Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Konumar koma Varla deilir nokkur maður í alvöru um að kvenmenn eru að mörgu leyti settir skör neðar en karlmenn í íslensku samfélagi. Skoði menn upplýsingar um tekju- dreifingu eða athugi kynferði þeirra sem gegna svoköll- uðum ábyrgðarstörfum, kemur fljótt í Ijós að enn helga karlmenn sér ákveðin svið og miklum erfiðleikum er bundið fyrir kvenmenn að gera sig gildandi á þeim vettvangi. Niðurstöður úr slíkri athugun hafa komið sumum til að halda að mismunun eftir kynferði sé grunnmúruð í samfélagsgerð okkar. Þetta á að sjálf- sögðu aðeins við um meðaltalstölur og það er sem betur fer unnt að benda á kvenmenn sem brotið hafa múrana, hafnað gömlum fordómum og sýnt í verki að forræði karlmanna er byggt á úreltum hugmyndum. íslenskir kvenmenn hafa líklega aldrei fyrr verið eins ákveðnir að breyta þjóðfélaginu. Krafan um jafnrétti kynjanna mætir reyndar ekki teljandi opinberum and- róðri en margir draga lappirnar í þeim efnum. En því miður er margt sem bendir til að enn sé töluvert í land, að enn þurfi að leggjast þungt á árar og róa af kappi áður en því takmarki er náð að mönnum sé ekki mis- munað eftir kynferði. Það miðar átakanlega hægt áfram en mjakast þó í rétta átt. Alþýðubandalagið hefur sett jafnrétti kynjanna á oddinn í baráttu sinni fyrir bættu þjóðfélagi. Því setti marga hljóða þegar Ijóst var að engin kona tæki við ráðherraembætti á vegum flokksins þegar hann tók sæti í ríkisstjórn. Engum blöðum er um það að fletta að í Alþýðubandalaginu er margir karlmenn, sem vel er treystandi til að gegna stöðu ráðherra með sóma, og þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon eru manna líklegastir til að verða bæði réttsýnir og duglegir ráðherrar. En hitt er líka Ijóst að í flokknum eru mjög margir kvenmenn sem eru ákaflega vel hæfir til að gegna stöðu ráðherra. Þau tíðindi eru því einstaklega gleðileg fyrir alla vel- unnara Alþýðubandalagsins að kona skuli vera kölluð til verka þegar flokkurinn skipar mann í valdamesta og virðulegasta embætti á alþingi íslendinga. Það eru stórtíðindi, ekki bara fyrir Alþýðubandalagsmenn eða annað baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna, að Guðrún Helgadóttir skuli hafa verið kjörin forseti sameinaðs þings. Því miður er forsetatign Guðrúnar aðallega frétt- næm fyrir það að hún er kona, því að reynsla hennar og fyrri störf eru á þann veg að enginn dregur í efa að hún sé vel að þessu virðulega embætti komin. Guðrún Helgadóttir er fyrst kvenna til að gegna embætti forseta sameinaðs þings. Það eykur þeim gleði, sem gera sér grein fyrir því að enn vantar mikið upp á að jafnrétti kynjanna hafi verið náð, að varaforsetar sameinaðs þings eru nú báðir kvenmenn. Ef fullkomið jafnrétti ríkti milli kynjanna hefði það heldur ekki verið talið fréttnmæmt að Margrét Frí- mannsdóttir er orðin formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. En vegna þess að hún er kona þykir það sérstökum tíðindum sæta. í fyrsta sinn í þingsögunni mun kvenmaður stjórna þingflokksfundum hjá flokki sem skipaður er fólki af báðum kynjum. Jafnréttissinnar gleyma því ekki svo glatt að Alþýðu- bandalagið kallaði engan kvenmann til verka þegar skipað var í ráðherraembætti. Kannski er ekki breytinga að vænta í þeim efnum fyrr en kvenmönnum í þingflokknum fjölgar. Og kannski kemur einhvern tíma sú tíð að engum finnst skipta máli hvort ráðherra er kvenmaður eða karlmaður. En hitt verður að sjálfsögðu einnig munað að hvorki Guðrún Helgadóttir né Margrét Frímannsdóttir voru látnar gjalda þess að þær eru ekki karlmenn þegar að því kom að tilnefna menn sem forseta sameinaðs þings og formann þingflokksins. ÓP ivijii x x uvj íslensk pólitík er frekar leiðinleg Við höfum orðið vitni að dramatískum upphlaupum í póli- tík að undanförnu, stjórnir hafa fallið og myndast í beinni út- sendingu í sjónvarpi, blöð standa dögum saman á öndinni yfir hugsanlegu, væntanlegu og mögulegu nefndakjöri á alþingi. Mætti ætla að flestum finnist þetta allt hin besta skemmtun. Þeir eru samt allmargir sem taka það fram að þeim sé ekki skemmt.Einn þeirra er Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sem Tíminn ræddi við um síðustu helgi. Hann segir meðal annars: „íslensk pólitík er frekar leiðinleg. Hún fjallar lítið um framtíðarsýn og hverjir mögu- leikar okkar eru, hvað er gott hjá okkur og hvað er slæmt og gengið í að lagfæra það. Allt drukknar í verðbólgu- og hagfræðikjaftæði, línuritum