Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 7
raunsæi eða hillingar Áhugamenn um íslenska stjórnmálasögu geta staldrað við ýmislegt athyglisvert í atburðum þessara haustmánaða. Fáir hefðu spáð því fyrir ári að hér sæti nú við völd „hefðbundin" þriggja flokka vinstri stjórn. Enn færri áttu kannski von á því að formað- ur Alþýðuflokksins hafnaði af- dráttarlaust samstarfi við Sjálfs- tæðisflokkinn, að því er virðist af hjartans sannfæringu. Það sem vekur þó mesta at- hygli mína eru yfirlýsingar for- manna Alþýðuflokks og þó eink- um Alþýðubandalags um nána samvinnu flokkanna í stjórnmálum næstu ára. Þessar yfirlýsingar eru athyglisverðar vegna þess að þær eru hluti um- ræður sem hefur staðið áratugum saman og tekið á sig margar skemmtilegar myndir. Það sem er nýtt núna er að formenn þess- arar tveggja flokka hafa ekki fyrr talað í þessa veru á sama tíma. Það dregur ekki úr að formenn- irnir báðir eru í pólitískum skiln- ingi afkvæmi átaka á vinstri væng síðustu ár og áratugi. Þeir eru báðir áhugamenn um samvinnu „vinstri rnanna", sem nú heita félagshyggjufólk. Formaður Al- þýðubandalagsins hefur gengið svo langt að segja á Alþingi að þeir félagar ætli í sameiningu að skrifa Sjálfstæðisflokkinn út úr pólitík á næstu árum. Stöldrum við Allt er þetta ljúf tónlist í eyrum þeirra sem hafa árum saman séð í hillingum órofna fylkingu vinstri manna utan um hálfrar aldar klofningasögu. Sögulegar skír- skotanir eiga rétt á sér svo fólk skynji atburði í samhengi, en þær mega ekki verða aðalatriði um- ræðu um hegðun stjórnmála- manna í nútímanum. Fyrst og síðast hljótum við að spyrja okkur um hvað samvinna af þessu tagi ætti að takast. Þar er vitanlega átt við hugmyndalegan grundvöll sem byggja mætti á heillega og umfram allt trúverð- uga stefnu. Geta þessir tveir hóp- ar fólks komið sér saman um hug- myndaprógramm sem yrði til ein- hvers gagns í stjórnmálum? Þessari spurningu verður að svara áður en lengra er haldið. Ég nefni hér almenna stefnu í tveimur viðamiklum málaflokk- um, en læt önnur málefni bíða síðari tíma. Hagstjórn í anda frjálslyndis Töluvert ber á milli viðhorfa A-flokkanna til hagstjórnar og hlutverks ríkisvaldsins í atvinnu- lífinu. Alþýðuflokkurinn hefur predikað sína frjálslyndu efna- hagsstefnu með áherzlu á mark- aðslausnir og afskiptaleysi ríkis- valdsins af einstökum fyrirtækj- um og atvinnuvegum. Flokkur- inn hefur stundum gengið skör lengra en Sjálfstæðisflokkurinn í þesum áherslum. Alþýðubanda- lagið hefur á hinn bóginn aðhyllst miðstýringu í efnahagslífi og talið ríkið hafa mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingu og viðhaldi atvinnulífs. Hin hefðbundna efnahags- stefna Alþýðubandalagsins er gömul og hefur ekki tekið breytingum í takt við þjóðfélags- þróun. Flokkurinn hefur ekki Umræður um samstarf eða sameiningu stjórnmálaafla á vinstri væng hafa staðið með hléum í marga áratugi, og nú í nokkur ár hafa slíkar hugmyndir verið mjög reifaðar i Málfundafélagi félagshyggjufólks. Myndin er frá fundi í félaqinu í árslok 1984. komist upp úr þeirri hugmynda- kreppu sem vinstri flokkar víða á Vesturlöndum hafa þurft að fást við á síðustu árum. Flokkurinn hefur einnig fremur verið áhor- fandi en þátttakandi í umræðu um þróun efnahagsmála síðustu árin. Hann hefur ekki tekið má- lefnalega á móti frelsishyggju lið- inna missera, en frekar stutt sig við orðaleppa um frjálshyggju- þetta og -hitt. Öllum má Ijóst vera að á ís- landi verður ekki horfið að ríkis- forsjá og áætlunarbúskap eftir frelsisumrót síðustu missera og ára. Reyndar efast ég um að margir stjórnmálamenn kæri sig um afturhvarf til þeirra tíma þeg- ar stóru og smáu í efnahagslífi var stjórnað með