Þjóðviljinn - 09.11.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Qupperneq 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Reimleikar kringum happdrættisskatt Þegar Ólafur Ragnar Grímsson kynnti fyrstu fjárlög ríkisstjórn- arinnar nýju sagöi hann aö þau væru enginn gleðiboðskapur. Þessi nýja stjórn ætlaöi sér enganveginn hlutverk jólasveinsins sem jysi úr gnægtarhornum á báöa bóga. Ef menn ætluðu sér ekki að standa til frambúðar máttlausir og reyrðir í skuldafjötra yrði að brjóta í blað, snúa við hallarekstri margra undanfarinna ára, hafa rækilegt aðhald með opinberum búskap og afla tekna til að geta greitt niður skuldir og til að geta skilað ríkissjóði með tekjuafgangi á næsta ári, sem yrði mikilvægt framlag til að halda vöxtum skaplegum og kveða niður verðbólgu. Þetta var svo sannarlega enginn gleðiboðskapur, jafnvel þótt menn gætu glaðst yfir því að til menningarmála ýmissa, umhverf- ismála og félagsmála var reynt að halda fjárveitingum í sama stað, og raunar auka þær í ýmsum þeim greinum sem níska, heimska og pólitískir fordómar höfðu haldist í hendur um að svelta nú undanfarin alltofmörg íhaldsár. Viðbrögð við þessum boðskap hafa verið góð, og má telja til tíðinda. Harðasta almenna gagnrýnin er sú að það verði erfitt að framkvæma þau fyrirheit sem gefin eru í fjárlagafrumvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokka hafa ekki treyst sér til að gera athugasemdir við helstu markmið frumvarpsins, og einn flokk- anna sem ekki tekur þátt í stjórninni hefur lýst sig samþykkan mörgum megináherslunum. Auðvitað gera menn harðar athugasemdir við einstaka liði. Það er alltaf áhorfsmál hvar er rétt að halda í, og sumstaðar í samfélagi okkar er fjárskorturinn til þarfaverka æpandi skammarlegur. Hitt er líka rétt, sem Helgi Seljan sagði í ágætri Þjóðviljagrein í gær að það sé „einkenni allrar fjárlagagerðar, að allir sem þar koma „brauðs að biðja" virðast lifa í afar litlum og lokuðum heimi eigin óska og virðast alltaf jafn undrandi þegar gæluverkefnin þeirra eru ekki sett efst og fremst." Og auðvitað gera menn athugasemdir við tekjuhlið fjárlaganna - skattheimtuna - og væri nú annaðhvort. Þeir sem gagnrýna skattheimtu - einsog Þjóðviljinn hefur marg- oft staðið í við bæði vondar stjórnir og skárri stjórnir - verða hinsvegar að geta bent á eitt af tvennu: aðra fjáruppsprettu eðli- legri eða réttlátari eða þau fjárútlát sem mætti stöðva og gera skattinn þannig óþarfan. Draugagangurinn kringum happdrættisskattinn nýja er af þessu tæi. Þetta er í sjálfu sér mjög einföld og ómerkileg skatth'iimtuleið, sem tíðkast í öllum helstu grannlöndum okkar. Það er ólíklegt að söluskattur uppá tólf prósent mundi breyta stórkostlega innkomu hjá þeim félagasamtökum og stofnunum sem helst hafa hag af spilafíkninni, - og raunar má vel benda á að ágóði af happdrættun- um hefur á síðustu árum farið langt frammúr áætlunum og vænt- ingum. Veltan á síðasta ári var fjórir miljarðar. Það er ekkert óeðlilegt að forystumenn samtaka sem halda sér uppi á ótryggum happdrættisgróða séu uggandi um allar breyting- ar. En á þeim stjórnmálamönnum sem nú ætla frammá sviðið til að slá sér upp á á andstöðu við happdrættissöluskatt hvílir sú lág- marksskylda að benda annaðhvort á aðra tekjuleið betri eða þær fjárveitingar sem að skaðlausu mætti hjá komast í nýja fjárlagafr- umvarpinu. Undarleg ákvörðun Þær fréttir berast af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að