Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 11
Yfirgengilegur fréttaflutningur Nýlega urðu Palestínumenn ís- raelskri konu og þrem börnum hennar að bana er þeir réðust á langferðabíl rétt fyrir utan Jer- íkó, en hún er eins og kunnugt er á vesturbakka Jórdanárinnar. Þessi landsvæði hertóku ísraels- menn árið 1967. Ekki stóð á við- brögðum íslenskra fjölmiðla, rosafyrirsagnir og flannamyndir, menn skorti lýsingarorð til þess að lýsa þessu voðaverki. Á þessu var tönnlast hvað eftir annað, allt sem sé gert til þess að gera sem allra mest úr þessu. Leiðtogar Palestínumanna hafa fordæmt þetta tilræði og sagst myndu harðlega refsa þeim er að því stóðu fengju þeir tæki- færi til þess. Ekki má gíeyma því eitt augnablik að bifreiðin var á ferð á landi Palestínufólksins sem ísraelsdátar hersitja og kúga fólkið miskunnarlaust þannig að það er ekkert skrítið þó að blint hatur sé ríkjandi í garð hernáms- liða, og ekki má heldur gleyma því að konur í ísrael gegna her- þjónustu og eiga vitanlega þar með sinn þátt beint og óbeint í ofbeldinu sem Palestínumenn eru stöðugt beittir. Ekki stóð heldur á því hjá fjöl- miðlunum að birta viðtöl við for- ystumenn herraþjóðarinnar eftir atburðinn ofannefnda og frem- stur í flokki auðvitað Shamir forsætisráðherra, og ekki var Sharon langt undan, en sá skúrkur ber t.d. ábyrgðina á fjöl- damorðunum í Shatila og Sabra þar sem um tvö þúsund Palest- ínumenn voru drepnir á hinn hrottalegasta hátt fyrir nokkrum árum, konur, börn og gamal- menni þar á meðal. Það er fá- dæma smekkleysa þetta og með öllu óskiljanlegt hvers vegna fjöl- miðlamenn eru haldnir slíkri siðblindu og tvöföldu siðgæði að dæma Palestínumenn miskunn- arlaust þegar þeir grípa til ör- þrifaráða gegn kvölurum sínum en gera svo sem allra minnst úr því þegar ísraelsmenn eru að strádrepa Palestínufólkið eða misþyrma því. Aðeins í ár hafa þeir skotið eða barið til bana hátt í fjögur hundruð Palestínumenn, og eins og ævinlega konur og börn þar með talin, á Gaza-spild- unni og vesturbakkanum. Reglulega er sprengjum látið rigna yfir flóttamannahreysin í Líbanon. Hvað skyldu þær vera margar mæðurnar og börnin er láta lífið í þessum árásum? Nei, fjölmiðlamenn hafa ekki áhyggj- ur af því, þetta eru allt saman vondir skæruliðar. Þannig er oftsta sagt frá morð- árásum ísraelsmanna, eða hve- nær sjást orð eins og hryðjuverk, ódæðisverk, grimmilegar árásir og annað í slíkum dúr þegar ísra- elsmenn eru að verki? Það er að sjálfsögðu ekki að- eins í Líbanon eða á vesturbakk- anum, Gaza og Austur- Jerúsalem sem Palestínufólkið er drepið. Eitt árið vörpuðu ísrael- skar flugvélar sprengjum á flóttamannabúðir í Túnis; þar iétu 70 manns lífið. Seinni part- inn í sumar var einn af æðstu mönnum Frelsissamtaka Palest- ínumanna myrtur í sama landi. Vopnaðir menn skutu hann til bana á heimili sínu sögðu fjöl- miðlarnir. Hvernig halda menn að fyrirsagnirnar hefðu litið út eða umfjöllunin öll verið ef Pal- estínumenn hefðu myrt einhvern af forystumönnum ísraels? Ég er viss um að þeir hefðu krafist þess að lýst yrði yfir þjóðarsorg á Fróni. Ekki fer heldur mikið fyrir þeirri staðreynd hjá íslenskum fjölmiðlum að Ísraelsríki varð til með því að leggja byggðir Palest- ínumanna í rúst og stökkva þeim á flótta. Það er forðast eftir mætti að þessi staðreynd sé inni í um- ræðunni. Palestínumenn telja nú eitthvað í kringum fimm til fimm og hálfa miljón. 1600 þúsund búa á vesturbakkanum og Gaza, 600 þúsund innan landamæra Israels, ein og hálf miljón í Jórdaníu, 400 þúsund í Líbanon, 300 þúsund í Kuwait, 250 þúsund í Sýrlandi, um hálf miljón í löndum Amer- íku og víðast hvar í heiminum er palestínska flóttamenn að finna. Hér á íslandi dvelja t.d. nokkrir. Flest af þessu fólki býr í hrör- legum hreysum við algera eymd og niðurlægingu, og svo þykjast menn vera hissa og hneykslaðir ef skæruliðar úr röðum þessa fólks grípa til örþrifaráða gegn þeim er keyrt hafa fólkið niður í þessa ör- birgð. Fjölmiðlamenn, þið eigið margt ólært. Skylda ykkar er vit- anlega að segja ævinlega satt og