Þjóðviljinn - 29.10.1988, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar
i
Gjaldþrota
sveitarfélög
Sveitarfélög eru elstu einingar í íslenskri stjórnsýslu. Ekki
er vitaö hvenær hér á landi hófst formlegt samstarf þar sem
miðað var við búsetu manna en talið er að það hafi orðið
áður en íslenska þjóðveidið komst á. Framfærslumál hafa
löngum verið meginverkefni sveitarfélaga og á þeim öldum
er íslenskt ríkisvald var harla óburðugt höfðu sveitarstjórnar-
menn ærin verkefni við að glíma á þeim vettvangi.
Líf nútímamannsins snýst ekki nema að litlu leyti um að
afla frumjDarfa. Lágmarkskröfur til mannsæmandi lífs
spanna miklu víðara svið en á fyrri tíð. Margt af því, sem til
skamms tíma var bundið heimi ævintýra og skáldskapar, er
nú sjálfsagður þáttur í hversdagsamstri. Flugferðir, skurð-
lækningar og símsamband við fjarlæga staði eru orðin eðli-
legur hluti af voru daglega brauði og almennur vilji er fyrir því
að þægindi nútímalífs séu öllum aðgengileg. Verkefni
sveitarfélaga snúast ekki lengur fyrst og fremst um það
hvernig eigi að setja umkomuleysingja niður svo að þeir deyi
ekki úr hor.
Mörg af stærstu verkefnum sveitarfélaga eru unnin í ná-
inni samvinnu við ríkisvaldið. Þótt frumkvæði komi oftar en
ekki frá sveitarstjórnum, er framkvæmdahraði oftast nær
háður ákvörðunum þess aðila sem leggur til fjármunina.
Samkvæmt lögum ber ríkissjóði að greiða stóran hluta í
ýmsum samstarfsverkefnum. Fá sveitarfélög hafa það
mikið fé umleikis að þau leggi út stórfé áður en talið er hilla
undir ríkisframlag. Að því hafa verið færð rök að þessi sam-
vinna hafi að leitt minnkandi sjálfstæðis sveitarfélaga.
Endurskoðun á reglum um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga hefur verið alllengi á dagskrá. Nú berast þær
fréttir að ný ríkisstjórn leggi áherslu á að hraða því verki.
Jafnhliða breyttum reglum um verkaskiptingu verður að
skipta tekjum milli ríkis og sveitarfélaga eftir nýjum línum.
Þar verður að hafa það að leiðarljósi að jöfnuður ríki milli
sveitarfélaga og að tryggðar verði nægar skatttekjur til
þeirra verkefna sem raunverulegur vilji er fyrir að ekki séu
látin sitja á hakanum.
Ljóst er að nokkur sveitarfélög eru um það bil að komast í
fjárhagsleg þrot. Innheimta álagðra gjalda hefur víða gengið
illa. Himinhár fjármagnskostnaður tekur gróflega stóran
hluta af fjármunum sveitarfélaga. Sums staðar hafa
sveitarstjórnir verið of stórtækar í uppbyggingu og hafa ráð-
ist í framkvæmdir sem orðið hafa þeim ofviða. Óljós velvilji
hjá fulltrúum ríkisvaldsins hefur stundum verið túlkaður sem
ávísun á að ekki muni standa á greiðslum frá ríkissjóði og
fjárvana sveitarfélög hafa byrjað á sameiginlegum verkefn-
um án þess að hafa raunverulega tryggingu fyrir því að ekki
þurfi að bíða árum saman eftir ríkisframlagi.
Ef sveitarfélag verður gjaldþrota er viðbúið að veðsettar
fasteignir þess verði boðnar upp. Peningaleysi hlýtur að
leiða til þess að starfsfólk þess leiti sér að vinnu þar sem það
getur reiknað með að fá einhver laun útborguð. Fljótlega
brotnar niður sú starfsemi sem almenningur hefur litið á sem
sjálfsagðan hlut.
Fari sveitarsjóður á hausinn ber ríkið samkvæmt lögum
vissa ábyrgð gagnvart íbúum þess. Ríkisvaldið á að sjá um
nokkurs konar bústjórn í þrotabúinu. En lögin kveða ekki á
um það hvaðan frumkvæðið á að koma. Á ríkið að bíða eftir
hruninu eða á það að skipta sér af málum áður en allt er
komið í óefni? Getur ríkið tekið fram fyrir hendur sveitar-
stjórna? Eða eru sveitarstjórnirfirrtaröllum áhyggjum vegna
þess að því má treysta að ríkissjóður taki við þegar sveitar-
sjóður er endanlega orðinn lens?
Því miður er ástandið þannig hjá nokkrum sveitarfélögum
að vænta má svara við spurningum sem þessum innan
tíðar.
ÓP
■KLIPPT OG SKORIÐ
Bylgja sem rís hátt
Hvalirnir halda áfram sínum
blæstri á hinu pólitíska hafi og
taka þau mál á sig æ furðulegri
myndir. Nú síðast mátti lesa um
það lesendabréf í DV að úr því
Amríkanar hlusta á áróður
Grænfriðunga í hvalamálinu, þá
sé mátulegt að þeir borgi okkur
100 miljarða á ári í áhættuþóknun
fyrir herstöðina á Miðnesheiði.
Þessa peninga vill bréfritari svo
nota að verulegu leyti til að reka
áróður fyrir því um allan heim að
það sé í rauninni allt í lagi að
veiða hval.
