Þjóðviljinn - 29.10.1988, Síða 13
ERLENDAR FRÉTTIR
Valdsherrarnir óttuðust að þetta endurtæki sig. 10 þúsund manns minnast og mótmæla tvítugri innrás herja
Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu þann 21. ágúst síðastliðinn.
Tékkóslóvakía
Kyifur og táragas
á afmælinu
Oeirðalögregla angistarfullra
ráðamanna réðist í gær á fjöl-
menni sem safnast hafði saman
um miðbik Prag til þess að minn-
ast sjötugrar Tékkóslóvakíu og
krefjast frelsis. Talið er allt að
5.000 manns hafl sótt óheimilan
fund á Wenceslas torgi.
Hundruðum saman réðust
ribbaldarnir inná torgið með
kylfur á lofti og gasgrímur á
ásjónum, börðu alk hvað fyrir
varð, dældu vatni á fundarmenn
úr háþrýstidælum og vörpuðu
táragasssprengj um.
Sumir árásarseggjanna voru í
hversdagsklæðum og voru þeir
ekki barnanna bestir, að sögn
sjónarvotta, spörkuðu í fólkið og
sneru uppá handleggi þess. Einu
viðbrögð mótmælenda voru þau
að segja ofbeldismönnum
stjórnvalda að skammast sín. 20
fundarmenn voru teknir höndum
og fluttir á brott.
Heiftaræði valdhafa orsakast
náttúrlega af því að til fundarins
var efnt af nokkrum andófs-
mannasamtökum, þar á meðal
Carta-77, í trássi við bann þeirra.
Kylfusveinarnir fóru að hópast
saman á götum og strætum sem
liggja að torginu í sama mund og
fundurinn hófst en þeir lögðu
ekki til atlögu fyrr en lýðurinn
tók að kyrja þjóðsönginn. Það
var kornið sem fyllti mælinn!
Fyrr í gærdag höfðu skósveinar
Husaks og Jakesar tekið hús á 60
andófsmönnum og tryggt þannig
að þeir hefðust ekki að daglangt.
Þeirra á meðal voru leikskáldið
Vaclav Havel og þrír af forystu-
mönnum stjórnarfjenda, þeir
Petr Uhl, Vaclav Benda og Jiri
Ruml.
Árásin á andófsfólkið á Wenc-
eslas torgi í gær er langalvarleg-
asta ofbeldisatlaga ráðamanna á
hendur alþýðu manna um langt
árabil. Minnugir afar fjöl-
mennrar mótmælagöngu í Prag
þann 21. ágúst síðastliðin, þá
minntust 10 þúsund manns
innrásar Sovétmanna fyrir tveim
tugum ára, hugðust valdherrarnir
nú hafa vaðið fyrir neðan sig og
lögðu blátt bann við hverskyns
fundarhöldum og mannfögnúð-
um í miðborginni. Dagblöð
þeirra, útvarp og sjónvarp höm-
ruðu á þessu en allt kom fyrir
ekki.
Það tók slagsmálaliðið aðeins
eina klukkustund að ryðja torgið.
En fundarmenn héldu mótmæl-
um sínum áfram í nærliggjandi
götum og öngstrætum, hrópuðu
slagorð á borð við: „Við viljum
frelsi“ og „Lengi lifi
sannleikurinn." Ennfremur
heyrðust tvö nöfn, Tomasar Mas-
aryk sem varð fyrsti foTseti Tékk-
óslóvakíu við stofnun hennar
þann 28. október árið 1918 og Al-
exanders Dubceks sem var leið-
togi flokks og ríkis á tímum „vor-
sins í Prag“.
Fjölmargir þeirra sem urðu
fyrir barðinu á ofríkismönnunum
í gær voru aldnir að árum. Frétta-
maður Reuters varð vitni að því
að kylfusveinn vék sér að roskn-
um manni sem hann taldi trufla
umferð og hratt honum til hliðar.
Bálreiður öldungurinn hreytti út
úr sér: „í hverskonar ríki búum
við eiginlega?"
Reuter/-ks.
Moskva:
Mótatkvæði í æðstaráði
N
okkrir fulltrúa í æðstaráði
(það er að segja þingi) Sovét-
ríkjanna mörkuðu tímamót í sögu
þess í gær með því að greiða at-
kvæði gegn tveimur frumvörp-
um, er lögð höfðu verið fyrir
ráðið eftir að hafa verið sam-
þykkt af forsætisnefndinni, helstu
valdastofnun Sovétríkjanna.
