Þjóðviljinn - 09.11.1988, Page 6
MENNING
Kjarvalsstaðir
Septem
’88
Sextánda sýning Septem-hópsins til
minningar um Valtý Pétursson
Sextánda sýning Septem-
hópsins stendur nú yfir í Vest-
ursal Kjarvalsstaða, en hóp-
urinn hefur sýnt einu sinni á
ári síðan hann var stofnaður,
árið 1974. Sýningin er að
þessu sinni haldin til minning-
ar um einn af stofnendum
hópsins, Valtý Pétursson,
sem lést í sumar.
- Pað var kjarni September-
hópsins sem stofnaði Septem,
segja þau Jóhannes Jóhannes-
son, Guðmundur Benediktsson
og Guðmunda Andrésdóttir sem
öll sýna í Vestursalnum.
- Við eigum það sameiginlegt
að vilja gera góða myndlist eftir
megni, og við erum trú málverk-
inu og höggmyndinni, þótt eðli-:
lega hafi orðið breyting á okkar
verkum í gegnum árin.
Á sýningunni eru 14 olíumál-
verk og 10 guass-myndir eftir
Valtý Pétursson, og eru þau verk
frá árunum 1947 til 84, og allt
myndir sem hann átti í vinnustofu
sinni þegar hann lést. Önnur verk
á sýningunni eru flest frá þessu
ári, olíumálverk og höggmyndir
úr tré og bronsi.
í Septem-hópnum eru auk Jó-
hannesar, Guðmundu og Guð-
mundar, þeir Hafsteinn Aust-
mann, Kristján Davíðsson, Karl
Kvaran og Steinþór Sigurðsson.
Septem ‘88 stendur til sunnu-
dags, 13. nóvember.
LG
Jóhannes, Guðmundur og Guðmunda: Markmiðið er að búa til góða myndlist eftir megni. Mynd Þóm.
Kristinn: Málverkum á ekki að leggja orð í munn. Mynd Þóm.
Kjarvalsstaðir
Litur á hreyfingu
KristinnJóhannsson: Málverk er litur á hreyfingu, annað skiptir ekki
máli
Kristinn Jóhannsson sýnir
20 olíumálverk frá síðustu 2
árum í Austursalnum og hefur
Lystigarðinn á Akureyri að
yrkisefni í öllum verkunum.
- Ég er alveg á móti því að vera
nokkuð að tala um málverkin,
segir hann, - þau tala sjálf.
- Þau eru öll úr Lystigarðinum
á Akureyri sem sjá má, þótt
myndirnar séu reyndar lausar við
trén og blómin sem þessum yndi-
slega garði fylgja. Við getum
gengið út frá því að ég hafi garð-
inn að eins konar yfirvarpi, en
auðvitað tengjast verk manns því
umhverfi sem maður býr við. Ég
nota litina úr garðinum, hugh-
rifin, þær breytingar sem verða
við árstíðaskiptin.
- Málverk er litur á hreyfingu,
annað skiptir ekki máli, ekki
kenningar, ekki hvað manni
finnst að aðrir eigi að fá útúr
þeim. Það eina sem skiptir máli
er að búa til málverk sem stendur
undir sér. Og þar með læt ég stað-
ar numið, annars stæði ég ekki
við mína eigin kenningu að mál-
verkum eigi ekki að leggja orð í
munn.
Sýning Kristins stendur til 13.
nóvember.
LG
Kjarvalsstaðir
í frelsinu
eru f jötrar
Guðmundur Armann: Mynd er nokkurs
konar altaristafla
í Austursal Kjarvalsstaöa
sýnir Guðmundur Ármann 23
olíumálverk, sem öll fjalla um
flug, frelsi og fjötra.
- Ég hef valið sýningunni ein-
kunnarorðin'í frelsinu eru fjötr-
ar, segir Guðmundur, - en fugl-
arnir fljúga síðan misauðveldlega
um himininn. Sumir eru á mörk-
unum að hefja sig til flugs, öðrum
tekst að fljúga, og enn aðrir
syngja svanasöng. f þessum ein-
kunnarorðum er skírskotun til
lífsins, og þetta getur alveg eins
átt við um manneskjuna eins og
fugla, en manneskjan hefur verið
að þrengja sér fram í mínum
myndum í seinni tíð.
- í þessum myndum er ég líka
að reyna að brjóta upp hefðbund-
ið myndform með því að vera
með boga innan um ferkantinn.
Ég hugsa nokkuð mikið um altar-
istöfluformið, og hef meðvitað
reynt að líkja eftir því. Það er
ekki óalgengt að altaristoflur séu
bogaformaðar. Mynd er nokkurs
konar altaristafla, og þá ekki
endilega fyrir kirkjur, heldur
fyrir þann sem málar. Þar kemur
fram hvernig hann skynjar hlut-
ina, og á hvað hann vill leggja
áherslu. Þetta hefur ekkert með
trúrækni að gera.
- Það að gera altaristöflu er að
lofsyngja. Hún er til að upphefja
ákveðna tegund af lífsskoðun. í
kirkjum er hún til dýrðar trúnni,
mínar eru til dýrðar mínum skoð-
unum, eins og ég skynja þær. Að
mála mynd er að hefja hlutina
upp á stall. Að mála er að mínu
mati annað hvort til að hefja hlut-
ina upp til skýjanna eða til að
gagnrýna þá. Ég hef gert mikið
að því að gagnrýna, en þessar
myndir eru til að upphefja frels-
ið; ekki frjálshyggjuna, heldur
raunverulegt frelsi. Og í því eru
fjötrar.
Guðmundur Ármann við Jafnvægi:
Mynd - Þóm.
Hefur orðið mikil breyting á
þínum myndum frá síðustu sýn-
ingu?
- Ég hef gert allt öðruvísi
myndir, myndir með pólitísku
ívafi þar sem innihaldið skipti
mestu málL Til dæmis sýndi ég
Að mála mynd er að hefja hlutina upp á stall.
hér á Kjarvalsstöðum með Sig-
urði Þóri árið 1981, og þá fjölluðu
okkar myndir um vinnandi fólk.
Síðan fór að hvarfla að mér að
það væri kannski ekki svo fráleitt
að huga að myndforminu sem ég
hafði haft tilhneigingu til að láta
víkja fyrir innihaldinu. En ab-
straktið nægir mér ekki, og því
fór ég að mála fuglinn, sem ég fer
reyndar frjálslega með, því það
er meira liturinn og formið sem
ræður myndinni.
Sýning Guðmundar stendur til
13. nóvember.
LG
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. nóvember 1988