Við höfum stundum verið að
fjasa um það í þessum pistlum, að
menn gera sér afar rómantískar
hugmyndir um áhrif þess sem
kallað er að „koma réttum upp-
lýsingum um ásigkomulag hval-
astofna við ísland“ á framfæri við
rétta aðila. Menn átta sig ekki á
því að náttúruverndarbylgjan rís
nú með sívaxandi krafti, eftir að
menn höfðu reynt að hundsa
hana í lengstu lög ef hún kom að
einhverju leyti illa við þá. Þessi
bylgja rís svo hátt, að hún hrífur
með sér bæði haldbær og óhald-
bær rök fyrir hvalveiðum og
drekkir þeim fullkomlega.
Frú Thatcher
sér græna Ijósið
Nýlegt dæmi um framsókn
náttúruverndarbylgjunnar er frá
Bretlandi. Þar hefur Margaret
Thatcher séð þann kost grænstan
að reyna að snara sér upp á
brettið sem bylgjan ber áfram
áður en það er um seinan. Hún
hélt ekki alls fyrir löngu mikla
ræðu í Konunglega breska vísind-
afélaginu og kom þar í fyrsta sinn
á löngum foringjaferli sínum í al-
vöru inn á þau feiknarlegu vanda-
mál sem mengun jarðríkis veld-
ur. Margaret Thatcher sagði
meðal annars:
„Kynslóðum saman höfum við
gert ráð fyrir því að viðleitni
manna til að bæta lífskjörin þurfi
ekki að trufla jafnvægið í náttúr-
unni. En það getur vel verið að
þær miklu breytingar sem hafa átt
sér stað - fólksfjölgunin, nýjar
aðferðir í landbúnaði, vaxandi
notkun kola og annars lífræns
eldsneytis - hafi skapað hættulegt
ástand. Má vera að við höfum -
án þess að vita af því - byrjað á
firnamikilli tilraun með sjálft líf-
kerfi jarðar".
Aumleg frammi-
staða áður
Þetta er nú ekki djúpt í árinni
tekið. Flestir sem fylgst hafa með
umræðunni grænu geta látið sér
fátt um finnast. En í munni Marg-
artear Thatcher eru slík orð all-
mikil tíðindi, ekki síst þegar hún
lýkur máli sínu á því að segja að
„heilbrigði efnahagslífsins og
heilbrigði umhverífisins eru
fullkomlega háð hvort öðru“.
Orð járnfrúarinnar sæta tíð-
indum vegna þess að hún og
stjórn hennar hafa verið - og eru
- illræmd fyrir að ýta frá sér um-
hverfisverndarmálum. Eitt dæm-
ið er lélegt eftirlit með kjarnork-
uverunum bresku. Mengunin frá
kolarekinni stóriðju er annað.
Árum saman hefur íhaldsstjórn
frú Thatcher hundsað mótmæli
hvort sem þau komu frá Green-
peace eða ríkisstjórnum Norður-
landa um súrt regn frá Bretlandi
og aðrar meiriháttar syndir.
Stundum hefur stjórn Thatc-
her fengið bágt fyrir hegðun sína
hjá bresku konungsfjölskyld-
unni, hvað þá öðrum og óvarkár-
ari. Það vakti mikla athygli þegar
Karl ríkisarfi gerðist á ráðstefnu
um ástandið í Norðursjó nokkuð
hvass í garð þeirrar stefnu bresku
stjórnarinnar, að öll vafaatriði
um náttúruvernd eigi að koma
þeim til góða sem menga um-
hverfið. „Það er ekkert vit í því
að reyna til hins ítrasta á þanþol
kerfisins," sagði Karl. „Meðan
við bíðum eftir sjúkdómsgrein-
ingu læknisins getur sjúklingur-
inn dáið“.
Af framgangi mála
Af því sem á undan er gengið
finnst mönnum ástæða til að efast
um einlægni forsætisráðherrans
breska í þeim hinum grænu mál-
um. En tal hennar segir þó eina
sögu mjög skýrt. Hún er sú, að
stjórnmálamenn telja sig ekki
hafa efni á öðru en tala eins og
þeir væru náttúrverndarsinnar
eins og þeir eru langir til.
Ef við viljum leyfa okkur dá-
lítið svartagallssraus þá getum
við sagt sem svo: Þeir sem áður
reyndu að þegja umhverfisvernd-
armál í hel, reyna nú sitt besta til
að kjafta þau í hel.
Við getum líka sett dæmið upp
öðruvísi eða svipað því sem Guð-
bergur Bergsson gerði í ágætri
grein: Fyrst koma vinstri menn
með hugmyndir, síðan fram-
kvæma hægri menn þær. í hinu
græna dæmi varð slík þróun
eitthvað á þessa leið: Umhverfis-
verndarkröfurnar fæðast flestar á
vinstri væng stjórnmála. Virðu-
leg hægriöfl ýta þeim í fyrstu frá
sér segjandi sem svo: þetta er öf-
gahjal, hættulegt fyrir hagvöx-
tinn, samkeppnishæfni iðnaðar-
ins, atvinnuöryggið og athafnafr-
elsi einstaklingsins. Svona tala
ábyrgðarlausir menn, líklega
laumukommar. En þegar fram
líða stundir verður umhverfi-
svandinn æ stærri, hann æpir á
menn úr umferðinni, hann blæs á
borgirnar fúlum fnyk, hann tætir
laufin af skóginum. Og þá koma
hægrimenn með. Að vísu seint,
að vísu hikandi, að vísu munu
þeir þynna allt út. En þeir dragn-
ast með samt.
ÁB
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: DagurÞorleifsson.GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur
Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar
Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Útlitsteiknarar: KristjánKristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson
Framkvæmdastjóri-.HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: OlgaClausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuðl: 800 kr.
4 SiÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 29. október 1988