Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.10.1988, Blaðsíða 12
-SPURNINGIN— Telurðu að atvinnu- ástandið fari versnandi í vetur? Gísli Jónsson afgreiðslu- maður: Þaö er viðbúið að atvinna minnki eitthvað í haust eftir þá þennslu sem búin er að vera undanfarin ár. En ég er bjartsýnn á betri tíma, um annað er ekki að ræða. Rasmus Rasmussen víra- maður: Nei, það held ég ekki. Ég er búinn að vera hér á landi í 33 ár og hef aldrei verið í erfiðleikum með vinnu og hef ekki trú á að það breytist nokkuð í vetur. Agnar Elíasson bílstjóri: Nei, en þó verður maður var við kreppueinkenni í þjóðfélaginu. Fólk hefur mun minni peninga á milli hand- anna en oft áður. Samdrátturinn í dag er tímabundinn og ég held að allir hafi nóg að gera í vetur. Jón Ægir Jónsson vélstjóri: Ekki hjá okkur vélstjórum. Þar vantar alltaf menn. Almennt verður maður var við svartsýni í atvinnumál- unum en hvort það gengur eftir er svo annað mál sem ég treysti mér ekki til að spá um. Sveinn Pétursson fiskmats- maður: Ég er ansi hræddur um að það verði erfitt í vetur. Þenslan er búin og ástandið er alvarlegt. Allsstaðar eru fyrirtæki að fara á hausinn og önnur eiga í geysilegum erfiðleikum. m þlÓÐVIUINN Fimmtudagur 13. október 1988 224. tölublað 53. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Starfsfólki Nóa & Síríus býðst nú ásamtfjölda starfsfólks í matvælaiðnaði þátttaka í starfsnámi sem hækkar mánaðarlaun þeirra um 2.788 krónur. Matvœlaiðnaður Fagmenntun starfsfólks Kennsla þegar hafin íHafnarfirði og í Reykjavík. Pátttaka hœkkar mánaðarlaunin um 2.788 krónur. Ríkið styrkir námskeiðahaldið um 15 miljónir króna Nýlega hófst starfsnám starfs- fólks í matvælaiðnaði í Hafn- arfirði og í Reykjavík en seinna í mánuðinum á Akureyri. Með þessu námskeiði er kominn fyrsti vísir að fagmenntun almcnnra starfsmanna í matvælaiðnaði. Um 350 manns eru við nám í fyrsta hluta námskeiðsins hér syðra og 100 hafa skráð sig á Ak- ureyri en hátt á þriðja þúsund manns eiga kost á þessu starfs- námi. Að sögn Halldórs Grönvolds hjá Iðju félagi verksmiðjufólks náðist samkomulag um fræðslu og starfsþjálfun í matvælaiðnaði við atvinnurekendur í kjara- samningunum sl. mars og er starfsnámið liður í þeirri fram- kvæmd. Ríkissjóður styrkir námskeiðahaldið um 15 miljónir króna og ennfremur hefur verið samið um námskeiðaálag eða launahækkun þeim til handa sem þátt taka í námskeiðinu sem nem- ur um 2.788 króna hækkun mán- aðarlauna. Með þátttöku í slíku námskeiði er stefnt að betri starfsmögu- leikum, aukinni verkkunnáttu og þekkingu tengdri starfi og starfs- umhverfi auk þess sem lagður er grunnur fyrir frekara nám fyrir þá sem áhuga kunna hafa á því. Námskeiðið er haldið á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks og hefur verið vel til þess vandað en umsjón með framkvæmd og upp- byggingu þess hefur Iðntækni- stofnun íslands. Starfsnámið nær til fjölmargra þátta sem ætlað er að kynna og vekja áhuga starfsmanna í þessari atvinnugrein á ýmsu því sem varðar störf þeirra, starfsum- hverfi og réttarstöðu. Þátttak- endur fá almenna faglega og fé- lagslega fræðslu um matvæli og matvælaiðnað sem nýtast mun jafnt öllum sérsviðum matvæla- iðnaðarins. Megintilgangurinn er að auka og bæta verkkunnáttu og þekkingu starfsmanna á þeim störfum sem unnin eru í iðnaðin- um með það að markmiði að ná fram bættu vinnuskipulagi, auknum gæðum og meiri verð- mætasköpun. Jafnframt á það að stuðla að frekari áhuga og öryggi starfsmanna, bættum kjörum og vellíðan í starfi. Á fyrstu námskeiðunum fer kennslan fram í Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði en í Reykja- vík fer fyrri hluti námskeiðisins fram í Menntaskólanum við Sund en síðari hlutinn í Kennarahá- skóla íslands. Á Akureyri verður kennt í Iðnaðarhúsinu. Hvert námskeið er í heild 40 stundir og Kennsla er þegar hafin í vísi að fagmenntun starfsfólks í matvælaiðn- aði og hlýddi áhugasamur hópur á kennara sinn í MS á dögunum. Mynd: E.ÓL. fer fram í 10 fjögurra stunda ein- ingum. í hverri námseiningu er ýmist ein eða tvær námsgreinar. Kennt er síðdegis og á laugar- dögum og er áætlað að námskeið- ið taki um 10 vikur. Rétt til að sækja námskeiðin eiga allir fé- lagar í Landssambandi iðnverka- fólks og Verkamannasambandi íslands. Forgang hafa þó þeir starfsmenn sem unnið hafa í að minnsta kosti eitt ár hjá sama fyr- irtæki. -grh Af hverju er Tyið erum búnir að Við mamma önsum ekki allt stopp? finna heimili huldu: I fólksins hérna í svona rugli. Hvað þykist þið hafa fyrir ykkur?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.