Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 4
BÆKUR
Gyrðir Elíasson
Smásögur eftir
Gyrði Elíasson
Bókaútgáfa Máls og menning-
ar hefur sent frá sér nýtt smá-
sagnasafn eftir Gyrði Elíasson,
og hefur það hlotið nafnið Bréf-
bátarigningin. Petta er fyrsta
smásagnasafn Gvrðis, en í fyrra
sendi hann frá sér skáldsöguna
Gangandi íkorni.
Bókin geymir fjórar sögur, og
gerast tvær þeirra í þorpi, ein á
sveitabæ og ein í sumarhúsa-
hverfi í Danmörku. Lesandinn
kynnist fjölskrúðugu persónu-
safni, allt frá ungri sveitastúlku,
Heiðu að nafni, til manns sem
smíðar sér vængi í tómstundum
sínum. En sögurnar eru innbyrðis
tengdar, og í þeim öllum kemur
ungur piltur mjög við sögu. Pær
virðast í fyrstu láta lítið yfir sér,
en geyma leyndarmál og furður
þegar að er gáð. Sama hefur verið
sagt um stíl Gyrðis, hann er lát-
laus en þó seiðandi og sýnir gott
vald á íslensku máli. Skáldsaga
hans hlaut einkar góðar viðtökur
lesenda og gagnrýnenda, og það
er von útgefanda að þessum sög-
um verði ekki síður vel tekið.
Bréfbátarigningin er 155 bls.
að stærð. Málverk á kápu er eftir
Elías B. Halldórsson.
Útboð -
Aðgangskortakerfi
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv-
hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboöi í
útvegun og uppsetningu á aögangskortakerfi
fyrir væntanlegt skrifstofuhús aö Kirkjusandi í
Reykjavík.
Um er aö ræöa eftirfarandi magn:
- sfjórnstöö 1 stk.
- kortalesarar 17 stk.
- stimpilklukkur 5 stk.
- kaplar um 750 m.
Verkið skal hefjast í desember og því skal lokiö 1.
rnars 1989.
Útboösgögn veröa afhent á Verkfræöistofu Sig-
urðarThoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 9. desemb-
er 1988 en þá veröa þau opnuð þar aö viöstödd-
um þeim bjóðendum sem þess óska.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Kópavogsbúar
Stofnfundur Félags eldri borgara í Kópavogi, 60
ára og eldri, veröur haldinn laugardaginn 26.
nóv. nk. kl. 14 í Félagsheimili Kópavogs á annarri
hæö. Fundarboðendur leggja fram tillögu aö
stofnun hagsmunafélags aldraöra í Kópavogi og
drög aö samþykktum fyrir félagiö.
Kópavogsbúar 60 ára og eldri, fjölmenniö á fund-
inn.
Undirbúningsnefndin
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður við framhaldsskóla.
Að Fjölbrautaskóla Vesturlands eru lausar til umsóknar kennara-
stöður á vorönn í eftirtöldum greinum:
Stærðfræði, rafeindavirkjun, Vz staða í heilbrigðisfræði og afleys-
ingastaða í eðlis- og stærðfræði. Þá vantar bókavörð í fullt starf á
vorönn.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15.
desember n.k.
Menntamálaráðuneytið
Til sjAvar og SVESTA
líJl “
/, 4 SIQftUN
ELfWARM
Barnabók eftir
Sigrúnu Eldjárn
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur setn frá sér bókina Kuggur
til sjávar og sveitar eftir Sigrúnu
Eldjárn. Bókin hefur að geyma
nýjar sögur um snáðann Kugg og
hana prýða um 40 litmyndir eftir
höfundinn. Þessar sögur eru
sjálfstætt framhald bókarinnar
Kuggur og fleiri fyrirbæri sem út
kom í fyrra.
