Þjóðviljinn - 29.10.1988, Side 16
—SPURNINGIM—
Leggurðu eitthvað af 4
mörkum í fjársöfnunina
fyrir íþróttahús fatlaðra?
Steinar Karlsson
strætisvagnastjóri:
Ég hef nú ekki gert það ennþá,
nei, en fyndist það vel við hæfi.
Þetta er gott málefni.
Jóna Kjartansdóttir
verslunarmanneskja:
Já, það hef ég þegar gert.
Frammistaðan hjá hópnum sem
fór á leikana í Seoul var frábær,
og hann á skilið að fá stuðning.
Jónína Gísladóttir nemi:
Nei, það hef ég ekki gert og á ekki
von á að gera það. ég veit ekkert
um þessa söfnun.
Guðmundur Pétursson
Ijósmyndari:
Ég hef nú ekki gert það ennþá, en
er alveg tilbúinn til þess. ég er
mjög svo sáttur við þetta söfnun-
arframtak.
Bryndís Kjartansdóttir
Vane, býr erlendis:
Ég styö málefnið af heilum hug,
en að vísu er ég aðeins gestur
hér á landi í nokkra daga og veit
ekki mikið um þessa söfnun.
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
gegn lífríkinu
Afturhvarf til náttúrunnar. Ekki bara blikkdósahlátur eins og í Ijóði Stefáns Harðar Grímssonar heldur
heill blikkdósahaugur og margt fleira gott. Mynd: Jim Smart.
Veggspjöld
Hemaðurinn
Umhverfisplaköt Klaus Staeck á sýningu hjá Landvernd í dag. Lista-
maðurinn flytur erindi og útskýrir verk sín
Landvernd gengst fyrir sér-
stæðri sýningu í húsakynnum sín-
um í dag, en þar hafa nú verið
hengd upp um veggi plaköt þýska
listamannsins Klaus Staeck, en
inntakið í plakatagerð hans er
beinskeytt þjóðfélagsádeila, ekki
síst á sviði umhverfismála.
Svanhildur Skaftadóttir, fram-
kvæmdastjóri Landverndar,
sagði að sýninguna hefði borið
nokkuð brátt að; félagsmenn
hefðu haft spurnir af því að lista-
maðurinn yrði staddur hér á landi
í fáeina daga, og því þótt við hæfi
að drífa upp sýningu þó að fyrir-
varinn hefði verið skammur. Sýn-
ing þessi stendur aðeins yfir í dag
og því eins gott fyrir lysthafendur
að haska sér, en Landvernd
eignast veggspjöldin að sýning-
unni lokinni og verður þá hægt í
framtíðinni að útbúa smærri sýn-
ingar fyrir þá sem þess kunna að
óska.
Hlífðarlaus þjóðfélagsádeila
einkennir plakatakúnst Klaus
Staeck, og beinir hann sjónum
sínum einkum að umhverfismál-
unum og þeim hættum sem nátt-
úru og umhverfi stafar af umsvif-
um og framferði mannskepnunn-
ar á jörðinni með tilheyrandi
forpestandi neysluæði. Enda
hafa verk hans vakið mikla at-
hygli heimafyrir, og þá allt eins
úlfúð og hrifningu. Listamaður-
inn hefur meira að segja verið
dreginn fyrir lög og dóm fyrir
þessar afurðir sínar. Það vill nú
reyndar þannig til að meðfram
plakatagerðinni er hann lögfræð-
ingur að mennt, og því ljóst að
hann hefur einatt haft not fyrir þá
tilteknu tegund af bókviti sem í
náminu fólst.
Sýningin er haldinn á skrifstofu
Landverndar, en félagsskapurinn
er til húsa að Skólavörðustíg 25.
Þá skal áréttað, áhugafólki um
umhverfisvernd og meðvitaða
plakatagerð til glöggvunar, að
listamaðurinn verður sjálfur á
sýningunni milli klukkan tvö og
fjögur í dag.
HS