tilskipunum úr stjórnarráðinu. Meira að segja herrarnir fyrir austan eru farnir að skilja þá hagfræði. Það gæti þó reynst snúið að fá t.d. Svavar Gestsson, Stengrím J. Sigfússon og Hjörleif Guttorms- soon, svo einhverjir séu nefndir, til að auka þekkingu og sam- keppni á fjármagnsmarkaði með því að heimila erlendum bönkum þátttöku á honum. Slík stefnu- mörkun væri þó í fullu samræmi við efnahagsstefnu jafnaðar- mannaflokka hvar sem er á Vest- urlöndum. Þær skoðanir sem heyrast og sjást frá yngri hagfræðingum innan Alþýðubandalagsins benda til þess að ekki líði mörg ár þar til flokkurinn tileinkar sér efnahagsstefnu sem er í betra samræmi við íslenzkan raunveru- leika og stefnu jafnaðarmanna- flokka í kringum okkur. Af þeim sökum ættu efnahagsmálin kann- ski ekki að verða óleysanlegur vandi í samstarfi A-flokkanna þegar til lengri tíma er litið. Velferð á vegamótum Það sem helst bindur A- flokkana saman er vitanlega af- staða þeirra til samhjálpar og samneyslu. Staðreyndin er hins vegar sú að ekki hefur verið hér ágreiningur um velferðarmál svo nokkru nemi síðan nýsköpunar- stjórnin var mynduð 1944. Stær- stur hluti Sjálfstæðisflokksins hefur t.d. fyrir löngu sæst á grun- vallarmarkmið velferðarkerfis- ins. Sú staðreynd að A-flokkarnir hafa haft frumkvæði að stærstu sigrunum í velferðarmálum hefur reynst þeim fjötur um fót þegar reynsla er komin á kerfið. Flokk- arnir hafa báðir tilhneigingu til að aðhyllast hnéskeljapólitík í velf- erðarmálum, þ.e. að bregðast við öllum tillögum um breytingar eins og þær séu árás á samneys- luna og nánast helgustu stofnanir samfélagsins. Þetta er þeim mun skaðlegra sem ljósara verður að uppstokkunar er þörf í velferð- arkerfinu. Þar hefur eyðsla og só- lund um of einkennt uppbygg- ingu, fjárútlát eru meira og minna sjálfvirk og fjárhagslegt eftirlit í skötulíki. Flokkur félagshyggjufólks, sem vill láta taka sig alvarlega, verður að bregðast við þessum aðstæðum af fullkomnu raunsæi. Fjárútlátum til velferðarmála hljóta að vera takmörk sett og því þarf hugsanlega að taka harka- legar ákvarðanir um samdrátt og niðurskurð, t.d. í mennta- og heilbrigðismálum. Það væri vel- ferðarkerfinu betra ef „félags- hyggjufólk“ stæði fyrir slíkum breytingum fremur en aðrir, en til þess þarf kjark og einurð sem ekki hefur borið á hingað til. Þar dugar ekki að vefja velferðar- stofnanir helgislepju eða hrópa á torgum um frjálshyggju. Þetta er annað grundvallaratriði sem samstarf A-flokkanna þarf að byggjast á. Samstarfið Vert er að hafa í huga að eng- inn veit hvað felst í orðunum „náin samvinna A-flokkanna“. Samvinna í ríkisstjórn getur talist allnáin, en líklegt er að margir sjái fyrir sér einhvers konar málefna- og/eða kosningabanda- lag sem hefði samruna flokkanna að lokatakmarki. Hér verður engu spáð um lík- urnar á slíku samstarfi, en ljóst er að undirbúningur þess yrði bæði langur og strangur. Það er langt í frá auðvelt að koma á samstarfi milli stofnana á borð við Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag. Rétt er að minna á að stofnun Alþýðu- bandalagsins tók tólf ár frá því kosningabandalag var myndað þár til það var steypt í flokksmót. Og gekk ekki hávaðalaust fyrir sig. Sameining A-flokkanna yrði mun erfiðari viðfangs. Burtséð frá málefnaágreiningi ríkir gagn- kvæm tortryggni milli flokks- manna þeirra og líklega forystu- manna einnig. Báðir hafa þurft að réttlæta andstöðu sína við hinn svo áratugum skiptir og reynist áreiðanlega mörgum erfitt að gleyma þeirri sögu allri. Kyn- slóðaskipti í flokkunum draga nokkuð úr þessari tortryggni, en pólitískt minni fólks er erfitt við að eiga og lækna. Reyndar er ekki langt síðan ég heyrði ís- lenzkan