Kuggur til sjávar og sveita segir
frá kostulegum ævintýrum sem
þau lenda í - Kuggur og vinir
hans. Það eru þær Málfríður og
mamma hennar - kostulegar ker-
lingar sem ekki kalla allt ömmu
sfn þegar taka skal til hendinni,
að ógleymdum Mosa - glaðlyndu
og hrekkjóttu kríli sem býr yfir
ótrúlegum hæfileikum. Þau eru á
eilífum þeytingi til sjávar og
sveita, bregá sér í útilegu, fara á
skak og stunda umsvifamikil
garðyrkjustörf- þó meir af kappi
en forsjá. Og síðast en ekki síst
bregða þau sér í geimferð til ann-
arrar stjörnu þar sem Málfríður
glatar pilsinu sínu ogo kemur aft-
ur til jarðarinnar á brókinni, segir
í frétt frá FORLAGINU.
Kuggur til sjávar og sveita er 32
bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prent-
aði.
Mannfræöi
Hrafnkels sögu
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út ritið Mannfræði
Hrafnkels sögu og frumþætti eftir
dr. Hermann Pálsson, prófessor í
Edinborg. Skiptist bókin í fimm
meginkafla auk formála og skrár
yfir rit og höfunda.
Útgefandi kynnir Mannfræði
Hrafnkels sögu og frumþætti og
bókarhöfund svofelldum orðum
á kápu:
Hrafnkels saga Freysgoða hef-
ur orðið fræðimönnum ærið
rannsóknarefni, og í þeim hópi
munar vafalaust mest undanfar-
inn aldarfjórðung um dr. Her-
mann Pálsson prófessor í Edin-
borg. Mannfræði Hrafnkels sögu
og frumþættir sannar enn hversu
hann leggur sig fram um að sjá
þetta forvitnilega en umdeilda
listaverk í nýju ljósi.
Hermann Pálsson kemst m.a.
svo að orði f formála bókarinnar:
„Tvær ástæður liggja einkum til
þess að ég læt nú þessa ritsmíð frá
mér fara: f fyrsta lagi hafa hug-
myndir mínar um söguna skýrst
verulega síðan ritgerðin
„Hrafnkels saga og klassískar
bókmenntir“ kom út árið 1981,
og á hinn bóginn þótti mér rétt að
fjallað yrði um söguna í samræmi
við þær aðferðir sem ég hef tamið
mér að undanförnu og ráða má af
fyrstu bindunum í íslenskri rit-
skýringu: Uppruni Njálu og hug-
myndir (1984) og Leyndarmál
Laxdælu (1986).“
Mannfræði Hrafnkels sögu og
frumþættir er 127 bls. að stærð.
NATTURUNNAR
FORMÁLl:
SIR DAVID ATI HNBORÐUGH
MARK CARWARDINLi
Samhengiö í
lífríkinu
Skjaldborg hefur gefið út bókina
Lífríki náttúrunnar eftir Mark
Carwardine, þýðandi er Gissur
Ó. Erlingsson.
Þessi ríkulega myndskreytta
bók fjallar um fjölbreytt úrval
þeirra þúsunda dýrategunda sem
lifa víðsvegar í veröldinni. Hún
greinir frá hinni athyglisverðu til-
breytni í útliti og atferli og furðu-
legri aðlögunarhæfni. Hún grein-
ir líka frá tengslum lífsins við
vistsvæðin - frá hinum frjósömu
regnskógum hitabeltisins til
hinna harðbýlu freðmýra oog
heimskautasvæða.
Áhugaverðustu sérkennum
hverrar tegundar er vandlega lýst
- hvernig hún þróaðist, að hvaða
leyti hún er sérstök, hvernig hún
aðlagar sig umhverfi sínu oog
hvað er sérkennilegt við lífsmáta
hennar. Mörg dýranna sem
greint er frá í þessari bók eru í
útrýmingarhættu. Þegar svo
stendur á greinir textinn frá ors-
ökum þess og hvað gert er, ef
eitthvað er gert, til að vernda teg-
undina.
