Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 2
Þjóðkirkjan Kirkjuþing sett í dag ____________FRETTIR____________________ Afkoma Hækkanir í verðstöðvun Fjölmargar vörutegundir hafa hœkkað í verði. Georg Ólafsson: Mis- skilnings gœtir á framkvœmd þeirrar verðstöðvunar sem nú er í gildi Skipulag kirkjunnar hefur ekki fylgt eftir þeim miklu breytingum sem orðið hafa í byggðaþróun, er niðurstaðan í álitsgerð um endur- skoðun á skipan prestakalla og prófastsdæma, sem lagt verður fyrir 19. Kirkjuþing þjóðkirkj- unnar sem sett verður í Bústaða- kirkju í dag. 20 kjörnir fulltrú- ar, leikmenn og prestar og bi- skupar sitja þingið sem stendur í 10 daga. Yfir 30 prestaköll í landinu telja 500 manns eða færri en 6 stærstu prestaköllin telja yfir 7000 manns hvert. í tillögum sem liggja fyrir þinginu er lögð áhersla á að halda nokkrum fá- mennum prestaköllum í af- skekktum byggðalögum vegna sérstakra aðstæðna. Fjölmargar vörutegundir hafa hækkao í verði a yfirstand- andi verðstöðvunartímabili. Flestar hafa þessar hækkanir gengið sjálfkrafa í gegn vegna 3% gengisfellingarinnar á dögunum, en einnig hefur Verðlagsstofnun veitt nokkrar undanþágur. Milli 20 og 25 fyrirtæki hafa tilkynnt um hækkanir sem stofnunin hef- ur ekki gert athugasemdir við, þar sem orsakanna hefur verið að leita í verðhækkunum á aðföng- um. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum sem forráðamenn Verðlagsstofnunar boðuðu til í gær til að kveða niður misskilning sem þeir segja að hafi gætt á framkvæmd þeirrar verðstöðvun- ar sem nú er í gildi. Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, sagði að nokkuð væri um að fólk teldi algjöra verðstöðvun enn í gangi, þrátt fyrir það að henni hefði lokið 30. september síðastliðinn, og þá verið í gildi frá 27. ágúst. Georg sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að viðhalda verð- stöðvuninni um fimm mánaða skeið í septemberlok, en með þeim breytingum helstum að heimilt væri að hækka söluverð vegna hækkunar á erlendu innkaupsverði, og væru gengis- breytingar með í því dæmi. Við upphaf verðstöðvunar lækkuðu egg og kjúklingar nokk- uð í verði, en Verðlagsstofnun hefur nú með vísan til ríkisstjórn- arbreytinga þessara á fram- kvæmd verðstöðvunar fallist á hækkunarbeiðnir, og er verðið nú orðið svipað aftur. Á blaðamannafundi Verð- lagsstofnunar kom fram að mest hefur verðhækkunin orðið á ýmsu korni, matarolíum og fóð- urfeiti, þó mest í síðasttalda vöru- flokknum eða allt að 40% í sumum tilfellum. Talsmenn Verðlagsstofnunar töldu lítil sem engin brögð að því að reynt væri að fara í kringum gildandi reglur, og að menn kynntu sér þær áður en hækkun- arbeiðnir væru settar fram. Sögðu þeir að góð samvinna hefði tekist við kaupmenn og heildsala um þessi mál. Aðspurð- ir um hve Iengi gerlegt væri að halda verðstöðvuninni úti sögðu þeir að slíkt færi eftir breytingum á kostnaðarhækkunum og eftir- spum, en að verðstöðvun í tvo til þrjá mánuði ætti fullan rétt á sér. Þeir sögðu að ef verðstöðvun væri haldið úti mjög lengi færu ókostirnir að vega þyngra en kostirnir, og vísuðu í því sam- bandi til verðstöðvunarlaganna sem hér voru í gildi frá 1. nóvem- ber 1970 og allt fram á árið 1982. HS Barnaklám Norska myndin ókomin í fréttatíma Sjónvarpsins í fyrr- akvöld var sýndur hluti af nýrri, norskri kvikmynd um barnaklám og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, en hún hefur undanfar- ið vakið mikla athygli og umtal. Eintak af kvikmyndinni hefur þó enn ekki borist til landsins, held- ur var um að ræða bút frá frétta- ritara Sjónvarpsins í Kaup- mannahöfn. - Myndin er ekki í húsi, en ég býst við að við setjum hana snar- lega á dagskrá þegar hún kemur, sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, af þessu tilefni í gær. Hann sagði að dreifingarfyrirtæki í