Þjóðviljinn - 29.10.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Qupperneq 7
MENNING Brúðuleikhús Mjallhvít við Fríkirkju- Leikbrúðuland frumsýnir Mjallhvíti í tilefni tuttugu ára afmælisins Leikbrúðuland heldur upp á tvítugsafmæli sitt þessa dag- ana og frumsýnir af því tilefni ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11. Til að setja upp hátíðarsýninguna fékk Leikbrúðuland tékkneskan leikstjóra til liðs við sig, sá heitir Petr Matásek og er einn þekktasti leikmyndahönnuður fyrir brúðuleikhús í Evrópu, en hefur einnig fengist við leik- stjórn. Gerði hann leikgerð- ina, leikmyndina og brúðurn- ar, auk þess sem hann leikstýrði verkinu. Hugmyndin að samstarfi Mat- áseks og Leikbrúðulands varð fyrst til á leiklistarhátíð í Dan- mörku fyrir fjórunt árum. í sumar varð hún loks að alvöru þegar Matásek kom hingað til lands til að leikstýra sýningunni, en tvær forsýningar voru á Mjallhvíti í tilefni Listahátíðar. Þorhallur, Hallveig, Helga, Ema og Bryndis asamt prinsinum og Mjallhvíti. Mynd - ÞÓM. Ástæðan fyrir því að Mjallhvít varð fyrir valinu var að Leikbrúðuland og Matásek vildu taka fyrir alþjóðlega sögu sem þau skildu öll á sama hátt. Upphaf Leikbrúðulands má rekja til ársins 1968, en þá var haldið námskeið í leikbrúðugerð á vegum sjónvarpsins og mynd- listarskólans. Síðan hefur Leikbrúðuland starfað nær óslit- ið, og verið til húsa að Fríkirkju- vegi ellefu frá árinu 1972. Á þess- um tuttugu árum hefur brúðu- landið staðið fyrir meira en 40 leikþáttum og hafa flestir verið sýndir að Fríkirkjuvegi, en einnig í Iðnó og Þjóðleikhúsinu. Einnig hafa meðlimir Leikbrúðulands starfað hver fyrir sig, í Stundinni okkar, Brúðu- bílnum og ferðaleikhúsinu Sögu- svuntunni. Þeir hafa gefið út bók og hljómplötu með persónunt Brúðubílsins, og gert myndbönd og fræðslusýningar. í vetur er fyrirhuguð leiksýning tengd safnkennslu í Þjóðminjasafninu. Leikbrúðuland hefur ferðast mikið með sýningar sínar bæði hér á landi og erlendis, fyrsta ferðin var farin til Chicago árið 1976, og síðan hefur verið farið til meðal annars Lúxembúrgar, Sví- þjóðar, Júgóslavíu, Austurríkis og Spánar. Afmælissýningin um Mjallhvíti verður frumsýnd á sunnudaginn kl. 15 að Fríkirkjuvegi 11, og verða næstu sýningar á sama stað og sama tíma eitthvað frant eftir vetri. Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen eru sögumenn, brúðuhreyfingum stjórna Bryn- dís Gunnarsdóttir, Hallveig og Helga, hljóðstjórn annast Erna Guðmarsdóttir og Margrét Gutt- ormsdóttir stjórnar lýsingu. Tónlistina samdi Jónas Þórir, Þórhallur Sigurðsson aðstoðaði við enduruppfærslu. LG Þjóðleikhúsið Hvar sáttu brúðir Leikfélag Kópavogs Fróöi bíta hvassara? Hvar er hamarinn? aftur í Gamla bíói eftir vellukkaða leikför til Berlínar Hvar er hamarinn? ærsla- leikur Njarðar P. Njarðvík byggðurá Þrymskviðu eraftur kominn á fjalir Gamla bíós eftir vel heppnaða sýningar- ferð á Berliner Festtage. TværsýningarvoruáHamrin- um í Berlín og voru gagnrýnendur á einu máli um ágæti sýningarinnar, auk þess sem þýskir voru fullir að- dáunar á dirfsku íslenskra að gera ærslaleik úr þessu forna kvæði, - slíkt myndu menn ekki þora að gera þar í landi, segir til að mynda gagnrýn- andi Berliner Zeitung, og bæt- ir við að það sé ekki endilega Þjóðverjum til hróss. Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri er að vonum ánægð með viðtökur þær sem verkið hefur fengið. Hún bendir á að Þrymsk- viða sé fyrst og fremst skemmti- kvæði, sem lýsi á kátlegan hátt aðförum þrumuguðsins Þórs þeg- ar hann vaknar og finnur hvergi hamarinn, ogekki síðurbjóði lýs- ing kvæðisins á ferlegum aðför- um Þórs sem brúður í Jötun- heimum upp á ærsl og skemmtan á leiksviðinu. Enda er bægslagan- gurinn slíkur að sjálfum Þrymi blöskrar: „Hvar sáttu brúðir/ bíta hvassara? / Sák-a eg brúðir / bíta breiðara,/ né inn meira mjöð/ mey um drekka." Sem kunnugt er fjallar Þrymskviða um brúðarför Þórs í Jötunheima til að endurheimta Mjölni sem Þrymur hefur stolið því hann vill fá Freyju fyrir konu. Freyja er að vonum ekki tilbúin til ráðahagsins og því dulbýst Þór í brúðarskart og endurheimtir hamarinn með dyggilegri aðstoð Loka sem dulbýst sem ambátt hans. Brynja kveðst sannfærð um að Þrymskviða hafi verið leikin á sínum tíma, og kvæðið byggi á sömu undirstöðu og hin ítalska Commedia dell'arte, sem rekja megi gegnum Róm og alla leið til fornaldar. Og Þjóðverjar virðast hafa meðtekið skilaboðin: „Fag- mannleg og heillandi leiksýning, leikhús í uppruna sínum, kæti og leikgleði, Já, sannarlega - and- skotinn hafi það - djarfur leikur með ásaheiminn!" voru lýsingar Þrymur segir Loka skilmála sína fyrir því að Mjölni verði skilað, Ólafur Örn Thoroddsen, Erlingur Gíslason og Randver Þorláksson. Mynd - Jim Smart. þeirra, svo einhver dæmi séu nefnd. Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina við Hvar er hamarinn? og Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. Með aðal- hlutverkin fara Órn Árnason, Randver Þorláksson, Lilja Þóris- dóttir og Erlingur Gíslason, í ger- vum ása og jötna eru þau Ólafur Örn Thoroddsen, Valgeir Skag- fjörð, Eyþór Arnalds, Kristín Guðmundsdóttir, Vigdís Klara Aradóttir og Hlíf Sigurjónsdótt- ir. Næstu sýningar á Hvar er ham- arinn? verða á morgun og á mið- vikudaginn kl. 15:00. LG og allir hinir grislingarnir Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið „Fróði og allir hin- ir grislingarnir“ eftir Ole Lund Kirkegaard, höfund Gúmmí- Tarsans, Fúsa froskagleypis og fleiri skemmtilegra barnabóka, í Félagsheimili Kópavogs í dag. Anne og Arne Aabenhus unnu leikgerð og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og sarndi hann jafnframt tónlist og söngtexta. Leikritið fjallar urn hina litríku íbúa Hornhússins, þau Fróða og Simma, írenu Imbu og ungfrú Lóu og ekki síst fýlupúkann Storm sem verður fyrir ásókn hins dularfulla þjófs á hlaupahjólinu. Tólf leikarar taka þátt í sýning- unni sem tekur urn einn og hálfan tíma í flutningi. Gerla hannaói leikmynd og búninga og Egill Örn Árnason annaðist lýsingu. Pétur Hjaltested sá um útsetning- ar og upptöku tónlistar sem gefin verður út á hljómplötum og kas- settum. Sýningar verða í Fé- lagsheimili Kópavogs laugardaga og sunnudaga og hefjast þær kl. 15.00. Miðasala er opin virka daga kl. 16.00-18.00 og tveimur tímum fyrir sýningu. Síminn í leikhúsinu er 4-19-85. Happdrætti ASKRIFENDUR! Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þjóðviljans Þátttaka allra tryggir stórátak i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.