Mark Carwardine nam dýra-
fræði við Lundúnaháskóla og
starfaði fimm ár sem vísindalegur
ráðgjafi við World Wildlife Fund
- Álþjóða náttúruverndarsam-
tökin. I því starfi hefur hann átt
hlutdeild í fjölda mörgum vern-
dunarráðstöfunum víðsvegr um
heim. Hann hefur líka starfað að
umhverfisáætlunum á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem vís-
indalegur ráðgjafi og rithöfund-
ur,_______________________
Tortímingar-
máttur
sifjaspella
Bókaútgáfan Tákn hefur sent
frá sér bókina Börnin svikin -
tortímingarmáttur sifjaspella -
eftir sálfræðinginn Susan Forw-
ard og Craig Buck. Susan Forw-
ard er þekktur sálfræðingur í
Bandaríkjunum sem einkum hef-
ur tileiknað sér málefni hjóna-
banda og sifjaspella.
Sifjaspell eru miklu algengari
hér á landi en nokkurn hefur
grunað og vissulega er sömu sögu
að segja um önnur lönd. Nú upp á
síðkastið hefur vaknað gífurleg
umræða um þessi mál í flestum
ríkjum hins vestræna heims og nú
síðast hér á landi með sýningu
norsku myndarinnar um svívirtu
börnin sem flestum er kunn.
Bókin Börnin svikin hefur að
geyma mjög skýra mynd af hin-
um margvíslegu birtingarháttum
sifjaspella. Bókin er full af dæm-
um ásamt upplýsingum um
hvernig bera má kennsl á svívirðu
sem barn hefur verið beitt; við-
brögð og meðferðarleiðir eru
einnig kynntar. Um er að ræða
lifandi frásagnir beggja aðila,
þ.e. þeirra sem hafa verið svívirt-
ir og þeirra sem hafa svívirt ásamt
sálfræðilegu mati höfunda.
Börnin svikin - tortímingarm-
áttur sifjaspella er 238 blaðsíður.
Guðrún Einarsdóttir sálfræðing-
ur íslenskaði.
Reimleikar
Hrafns
Gunnlaugssonar
Vaka-Helgafell hefur sent frá
sér nýja ljóðabók eftir Hrafn
Gunnlaugsson sem hann nefnir
Reimleikar í birtunni. Egill Eð-
varðsson hefur gert myndverk í
bókina.
Hrafn Gunnlaugsson er án efa
þekktastur sem kvikmyndahöf-
undur og Ieikstjóri. Höfundarfer-
il sinn sem ljóðskáld hóf Hrafn
hins vegar skömmu eftir stúd-
entspróf með bókunum Ástarljóð
(1973) og Grafarinn með fæðing-
artengurnar (1976) en Helgafell
gaf þær út.
Ljóðin í bókinni Reimleikar f
birtunni eru ort undanfarinn ára-
tug og tengjast reynslu höfundar
sem kvikmyndaleikstjóra.
Hrafn Gunnlaugsson „yrkir
um mannlegar ástríður og eigin
reynslu á mjög persónulegan hátt
og myndræn hugsun birtist les-
Hrafn og Egill.
andanum glöggt í ljóðunum. í
bókarauka greinir Hrafn frá til-
urð flestra ljóðanna og tilefn-
um,“ segir og í kynningu forlags-
ins.
Egill Eðvarðsson kvikmynda-
gerðarmaður hefur sem fyrr segir
gert nútímaleg myndverk í bók-
ina og eru þau prentuð í tveimur
litum. Efni mynda Egils er sótt í
ljóðin sjálf og tengist kynnum
hans og höfundarins.
Happdrætti
Búið er að draga
Vinningsnúmer eru innsigluö og veröa birt
um leiö og fullnaöarskil hjá umboösmönnum
og innheimtumönnum hafa borist.
Greiðiö heimsenda gíróseöla sem fyrst.
Þjóðviljans
Þátttaka allra tryggir stórátak
Síðustu forvöð að gera skil