rétt frá. Það skal tekið skýrt fram að Þjóðviljamenn hafa gert þessu máli öllu mjög góð skil, sent m.a. mann þarna niður eftir og skrif- aði hann nokkrar afburða greinar eftir veru sína. En sem sagt þið hinir, hinn mikli meirihluti, von- andi fer samviskan að ýta við ykkur. Guðjón V. Guðmundsson Loksins, loksins Loksins, loksins, varð mér að orði þegar ég leit á dálkinn Klippt og skorið í fimmtudagsblaði Þjóðviljans og sá að þar var hald- ið fram umræðu um biðlaun þingkvenna; loksins ætla þeir á Þjóðviljanum að sýna hvað í þeim býr og biðja kvennalista- konur afsökunar á frumhlaupinu um daginn, hugsaði ég með mér og réttist allur í baki. En þegar lengra var lesið í og skorið- dálknum dró fljótt niður í manni. Þar var sum sé haldið áfram að gera lítið úr kvennalistakonum, t.d. gefið í skyn að þær séu svo reynslulitlar á þingi að þær hafi ekki enn áttað sig á því að þær ættu rétt á biðlaunum að loknum störfum. Ekki flýgur Þjóðvilja- skríbentinum í hug að þær hafi ef til vill verið of uppteknar af að fylgjast með þing- og þjóðmálum til að velta fyrir sér hvaða sporsl- ur og bitlinga þær gætu hugsan- lega hreppt áður en þær hyrfu af þingi. Þá er spurt hvort tvær tilteknar þingkonur Kvennalistans muni taka biðlaun þau sem þær eiga rétt á. Ekkert liggur á að svara því. Þessar konur munu ekki hætta þingmennsku fyrr en í vor og er líklegt að biðlaunamálið verði rætt í stofnunum Kvenna- listans, „öngunum", út um allt land. Undirrituðum hefur skilist að reynt sé að taka flestar ákvarð- anir þar á bæ með því móti að ræða þær fyrst í grunneiningun-' um, svokallaðri grasrót, áður en afstaða sé tekin. Þegar þeirri um- ræðu er lokið í vetur verður tekin ákvörðun um biðlaunin og hún sjálfsagt kynnt þegar þar að kem- ur. En í framhaldi af þessu má spyrja hvort Alþýðubandalagið hafi mótað ákveðna afstöðu til þess hvort þingmenn þess skuli þiggja biðlaun og hver sú afstða sé þá? I lok og skorið-dálksins eru hreystiyrði um að frétt blaðsins standi þrátt fyrir karlmannleg orð kvennalistakvenna. Sjálfsagt stenst fréttin að einhverju leyti þótt ekki verði betur séð en allt upphlaupið stafi af því að pening- arnir verið greiddir næsta sumar en ekki tveimur árum seinna. Stundum flýgur manni líka í hug Einhver herra ,,-m“ klippir og sker í okkur kvennalistakonur í dag, 17. nóvember, og endar nart sitt á ögn kergjufullan hátt: „... að þrátt fyrir karlmannlegt orð- bragð um fréttaflutning Þjóðvilj- ans hafa hvorki Kristín, Guðrún né Ingibjörg Sólrún hrakið einn einasta lið í frétt Þjóðviljans um biðlaunin." Það er svo með sannleikann, að hann má bera fram með ýmsu móti. Til þess að reyna á ályktun- arhæfni ,,-m“ mætti rifja upp sög- una um páfann, sem brá sér til Ameríku í fyrsta sinn. Áður en hann fór vöruðu sérlegir ráðgjaf- ar hann einlæglega við amerísk- um fjölmiðlum, sem hans heilag- leiki hét að umgangast með gát. að slíkt þreytubragð sé yfir öðr- um þingfulltrúum, að maður nú tali ekki um vafasamar sam- þykktir eða gerðir þeirra á al- þingi, að nokkru fé sé til þess verjandi að skipta þeim út á miðju kjörtímabili. Er nú vonandi að Þjóðvilja- menn manni sig upp í að biðja kvennalistakonur afsökunar á framkomu blaðsins í þeirra garð, og þá sérstaklega þær Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Hall- dórsdóttur. Reykjavík, 17. 11. 1988 Jón Torfason Hann var því vel á verði, þegar hann sté á land í New York og deplaði vart auga, þegar blaða- maður einn kallaði til hans, hvort hann hygðist heimsækja hóruhús stórborgarinnar. Eftir örlitla um- hugsun spurði hann gætilega á móti: „Eru hóruhús í New York?