jafnaðarmann byggja af- stöðu sína til manna og málefna á því að Héðinn Valdimarsson hefði ekki átt að kljúfa. Erfiðara verkefni væri þó eftir, sem er að komast að samkomu- lagi um kosningar og framboðs- mál. Þar yrði tilhögun framboðs- ins, þ.e. hvernig og hver á að velja fólk á lista, stærsti bitinn. Heiftin í prófkjörum síðustu ára sýnir fyrst og fremst hversu mikið metnaðargjarnir menn eru reiðu- búnir að leggja á sig til að skapa sér stöðu og halda henni. Skipu- lagning framboðsmála og reyndar starfsins yfirleitt yrði því ekkert akademískt semínar um valddreifingu og lýðræði, heldur barátta um völd og aðstöðu. Og valdabarátta hefur aldrei stuðlað að einingu eða auðveldað sam- starf. Þá verður að minna á að sumir forystumanna flokkanna eru beinlínis fráhverfir hugmyndinni um náið samstarf þeirra. Mörg- um þeim Alþýðubandalags- mönnum, sem rætureiga að rekja til Sósíalistaflokksins, finnast fáir auvirðilegri en bölvaðir kratarnir og ekki bætir úr skák að formað- ur Alþýðuflokks skuli vera sonur Hannibals. Þeir nafnarnir Hanni- balsson og Sigurðsson eru auk þess á öndverðum meiði í málinu og hafa ekki legið á skoðunum sínum. Sá fyrrnefndi er hallur undir samstarf, en hinum þykir vænlegra að skipa sér í miöjufylk- ingu með Framsóknarflokknum. Fyrstu skrefin Þrátt fyrir alla vankanta sem hér eru nefndir þykir mér líklegt þriðja degi Karl Birgisson skrifar Nýendurhafið tal um samvinnu A-flokkanna er „Ijúftónlist í eyrum þeirra sem hafa árum saman séð í hillingum órofnafylkingu vinstri manna“. Eftil vill er réttast að hefja nána samvinnu í sveitarstjórnum: „I samhentri kosninga- haráttu íReykjavík gœti myndast þaðfélagslega límefni sem þarf til að halda flokkunum saman.“ að hugmyndin um samstarf flokkanna eigi sér nokkurt fylgi meðal félagsmanna þeirra. Þar kemur hvort tveggja til, að mörg- um svíður aðskilnaðurinn og þyk- ir hann ástæðulaus, og hitt, að flokkarnir eiga báðir í verulegum erfiðleikum og eiga á hættu að óbreyttu að missa frumkvæði og forystuhlutverk í stjórnmálum næstu ára. Og framtíðarsamvinna ræðst vitanlega af viðbrögðum hins al- menna félagsmanns. I því efni dugar ekkert formanna- samkomulag eða dagskipanir ofan frá. Samvinna og hugsan- legur samruni verða að eiga sé víðtækan stuðning og spretta frá fólki en ekki formönnum. Þegar er hafin umræða um samstarf sem gæti orðið mikil- vægt fyrsta skref í náinni sam- vinnu. Hér er átt við sameiginlegt framboð félagshyggjufólks í borgarstjórnarkosningum 1990. í borgarmálefnum .er fleira sem sameinar en í landsmálunum og því er tilvalið að hefja „nána sam- vinnu“ á þeim vettvangi. Þar myndi í alvöru reyna á samstarfs- vilja og væntanlega koma í ljós hverjir eru veikustu hlekkirnir. í samhentri kosningabaráttu í Reykjavík gæti auk þess myndast það félagslega límefni sem þarf til að halda flokkunum saman. Ef vel tækist til á vettvangi borgar- málanna ætti færra að vera öðru og efnismeira samstarfi til hind- runar. Þess vegna er ráðlegast að byrja þar og sjá hvort ekki skapast aðstæður til þess að gera loks út af við sögulegan misskiln- ing sem hefur staðið íslenskri vinstri hreyfingu fyrir þrifum allt of lengi. „Á þriðja degi“ er samheiti nýs flokks viðhorfsgreina, þar sem sami höfundur skrifar nokkrar greinar í röð á þriðjudögum. Karl Birgison sem hér ríður á vaðið er hálfþrítugur Reykvík- ingur sem vinnur við ýmis rit- störf. Hann var upplýsingafull- trúi í fjármálaráðuneytinu í tíð Jóns Baldvins Hannibals- sonar þar, Karl var fundarstjóri á hliðarfundinum um villta „vinstrið" á Alþýðuflokksþing- inu um helgina, en í þann flokk kom hann úr Bandalagi jafn- aðarmanna. Þriðjudagur 22. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.