Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 7
MENNING N emendaleikhúsið Einþáttungar Brechts og loneskos Smáborgarabrúðkaup og Sköllótta söngkon- an frumsýnd í Lindarbæ á sunnudag Fjórða árs nemar í Nemenda- leikhúsinu frumsýna fyrsta leikverk sitt í vetur í Lindarbæ á sunnudagskvöld. Það eru ein- þáttungarnir „Smáborgarbrúð- kaup“ eftir Bertolt Brecht og „Sköllótta söngkonan" eftir lon- esko. Leikstjóri er Bríet Héðinsdótt- ir en leikarar eru 8 talsins, þau; Bára Magnúsdóttir, Christine Carr, Elfa Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafs- dóttir. Þýðandi einþáttunganna er Þorsteinn Þorsteinsson. Leik- mynd hannaði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Egill Árnason sér um ljós, Ólafur Om Thoroddsen um tæknimál og Hilmar Örn Hilmarsson um leikhljóð. Það ætti að vera óþarfi að kynna þessa heimsþekktu höf- unda, Brecht og Ionesko en for- vitnilegt verður að sjá hvernig leiklistarnemar koma verkum þeirra til skila. Prúðbúið fólk í Smáborgarabrúðkaupi Brechts. Útgáfa Ungir og efnilegir Mikil þátttaka í ljóða- og smásögukeppni framhaldsskólanema Útgáfufélag Framhaldsskól- anna og Ríkisútvarpið stóðu fyrir Ijóða og smásögukeppni í öllum framhaldsskólum á islandi í vor sem leið. Gífurlegt magn af efni barst, sem þau Einar Kárason, Sjón og Hildur Bjarnadóttir dóm- arar grisjuðu af natni. Veitt voru þrenn verðlaun í hvorum flokki í beinni útsend- ingu á Rás tvö að heildarupphæð 75 þúsund krónur. Verðlauna- sætin skipuðu: Ljóð: 1. v. titillaust eftir Úlf- heiði Dagsdóttur, Menntaskól- anum við Sund. 2. og 3. v. Sjálfsalar og Til baka, eftir Baldur A. Kristinson, Menntaskólanum í Reykjavík. Smásögur: 1. v. Olga í sjamp- anum, eftir Sigurgeir Orra Sig- urgeirsson, Fjölbrautaskólanum í Reykjavík. 2. v. Kattardansinn eftir Sindra Freysson. Menntaskólanum í Reykjavík. 3. v. féllu í hlut tveggja: Á el- leftu stundu, eftir Sigurð H. Páls- son, Menntaskólanum Hamra- hiíð, og Uppgjör Ijóss og myrk- urs, eftir Guðmund Frey Úlfars- son, Verslunarskóla íslands. Auk vinningsverka valdi dómnefndin einar sex smásögur og ellefu ljóð til birtingar í næstu bók Úff: Ljóð: Að fjarlægjast vin, eftir Þorkel Ágúst Óttarsson, Fram- haldsskólanum Vestmannaeyj- um. Ekki er allt sem sýnist, eftir Eirík H. Thorstensen, Mennta- skólanum í Reykjavík. He-man eftir Þorstein S. Guðjónsson, Fjölbrautaskólanum í Breiðlti. Hljóður viður í gömlu húsi, eftir Melkorku Theklu Ólafsdóttur, Menntaskólanum í Reykjavík. Myrkur, eftir Gunnar B. Mel- sted, Verslunarskóla íslands. Sambýli eftir Ásgeir Eyþórsson, Menntaskólanum Ákranesi. Versnandi fer, eftir fyrrnefndan Baldur A. Kristinsson. Titillaust, eftir Úlfhildi Dagsdóttur áður- nefnda. Vetrarkvöld, eftir Skúla B. Gunnarsson, Alþýðuskólan- um Eiðum. Þú, eftir Njörð Snæ- hólm, Menntaskólanum í Kópa- vogi. Ævintýri handa Daniil Kharms, eftir Jón Gnarr, Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Smásögur: Forboðnir ávextir bragðast best, eftir Andra Lax- dal, Menntaskólanum