“ Næsta morgun stóð yfir þvera forsíðu eins blaðsins: „Fyrstu orð páfa á amerískri grundu: ERU HÓRUHÚS í NEW YORK? Hætt er við að páfi hafi ekki getað hrakið þennan uppslátt blaðsins. Með kveðju til klippara, Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans Páfinn og herra ,hh“ FLÓAMARKAÐURINN Fiat 125, árg. ’82 til sölu, skoðaður '88. Útvarp/ segulband, sumar- og vetrardekk á felgum. Upplýsingar í síma 40511 á kvöldin. Til sölu Yamaha PF 15 rafmangspíanó með innbyggðum hátölurum (hægt að setja í samband við magnara og heyrnartól). Svarar áslætti líkt og venjulegt píanó. Tilvalið fyrir hljóm- sveitir og t.d. byrjendur í pianóleik. Mjög gott verð. Úpplýsingar í síma 612197. Stuðaratékkur á Lödu til sölu. Upplýsingar í síma 41999. Til sölu Leðurjakki til sölu. Stærð extra large, svartur á lit, mjög stílhreinn og fallegur, vatteraður með hlýju fóðri á kr. 15 þús. Á sama stað er til sölu lítið fundarborð og stórt borð- stofuborð. Selst á góðu verði. Upp- lýsingar í síma 84023. Einstaklingsibúð Ungan mann bráðvantar einstakl- ingsíbúð til leigu. Engin fyrirfram- greiðsla en öruggar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 30345, Staðarborg. Pfaff saumavél til sölu á góðu verði. Atomic skíði, 150 sm löng og skiðaskór stærð 36 til sölu á sama stað. Upplýsingar í síma 76796 á kvöidin. Til sölu Candy þvottavél, SA 98. Þarfnast viðgerðar. Greiðsla samkomulag. Upplýsingar í síma 37396. Óskast keypt - til sölu Óska eftir ódýru furusófasetti. Á sama stað er til sölu velútlítandi kerra sem hægt er að breyta í vagn. Upplýsingar í síma 17897. Miðsvæðis/nýtt Eitt herbergi af fjórum í sérhæð til leigu. Sameiginleg setustofua, baðherbergi og eldhús. Upplýsing- ar í síma 19513. Kaffikönnur óskast Vantar gamlar kaffikönnur af öllum stærðum og gerðum. Sérstaklega bláar, emaleraðar, en allt gamalt er vel þegið. Á sama stað óskast handryksuga. Upplýsingar í síma 19380 milli kl. 8 og 18. Hljóðfæraleikarar athugið! Til sölu góður 12 strengja gítar. Á sama stað Boss effektataska, Compressor SUST, Power supply, 10 banda equalizer Disortion, Sup- er chorus CE 300, super facer, no- ise suppressor. Upplýsingar í síma 672839. Bassi til sölu Til sölu Aria pro. bassi. Selst á góðu verði ef samið erfljótt. Upplýsingar í síma 10342. Ökukennsla Kenni á Lada Samara 89. Valur Haraldsson, sími 28852. Rúm til sölu Upplýsingar í síma 23886. Ung og upprennandi söngkona óskar eftir að leigja ódýrt iðnaðarhúsnæöi til æfinga í mið- bænum eftir áramót. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Söngkona" fyrir 1. desemb- er. Ertu að henda úr gamla eldhúsinu? Ég er einstæð 3 barna móðir og eldavélin mín varð sér úti um ein- hvern lasleika svo ég get ekki bakað fyrir jólin. Er ekki einhver sem þarf að losna við gömlu elda- vélina? Ég þigg hana með þökkum ef hún er ekki breiðari en 55-57 sm og nothæf. Vinsamlegast hringiö í síma681310eða681331 ádaginn. Til sölu Mazda árg. '80 á kr. 30.000 og Volvo 74 á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 51902 kl. 17-19. íbúð i New York Stór, tveggja herbergja íbúð, sem námsmenn leigja í New York, er til leigu með húsgögnum frá 22. des- ember og út janúar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 16034. Á einhver gamian sófa sem hann vill losna við? Mig vantar einn slíkan. Þarf ekki að vera fínn. Vinsamlegast hringið í síma 12063. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Vatnsrúm Til sölu nýlegt vatnsrúm 160x200 sm, hvítt að lit meö hitara, 95% dempun og hlífðardýna. Verð 45.000 kr. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17. Til sölu Peugeot 205 árg. '87, ekinn 15.000 km. Góður bíll, í toppstandi, vetrar- dekk fylgja. Uppl. í síma 29819. íbúð óskast Barnlaust par óskar eftir 2 her- bergja íbúð. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í sima 681310 á daginn og 641425 á kvöldin. Flóamarkaður Rússneskar vörur í miklu úrvali, m. a. tehettur, babúskur, vasaúrog ullarsjöl. Póstkröfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239. Rafmagnsþjónustan - dyrasímaþjónustan Allar nýlagnir, breytingar og viðhald á raflögnum. Uppsetningar á dyra- símum og sjónvarpsímum svo og lagfæringar á eldri kerfum. Tilboð, kostnaðaráætlanir, ráðgjöf. Margra ára reynsla. Kristján Sveinbjörns- son rafvirkjameistari, sími 44430. Blaðburðarfólk Efþúert moigunhress Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, súni 681333 Laus hverfi víðsvegar um borgina Þriðjudagur 22. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.