Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 5
Snót Verðstöðvun gengur ekki Það er Ijóst að verðstöðvun sú sem nú er í gangi og undanskilur erlendar verðhækkanir nær ekki tilgangi sínum og mun fjara út eins og ýmsir hafa bent á,- segir í ályktun félagsfundar Verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum. Enn einu sinni eigi að seilast í vasa launafólks og þannig afnema helgasta rétt vinn- andi fólks, samningsréttinn. Verkakvennafélagið hvetur stjórnvöld til að hækka skatt- leysismörk og mótmælir hug- myndum um aukna skattbyrði launafólks. -hmp Fiskeldi Nefnd skoði rekstrarvanda Landbúnaðarráðuneytið hefur í samráði við forsætisráðuneyt- ið skipað starfshóp til að gera til- lögur um hvernig leyst verði úr þeim alvarlega rckstrarfjárskorti sem fiskeldisbúskapur stendur frammi fyrir, m.a. vegna tak- markaðs aðgangs að afurða- og rekstrarlánum. Starfshópinn skipa þeir Össur Skarphéðinsson, fiskeldisfræð- ingur, Guðmundur G. Þórarins- son, alþm. og formaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva og Guðmundur Sigþórs- son, skrifstofustjóri í landbúnað- arráðuneyti en hann er formaður hópsins. -•g- FRETTIR Vísindaráð Veilur í hálfleiðurum og þróun goðaveldisins 193 styrkir veittir úr Vísindasjóði að upphœð 76 miljónir. Umsóknir uppá 170 miljónir Vísindasjóður hefur lokið út- hlutun styrkja í náttúruvís- indum, líf- og læknisfræði og hug- og félagsvísindum fyrir árið í ár. Alls bárust umsóknir frá tæplega 300 aðilum að upphæð 170 milj- ónir en aðeins 76 miljónir voru til ráðstöfunar sem veitt var til 193 umsækjenda. Stærsta einstaka styrkinn að þessu sinni 1,9 miljónir, fékk Hafliði Pétur Gíslason eðlisfræð- ingur, til tækjakaupa vegna ljós- og segluhermumælinga á veilum í hálfleiðurum. Þeir Stefán Einars- son og Jón Ólafsson haffræðingar fengu 1,250 miljónir til rann- sókna á lífrænum efnum í sjó og sviflausnum sjávar. Þá voru veittir tveir miljón króna styrkir í náttúruvísindum. Annar til tækjakaupa á efna- fræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ og Iyfjafræði lyfsala og hinn til 5 jarðeðlisfræðinga til samtúlk- unar á jarðeðlifræðilegum mæl- ingum og á Suður- og Suðvestur- landi. í líffræði og læknavísindum fékk Kristján Erlendsson fæknir hæsta styrkinn, 750 þús. kr. til að kanna þátt anti-idiotypískra mót- efna í iktsýki. Þá fékk Jón Ólafur Skarphéðinsson lífeðlisfræðingur 680 þús. kr. til að kanna örvun ípíóíð-kerfa við minnkað blóð- flæði um heilann og Guðmundur Eggertsson, erfðafræðingur fékk 673 þús. kr. styrk til kjamasýru- rannsókna. AIls voru veittir 68 styrkir í hug- og félagsvísindum. Bók- menntastofnun Hákskólans fékk hæsta styrkinn að þessu sinni, 750 þús. kr. til að vinna að íslenskri bókmenntaskrá en 700 þús. kr. styrki hlutu þau: Guðmundur Hálfdánarson cand. mag. sem ætlar að rannsaka hugmynda- fræði og þjóðfélagsbreytingar á íslandi og Bretagne-skaga á 19. öld, Jón Viðar Sigurðsson cand. philol. til að skoða þróun goða- valds á þjóðveldisöld, Magnús S. Magnússon mag. art. til að vinna að atferlisfræðilegu stærðfræði- líkani og tölvuvæddum atferlis- greiningaraðferðum og einnig Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mannfræðingur, sem vinnur að k rannsóknum á þátttöku kvenna í stjórnmálum hérlendis. -«g- BOKAKLUBBUR Tilboð vikuna 25. okt. -1 .nóv. Að lokum síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar Fyrsta bókin í bókaklúbbi áskrifenda Þjóðviljans er Að lokum, semgeymirljóðþauer Ólafur Jóhann Sigurðsson skildi eftir í fórum sínum þegar hann lést skyndilega á liðnu sumri. I Bókina prýða myndir eftir Jón Reykdal. Ólaf Jóhann er óþarft að kynna lesendum Þjóðviljans - sagnamanninn sem hefur m.a. í miklum skáldsagna- bálki lýst einhverju mesta um- hleypingaskeiði íslenskrar sögu, þeim árum hernáms og herstöðvamakks þegar þröngt varð í búi íslenskra smáfugla fyrir stórveldadrek- um. Ljóðskáldið sem hefur gert ávallt nálæg en aldrei sjálfsögð undur náttúrunnar sér ekki aðeins að yrkisefni heldur um leið að einskonar siðferðilegum mælikvarða og fyrirmynd. í þessu safni, Að lokum, bætir Ólafur Jóhann dýrum kvæðum í þann stefjavef. Hann fer og með þungar ásakanir á hendur þeim tím- um, þegar skemmra reynist til tungls og stjarna en þurfandi barna. Og hann leitar að leiðarlQkum sinna svara við því, úr hverju má gera þann lykil sem gangi að lífsgátum: Ólafur Jóhann Sigurðsson Affegurð lífs og ástúd til alls sem lifir er undirstaða fengin að lykilsins gerð og skírð á andvökunóttum við efa og þjáning við endimarkaleysi dýpstu þagnar og einnar stjörnu skin í skýjarofi. Nýjar bœkur á betri kjöruml Þjóðviljinn gerir nú bókelskum áskrifendum sínum tilboð sem erfitt er að hafna: að kaupa bækur á hagstæð- ara verðien býðstalmennthjá bóksöl- um. Frá og með deginum í dag og síðan vikulega fram til jóla mun bókaklúbb- urínn gera áskrifendum Þjóðviljans eftirfarandi tilboð: Ein eða fleiri vand- aðar bækur í hverrí viku! Með öðrum orðum: hver vika býður uppá sérstakt tilboð, sem gildir út vikuna ogþá tekur næsta tilboð við. Áskrífandi góður, þú þarft aðeins að hringja til okkar á Þjóðviljann, til- kynna áhuga þinn og þú færð bókina/ bækurnar sendar heim gegn stað- greiðslu (kreditkortaþjónusta þar með talin). Áskrifendur utan Stór- Reykjavíkursvæðisins fá bókina senda í póstkröfu. Allir áskrifendur Þjóðviljans eru sjálfkrafa meðlimir í bókaklúbbnum, hvort heldur þeir kjósa að nýta sér þessi hagstæðu tilboð, kaupa eina bók, margar eða enga. Hvernig væri að dreifa kaupum jól- abókanna á næstu vikur? Verið með! Það beinlínis borgarsig að vera áskrif- andi að Þjóðviljanum. Verð kr. 1.850.— (Verð út úr búð kr. 2.175.—)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.