og vísitölu. Allt þetta þarf helst að vera á skiljanlegu máli“ Og skömmu síðar ítrekar hann þessi sömu viðhorf: „Þá er alvarlegur galli við pólitíska umræðu að hún snýst öll um vísi- tölu, verðbólgu og. slíkt. Hins vegar er öll framtíðarsýn eða langtímamarkmið látin liggja í láginni". Óttinn við framtíðina Það er margt til í þessu hjá Guðmundi. Það er ekki nema satt og rétt til dæmis, að það fer ekki mikið fyrir því nú um stundir að menn tali um framtíðarsýn og langtímamarkmið á pólitískum vettvangi. En það er ekki „hag- fræðikjaftæðinu" að kenna held- ur blátt áfram því að við íslend- ingar lifum í heimi sem hlakkar ekki til framtíðarinnar heldur er mannfólkið fyrst og fremst hrætt við hana. Smám saman héfur sá grunur verið að setjast að í sálarkirnun- um að við værum komin út á „endimörk vaxtarins“. Menn vita, þótt þeir ekki þori að viður- kenna það í verki, að ef allir halda áfram að keppa sem mest að því að auka þá neyslu, sem er flestum sú „framtíðarsýn" sem á að rætast strax í dag, þá verða auðlindir jarðar þurrausnar fyrr en varir. Þeir sem vonuðu að sós- íalisminn mundi finna önnur og betri svör við þessum vanda eins og öllum öðrum, hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna þess blátt áfram að byltingarríkin hafa færst á allt annan stað en efni stóðu til. Ekki svo að skilja að menn séu þar fyrir dæmdir til að kafna í vísitölulínuritum liðandi stundar - menn eru barasta ring- laðir og kvíðnir eins og er, hafa ekki náð áttum til verka. Hagfræðinga- kjaftæðið Það er líka rétt hjá Guðmundi, að það er ekki barasta leiðinlegt fyrir allan almenning þegar umæðan um stjórnmál fer öll fram undir merkjum hagfræðinn- ar og á hennar tungumáli. Það er líka um leið viss lítilsvirðing í slíku ástandi fólgin : með því tali er fólki eins og haldið utan dyra, það hálfpartinn gert ómyndugt, eins og hvíslað að hverjum og, einum: þú hefur nú ekkert vit á þessu greyið mitt. Farðu bara og horfðu á Dallas. En þetta leiðindaástand er ekki beinlínis að kenna hagræð- ingunum sjálfum eða einskonar samsæri þeirra. Ef þeir og þeirra hugtök og tungutök eru komin í miðju umræðunnar, þá stafar það blátt áfram af því að þeir hafa verið settir þar niður. í felum á bak við vísindin Ástæðan er ekki síst sú, að eftir að menn höfðu lengi þusað um það hve pólitíkin væri full af geð- þóttaákvörðunum og ábyrgðar- leysi atkvæðaveiðara, þá vildu menn trúa því, að hægt væri að finna einhver vísindi um samfé- lagið sem væru upp yfir hagsmunapot hafin. Og hag- fræðin hafði tilburði til þess að gegna því hlutverki - hún vildi bæði útskýra það sem gerst hafði í efnahagslífi og um leið sjá fyrir hvað mundi gerast og hún talaði á máli sem sýndist ógn virðulegt. Mörgum fannst í þessari vísinda- trú, að hagfræðin gerði óþarfa bæði stjórnmálaflokka og stríð um kaup og kjör. Maður hefur svosem séð fjölmiðla rjúka upp með það, að það hljóti að vera hægt að finna einhverja formúlu fyrir greiðslugetu atvinnuveg- anna og þar með því hvað hver og einn á að hafa í kaup. Heimska reyndar að vera að þræta um ann- að eins. Þetta er angi af því að láta sér sjást yfir að samfélagið er saman sett úr lifandi einstak- lingum, sem eru um margt svo ófyrirsjáanlegir í hegðun sinni að það gæti ært hvern ábyrgðar- mann í þjóðfélaginu í framhaldi af þessu finnst bæði stj órnmálamönnum og verklýðs- foringjum það um margt hag- kvæmt að fela sig á bak við hag- fræðinga. Þeir vita að skjólstæð- ingar þeirra ætlast til mikils af þeim og það strax. Þeir vita líka, að það er hægara sagt en gert að standa undir þeim kröfum. Því er gráupplagt að færa sér í nyt vís- indahjátrú samfélagsins, skjóta öllu til „hagfræðinga", láta þá reikna fram og aftur þangað til allir eru orðnir þreyttir og ringl- aðir og dasaðir og vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar loks er kveð- inn upp yfir alþjóð hinn hagfróði úrskurður: Nei, þetta er því miður ekki hægt núna. Kannski seinna, þeg- ar betur stendur á . ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rit8tJórar:ÁrniBergmann,MöröurÁrnason,ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SiguröurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Utlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjórhBjörn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúlaö, símar681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. /erð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 13. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.