, fulltrúi framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, er hann var inntur eftir því hvort stofnunin hefði borið sig eftir nýgerðri kvikmynd Norðmanna um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Myndin hefur nú verið sýnt í Danmörku auk heimalandsins, og vakið fádæma athygli og um- ræður. Myndin var gerð að frumkvæði norskra stjórnvalda með forsæt- isráðherrann, Gro Harlem Brundtland, fremsta í flokki. Ætlunin er að dreifa henni víða um lönd og sér skrifstofa í London um þá hlið mála, en hingað kemur myndin væntan- lega sem „skiptimynd" í Nordvis- ion að sögn Sjónvarpsmanna. HS ur gerðist að stjórnin vann þau öll níu talsins. Hlutkestið fór þannig fram að neðstu menn á lista stjórnar og stjórnarandstöðu veiddu kúlur úr kassa á borði forseta neðri deildar. Þegar stjórnarliðar höfðu fengið hærri tölu í þriðja skipti fór að koma skrýtinn svipur á marga. Eftir því sem leið á nefndarkosninguna fór þing- heimur svo að hlæja að öllu sam- an. Þegar stjórnarliðar höfðu feng- ið meirihluta í fimm nefndum kvaddi Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins sér hljóðs. Hann sagði að nú þegar komið væri fram yfir miðja kosn- ingu væri komið í ljós að stjórnin hefði ekki meirihluta í þinginu, hún hefði því verið mynduð á fölskum forsendum og það harm- aði hann. Huldumaðurinn væri ekki kominn fram og hann spyrði því eins og forseti deildarinnar hefði gert fyrr á fundinum í öðru samhengi: „Saknar enginn félaga síns?" Þingmenn létu ýmsar glósur fjúka á milli hlátursroka sinna og ma. spurði Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokki Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra hvort ekki yrði bónustala með í spilinu. Aðrir héldu því fram að huldu- maðurinn væri í kúlukassanum. Þegar því var skotið að Albert Guðmundssyni þegar hann var í ræðustól sagði hann að þá væru fleiri þingmenn í salnum en lög gerðu ráð fyrir og kosningin því ólögleg. -hmp (gær var verið að landa úr togaranum Ásgeiri RE180 tonnum af blönduðum afla. Áður en skipað er upp þarf að flokka aflann í stæður. Jim Smart var staddur niðri í lest togarans og festi á filmu átökin við að stafla kössunum. Samgönguráðherra Viljum engan herflugvöll SteingrímurJ. Sigfússon slíturformlega viðrœðum við bandaríkjaher og flotastjórn NATO um gerð varaflugvallar stað á tveimur fundum í desemb- Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur slitið öllum formlegum viðræðum við fulltrúa bandaríkjahers og flotastjórnar Atlantshafsbandalagsfhs um gerð varaflugvallar í samvinnu við þessa aðila. Ráðherrann segir engar framkvæmdir fyrirhugaðar í þessum efnum og því hafi við- ræðum verið slitið. Það var í nóvember árið 1986 sem þáverandi samgönguráð- herra, Matthías Bjarnason, skipaði tvo fulltrúa, sem ásamt fulltrum frá utanríkisráðuneyt- inu, skyldu taka þátt í viðræðum við fulltrúa bandaríkjahers og flotastjórnar NATO um gerð varaflugvallar hér á landi og hugsanlega þátttöku bandaríkja- hers í því skyni. Viðræður þessara aðila áttu sér er 1986 og aftur í janúar 1987, en þá skiluðu íslensku fulltrúarnir greinargerð um viðræðurnar til viðkomandi ráðherra. Engar við- ræður hafa átt sér stað milli þess- ar aðila síðan. -lg- Johann vann Kortsnoj Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Borgarleikhúsið í gær og var greinilegt að skák þeirra Viktors Kortsnojs og Jóhanns Hjartarsonar dró að sér athygli mörlandans. íslendingum er nefnilega í fersku minni viður- eign þeírra í Kanada fyrr á árinu. Er skemmst frá því að segja að Jóhann sigraði. Kortsnoj lék hví- tum mönnum og upp kom staða sem þeim fjandvinum er mætavel kunn frá því í St. John. Kortsnoj sótti en ætlaði sér um of gegn traustum vörnum Jóhanns. Hinn roskni baráttujaxl játaði ósigur sinn þegar við blasti drottningar- ellegar hróksmissir. Helgi Ólafsson skýrir þessa skák og viðureign Margeirs og Kasparovs í dag. Sjá bls 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.