Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 14
Bóka-
ormurinn
Bókaormurinn - Skjöldur nefn-
ist tímarit um menningarmál,
sem útgáfufélagið Sleipnirgefur
út í samvinnu við Dansk-íslenska
félagið. Ritstjóri þess er Páll
Skúlason. Nýlega er komið út 1.
tbl. þriðja árgangs. Er þaö að
mestu helgað minningu Friðriks
Á. Brekkan rithöfundar, en hann
hefði orðið 100 ára þann 28. júlí
sl.
Þeim fer nú óðum fækkandi,
sem muna þetta skáld úr Miðfirð-
inum og annað lesefni er nútím-
anum hendi næren bækur hans.
Lifir þó enn í ýmsum verkum sín-
um. En hverskonar rithöfundur
var Friðrik Á. Brekkan? Spyrjum
ritstjórann, Pál Skúlason: „Friðrik
Brekkan má með sönnu teljast
einn af meisturum íslenskrarfrá-
sagnarlistaren einkenni þeirra
var að segja sögur af nafn-
greindum mönnum, helst í þröng-
um hópi. Sagan var oftast stutt
og í henni fólst einhver gaman-
semi, stundum ferskeytla, og oft
líkti sögumaðurinn eftir látbragði
þess, sem sagt var frá og hermdi
eftir honum." En Friðrik Brekkan
varekki einasta sagnameistari
og leikari, hann var einnig skáld,
eins og verk hans vitna um og
Páll Skúlason bendirá. Og
Steindórfrá Fllöðum segir: „Frið-
rik Á. Brekkan er einn þeirra
manna, sem ég hefi kynnst á lífs-
leiðinni, sem ég hugsa hlýjasttil.
Um minningu hans leikur birta og
gamansemi. Með honum vargott
að vera, og minningin um hann
yljarmanniinnanbrjósts."
íritið skrifa þeirum FriðrikÁ.
Brekkan og rekja minningar sínar
um hann, margar og góðar: Jón
Böðvarsson, SteindórSteindórs-
sonfráHlöðum, HalldórLax-
ness, Árni Helgason og Kristján
Eldjárn. Allar þessar greinar eru
þeirrar náttúru, að eftir lestur
þeirra stendur Brekkan manni
Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Jafnvel þeim, sem aldrei hafa
séð hann eða heyrt fer að þykja
vænt um þennan mann. Þá er
þarna að finna þýðingu Magnús-
ar Ásgeirssonar á Ijóði Brekkans
Óskaland og þýðingu Laxness á
ævintýri Brekkans Perlan úr
djúpinu.
Af öðru efni Bókaormsins má
nefnagreinGunnars Valdimars-
sonar, „Varþað hér?“. Þarsegir
frá ferð þeirra Páls skálds Ólafs-
sonar og Ragnhildar konu hans
yfir Smjörvatnsheiði til Vopna-
fjarðar. Á leiðinni lögðust þau til
svefns undir heiðum himni og er
þau brugðu blundi við efstu grös
þessarar sumarfögru sveitar er
mælt að skáldið hafi ort kvæðið
Sólaruppkoma, sem birt er með
grein Gunnars. Þá er þarna að
finna Ijóð eftir Benny Andersen í
þýðingu Baldurs Pálmasonar.
Loks er grein eftir Svan Jóhann-
esson um norrænu bókbandslist-
arsýninguna, sem haldin var í
Norræna húsinu 9.-10. apríl í vor.
-mhg
í DAG
er22. nóvember, þriðjudagur í
fimmtu viku vetrar, annar dagur
ýlis, 327. dagurársins. Sól kemur
upp í Reykjavík kl. 10.19 en sest
kl. 16.08. Tungl vaxandiáöðru
kvartili.
VIÐBURÐIR
Cecilíumessa. Dáinn Hrafn
Oddsson 1289. Socialistisk Folk-
eparti (SF) stofnaður í Danmörku
1958. John F. Kennedy Banda- \
ríkjaforseti myrtur 1963. Dáinn
breski rithöfundurinn Aldous
Huxley 1963. Þjóðhátíðardagur
Líbanon.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR50ÁRUM
Kaffisalan Hafnarstræti 16.