fulltrúi íslendinga hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu þarsem ísraelsstjórn er harðlega vítt fyrir stefnu sína á herteknu svæðunum þarsem undanfarið hafa stafað svo miklar hörmungar af ofstækisstefnu stjórnarinnar í Jerúsalem að jafnvel bestu vinir og stuðningsmenn Ísraelsríkis hafa ekki fundið eitt orð til afsök- unar. Fulltrúar eitthundrað og þrjátíu ríkja greiddu tillögunni atkvæði sitt, og á móti voru aðeins ísraelsmenn og Bandaríkjamenn. ís- lenski fulltrúinn var hinsvegar einn af sextán sem sat hjá, og klauf sig þarmeð útúr samstöðu Norðurlanda. Utanríkisráðherra hlýtur að hafa afskaplega traust og góð rök fyrir þessari afstöðu sinni. Einkanlega vegna þess að hún vakti mikla furðu á allsherjarþinginu, og hafði ekkert verið tilkynnt eða rædd í utanríkismálanefnd alþingis, - einnig vegna þess að með þessari undarlegu ákvörðun er Jón Baldvin Hannibalsson að snúa af þeirri braut sem fyrrverandi utanríkisráðherra hafði markað í máiefnum ísraels og Palestínu. -m KLIPPTÖG SKORIÐ Háir vextir Geysihár fjármagnskostnaður á undanförnum misserum hefur leikið margan skuldarann grátt. Boðuð vaxtalækkun lætur á sér standa og enn eru raunvextir af vísitölubundnum bankalánum hátt í 9%. Fjölmargir einstak- lingar, sem steypt hafa sér í skuldir vegna kaupa á húsnæði, eru fastir í hávaxtaneti og við sumum þeirra blasir ekkert nema gjaldþrot með tilheyrandi nauðungaruppboði. Erfiðleikar í rekstri fyrirtækja vekja þó meiri athygli en skulda- basl almennings. Þótt lítið sem ekkert lát hafi orðið á fjárfesting- um í verslunar- og skrifstofu- höllum á Reykjavíkursvæðinu, er farið að hrikta illilega í fjárhags- legum máttarviðum margra fyrir- tækja, einkum þeirra sem eiga mikið undir rekstrarafkomu í undirstöðuatvinnugreinum. En þar skilur á milli feigs og ófeigs, hvort eiginfjárstaða er slæm og hvort þær framkvæmdir, sem fjármagnaðar hafa verið með lán- um, eru það arðbærar að þær standi undir himinháum vöxtum. Dasaður risi Margt bendir til að risinn með- al íslenskra fyrirtækja, Samband íslenskra samvinnufélaga, hafi fengið að kljást við drjúgan skammt af þeim erfiðleikum sem hávaxtastefna og röng fjárfest- ingarpólitík hafa í för með sér. Undirstöður SÍS, kaupfélögin í landinu, standa mörg hver illa. Mörg þeirra hugleiða samdrátt á rekstri, sum hafa sameinast stærri kaupfélögunum og enn önnur hafa orðið gjaldþrota, nú um helgina var það Kaupfélag Ólafs- víkur. Félagsmenn í fjárvana kaupfélögum vilja fá að vita hverjir eigi SÍS en þar er staðan orðin þannig að ekki er sjálfgefið að stóri bróðir hlaupi orðalaust undir bagga. í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins eru raktar ýmsar leiðir sem forráðmenn SÍS eru að velta fyrir sér til að bregðast við þessum erfiðleikum. Samkvæmt heimildum blaðsins virðist vera rætt um þann möguleika að hluta SÍS niður í nokkrar sjálfstæðar einingar. SÍS og samvinnuhreyfingin „Talsmenn breytinganna, sem spurðir eru hvað ætti þá að binda saman samvinnuhreyfinguna í landinu ef Sambandið í núverandi mynd yrði lagt niður, svara á þann veg að kaupfélög landsins myndu tengjast í sameiginlegu verslunarsambandi, búvörusalan yrði í samvinnusambandi í eigu sláturfélaganna. Þá yrðu stofnuð hlutafélög um skipareksturinn, sjávarafurðudeildina og iðnaðar- deildina. Þessar deildir yrðu sjálfstœð fyrirtœki, sem heyrðu ekki lengur undir Sambandið, en enn vœri spurning hvort Sam- bandið œtti að eiga ákveðinn hlutí