Æðstaráðið kemur saman tvisvar
á ári og situr aðeins nokkra daga í
senn. Hingað til hefur verið van-
inn að það hafi einróma sam-
þykkt þau frumvörp, sem forsæt-
isnefndin hefur mælt með.
Bæði frumvörpin voru að vísu
samþykkt með öllum þorra at-
kvæða þeirra 1350 þingmanna,
sem þennan fund sátu, en engu
að síður þykja mótatkvæðin tíð-
indum sæta. f öðru frumvarpinu
er þeim, sem vilja stofna til mót-
mæla á götum úti, gert að sækja
um leyfi til þess fyrirfram hjá yfir-
völdum og refsingar jafnframt
hertar við mótmælum í leyfisleysi
yfirvalda. Gegn þessu frumvarpi
greiddu 13 ráðsfulltrúar atkvæði
ogfjórirsáfúhjá. Meðhinufrum-
varpinu er herliði sem heyrir
undir innanríkisráðuneytið veitt
aukið olnbogarými, meðal ann-
ars fær það með samþykkt frum-
varpsins leyfi til að fara inn í íbúð-
ir og leita í þeim. Gegn þessu
greiddi 31 ráðsmaður atkvæði og
26 sátu hjá.
Frumvörpin, sem forsætis-
nefndin samþykkti þegar 28. júlí
s.l., hafa mætt vaxandi gagnrýni,
einkum af hálfu lögfræðinga og
baráttumanna fyrir mannrétt-
indum. í fyrradag birti blaðið So-
vétskaja Kúltúra ávarp frá sjö
lögfræðingum, sem skoruðu á
æðstaráðið að fella frumvörpin,
þar eð þau væru ósamrýmanleg
mannréttindaákvæðum stjórnar-
skrár Sovétríkjanna.
Reuter/-dþ.
Pólland
Engin þjóðarsátt
Forystumenn Samstöðu sögðu í
fyrradag að þeir hygðust ekki
hefja viðræður við fulltrúa
stjórnvalda nú um helgina og
staðhæfðu að allar þreifingar
fyrir sáttmálagjörð hefðu farið út
um þúfur.
Lech Walesa sagðist fullviss
um að ráðamenn í kommúnista-
flokknum hefðu misst allan
áhuga á því að komast að ein-
hvers konar samkomulagi við
verkalýðshreyfinguna og bví
hefðu engar ákvarðanir verið
teknar um það hvenær áætlaðar
„hringborðsumræður“ stjórnar-
sinna og stjórnarandstæðinga
hæfust.
Walesa sagði ekki fara á milli
mála að stjórnvöld hefðu söðlað
um í afstöðu sinni til sáttagjörð-
ar. Einsog menn rekur minni til
bauð innanríkisráðherra Pól-
lands, Czeslav Kiszczak, Walesa
til viðræðna um mánaðamótin
ágúst, september. Reuter/-ks.
Utboð
Loftræstikerfi
fyrir Nesjavallavirkjun
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í loft-
ræstikerfi fyrir stöðvarhús Nesjavallavirkjunar.
Verkið felst í smíði og uppsetningu á þremur
loftræstikerfum, útvegun efnis og tækja ásamt
prófun kerfanna á staðnum. Vettvangsskoðun á
Nesjavöllum 15. nóvembr kl. 14.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15000 skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 29. nóvember kl. 11.
INNK'AUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
ÓTRÚLEGTen satt
SKÓLAFÓLK - FYRIRTÆKI - STOFNANIR -
EINSTAKLINGAR - HEIMILI
I • * m rrassn
|
s
*7jTí
DÆMI 2: AMSTRAD PC 1640/20 MB
hioasða sldár.
Innbyggt EQA, HERCULES
hhita og forrita.
Stór M. handbók og 30%
skaUN hjé Tölvufr»ðalunnl.
OKTÓBERTILBOÐ 12^ ‘
ÓDÝRASTA AMSTRAD PC: 1 drif 14'
DÆMI 3: AMSTRAD PPC S12 farðatölva/1 drif,
iyklaborð, 5,4 kg.
0KTÓBERTILB0Ð:
Kynntu þér AMSTRAD - Það er ekki að éstæðu-
lausu að AMSTRAD PC-töh/ur eru mest seldu tölvur
f Evrópu i ór.
GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI/ OBK) RAÐGRBÐSLUR
Laugardagur 29. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
LAUGAVEGI 116 V/HLEMM S.621122