Hamra- hlíð. Fyrirsætan, eftir Ólaf Gunnteinsson, Verslunarskóla íslands. Hetjan, eftir Aðalstein Valdimarsson, Verslunarskóla íslands. Raunir í morgunsárið, eftir Auði Magnúsdóttur, Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Titil- laus, eftir títtnefnda Úlfhildi Dagsdóttur, Menntaskólanum við Sund. Við, eftir fyrrnefnda Melkorku Theklu Ólafsdóttur, Menntaskólanum í Reykjavík. T extílvinnustofa Andrew Mark, sellóleikari, Brenda Moore Miller, píanóleikari. íslenska hliómsveitin Kammertónleikar í Gerðubergi 4 grænar og 1 svört í sófa í textílvinnustofunni „4 grænar' og 1 svört í sófa“, að Iðnbúð 5, Garðabæ, standa nú yfir nám- skeið í tauþrykki. Á námskeiðum eru unnin alls kyns munstur, þrykkt, málað og teiknað á efni. Únnir eru bæði nytjahlutir og myndverk, allt eftir óskum og áhuga þátttak- enda. Næstu námskeið verða frá 18. október til 17. nóvember (þriðjudags- og fimmtudags- kvöld) og frá 31. október til 30. nóvember (mánudags- og mið- vikudagskvöld). Textílvinnustofan „4 grænar og 1 svart í sófa“ hefur starfað í rúmt ár. Að henni standa 4 konur, Björk Magnúsdóttir, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, Ingiríður Óð- insdóttir og Ragnhildur Ragnars- dóttir. Þær hafa aliar lokið námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á vinnustofunni eru til sölu myndverk unnin í textíl og ýmsir nytjahlutir, svo sem púðar, rúm- teppi, töskur, silkislæður o.fl. Vinnustofan er opin sem hér segir: Fimmtudögum kl. 14-18, og laugardögum kl. 10-14, og einnig eftir samkomulagi. Sími vinnustofunnar er 40711. Úr vinnustofunni. Fimmtudagur 13. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Áttunda starfsár íslensku hljómsveitarinnar hefst með tón- leikum, sem skipulagðir hafa ver- ið í samvinnu við Menningarmið- stöðina Gerðuberg; Menningar- stofnun Bandaríkjanna og Tón- listarskólann í Reykjavík. Tón- leikarnir verða í Gerðubergi nk. sunnudag, (16. okt.) og hefjast kl. 16.00. Sérstakir gestir tón- leikanna verða þau Brenda Mo- ore Miller píanóleikari og Andrew Mark, cellóleikari. Efnisskrá tónleikanna er þessi: Claude Debussy, Sónata: Pro- logue, Serenade et Finale. Róbert Schumann, Fimm þættir í alþýðustíl: Mit Humor. Langsam, Nicht schnell, Nicht zu rasch, Stark und markirt. Samuel Barber, Sónata op. 6: Allegro ma non troppo, Adagio/ Presto, Allegro appassionato. Ludwig van Beethoven: Tólf tilbrigði um stef úr óratóríunni „Judas Maccabæus“ eftir Hand- el. Dimitri Sjostakovitsj, Sónata í d-moll op. 40: Allegro non troppo, Allegro, Largo, Allegro. - mhg Tónleikar Dúó Guðnýjar og Gunnars Þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran cellóleikari hafa verið á tónleika- ferð um landið síðustu dagana. í kvöld leika þau í Sal Grunn- skólans á ísafirði kl. 20:30, og í Borgarneskirkju á sunnudaginn 16. október kl. 16 síðdegis. Á efnisskránni verða dúó fyrir fiðlu og celló eftir Haydn, Jón Nordal, Hándel-Halvorsen og Kodaly.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.