London sæi um að útvega myndina en ekki norska sjónvarpið, og hefði þetta fyrirkomulag valdið lítillegum töfum. Mynd þessi hefur verið sýnd f Danmörku auk heimalandsins, og vakið mikla athygli og sterk viðbrögð. Búturinn sem Sjón- varpið sýndi barst frá fréttaritara þess í Kaupmannahöfn, Friðrik Páli Jónssyni. HS Beint lýðræði í borg Davíðs; frá fyrsta degi vikulangrar afstöðukönnunar um hundahald. Mynd: Jim Smart. Hundar Könnun, en ekki kosning Atkvæðagreiðsla meðal borg- arbúa um hundahald hófst í gær, og er á ráðamönnum borg- arinnar að skilja að fremur sé um að ræða viðhorfskönnun en bindandi kosningu. Staður og stund er anddyri Laugardalshallarinnar frá klukk- an 4 til 7 út vikuna. Þessi vikulanga lýðræðistiltekt í Reykjavík hófst með rólegasta móti í gær, en ljósmyndara blaðs- ins, Jim Smart, tókst þó að festa einn þátttakanda á filmu. Sá er hinn góðkunni útvarpsmaður Stefán jón Hafstein sem hér fylgir með á mynd, og með þátttöku sinni verður hann víst seint vænd- ur um þann illræmda menningar- sjúkdóm skoðunarleysið, en heimagangar í Unuhúsi fyrr á öldinni sem áttu eftir að verða heimsfrægir ritsnillingar höfðu það eftir húsmóður sinni, Unu, að slík ávöntun væri upphaf ó- farnaðar í lífinu. En alltént má þátttakan í könnuninni taka við sér ef hún á ekki að fara í hundana. HS Stálverksmiðja Samið um rafmagnskaup Undirritaður hefur verið samningur millir Landsvirkjunar og íslenska stálfélagsins hf. um rafmagnskaup vegna væntan- legrar stálverksmiðju sunnan við Hafnarfjörð. Stálfélagið ætlar að kaupa ár- lega af Landsvirkjun allt að 16 MW og 14 miljón kWst af ó- tryggðu rafmagni fyrir bræðs- luna, en miðað er við framleiðslu á allt að 20 þús. tonnum af stálh- leifum á ári með bræðslu á brota- jámi. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar verður hins vegar um 60 þús. tonn. á ári. ->g- Efnahagsmál Þorsteinn týndi öllum áttum Einar Oddur Kristjánssonform. forstjóranefndarinnar: Sjálfstœðisflokknum hefur gersamlega mistekist að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar r Eg get ekki betur séð en Þor- steinn Pálsson og aðrir ráð- herrar hafi týnt áttum. Það eina sem mátti ekki gerast gerðist, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarf- inu, segir Einar Oddur Kristjáns- son formaður forstjóranefndar fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali við tímaritið Heimsmynd. Einar Oddur segir mikil mistök að niðurfærsluleiðin hafi ekki verið farin og líst illa á aðgerðir núverandi stjórnar. Harkaleg- ustu útreiðina fær hins vegar for- ysta Sj áifstæðisflokksins. - Sj álfstæðisflokkurinn er bú- inn að vera í stjórn síðan 1983 þar til nú í lok september. Þennan tíma hefur flokkurinn þóst hafa það að markmiði að berjast gegn verðbólgu og hefur það gersalega mistekist. Við höfum sullað í 25- 30% verðbólgu að meðaltali og þetta bara gengur ekki. Utflutn- ingsframleiðslan er dæmd til að tapa þegar slík efnahagsósköp rfkja. Ríkisfjármálin hafa verið úti um víðan völl og ríkissjóður rekinn með bullandi tapi. Hingað hefur verið stöðugt innstreymi af erlendum Iánum. Hvorki ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar né ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur tekið á þessum vanda, segir Einar Oddur. Hann bætir því við að forystu- menn í atvinnulífinu hafí varað stjórnvöld við því árum saman að þetta hlyti að enda með skelf- ingu. - Okkur hefur verið svarað út í hött og útgerðarmenn kallað- ir grátkór og aulabárðar, sem geti ekki staðið sig í rekstri. Hér hefur allt verið gefið frjálst nema gengið sem orsakar óbærilega stöðu fyrir útflutningsatvinnu- vegina, segir fyrrum formaður ráðgj afarnefndar fráfarandi for- sætisráðherra. -*g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 25. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.