þessum fyrirtœkjum. Frœðslu- málin yrðu síðan sameiginlegt verkefni allra. Fylgismenn breytinganna verða hálfgramir við spurningum eins og þessari og segjast orðnir langþreyttir á því að reyna að sannfœra fólk um að samvinnu- hreyfingin á íslandi sé alls ekki það sama og Sambandið. “ Samkvæmt Mogganum er Val- ur Arnþórsson fráfarandi stjórn- arformaður SÍS meðal þeirra sem kljúfa vilja Sambandið í smærri einingar. En Valur mun innan tíðar gerast bankastjóri Lands- bankans. Mogginn þykist einnig kunna að upplýsa að Guðjón B. Ólafsson sé lítt hrifinn af þessum hugmyndum. Maðurinn sem hverfur Indriði G. Þorsteinsson rit- stjóri Tímans sýnist álíta að hér sé á ferðinni einhvers konar árás á Guðjón B. Ólafsson og í blaði sínu í gær snýst hann til varnar sínum vin. „Á liðnum árum hefur Sam- band ísl. samvinnufélaga ekkifar- ið varhluta af offjárfestingum í landinu. Segja má að samvinnufé- lög hafi tekið þátt í henni ekki síðuren aðrir. Þó erstaðan á þeim bœ ekki verri en svo að helsta skuldaaukning Sambandsfyrir- tœkja á rœtur að rekja til gengis- fellinga vegna erlendra lána sem tekin hafa verið á liðnum árum, m.a. til aðfjárfesta í góðœrissjúk- dómi landsins, offjárfestingunni. A þeim tíma þegar fyrst og fremst var sáð til þessara erfið- leika, voru þeir við stjórnvölin í Sambandi ísl. samvinnufélaga sem nú eru horfnir af vettvangi eða eru að hverfa. Samt benda upplýsingar Morgunblaðsins til þess að þessir aðilar séu ekki alls kostar sáttir við þróun mála eins og hún er í dag og á rœtur að rekja aftur í tímann og vilja nú hugleiða breytingar eða jafnvel umturna Sambandinu um leið og þeir hverfa frá störfum. “ Félagslegur rekstur Ekki treystir klippari sér til að skera úr um það hvort skynsam- legt sé að splundra SÍS. Ekki heldur til að taka undir það með Indriða að skuldaaukning sé eitthvað skárri en ella ef hún er tilkomin vegna hækkunar á gengi sem hefur á undanförnum miss- erum hækkað mun minna en lánskjaravísitala og almennt verðlag í landinu. En hitt telur hann stór tíðindi ef kaupfélög og samvinnurekstur eru í hættu. Og það verður að vona að lokaniður- staða í fréttaskýringu Morgun- blaðsins sé ekki sá stóri sann- leikur sem félagar í kaupfélögum vítt og breitt um landið geta ekki hnikað. En þar er ályktað „að fjölmargir Sambandsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að samvinnufélagsformið sé ekki lengur heppilegt rekstrarform í ís- lensku atvinnulífi og til þess að bregðast við þeirri staðreynd sé ekki um annað að rœða en hverfa til hlutafélagsformsins. Verði tals- menn róttœkra breytinga hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga ofan á í Sambandsstjórn, er allt eins líklegt að SÍS-skútan sigli ekki áfram undir samvinufánan- um, ef hún þá siglir ekki ístrand. “ Félagshyggjufólk hefur löng- um haft af því réttmætar áhyggjur að kaupfélög og eignarfélög þeirra, t.d. SÍS, séu rekin eins og þau tiiheyri forstjórunum einum. Og oft hefur því blöskrað hvernig hagsmunir kaupfélaga liafa verið látnir víkja fyrir hagsmunum Framsóknarmanna. Engu að síður hefur það viljað trúa því að búið sé að kæfa þann neista fél- agshyggju og lýðræðis sem kveikti í upphafi kaupfélagshug- sjónina. ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Hú8móðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðsiu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasöiu: 70 kr. Nýtt helgarbiað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.