Heit og köld og súr svið allan
daginn.
%
UM UTVARP&
SJONVARP M
---------r „Heimsokn-
Leikrit Nínu Bjarkar
Á laugardaginn var frumflutti
Útvarpið nýtt leikrit eftir Nínu
Björk Árnadóttir „Frystikista og
svo falleg augu“. Það verður nú
endurflutt á Rás 1 í kvöld. -
Leikritið gerist á heimili Hildar,
Geira og Stjána sonar þeirra. Þau
eru nýflutt í blokk í Vesturbæn-
um. Fjárhagurinn er lasburða,
sem ekki er ótítt hjá ýmsum nú
um stundir og hin hvimleiðu
gluggabréf berast hvert á fætur
öðru. Hildur veigrar sér við því
um sinn að horfast í augu við hin-
ar hráslagalegu staðreyndir efna-
hagslífsins og laumar þessum
óvelkomna pósti á bak við frysti-
kistuna. - Leikendur eru Hanna
María Karlsdóttir, Guðrún
Gísladóttir og Hjálmar Hjálm-
arsson, en leikstjóri María ÍCrist-
jánsdóttir.
-mhg Hanna María Karlsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Hjálmar Hjálmarsson.
Kviksjá
Rás 1, kl. 19.33
f kvöld verður fluttur síðasti
þáttur Borgþórs Kærnested,
„Rússlands 1000 ár“. Að undan-
förnu hefur Borgþór sagt frá
heimsókn sinni til Sovétríkjanna í
ágúst í sumar í tilefni af því að á
þessu ári eru þúsund ár liðin frá
kristnitöku Rússlands. í þættin-
um í kvöld verður rætt við þá
Árna Bergmann ritstjóra og sr.
Rögnvald Finnbogason um þá
Árni Bergmann
þróun, sem átt hefur sér stað þar
eystra. - Þátturinn verður endur-
Rögnvaldur Finnbogason
tekinn nk. föstudagsmorgun kl.
9.30. -mhg
artíminn"
Stjarnan kl. 11 og 17.
Þrír af fremstu spéfuglum
landsins verða daglegir gestir á
Stjörnunni frá og með deginum í
gær. Þessir „fuglar“ eru þeir
Laddi, Sigurður Sigurjónsson og
Karl Ágúst Úlfsson. Verða þeir
með „Heimsóknartíma" alla
virka daga kl. 11 og 17. Grínið
gengur út á sjúklegan heimsókn-
artíma á ónefndri heilbrigðis-
stofnun eða kannski fremur
óheilbrigðisstofnun? Þeir þre-
menningar hafa verið að þróa
karakterana í „Heimsóknartí-
mann“ undanfarnar vikur. Þetta
eru spánnýir karakterar en einnig
munu koma í heimsókn góð-
kunningjar úr Sjónvarpinu og af
Stöð 2. - Hver þáttur verður
frumfluttur kl. 11 og síðan endur-
fluttur kl. 17 sama dag og einnig
kl. 23 um kvöldið.
í dagsins
önn
Rás 1, kl. 13.05
Undanfarna þriðjudaga hefur
verið fjallað um textíl, hand- og
myndmennt í þættinum í dagsins
önn. Hófst sú umfjöllun á heim-
sókn í Þjóðminjasafnið. Þvínæst
var horfið til nútímans og spurt
um kennslu og kennsluhætti á
þessu sviði. í dag verður litið inn í
kennslustundir í smíðum og
hannyrðum og spjallað við ne-
mendur og kennara um þessi fög
og viðhorf til þeirra. Næstu þriðj-
udaga verður umræðum haldið
áfram og þá fjallað um textíllist
og viðhald gamalla saumgerða og
hannyrða. - Umsjónarmenn eru:
Steinunn Harðardóttir og Bergl-
jót Baldursdóttir. -mhg
GARPURINN
Minn uppáhaldssiður er að éta
þrjár skálar af kókópuffsi
og horfa á teiknimyndir til hádegis
álaugardögum.
Eftir nokkra klukkutíma eru áreitin
aðgera út af viðmig. Ég helstekki
o
' FOLDA
14 SIÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1988
\
\